Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 JltagtmftlfKfrtí Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Islenzkt tal í sjónvarpi Forsetakosningarnar 1988: Góð kjörsókn utan kjörfundar víðast Kjörstaðir víðast opnir 9-23 á morgun FOR^ETAKJÖR 'C* 1988 ^Sigrún Þorsteinsdóttii^ 4 Vigdís FinnbogadðÍ ;tir Svona mun kjörseðillinn líta út i forsetakosningunum á morgun. Menntun, þekking og tækni hafa gjörbreytt veröldinni á tuttugustu öldinni. Nær allt hefur breytzt, hvort heldur litið er til lands okkar eða samfélags þjóð- anna. Flest hefur breytzt til hins betra. Breytingamar fela þó í sér nýjar hættur sem hefta verður — áður en verulegur skaði er skeð- ur. Það eru ekki sízt mál, menning og fullveldi smáþjóða sem em í hættu. Samgöngur nútímans hafa fært þjóðir heims í nábýli. Það tekur fáeinar klukkustundir að fara heimshoma á milli. Stórt hundrað þúsunda erlendra ferðamanna sóttu ísland heim á liðnu ári. Litlu færri íslendingar fóru utan. Menningarleg, félagsleg og við- skiptaleg tengsl okkar við um- heiminn verða meiri og nánari með hveiju árinu sem líður. Sam- skipti þessi fara að langmestum hluta fram á erlendum tungumál- um, einkum ensku. Fjölmiðla- og fjarskiptatæknin kórónar síðan utanaðkomandi áhrif á mál okkar og menningu. Fjarskiptahnettir hafa — að þessu leyti — opnað flóðgáttir erlendra áhrifa. Dagskrárefni sjálfs Ríkis- sjónvarpsins er erlent að 60-65 hundraðshlutum. Dagskrárefni Stöðvar tvö er erlent í enn ríkari mæli. Lunginn af þessu efni hefur erlent tal. Sama máli gegnir um myndbönd á hérlendum markaði. Sjónvarpsstöðvar — þar sem erlent tal er í 60-70% efnis — eru daglegur gestur á heimilum flestra íslendinga. Þetta erlenda tal glymur í eyrum landsmanna svo að segja dag hvum frá vöggu til grafar. Það fer því ekki á milli mála að íslenzk tunga á undir högg að sækja. Við hljótum því að hafa það leiðarljós öðrum frem- ur, að stórauka efni í sjónvarpi með íslenzku tali. Mjög mikilvægt er að setja íslenzkt tal í allt bamaefni. Sé til þess vandað getur jafnvel erlent bamaefni verið holl framburðar- kennsla. íslendingasögur og aðrar fomar bókmenntir, vel unnar í teiknimyndir, em kjörinn farvegur fyrir móðurmálskennslu. Stefna ber að því, eftir því sem fjárhagur leyfir, að setja íslenzkt tal í sem mest af erlendu dagskrárefni sjón- varps, einnig efni ætlað fullorðn- um. Hafa verður þó í huga að ýmislegt erlent efni, einkum í flutningi túlkandi listamanna, fell- ur vart undir þessa æskilegu meg- inreglu. Þó telja stórþjóðir, eins og Frakkar og Þjóðveijar, að svo sé — og mættum við hafa það í huga. Islenzk tunga er okkur dýr- mætari en það „gullaldarmál“ sem borizt hefur frá Hollywood undan- fama áratugi. Margar menningar- þjóðir sakna þess ekki. Dallas til að mynda hefði í engu misst, þótt tal væri á íslenzku!! Móðurmálið er homsteinn þjóð- emisvitundar okkar og fullveldis. Án þess og þeirrar menningararf- leifðar, sem það varðveitir, væmm við ekki sjálfstæð þjóð. Án þess væmm við ekki þjóð, heldur rót- laus óþjóð. Þessvegna eigum við að styrkja vamarmúrana um tunguna, bókmenntir okkar, mál- hefð og skóla. Við eigum að rækta með okkur — og bömum okkar — virðingu og væntumþykju í garð þjóðtungunnar. Við verðum að snúast til vamar gegn ásókn og áhrifum erlendra tungumála, einkum enskunnar, á málfar okkar, talmál og ritmál. Fjölmiðlar em sterkt vopn í þeirri baráttu, ef rétt er á máJum hald- ið, ekki sízt hljóðvörp og sjónvörp. Þessvegna verður að efla og styrkja innlenda dagskrárgerð sjónvarpsstöðva. Ekki sízt íslenzka kvikmyndagerð. Því ber sérstaklega að fagna að sjón- varpsstöðvamar hafa efnt til út- boða á innlendum dagskrárverk- um. Slík útboð tryggja betri nýt- ingu fjármuna og ýta undir grósku í innlendri kvikmyndagerð. Könnun Ríkissjónvarpsins (Skáís) á sjónvarpsáhorfí um hvítasunnuna sýnir ljóslega að innlent dagskrárefni nýtur vin- sælda umfram erlent. Það þjónar því ekki málvemdarsjónarmiðum, einum saman, að auka innlenda dagskrárgerð, þó að þau séu nægjanleg réttlæting slíks átaks. Aukin innlend dagskrárgerð er einfaldlega rétt viðbrögð til að mæta mælanlegri eftirspum. Is- lenzkt efni og íslenzk tunga em einfaldlega — og sem betur fer — vinsælasti kosturinn hjá þorra manna. „í þinghléi" hér í Morgunblað- inu síðastliðinn þriðjudag er Ijall- að um þetta efni. Þar segir meðal annars: „Það er leiðinlegt að þurfa að tala um peninga í þessu sam- bandi. Þeir era hinsvegar verk- færi sem vinna þarf með. RÚV og Stöð tvö þurfa að hafa þessi verkfæri í höndum til að sinna innlendri dagskrárgerð. Það verða þeir að muna sem setja leikregl- umar í samfélaginu. Ella gleyma þeir þegnskyldu sinni. Við höfum ekki efni á gáleysi þegar Ú'öregg okkar sem þjóðar á í hlut.“ En þá má ekki heldur vera neitt hik á sjónvarpsstöðvunum. Þær eiga um þá kosti að velja að vera útlendir gestir í samfélaginu — eða sá íslenzki veraleiki sem þær þykjast vera. KJÖRSÓKN utan kjörfundar hefur verið nokkuð góð viðast hvar á landinu það sem af er. í Reykjavík hefur hún þó verið nokkru minni en um sama leyti við síðustu forsetakosningar árið 1980, en hins vegar stefnir í metkjörsókn utan kjörstaðar á Akureyri. í Reykjavík höfðu 4660 kosið utan kjörstaðar kl. 14 í gær, saman- borið við 5926 er jafn langt var til kjördags árið 1980. Það þýðir að um 20% færri hafa kosið í ár. Utan- kjörstaðarkosningu verður fram- haldið í Fjölbrautarskólanum við Ármúla í dag frá kl. 10 til 12, kl. 14 til 18 og kl. 20 til 22. Einnig mun utanbæjarfólki gefast kostur á að kjósa utan kjörfundar á kjör- dagfrákl. lOtil 12ogkl. 14til 18. A Akureyri hefur kjörsókn hins vegar verið afar góð það sem af er og höfðu um 850 manns þegar greitt atkvæði um hádegið í gær. I forsetakosningunum 1980 greiddu alls 933 atkvæði utan kjörfundar á Akureyri og hefur það verið met- kjörsókn til þessa. Hins vegar lítur út fyrir að þetta met verði slegið rækilega í ár, að sögn kjörstjómar- Borgames og Höfn: Kosið um áfengis- útsölu JAFNHLIÐA forsetakjöri munu Borgnesingar og íbúar á Höfn í Hornafirði kjósa um hvort leyfa eigi opnun áfengisútsölu á stöð- unum. Kosið verður í grunnskólum Borgamess og Hafnar í Homafírði og verða kjörstaðir opnir frá kl. 10-23. Um 1100 manns eru á kjör- skrá á hvomm stað. manna á Akureyri. Kjörsókn hefur verið linnulaus og biðraðir myndast við kjörstaði. Sömu sögu er að segja frá Hafn- arfirði, þar sem kjörsókn hefur ver- ið með afbrigðum góð. Uppundir hundrað manns hafa kosið þar á degi hveijum síðustu daga og ekki einu sinni unnist tími til þess að taka ijölda kjósenda saman, að sögn kjörstjómarmanna þar. Kváðust þeir vart hafa undan og biðraðir því myndast við kjörstaði. í Kópavogi hefur þáttaka verið nokkuð góð, 530 manns hafa kosið á staðnum og á þriðja hundrað aðsendra atkvæða borist. Þetta er þó heldur minni kjörsókn en í síðustu forsetakosningum. Á ísafirði höfðu 258 manns kosið utan kjörfundar síðdegis í gær, sem er svipuð kjörsókn og í forsetas- kosningunum 1980. Kjörstaðir Á kjördajg verða kjörstaðir opnir í stæstu kjördæmum frá kl. 9 til 23. í Reykjavík verða kjörstaðir 17, þar af verður kosið í 13 skólum auk Sjálfsbjargarhússins og elliheimila. Engar breytingar verða á fyrir- komulagi kosninganna, nema að kjördeildum verður fækkað úr 88 í 70. Nánar verður skýrt frá skipt- ingu kjördeilda í Reykjavík í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á morgun. í Kópavogi verður kosið í Kárs- nesskóla og { Menntaskólanum. Hafnfírðingar munu kjósa í Lækjar- Dalasýsla: Kosið um s samhliða fi KOSIÐ verður um hvort sameina eigi alla hreppa i Dalasýslu á morgun, laugardag og eru kosn- ingarnar um leið og forsetakosn- ingar fara fram. Kjörstaðir verða í hverjum hinna átta hreppa og fer talning einnig þar fram. Búist við að úrslit liggi fyrir á miðnætti, að sögn Sigurð- ar Rúnars Friðjónssonar í Búð- ardal, sem sæti á í yfirkjörsljórn. Kjörstaðir verða opnir í minnst átta klukkutíma en óvíst er hvenær þeim verður lokað. í Laxárdalshreppi verður kosið í SAMEINUÐU ÞJOÐ- IRNAR í FJÁRÞRÖNG — vantar llOmilljónirdaJafyrir ágústlok Washingtan, fri fvari Guðmundasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „SAMEINUÐU þjóðirnar eiga nú í meiri fjárhagsörðugleikum en nokkru sinni fyrr,“ sagði Martti Ahtisaari, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, i viðtali við Morgunblaðið í New York á dögunum. Athisaari var ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri og for- stjóri stjórnunar- og framkvæmdamálefna stofnunarinnar í ársbyrjun 1987. Hann átti að endurskipuleggja skrifstofubákn Sameinuðu þjóð- anna, nokkuð sem ekki var vanþörf á. Á þeim tíma var hann aðstoðar- utanríkisráðherra Finnlands og hafði áður verið fulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna Namibíu og sendiherra Finnlands í mörgum Afríkul- öndum. „Ég er þeirrar skoðunar, að erfið- asti hjallinn sé nú að baki,“ sagði Ahtisaari. „Við höfum þegar gert margvíslegar umbætur. Eftir 40 ár var orðin þörf á endumýjun, því margt var orðið úrelt og óhag- kvæmt. Ráðgjafar okkar lögðu til að stofnunin yrði færð í nýtísku- legra horf, sem væri hentugra og ódýrara í rekstri. Endurskipulagn- ingin mun að sjálfsögðu taka sinn tíma, sennilega mælt í árum frekar en mánuðum. En ástandið er orðið svo alvarlegt hjá okkur, að ekki má dragast lengur að ráða fram úr fjárhagserfiðleikunum. Við eram jafnvel verr staddir en árið 1986, því okkur fer að skort? reiðufé. Rætist ekki úr fjárskortinum fyrir ágústlok neyðumst við til að loka í haust. Okkur vantar 110 milljónir dala (rúmlega 4 milljarða íslenskra króna) til þess að halda rekstrinum gangandi framyfir áramótin, en þá fara okkur að berast framlög frá aðildarþjóðunum." Bandaríkin skulda Sameinuðu þjóðunum stórfé Ahtisaari bendir á að stofnunin væri sæmilega stæð peningalega ef Bandaríkin hefðu greitt framlög sín á réttum tíma sem og aðrar aðildarþjóðir. Ætlast er til að fram- lög séu greidd fyrirfram í byijun hvers árs. Bandaríkin hafa ekki neitað að borga skuld sína, en dreg- ið greiðslu um óákveðinn tíma. Það hefur ekki farið leynt, að Banda- ríkjamenn era óánægðir með ýmsar ráðstafanir stofnunarinnar og telja sig ekki hafa nægjanleg áhrif á hvemig fé hennar er varið. Fjórð- ungur framlaga SÞ kemur frá Bandaríkjunum, en það eru um 200 milljónir dala á ári. Sumir telja, að hlutur þeirra sé of hár, en Áhtis- aari bendir á að framlög allra aðild- arríkjanna séu ákveðin eftir föstum reglum, þar sem tekið sé mið af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.