Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 37 Minning: Jóel Jónasson Fæddur 12. september 1894 Dáinn 8. júní 1988 Afi okkar, Jóel Jónasson, var fæddur í Hákoti í Flóa. Faðir hans var Jónas Jónsson, bóndi og borg- ari í Hrútstaða-Norðurkoti, en móð- ir hans var Vilborg Magnúsdóttir, bústýra. Fyrstu sex ár ævi sinnar dvaldist afí hjá foreldrum sínum en eftir það var hann látinn til vanda- lausra og mætti þar vinnuhörku og skilningsleysi. Sjálfur skildi hann aldrei af hveiju hann var látinn í burtu og var ekki laus við beiskju er hann minntist þessa atburðar, sem hann gerði oft. Má af því ráða hve djúpstæð áhrif þetta hafði á hann og hve mjög þetta mótaði skapgerð hans og herti. Um skóla- göngu var ekki að ræða en sjálfur þakkaði hann það prestinum að hann lærði að lesa og skrifa eins og aðrir. Ungur að árum fór hann á sjóinn, fyrst á árabát frá Stokks- eyri og Þorlákshöfn. Síðan á skútur í nokkur ár en svo lá leiðin á tog- ara þar sem hann var kyndari í mörg ár við góðan orðstír á þeim erfíðu tímum þar sem lífsháskinn var alltaf á næsta leiti. Má í því sambandi nefna að hann var kynd- ari á togaranum Asu þegar hún standaði undir Svörtu-Loftum í af- takaveðri árið 1925. Afi kvæntist 2. janúar 1923 Guð- ríði Ingvarsdóttur frá Hvíld á Stokkseyri og bjuggu þau þar fyrstu árin. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur en árið 1926 festu þau kaup á jörðinni Bakkakoti í Leiru og hófu þar búskap. Þeim varð fímm bama auðið og eru þau öll á lífí. Þremur áratugum síðar hættu þau búskap og fluttust til Keflavík- ur. Árið 1957 missti afi konu sína og bjó eftir það einn. Vann hann í mörg ár hjá Keflavíkurbæ og var kominn á níræðisaldur þegar hann hætti þar og fór á Dvalarheimilið As í Hveragerði, en síðan lá leiðin á Grund þegar heilsunni fór hrak- andi. Kvennalista- konur taka afstöðutil frambjóð- enda sem ein- staklingar Hér á eftir fer bréf Kvennalistans til stuðningsmanna Sigrúnar Þor- steinsdóttur: „Vegna áskorunar stuðnings- manna Sigrúnar Þorsteinsdóttur í skeyti til Kvennalistans 21. júní 1988 um stuðning við framboð Sigrúnar til forsetakjörs vilja Kvennalistakonur koma eftirfar- andi á framfæri: Kvennalistakonur taka afstöðu til frambjóðenda í forsetakjöri sem einstaklingar en ekki sem stjórn- málasamtök. Valddreifing og lýðræði eru grundvallaratriði í stefnu og starfs- háttum Kvennalistans. Kvenna- listakonur hafa lagt fram þingmál um rétt fólks til að vera með í ráð- um. Þann rétt viljum við tryggja meðal annars með því að tíundi hluti kosningabærra manna eða þriðjungur þingmanna geti farið fram á ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um einstök mál. Ennfrem- ur að íbúum sveitarfélaga sé á svip- aðan hátt tryggður sami réttur varðandi einstök mál sveitarfélags- ins. Þannig teljum við, eðli málsins samkvæmt, að ákvörðun um al- menna atkvæðagreiðslu eigi fyrst og fremst að vera í höndum fólks- Jóel Jónasson var vel gefinn maður, stórbrotinn og hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um. Hann fylgdist vel með atburð- um líðandi stundar, mátti ekki missa af fréttum og veðurskeytum auk þess sem hann hlustaði annars mikið á útvarp. Bókhneigður var hann mjög og mundi vel það sem hann las. Hann var alla tíð hlynntur því að menn öfluðu sér menntunar og undir niðri sveið honum það sjálfum að hafa ekki átt þess kost að setjast á skólabekk. Hann var sannfærður um að hann hefði getað lært eitthvað og þeir sem þekktu hann geta tekið undir það því fljót- ur var hann að hugsa og með ein- dæmum orðheppinn og snöggur að svara fyrir sig. Hann bar mikla virð- ingu fyrir eignarrétti manna og þoldi illa yfirgang og það ef hann taldi réttu máli hallað. Margs er að minnast, enda ævin orðin löng. Minningin um búskapinn í Leirunni hjá þeim eldri og síðan um afa í Keflavík og herbergið á Kirkjuveginum, en herbergið var alltaf spennandi að koma inn í enda kenndi þar margra grasa. Við minn- umst afa í Hveragerði og ferða um æskustöðvamar og að lokum heim- sókna á Grund þar sem spjallað var um lífíð og tilveruna uns svefninn langi líknaði þreyttum manni. Megi hann hvíla í friði. Dóttursynir t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, AUÐUR ERLA SIQFRIEDSDÓTTIR, Öldugranda 9, Reykjavík, lést að morgni 19. júní. Viðar Stefánsson, Bryndis Árnadóttir Scheving, Stefán Fannar Viöarsson, Ægir Þór Viðarsson, Heiða Björk Viðarsdóttir og aðrir vandamenn. t Móðir mín, GUÐRÚN A. JÓNSDÓTTIR frá Borgarnesi, Jaöarsbraut S, Akranesi, lést 23. júní í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin auglýst síðar. Hildur Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, DAGBJARTAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Vallarbraut 2, Seltjarnarnesi. Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir til þeirra sem auösýndu okkur vináttu og samúö við fráfall og jarðarför HELGU S. JÓNSDÓTTUR frá Nöf, Siglufirði. Vegna aöstandenda, Jón Skaftason, Stefán Skaftason, Gunnlaugur Skaftason, Jóhanna Skaftadóttir. t Innilegustu þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, hjálpsemi og spmúö við andlát og jaröarför mannsins míns, föður, tengda- föður og afa, JAKOBS G. HAGALÍNSSONAR frá Grunnavfk, Hlff, isaflröl. Sigrfður Tómasdóttir, Friðrik Jóhannsson, Sigurrós Siguröardóttir og barnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar ÖNNU JÓNU JÓNSDÓTTUR. Elísubúðin, Skipholti 5. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og jarðarför sonar míns, bróður okkar og mágs, HARÐAR GUÐMARS JÓHANNESSONAR blikksmiðs, Skálagerði 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 12 A á Landspítalan- um fyrir góða hjúkrun og umönnun. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Anna Ó. Jóhannesdóttir, Sæmundur I. Sveinsson, Ragnar V. Jóhannesson, Hafdfs H. Moldof, Erna S. Jóhannesdóttir, Kristinn B. Guðlaugsson, Grettir K. Jóhannesson, Sigrfður Arngrímsdóttir. tlrval af vinsælu barnaskón- um frá portúgalska fyrirtækinu JIR komnir aftur Henta vel fyrir íslenska barnafætur, enda mælum við með þeim heilshugar. Skórnir, sem myndin er af, fást í hvítu, dökk bláu, bleiku, rauðu og brúnu. St. 18-24. Póstsendum. KRINGWN KblHeNM ™PP, 'age Domus Medica)* Egilsgötu 3. Sími: 18519. Sími: 689212. SKOem VELTUSUNCH 1 21212 Svört og galviniseruð Stærðir: 3/8 - 2” HAGSTÆTT VERÐ VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER V VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 MÓÍSfeÍ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.