Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Minning: Friðrik P. Dungal Fæddur 15. nóvember 1969 Dáinn 17. júní 1988 Við fæðingu bytjum við að deyja, hefur verið sagt. Öll erum við merkt dauðanum. Hann er sá eini sem heimtir allt sitt að lokum. En sé tekið mið af hringrás náttúrunnar er dauðinn hvorki upphaf né endir. Við vitum í raun ekki hvort hann er haustið eða veturinn, hvort hann er vorið eða fyrirheit sumars um nýjan vöxt og þroska. Við sem teljum okkur kristin leit- um skjóls í yfírskilvitlegum orðum ' meistarans sem talaði um fugla himins og liljur vallarins; minnti okkur á að skelfast ekki því að við séum rist á lófa hans; minnti okkur á að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Sjaldan eða aldrei hef ég upplifað þessi orð í verki jafn sterkt og í fari horfins vinar, Friðriks P. Dungals, og samt var hann einung- is 18 ára þegar yfir lauk. Baráttan við krabbamein er styrjöld við náttúruslys einsog við hljótum að telja allan hemað. Þess mun ég njóta nú að ég hefi meira vald en þér, sagði Sturla Sighvats- son, vígreifur fulltrúi dauðans, fyrir grjóthríðina í Hundadal. „ Sjúkdómar eru slík grjóthríð og stundum svo illvíg að þeir verða óviðráðanlegir, hversu hæfir sem læknar em, eða hjúkmnarfólk. Andspænis illvígum öflum í náttúr- unni er sú leið einlægt þrautalend- ing að leita skjóls í þeim orðum sem fyrr em nefnd um óttann og þján- inguna. Friðrik P. Dungal tók örlögum sínum af æðmleysi, svo ungur sem hann var. Ég mátti svo sem vita það, þvi hann var sendill okkar á ritstjóm Morgunblaðsins og síðar starfsmaður ljósmyndadeildar og slfk fýrirmynd að ég get vart til hans hugsað án klökkva og saknað- ar. Einsog einn jafnaldra hans í íslendinga sögu vildi hann að vísu tala nokkuð áður en höggið féll, en þó aldrei nema til að drepa á dreif áhyggjum okkar af líðan hans og ósköpum; lágmæltur, hógvær og brosmildur einsog hlédrægt vor í sólargiotta. Aldrei orðinu hærra. Ég var raunar farinn að vona að hann ætti eftir að bera efra skjöld í þessum hildarleik. Blekkingin er líknsamt athvarf, en svikult. Hvað segjum við frekar um þetta fagra líf sem hefur hvatt augu sín, hvað segjum við nú? Það er engu við að bæta. Friðrik kvaddi einsog hann var, vænn og kurteis og hug- ljúfur sólskinsblettur í heiði. Eg hef aldrei fyrr notað á prenti orðið hug- ljúfur um nokkum mann, enda fer það illa þar sem það á ekki við. En með þessu eina orði væri Frið- riki P. Dungal bezt lýst, svo sanna mynd sem það gefur af orðum hans og framkomu. Og nú hugsum við til Auðar móður hans og Maríu, yngri systur hans, sem báðar vinna einnig á rit- stjóm Morgunblaðsins og Páls föð- ur hans og allra þeirra sem vita að líf hans er dýrmætasta eign þeirra, ekki sízt nú þegar það minnir á stjömuna sem heldur áfram að skína þótt sjálf sé hún slokknuð, einsog allt sem kviknar. Þannig endurkastar einnig dauð- inn því Ijósi sem ejtt sinn var. Og hann sagði, Ég er ljós heims- ins. Og hugsanir okkar dragast að þessu Ijósi heimsins og flögra í kringum það einsog flugur. Matthías Johannessen í dag, 24. júní, verður jarðsung- . inn frá Bústaðakirkju elskulegur systursonur minn og vinur, Friðrik Dungal. Foreldrar Friðriks em Páll Dung- al og Auður Jónsdóttir og systir hans er María sem er á sextánda ári. Friðrik fæddist 15. nóvember 1969 og kom eins og sólargeisli inní fjölskyldu okkar, fyrsta bama- ■‘•bam móðurafa og -ömmu. Friðrik var bam náttúrannar. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann í fyrsta skipti fór á ijöll með pabba sínum, en þær ferðir áttu eftir að verða tíðari sem þeir feðgar fóra saman, jafnt sumar sem vetur. Þótt ótrúlegt megi virðast þá fór hann nokkrar slíkar ferðir eftir að hann veiktist, slík vora tengslin við náttúrana, að hann lagði allan sinn þrótt í að komast sem næst henni. En það vora ekki bara ijöllin sem heilluðu hann, heldur líka vötnin, gróðurinn og fuglarnir, sem hann þekkti eins og finguma á sér. Ég minnist brosandi andlits þeg- ar hann færði mér aflann sem hann dró með færi niður við höfn. Ég minnist þess líka þegar hann stoltur færði mér hluta af uppskerunni úr garðinum sínum og fallega brosið fylgdi með eins og alltaf. Hann ræktaði garðinn af slíkri alúð og natni að unun var af. Þann- ig uppskar hann eins og hann sáði. Það urðu kaflaskipti í lífí þessa fallega drengs, sem var svo vel á sig kominn líkamlega, þegar krabbamein greindist hjá honum fyrir tveimur áram. Þessi ár hafa verið ár kvíða, ótta, vonar og trú- ar. Það er erfitt hlutskipti 16 ára drengs að takast á við slíkt. En hann fékk stuðning hvaðanæva að. Fyrst og fremst nefni ég foreldra og systur sem stóðu eins og klettur við hlið hans og vöktu yfír honum til hins síðasta. Friðrik átti vini sem vora sannir vinir í raun. Þeir komu hvem ein- asta dag til hans, hvort sem hann lá á spítala eða var heima. Þessir vinir gerðu honum kleift að taka þátt í lífinu á eðlilegan hátt, enda oft glatt á hjalla og skopskynið allt- af í fyrirrúmi. Ég vil þakka þessum traustu og einstaklega góðu drengj- um fyrir allar þær stundir sem þeir vora með honum. í ljósmyndadeildinni á Morgun- blaðinu var hann þegar heilsa hans og þróttur leyfðu. Starfsfólki þar era færðar sérstakar þakkir. Þar lærði hann að framkalla og stækka sínar eigin myndir. Friðrik fór líka í margar ferðimar með ljósmyndur- unum í lofti og landi og hafa kom- ið einstaklega fallegar myndir af honum í Morgunblaðinu umkringd- ur stórbrotnu íslensku landslagi. Friðrik var alltaf hress þegar hann kom úr vinnunni, það átti einstak- lega vel við hann að vera innan um þetta hressa og skemmtilega fólk, eins og hann sagði sjálfur. Þórami Sveinssyni og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans era færðar einstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alla þá alúð sem þau veittu Friðriki. Hann minntist oft á þetta fólk og hvað það væri bonum einstaklega gott. Það var hans lán í lífinu að hafa fengið í vöggugjöf svo mikilvæga skapgerðareiginleika sem- ein- kenndust af rósemi og yfirvegun og kom skýrast fram þegar harin þurfti mest á að halda alveg fram á síðustu stundu. Fyrir okkur hin sem fylgdust með honum var alltaf jafn erfitt að skilja þennan kjark og dugnað. Aldrei nokkum tímann kvartaði hann, heldur taldi kjark í okkur hin, Við Friðrik ræddum oft mikið saman og meðal annars ræddum við um dauðann. Dauðann hræddist hann ekki. Hann hafði undanfarið reynt að komast að því hvað tæki við eftir þetta líf, og hann trúði því að það tæki við annað og betra líf. Með þá trú í veganesti kvaddi hann þennan heim. Ég kveð þennan kæra vin minn og frænda með orðunum sem hann sagði sjálfur: „Það er aldrei myrkur hjá mér.“ Ása Jónsdóttir Þann 17. júní, sjálfan þjóðhátíð- ardag íslendinga, barst okkur sú sorgarfrétt að Friðrik Pálsson Dungal hefði látist þá um daginn í Landspítalanum, aðeins átján ára. Á slíkri stundu leita á hugann spumingar sem flestir velta fyrir sér við svona tíðindi: „Af hveiju hann, sem var svo ungur og hefði átt að eiga allt lífíð framundan? Hvaða tilgangi þjónar það þegar fólk er hrifið burt í blóma lífsins?" Þessari lífsgátu verður líklega aldr- ei fullsvarað. í raun hefði andlát Friðriks ekki þurft að koma á óvart þeim sem til hans þekktu. Hann var búinn að heyja harða baráttu við mjög illkynja sjúkdóm síðastliðin tvö ár. Á sautjánda ári veiktist hann og upp frá því var allt reynt sem í mannlegum mætti stóð til að bjarga lífí hans. Sjúkrahúslegumar vora margar og oft var tvísýnt um hvem- ig baráttunni lyktaði en svo rofaði til annað slagið og það gaf okkur von um að sigrast mætti á sjúk- dómnum. Það var erfið raun að horfa á hvernig sjúkdómurinn setti mark sitt á þennan unga og fallega dreng. Friðrik tók veikindunum með undraverðu jafnaðargeði. Hann ætlaði að sigra og það var eins og andlegt þrek hans ykist eftir því sem sjúkdómurinn dró úr því líkam- lega. Friðrik átt góða foreldra, syst- ur og vini sem studdu hann í bar- áttunni. Hann reyndi að lifa sem eðlilegustu lífí þótt sjúkdómurinn drægi mjög úr þreki hans og naut þar ekki síst stuðnings vina sinna. Friðrik trúði sjálfur á líf að loknu þessu. Hann dó því sáttur við lífið og dauðann og jiað var hans sigur á baráttunni. Það er ættingjum hans líka mikil huggun. Friðrik hafði lokið einu ári í menntaskóla þegar hann varð að gera hlé á námi vegna tíðra sjúkra- húsvista. Samt sem áður átti hann sín framtíðaráform eins og aðrir unglingar. Hann vann á ljósmynda- deild Morgunblaðsins þegar heilsa hans leyfði og fékk mikinn áhuga á Ijósmyndun. Þar eignaðist hann marga góða kunninga og augljóst var að hann hafði gaman af verk- efnunum, sérstaklega þegar þau voru unnin úti á landi. Hann var mikið fyrir útivist. Hann fór reglu- lega í veiðiferðir með föður sínum allt frá sex eða sjö ára aldri. Einn- ig fór hann gjarnan í veiðiferðir með kunningjum sínum og jafnvel gönguferðir með litlum frændum og frænkum vora auðsótt mál. Það era margar minningar sem við eigum um þennan góða dreng, sem var hvers manns hugljúfí. Litlu frændsystkinin sem litu upp til hans og dáðu sakna hans nú sárt. Foreldram og systur sem misst hafa sinn einkason og bróður vott- um við innilega samúð okkar. Enn- fremur viljum við fyrir hönd for- eldra hans koma á framfæri inni- legu þakklæti til lækna og starfs- fólks sem önnuðust Friðrik og veittu honum hvatningu og stuðning í erf- iðum veikindum. Þórarinn Sveins- son, starfsfólk á 11-E og göngu- deild krabbameinslækninga Land- spítalans fá sérstakar þakkir. Daði og Laufey Það var á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. að síminn hringdi og flutti okkur þá sorgarfrétt, að Friðrik frændi okkar væri dáinn. Að vísu kom það okkur ekki á óvart því hann hafði tekist á við hættulegan sjúkdóm í meira en tvö ár. Lækn- ar, foreldrar og ekki síst hann sjálf- ur hafa háð baráttu upp á iíf og dauða þennan tíma, baráttu sem vissulega hefur oft gefíð tilefiii til bjartsýni, en sýnt var nú síðustu vikurnar að hinn skelfilegi sjúk- dómur hafði náð undirtökunum. Friðrik þurfti að gangast undir sársaukafullar aðgerðir og síendur- tekna þjáningarfulla lyQameðferð og kom nú í ljós hvað í honum bjó, en hann sýndi óvenjulegt þrek, þol- inmæði og karlmennsku, eiginleika sem varla er hægt að búast við hjá óhömuðum ungiingum. Friðrik var hugljúfur og elskuleg- ur drengur, einlægur og hjarta- hreinn. Hann eignaðist nána og sérstaklega hjartahlýja vini meðal jafnaldra sinna sem reyndust hon- um ómetanleg hjálp þar til yfir lauk. Friðrik var mikið gefinn fyrir útivera og eftirlætisskemmtun hans var að fara með pabba sínum á veiðar. Feðgamir vora samrýndir og eignuðust margar gleðistundir á þessum ferðalögum. Mikil sorg er kveðin að foreldran- um, Auði og Páli, og Maríu systur hans, en þau systkinin vora mjög samrýnd og svo kært með þeim að óvenjulegt má kallast á meðal systkina. Þegar hönd dauðans ber að dyram hjá ástvinum manns, vek- ur það einatt áleitnar spumingar, ekki síst þegar æskufólk á í hlut. Við þessum spumingum fást engin svör sem maður gerir sig ánægðan með. Margir eignast eilífðartrú sem skýrir betur gátur lífs og dauða en ófullkomin mannleg svör. Friðrik hafði mikið hugleitt eilífð- armálin og rætt þau við pabba sinn og mömmu. Þessi umræða hafði veitt Friðrik mikla hugarró og virt- ist svo sem hann hafí undir lokin horft óttalaus fram á við, því að honum var ljóst fyrir nokkru að hveiju stefndi. Elsku María, Páll og Auður. Megi Guð blessa ykkur í sorginni og munið, að Friðrik verður alltaf með ykkur. Edda Dungal og fjölskylda Það þyrmdi yfír síðdegis þann 17. júní er vinur okkar og nágranni hringdi til að segja lát Friðriks son- ar síns. Við höfðum fylgst svo náið með frá þeirri stundu er það reiðarslag dundi yfir okkar góðu nágranna fyrir tveim áram, að drengurinn þeirra væri haldinn illkynjuðum sjúkdómi sem svo erfiður er viður- eignar. Við vissum um alla þá baráttu sem þessi litla fjölskylda háði við þennan skæða sjúkdóm og við dáð- umst af kjarki þeirra og andlegu þreki og þeirri óbilandi þrautsegju er þau sýndu til síðustu stundar. Við vissum að allt gæti gerst en héldum alltaf í þá von við hveija heimkomu Friðriks af sjúkrahúsum og eftir læknisaðgerðir að nú brygði til betri vegar og kraftaverkið myndi gerast. Það sem styrkti þessa von okkar umfram allt annað var Friðrik sjálf- ur, harka hans, dugnaður og glað- værð var með því yfirbragði að það var eins og lítið væri að og var hann sér þó að fullu meðvitaður um eðli og líklegar afleiðingar þess sjúkdóms sem þjakaði hann svo mjög. Og án þess að ætlast til að fá svar, þá spyr maður samt, — hvert sækir ungur einstaklingur svo ofurmannlegt siðferðisþrek, að hann sem þjáist hefur burði til að sefa kvíða hinna sem hjá standa. Það er ákaflega sárt að sjá á bak svo ungum syni og engin orð megna að sefa þann harm sem kveðinn er að foreldrum og yngri systur en minningin sem þau eiga mun þó ylja um ókomna ævi. Minning um dásamlegan dreng sem sýndi slíkt æðraleysi í öllum sínum veikindum að með ólíkindum má teljast. Minningin um brosið sem var svo feimnislegt og hlýtt og alltaf til staðar á hvetju sem gekk, bros sem yljaði um hjartarætumar og fylgir manni áfram. Friðrik varð aðeins átján ára, og aftur og aftur vaknar sú spuming — af hveiju gerist þetta, af hveiju þarf svo ungur drengur að deyja þegar svo margir sem þrá að kveðja fá það ekki? Er ekki einhver tilgangur með þessu sem við ekki skiljum? Við viljum geta trúað því að hans bíði annað og meira hlutskipti. Þegar litið er yfir tíu ára kynni okkar nágrannanna af þessum dreng, sem borinn er til moldar í dag, þá er ekkert sem skyggir á þá mynd sem við viljum geyma af honum sem litlum dreng og einstök- um unglingi. Kæra nágrannar, Auður, Páll og María. Á slíkri sorgarstundu sem nú er þráir maður svo heitt að geta gefið eitthvað af sjálfum sér ykkur til styrktar. En við eigum ekkert að gefa annað en vináttu okkar og ást, og eftirsjána eftir því sem við sjálf þáðum. Það er bæn okkar að það megi þó verða að gagni þegar sárasta þjáningarstundin er liðin. Fjölskyldurnar í Björk og Skeifu Það var okkur systkinunum mik- ið áfall þegar við fréttum að Frið- rik frændi okkar væri dáinn. Við vissum að hann var búinn að vera mikið veikur og þurfti oft að fara á sjúkrahús, en að við myndum missa hann datt okkur ekki í hug. Friðrik var góður og skemmtilegur frændi, sem við litum upp til. Hann kenndi okkur ýmislegt og kunni margar skemmtilegar sögur. Við eigum margar góðar minningar um Friðrik. Til dæmis þegar við tvö elstu systkinin fengum að fara í útilegu með Auði, Palla, Frikka og Maríu til Þingvalla. Þar kenndi Friðrik okkur að veiða og hvemig ætti að þræða orma upp á öngul. Þessi ferð varð okkur ógleymanleg. Við munum líka eftir gönguferðum í Öskjuhlíð og bíóferðum með Frið- rik og vinum hans. Það var líka gaman að heimsækja Friðrik og fá að prófa leiki í tölvunni hans. Nú er hann horfínn, þessi þolinmóði frændi okkar, en við gleymum hon- um aldrei. Fari elsku frændi okkar í friði. Ingibjörg, fvar, Hjörtur og Jón Mig langar að minnast í fáum orðum vinar míns Friðriks sem lést eftir tveggja ára baráttu við ill- skeyttan sjúkdóm, aðeins 18 ára gamall. Ég kynntist Friðrik þegar við voram um tveggja ára gömul og hann bjó í næsta húsi við mig. Við lékum okkur mikið saman og fljót- lega slóst systir hans María í hóp- inn. Við þijú voram nær óaðskiljan- leg. Þegar við, 5 ára gömul, fluttum sitt í hvora áttina minnkaði sam- bandið en vináttan hefur alla tíð haldist. Þessi tvö ár sem liðin era síðan sjúkdómurinn kom upp hafa verið erfið fyrir Friðrik og íjölskyldu hans, en fjölskyldu hans var það mikill styrkur hvað Friðrik var allt- af hress og kátur. Þrátt fyrir tíðar sjúkrahúslegur sem urðu til þess að hann þurfti að hætta í skólanum, en hann hóf nám við Menntaskól- kann í Kópavogi eftir 9. bekk, var hann alltaf hress og horfði bjart- sýnn fram á við. Hann átti líka góða vini sem styrktu hann mikið í veikindunum. Oft hitti ég hann á skólaböllum og í kvikmyndahúsum og ávallt með bros á vör. Ég minn- ist þess að seint í vetur hitti ég hann í einu af kvikmyndahúsunum. Ég var að svipast um eftir þeim sem ég var með þegar ég varð vör við að hann stóð brostandi fyrir framan mig og veifaði svo að ég tæki eftir honum. Þessi framkoma einkenndi Friðrik, hann var rólegur en alltaf stutt í brosið. Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég fékk að þekkja Friðrik sem vora alltof fá. Elsku Palli, Auður og María. Ég og íjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomna tíð. Blessuð sé minning hans. Kristín Svala Mig langar í örfáum orðum að minnast míns besta vinar sem hefur verið kallaður burt til æðri starfa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.