Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 33 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboð — útboð ~| iÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gerð loftræstikerfis í sundlaug Árbæjarskóla, Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 7. júlí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 | til sölu | Fiskkör og kælitæki Til sölu 30 stk. 660 lítra ný fiskkör, 14 stk. frá Sæplasti og 16 stk. frá Normex. Einnig eru til sölu ný kælitæki sem passa fyrir 350 rúmmetra klefa. Hagstætt verð. Upplýsingar í símum 73903 og 652524. ýmislegt Vantar verkefni ítrésmíði, múrverki og málningu, t.d. glugga- og þakviðgerðum, smíði á gluggum, innrétt- ingavinnu á íbúðum og skrifstofum, múrvið- gerðum á þakrennum og tröppum, flísalögn. Einnig smíðum við sólstofur og grindverk í garða, sumarhús og viðgerðir á þeim. Verktakafyrirtækið Stoð, símar 41070, 21608 og 985-27941. tilkynningar Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið. Frá undirkjörstjórn í Mosfellsbæ Kjörstaður vegna forsetakosninga 25. júní 1988 verður í Varmárskóla. Kjörstaður opnar kl. 10.00 árdegis og kjörfundur stendur til kl. 23.00. Undirkjörstjórn í Mosfellsbæ. húsnæði í boði Til leigu Til leigu er glæsileg, stór, fimm herbergja íbúð á besta stað í Vesturbænum í Reykjavík. Fallegt útsýni. Leigutími ca. 3 ár. Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Vesturbær - 3753“. húsnæði óskast Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir hjúkrunarfræðing á Borgarspítalanum. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, sími 696356. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 oq 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardaglnn 25. júnf kl. 08.00. - Gönguferð á Heklu. Verð kr. 1200. Laugardaginn 25. júnf kl. 13.00. - VIÐEY. Brottför frá Sunda- höfn. Verð kr. 250. Sunnudaginn 26. júnf kl. 13.00. Straumsel - Öttarstaðasel. Verð kr. 600. Miðvikudaginn 29. júní kt. 20.00. - Gálgahraun. Verð kr. 400. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorð- inna. Ath.: Sunnudaginn 26. júní verð- ur farin dagsferð til Þórsmerkur kl. 08.00. Verð kr. 1200. Ferðafélag fslands. með hlutverk CTái YWAM - ísland Helgistund verður í Grensáskirkju laugardag- inn 25. júní kl. 10.00 árdegis. Efni stundarinnar verður íhugun og bæn. Persónuleg þátttaka. Fyrirbænasamvera veröur síðan i framhaldi af helgistundinni. Allir velkomnir. ÚíÍVÍSt, G.o„nn,, Helgarferðir 24.-26. júní 1. Jónsmessuferð f Þórsmörk. Góð gistiaðstaða i Útivistarskái- unum Básum. Gönguferðir við allra hæfi m.a. í Teigstungur. Brottför kl. 20.00. 2. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar. Gist í Básum. Gengiö yfir á einum degi (8-9 klst.) Áhugaverð leið. 3. Jónsmessuferð f Núpsstað- arskóga. Tjöld. Gönguferöir. Dagsferðir alla sunnudaga f Þórsmörk. Brottför kl. 8. Verð kr. 1200.- Miðvikudagsferðir f Þórsmörk. Tilvaldar fyrir sumardvalargesti. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu, Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins 24.-26. júnf: Helgarferð til Þórsmerkur. Sunnudag 26. júni kl. 08.00 - dagsferð til Þórs- merkur. Verð kr. 1.200,-. Við vekjum athygli sumarleyfis- gesta á að fram til 1. sept. veröa ferðir til Þórsmerkur á miðviku- dögum (kl. 08.00), föstudögum (kl. 20.00) og sunnudögum (kl. 08.00). 24.-26. júnf: Eiríksjökull (1675 m.). Gist í tjöldum í Torfabæli. 1.-3. júlí: Snæfellsnes - Ljósu- fjöll. Gist i svefnpokaplássi. Gengið á Ljósufjöll. 8.-10. júlf: Hagavatn - Jarl- hettur. Gist i sæluhúsi F.f. við Einifell, og tjöldum. 8.-10. júlf: Hagavatn - Hlöðu- vellir - Geysir fgönguferð). Gengiö frá Hagavatni að Hlöðu- völlum og gist þar, síðan er gengiö að Geysi. 15.-17. júlf: Þórsmörk - Teigs tungur. Gist í tjöldum í Stóra- enda og gengiö þaðan i Teigst- ungur og víðar. Brottför i helgarferðirnar er kl. 20.00. Farmiöasala og upplýs- ingar á skrifstofu Ferðafélags- ins, Öldugötu 3. Ferðafélag fslands. Skíðadeild Hreinsunardagur i Hamragili nk. laugardag kl. 13.00. iR-ingarfjöl- mennið svo hægt veröi að þrífa svæöiö vel. Á eftir (kl. 18.00) verður grillaö, takið því grillin með. Stjórnin. AGLOW - krístileg samtök kvenna Fundur verður í dag, föstudag kl. 20.00 i Gerðubergi. Ræöumaöur verður Ásthildur Snorradóttir, talkennari. Allar konur velkomnar. Minning: Kristjana Kristins- dóttir - Osló Fædd 2. apríl 1922 Dáin 4. maí 1988 Fjórða maí sl., lést í Osló æsku- vinkona mín, Sjana. Hún hét fullu nafni Kristjana. Móðir hennar var Halldóra Þorkelsdóttir og faðir hennar Kristinn Bergmann Jónas- son. Alsystkini átti hún tvö, Olmu og Halldór, bæði látin. Hálfsystkin- in eru þau Hallveig og Sigurþór, böm Halldóru, og Markús, sonur Kristins. Foreldrar Sjönu skildu, þegar þau systkini vom í bernsku, og ólust þær systur upp hjá Sigríði ömmu þeirra og Almari Norðmann. Þegar kynni okkar Sjönu hófust bjuggu þær systur að Suðurgötu 35, hér í borg. Á milli okkar Hring- brautarsystkinanna tókst mikil og sterk vinátta. Þær voru alltaf vel- komnar á Hringbraut 126, sem og allir okkar vinir. Sigríður var ströng húsmóðir enda þar alltaf allt í röð og reglu. Á okkar sjö systkina heim- ili var aftur ærsl og fjör, sem þær systur kunnu vel að meta. Man ég, að eitt sinn þótti mér nóg um ærsl- in í þeim systrum og hafði orð á því við mömmu. „Æ, lofum þeim að ærslast, þær verða að vera prúð- ar heima hjá sér.“ Ég var tíður gestur hjá þeim og var Sigríður mér mjög góð. Ég passaði mig á því, að vera prúð, enda þótti mér bara gott að komast í kyrrðina þar. Almar var ljúfmenni. Hann var norskrar ættar og flutti Sjana með þeim til Noregs eftir stríðslok 1946. Höfðu þau hjónin í hyggju að setj- ast þar að, en snéru aftur til ís- lands og eyddu sínu ævikvöldi hér heima. Sjana aftur á móti varð eft- ir í Noregi. Hún giftist Erling By- en, nú látinn, og eignuðust þau tvö böm, Randí og Einar. Barnabörnin eru þijú. Maður Randíar er Sven Melby. Sjana vann lengi vel við aðalpóst- húsið í Ósló. „Ja, det er slitende at arbeta som jeg gör, men det er godt for sjelen," svaraði hún mér einu sinni, með sínum norska klang, þegar mér fannst hún leggja of hart að sér við vinnuna. Hún byrj- aði sem ræstingakona og lauk sínu starfí þar sem yfirmaður ræstinga- kvennana. Sjana var vel greind og með sinni innsýn og elju lyfti hún starfi sinna starfssystra. Hún hjálp- aði þeim á allan máta til að fá þeirra starf betur metið og fékk þær til að meta sjálfar sig meir í starf- inu. Varð hún hvers manns hug- ljúfi með sinni framkomu. Ég sé hana fyrir mér eitt sinn, er ég kom við á pósthúsinu á ferð minni á Þjóðdansamót í Osló. Mætti ég henni á fullri ferð á ganginum rúll- andi á undan sér vagni fullum af allskonar skúringardóti. „Ja, Unna. Þú þurftir að koma „akkúrat" núna. Ég ætlaði að vera búin að skipta um föt.“ Og svo hló hún sínum dill- andi hlátri. Á ferðum mínum um Norðurlönd kom ég ávallt við hjá henni. Eitt sinn er við sátum að spjalli sagði hún: „Unna, það er tvennt sem ég hef öfundað þig af. Að hafa alist upp hjá móður þinni, og að spila á píanó.“ Að alast upp hjá móður minni hafði ég ekki hugsað út í hversu sjálfsagt var. Að halda píanóinu, sem komið var inn á heim- ilið, þurfti ég að hafa svolítið fyrir. Pabbi hótaði nefnilega að selja það, ef ég ekki æfði mig. Ég spilaði því öllum stundum og mest er pabbi var heima. Já, ég fékk að spila á píanó. Sjana hafði píanófingur og spilaði með þeim á sérstaka tegund píanós. Sú tegund heitir lífið sjálft. Það er stundum erfítt að laða sig að iífsháttum framandi lands. Sjálf- sagt hefur margt verið öðruvísi í hennar augum, en hér heima, en henni tókst að aðlaga sig, enda vel gift. Hún fékk í yöggugjöf létta lund og var fljót að sjá kómísku hliðar daglegs lífs. Músíkölsk var hún og uppfyllti sinn æskudraum. Hún fékk sér píanó. Á ferðum sínum til íslands dvaldi hún oft hjá okkur Einari og var koma hennar tilhlökkunarefni. Á ferð minni til Noregs í júlí nk. mun ég sárt sakna Sjönu. Votta ég aðstandendum hennar samúð mína. Unnur N. Eyfells VATNSDÆLUR Ótal gerðir Skeifan 3h - Sími 82670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.