Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 31 Afmæliskveðja: Stefán í Möðrudal Hann fæddist inn í í sólskinið á sjálfri Jónsmessunni 1908 og ólst upp í fjallasal fegurðar og frelsis norður í Möðrudal á Fjöllum. Á þeim unaðslega árstíma ljómar blessuð sólin, þessi eilífðarinnar ljósakróna Skaparans, yfir hausa- mótum hinna gáskafullu og geðríku Möðrudælinga. í suðri blasir Herðibreið, fegurðardrottn- ing allra fjalla. Nú skartar hún sínum skjannahvíta, snæviþakta ennislinda og er tilsýndar eins og risastór afmælisterta með þeyttum háfjallarjóma í tilefni þessara merku tímamóta í lífi hins frækna förusveins háfjallanna og tamn- ingameistara bandóðra og galinna graðfola og villtra og trylltra stóð- mera. Nú er sá vaski riddari og hjarta- knúsari, Stefán í Möðrudal, alflutt- ur til höfuðborgarinnar fyrir löngu, þar sem hann á sér tryggan hóp aðdáenda í malerkúnst. Heimasætur háfjallanna heyra ennþá hófadyninn þegar sjarmör- inn þeysti um hásléttuna í Möðrud- al og fór eins og eldur um akur eða kolóður kósakkahöfðingi, sem gat soðið nestið sitt undir hnakkn- um og vippað fegurstu blómarós- inni upp á hnakknefið. Seint gleyma þessar elskur seiðmögnuð- um tónum nikkunnar, sem Stefán töfraði fram af hvað mestri snilld er hann þandi dragspilið forðum í Atlavík undir angandi ilman bjar- kanna. Það voru engir rómantískir og draumórakenndir dragspilstón- ar, sem við ungu stórhugamir framleiddum norður á Akureyri veturinn 1928-’29 á útskurðamá- mskeiði hjá bfldskeranum klára, Geir heitnum Þormar, fyrir 60 árum. Hver silkihúfan.var þar upp af annarri. Fyrst ber að nefna ald- ursforseta námssveina, sem var um tvítugt þá, en á áttræðisaf- mæli í dag og er enginn annar en Stefán í Möðrudal. Þar var og sá landsfrægi nýlátni listamaður og gagnrýnandi, Valtýr Pétursson, og hæstvirtur undirritaður, sem báðir voru rúmum áratug yngri en Stefán. Þama var listin skegg- rædd og vom menn sjaldnast á sama máli í útskurðinum, en háv- aðinn var víst geysilegur svo að sá dýnamíski söngstjóri Geysis, Ingimundur Ámason, móðurbróðir Valtýs, átti fullt í fangi með að heyra í kómum sínum, sem hann æfði í sama húsi og við útskurðar- snillingamir vomm í, en útskurður er í eðli sínu mjög lágvær og þög- ul listgrein. Möðmdalskúnstnerinn minnist oft þessa akureyrska re- nesanstíma með söknuði og styn- ur: „Miklir snillingar vomm við þrír.“ Ef okkur Valtý lenti saman, eins og títt er um kraftmikla og fyrirferðarmikla stráka, gekk Stefán á milli eins og erkiengillinn Gabríel og áminnti okkur föður- lega um góða hegðun og prúð- mannlega framkomu við lítinn ár- angur eins og þegar hann sagði oft: „Drengir mínir, reynið að vera hlýðnir, þægir, iðnir og prúðir, þá verðið þið kannski síðar meir mikl- ir meistarar eins og hann Geir okkar Þormar." Það tók okkur Valtý næstum hálfa öld að meta hvorn annan. Fyrir einum 10-15 ámm mætt- umst við af hreinni tilviljun við sögufræga krá í Lundúnum, á homi Oxfordstrætis og Corkstræt- is. Kráin hét því undarlega nafni „Hog in the Pond“ eða: „Svínið í pollinum", þar sem breskir svína- bændur dmkku ölið sitt í gamla daga og við Valtýr kneyfuðum nú Guinness-bjórinn í bróðerni og fór einkar vel á með okkur. Ótilkvadd- ir skrifuðum við báðir síðar meir vinsamlegar greinar í Moggann hvor um annan, vegna sýningar annars og sextugsafmælis hins. Slíkt fyrirbæri kalla Englendingar „Society of mutual admiration", eða „félagsskap gagnkvæmrar aðdáunar", sem er fremur sjald- gæft fyrirbæri meðai okkar, hinna tilfinningaþungu og liðamótalausu íbúa við nyrsta haf. Það er sjónarsviptir af Valtý. Það var alltaf sterkt líf í kringum hann, þó að ekki væm stanslaus 12 vindstig eins og í kringum okk- ur strákana á námskeiðinu forðum með Stefáni í Möðmdal í þá löngu liðnu, Ijúfu daga. Valtý átti sér létta og lifandi frásagnargáfu. Hann var gæddur guðsgáfu hú- morsins eins og svo margt móður- fólk hans, niðjar afa hans og ömmu, séra Áma í Grenivík og Valgerðar Karólínu prestmadd- ömmu, sem var frá Brettingsstöð- um á Flateyjardal. í þá ætt vom þeir Valtýr Pétursson, Thor Vil- hjálmsson og Stefán alþingismað- ur Jónsson þremenningar að frændsemi. Aldrei áttum við Stefán í Möðmdal í erfíðleikum með að skilja hvorn annan, enda máluðum við eins og andinn og hrifningin blés okkur í bijóst hveiju sinni, og létum alla strauma og stefnur lönd og leið. Ennþá sé ég æsku- glampann í augum þessa áttræða stráks. Ennþá er hann jafn úti- vemlegur, veðraður og leðraður í andliti eins og á Akureyri í gamla daga. Steingrímur heitinn læknir, sonur séra Matthíasar, langafa konu Valtýs, sagði að fátt væri jafn hollt og heillandi fyrir heils- una eins og að komast á hestbak. Það væri eins og að hleypa öllum líffæmnum á innbyrðis dansleik. Stefán skilur líka hestana vel þeg- ar hann sveiflar pentskúfnum með fmmstæðum krafti án allrar list- rænnar viðurkenndrar vangaveltu, sem gerir stóðmyndir hans svo Áttrætt Jóns- messubam Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarann og lífslistamanninn Stefán Jónsson frá Möðrudal þekkja flestir Reykvíkingar — í öllu falli þeir, sem leggja leið sína um miðbæinn — snertipunkt höfuðborgarinnar. Stefán er Austurstrætisbam, ef slík em þá til, því að hann sést það iðulega á góðviðris- dögum þegar mikið er um að vera hjá mannfólkinu og lífið á suðupunkti. Til að gleðja geð guma þenur hann sitt forláta dragspil og spilar af fágætri inn- lifun og lífsnautn. Lífíð væri stóram fátækara ef ekki væm til menn eins og Stefán til að setja svip á hvunndaginn og hann á sér hlið- stæður í stórborgum útlandsins en hefur það fram yfír þær, að hann spilar einungis til að gleðja gest og gangandi en ekki til að safna skildingum í kaskeiti sitt. En án slíkra væm stórborgir harla litlausar eyðimerkur múgs- ins. Á Jonsmessudag, sem er í dag, fyllir þetta náttúrabarn átt- unda áratuginn — Stefán er þannig miðsumarsbam, sem táknar það að þrettán vikur og þrír dagar em liðnir af sumri. í því tilefni stendur sýningar- salurinn Nýhöfn og fyrirtækið Morkinskinna fyrir þriggja daga sýningu á verkum Stefáns. Þetta er sérstakt tilefni og era því allar reglur brotnar í senn um sýningarlengd, upphengingu og skrif listrýnis blaðsins. Mynd- irnar á veggjunum em fleiri en tíðkast á almennum sýningum, miklu fleiri og minnir helst á þá daga er stórmeistarar aldarinn- ar, Picasso, Matisse, Braque, Chagall, Munch o.fl. komu fyrst fram, en þá vom myndimar hengdar um alla veggi enda meiri áhersla lögð á gæði ver- kanna en sjálfa upphenginguna, sem seinna varð hémmbil aðalat- riðið. Á sýningu Stórvals, en þannig áritar, Stefán myndir sínar, kenn- ir margra grasa, hestar, fjöll og fólk bekkjast um alla veggi svo sem náttúrabamið afgreiðir hlutvemleikann með pentskúfi sínum. Stórval fer ekki eftir neinum viðteknum reglum í myndum sínum en þó er það með slíka málara, sem við nefnum iðulega naivista, að jafnan eygir maður reglu í mglinginum, ef svo má að orði komast. Sum form em Stórval hjartfólgnari öðmm og þannig málar hann hesta sína á mjög svipaðan hátt upp aftur og aftur eins og um sama hestinn eða hestana sé að ræða, sem mann gmnar að einmitt sé til- fellið. Þetta em trúlega vinir hans úr langri og litríkri ævi — við þá minnist hann og umhverf- ið á æskuslóðunum í Möðmdal austur og leikur við hvurn sinn fingur í litum, línum og formum. Og hér em einnig komnir draumar listamannsins á dúkun- um, töfrar og lífsmögn hvunn- dagsins — þeir draumar er hrif- næmir dreyma vakandi og þá einkum er hrært er í fortíðinni. En að sjálfsögðu málar Stórv- al einnig nútíðina og fjöllin í kringum sig ef sá gállinn er á honum svo og tilfallandi lifanir úr hlutveruleikanum. Fyrst og fremst málar hann þó ást sína til lífsins, sem er veigurinn í öllum athöfnum hans stómm og smáum. persónulegar og skemmtilegar. Margir muna þegar Stefán hélt fyrstu málverkasýninguna sem sýnd hafði verið á Lækjartorgi og hleypti þannig fyrstur Qöri í dautt mannlífíð á torginu. Fyrir það varð hann að sæta hálfgerðum ofsóknum þegar löggan fjarlægði þá ágætu mynd. „Vorleik Bursta- fellsblesa“, sem jafnvel pipraðar meykerlingar em hættar að hneykslast á fyrir löngu. Myndsýn þeirra Möðmdals- feðga var ekki svo ólík. Til dæmis var altaristafla Jóns föður hans gædd sama spriklandi fmmstæða fjörinu, þar sem sjálfur Frelsarinn fer á kostum á sitjandanum niður skafla og snjóskriður Hólsfjall- anna. Taflan skreytir kirkjuna, sem Jón reisti Drottni sínum til dýrðar þama hátt, hátt uppi í fjallasal, næst Guði almáttugum. Ég gisti í Möðmdal vorið 1950. Þá var mikið skeggrætt og skraf- að. Þegar ganga skyldi til náða var rösklega riðið í hlað. Af baki vatt sér maður fáum líkur með gleðimixtúm í glampandi glerlíki. Þama var sjálfur sálnahirðir þeirra fjallabúa, sá ástsæli, fyndni og skemmtilegi klerkur, séra Siguijón í Kirkjubæ, á árlegri vorferð sinni til að dusta vetrardmngann og skammdegisþungann af sóknar- bömum sínum með nýju sakra- menti og nýrri vorsól. Færðist nú heldur betur líf og fjör í mannskap- inn. Þeir feðgar gripu til hljóð- færanna og sungið var af lífí og sál, rétt eins og Rolling Stones væm komnir heim í baðstofuna í Möðmdal. Mikið var trallað og rallað þessa ógleymanlegu nótt og efst á vinsældalistanum var auð- vitað skáldskapur séra Siguijóns* eins og þessi: Gunnar bróðir minn, minn hann hefir sinn, sinn nefnilega kjaftinn, kringum allan hausinn. Þegar ró komst á mannskapinn á ný hugleiddi ég, að mikið hlyti Drottni að vera þóknanlegt ef fleiri guðsþjónar væm jafn hispurslausir, skemmtilegir og blessunarlega lausir við leiðinlega og óþolandi helgislepju, eins og sá óviðjafnan- legi séra Siguijón í Kirkjubæ. Nú hafa þær þokkadísir og list- gyðjur, Svava og Svala, vinsælda- blóm meistarans, ákveðið að opna afmælissýningu, honum til heiðurs, á mörgum verka hans í nýja sýning- arsalnum þeirra, sem þær hafa opn- að og reka af smekkvísi og reisn. Salurinn, sem er í Hafnarstræti (þar sem Penninn var áður) ber hið uppmnalega heiti hússins: Nýhöfn, eða Ldstasalurinn Nýhöfn. Sá sem eignast góða mynd eftir þennan einstaka hrossamálara og fjallakúnstner eða málara þjóðlífs og stóðlífs þarf ekki að kvíða því að detta Qárhagslega af baki fram- tíðarinnar og hálsbrotna. Margar myndir Stefáns munu standa fyrir * sínu og gott betur. Ég óska starfsbróður mínum og vini til hamingju með daginn sem og listgyðjunum ljúfu í Listasalnuir Nýhöfn, sem svífa þar með yndis- blæ og þokka um skjannahvít marmaragólf. Orlygur Sigurðsson Sýning í anddyri Norræna hússins í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið opnuð sýning á grafíkmyndum og teikningum eftir bandaríska listamanninn Thomas George. Myndefnið er aðallega frá Noregi. Thomas George er fæddur 1918 í New York og stundaði listnám í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann hélt fyrstu sýningu sína í Ferargil Gallery í New York 1951 en eftir það lá leið hans til Evrópu og Jap- an, þar sem hann bjó í þijú ár. í Japans varð hann fyrir sterkum áhrifum af hinum fomu hofgörðum og þar kynntist hann hinni æva- fornu tússlist Austurlanda. Árið 1959 heimsótti hann Noreg í fyrsta sinn. Hann hreifst svo af landi og þjóð að hann hefur verið að hálfu leyti búsettur þar síðan með eigið hús í Drobak. Thomas George hefur haldið margar einkasýningar og myndir hans em í eigu ýmissa safna, m.a. Museum of Modem Art og Guggen- heim Museum í New York og Tate Gallery í Lundúnum. Sýningin í anddyri Norræna hússins er opin daglega kl. 9—19, nema sunnudaga kl. 12—19. Sýn- ingunni lýkur 3. júlí. (Fréttatilkynning) Sundmót unglinga á Húsavík á 17. júní Húsavfk. SUNDMÓT unglinga er fastur liður í hátíðarhöldunum 17. júni á Húsavík og í ár urðu úrslit þessi: Telpur (f. '74—’75) 1. Ingibjörg Gunnarsdóttir 70,10 2. Hólmfríður Aðalsteinsd. 70,17 3. Þorgerður Þráinsdóttir 76,22 Drengir (f. ’74’-’75) 1. Óli Halldórsson 74,20 2. Hreiðar Siguijónsson 104,59 Meyjar (f. ’76-’77) 1. Helena Éydís Ingólfsdóttir 78,72 2. Linda Viðarsdóttir 79,48 3. Katla Sóley Skarphéðinsd. 81,90 Sveinar (f. ’76-’77) 1. Sigþór Jónsson 95,64 2. Guðmundur Helgason 146,46 3. BirkirFreyrSiguijónssonl57,15 Karlar 1. Jónas Emilsson 68,74 2. Svavar Tuliníus 68,77 Hnátur (f. ’78 og síðar) 1. Jóhanna Gunnarsdóttir 31,70 2. Brynhildur Elvarsdóttir 32,42 3. Jóna Ingvadóttir 32,90 Hnokkar (f. ’78 og síðar) 1. Halldór Bjarki Einarsson 38,43 2. Egill Páll Egilsson 44,57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.