Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 .11111 11111113» : n f j n Fj órðungssjúkrahúsið: Erlent hjúkmnarfólk flutt ínn ■wt * / i „ , , stjóra. að koma hingað stuttan tíma,“ Vantar á þriðja tug starfsmanna í haust Fjórðungssjúkrahúsið hefur brugðið á það ráð að flytja inn níu hjúkrunarfræðinga frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku til þess að manna stöður í sumar. í haust þyrfti að ráða í 15 stöðu- gildi sjúkraliða og minnst tíu stöður hjúkrunarfræðinga, en útlitið er ekki bjart, að sögn Ólínu Torfadóttur hjúkrunarfor- Heilsugæslustöðin: Milljón króna tap vegna uppsagnanna ENGIR meinatæknar verða starfandi á Heilsugæslustöð Ak- ureyrar í sumar. Sýni verða send á fjórðungssjúkrahúsið til rann- sóknar og nemur tekjutap stöðv- arinnar af þessum sökum ^100.000 krónum á mánuði, að sögn Ragnars Steinbergssonar framkvæmdastjóra. Læknar annast blóðtöku úr þeim sem leita til stöðvarinnar um þessar mundir, en þeir geta ekki gengið í störf meinatækna að öðru leyti. „Þetta veldur okkur ekki miklum vandræðum, en tekjutapið er mjög bagalegt og bitnar á sjóðum sveitar- félaganna," sagði Ragnar. Tveir meinatæknar voru í starfi á heilsu- gæslustöðinni í vetur og sögðu báð- ir upp starfi í vor. Ráðið hefur verið í aðra stöðuna nú þegar en meina- tæknirinn kemur ekki til starfa fyrr en 1. september. „Við hefðum þurft að loka rannsóknarstofunni ein- hvem hluta sumars þó þetta hefði ekki komið til, því nauðsynlegt er að gera á henni breytingar. Við hefðum því aldrei sloppið alveg við vandræði í sumar," sagði Ragnar. stjóra. Ólína sagði að ástandið nú væri svipað og síðasta ár. Spítalinn hefur um 200 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í vinnu, sem gegna hluta- starfi og heilsdagsstörfum. Ekki hefur verið farið fram á að þeir starfsmenn sem em í starfí á sjúkrahúsinu bæti á sig vinnu vegna manneklu í sumar. Með því sumar- fólki sem ráðið hefur verið er von- ast til að hægt verði að halda uppi 75% þeirrar þjónustu sem veitt er yfír vetrarmánuðina. Engum legu- deildum verður þó lokað, en starf- semi á skurðdeildum dregst saman og við það önnur umönnun þeim tengd. „Við getum ekki lokað legudeild- um þar sem við sinnum bráðaþjón- ustu allan ársins hring. Hér er að- eins ein deild í hverri sérgrein og þær skyldur hvíla á okkur að geta brugðist við þeim tilfellum sem hingað berast," sagði Ólína. „Þetta er ekki ýkja skemmtilegur starfi að reyna að manna svona stofnun eins og ástandið er á sjúkrahúsun- um í dag. Við auglýstum eftir starfsfólki í fagblöðum á Norður- löndunum og fengum hingað sex sænska hjúkrunarfræðinga, tvo norska og einn danskan sem kemur í lok júlí. Þessum stúlkum bjóðast stöður í Skandinavíu en þær kjósa að koma hingað stuttan sagði Ólína Torfadóttir. Ólafsfjörður: Forsetaskipti í bæjarstjóm Ólafsfirði. Forsetaskipti urðu á fundi bæj- arstjómar Ólafsfjarðar þann 14. júní. Þá lét Bima Friðgeirsdóttir af störfum forseta en við tók Óskar Þór Sigurbjörnsson. Biraa hafði gegnt störfum forseta und- anfarin tvö ár og var fyrsta konan sem setið hefur á forsetastóli í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Oskar Þór er 43 ára, skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Hann er kvæntur Soffíu Eggertsdóttur og eiga þau fjóra syni. Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í bæjarstjóm Ólafsfjarðar, Qóra fulltrúa af sjö. SB Pólskur graf- íklistamaður í Gluggatium LISTAVERK pólska grafík- listamannsins Wojciech Pakow- ski eru til sýnis um þessar mundir í Glugganum. Pakowski er þrítugur en hefur þegar get- ið sér gott orð um heim allan fyrir list sína. Hann vann síðast- liðið haust til virtra verðlauna í Japan og er verkið sem þau hlaut á sýningunni. Pakowski ólst upp í Varsjá og lauk meistaraprófi við listaka- demíu borgarinnar árið 1983. Næstu tvö árin naut hann styrkja til dvalar í Svíþjóð og Þýskalandi'. Hann hefur sýnt á Norðurlöndun- um og flestum löndum Mið-Evr- ópu, Kanada, Bandaríkjunum, austantjalds og í Japan. Ekki vannst tími til að fá fararleyfi fyr- ir Pakowski hingað til lands þó hann væri fús að fylgja verkum sínum og kynna þau. En fram á næstu helgi gefst Eyfírðingum og öðrum kostur á að skoða verkin 64 í Glugganum sem Pakowski hefur unnið undanfarin áratug. Þau eru öll til sölu. Byggingarnef nd: Hagkaup fær leyfi til að stækka vörumarkaðinn BYGGINGARNEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum á mið- vikudag að veita Hagkaup rétt til að stækka vörumarkaðinn við Norðurgötu. Samkvæmt nýju aðalskipulagi verður götunni lokað og myndast þá lóð við norðurenda hennar. Að sögn Jóns Asbergssonar forstjóra Hagkaups er ætlunin að hefjast handa við stækkunina næsta vor og stefnt er að því að opna nýja hlutann um jólin 1989. Bæjar- “^tjórn á þó eftir að leggja blessun Nafnabrengl í FRÉTT á Akureyrarsíðu á fimmtudag var rangt farið með nafn eins göngumanna í Sól- stöðugöngunni. Sá er fræddi menn um lífið á Akureyri forðum daga heitir Haraldur Sigurgeirsson en ekki Sigurðsson eins og þar stóð. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. sína yfir ákvörðun byggingar- nefndar. Hagkaup gerði fyrir einu og hálfu ári tilboð í hluta af húsi glerverk- smiðjunnar íspan gegnt markaðin- um í Norðurgötunni en eigendumir voru ekki fúsir að selja. íspan gerði athugasemdir við aðalskipulagið, þar sem gert var ráð fyrir að Hag- kaup fengi að stækka við sig, en bæjaryfirvöld tóku mótmælin ekki til greina. Umferðarþungi á Norð- urgötu hefur verið talinn of mikill og kostir þess að loka götunni nægir til að réttlæta breytinguna, jafnvel þótt skaðabótamál kynni að hljótast af. Hugmynd Hagkaupsmanna er að stækka markaðinn um 600 fer- metra og yrði heildarflatarmál hans þá 1700 fermetrar. „Þetta er orðið brýnt mál því salan hefur sífellt verið að aukast. Þessi verslun skilar hvað mestum hagnaði af þeim búð- um sem við rekum. í raun er með ólíkindum hversu viðbótin hefur verið mikil og lætur nærri að Hag- kaup á Akureyri skili mestum tekj- um á fermetra allra verslana á landinu," sagði Jón Ásbergsson. Eplaþykkni fyrir lopa ÁLAFOSS keypti á þessu ári 125 tonn af eplaþykkni frá Sovétríkj- unum. í skiptum fyrir drykkinn fengu Rússar 14.000 peysur og 10.000 trefla. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með yiðskiptafulltrúa Sov- étríkjanna á íslandi, Júrí A. Kud- inov, forráðamönnum Álafoss og bæjarins á miðvikudag. „Vöruskipti verða sífellt stærri hluti af heims- verslun og nú er áætlað að slík við- skipti séu orðin þriðjungur af heildar- viðskiptum í heiminum," sagði Kol- beinn Sigurbjömsson markaðsfull- trúi Álafoss á fundinum. Varpið við flugvöllinn: Friðun óshólmanna undirbúin Umhverfisnefnd mun beita sér fyrir friðun á hólmunum sunnan Akureyrarflugvallar vegna framkvæmda við örygg- issvæði við flugbrautina. Eins og fram kom á Akureyrarsí- ðunni í gær spillist varp um 60% fugla á þessu svæði vegna framkvæmdanna. Fullt samráð hefur verið haft við bæjaryfir- völd um þessi mál og verða teknar upp samningaviðræður við landeigendur í hólmunum seinna á þessu ári. „Það var tekið tillit til náttúmverndar- sjónarmiða við skipulagningu efnistöku við flugvöllinn og flugmálayfirvöld komu til móts við þær athugasemdir sem við gerðum við upphaflegar áætl- anir þeirra,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson formaður um- hverfisnefndar. Hörður Kristinsson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands skilaði greinargerð um útboð og verklýsingu að fram- kvæmdum við öryggissvæði flug- brautarinnar í byrjun júní. Þar var lagt til að efni yrði ekki tekið úr leirum vestan flugbrautarinnar sem eru mikilvægustu fæðuöflun- arsvæði vaðfugla vor og haust. Efni yrði heldur tekið norðan brautarinnar úr leirum sem nýtast fuglunum ekki. Verkáætlun var breytt og komið þannig til móts við athugasemdir umhverfís- nefndar að hún fær vel við unað, að sögn Þorsteins. Hann sagði að síðar í sumar yrði fundað með þeim aðilum sem eiga réttindi á óshólmasvæðinu til þess að ná samningum um frið- un svæðisins. Ágangur hefur sífellt verið að aukast og virðist svæðið orðið vinsælt útivistar- svæði Akureyringa og nærsvei- tunga. Ef þeir fuglar sem nú verpa í næsta nágrenni flugvallarins eiga að færa sig um set þarf að vemda óshólmana fyrir öllum ágangi á varptíma. Þeirra á með- al eru um 70 stormmávar, fjórð- ungur þeirra fágætu fugla á ís- landi. ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins hpstu Opnunartími U opið um helgar fró kl 11.30 - 03.00 Vl/j/AjrL Virka daga fró kl. 11.30-01.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.