Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 Anna Jóna Jóns- dó ttir-Minning „Allt var breytt á einni örlagaþungri nóttu. Kvöl og heitir harmar að heimilinu sóttu.“ (D. St.) A laugardagsmorgni er mér barst sú harmafregn, að Anna Jóna frænka mín hefði látist í bílslysi þá um nóttina, var eins og eitthvað kæmi yfir mig, kalt sem steypiflóð og hríslaðist um innstu taugar mínar. í huga minn kom fram skýr mynd af Onnu Jónu, er ég sá hana síðast fyrir þrem vikum er við vor- um saman í fjölskylduboði. En ein- mitt þá höfðum við, er heim var komið, haft á orði hversu yndislega falleg hún væri og það væri eins og hún yrði sífellt glæstari, svo tign og blómleg var hún í svörtum silki- flauelskjól glöð og hýr að vanda. Af þessum ungu hjónum, Onnu og Jóhanni Sigurðarsyni, geislaði hamingja og lífsfegurð — og maður fylltist ánægju og aðdáun að horfa á þetta glæsta par. Og nú, guð minn góður, hefur þessi voðalegi harmleikur gerst. Það er eins og maður fyllist sárs- auka og gremju yfir að svona skuli geta átt sér stað, og þama verður fyrir þessu ungt blásaklaust fólk, sem er grandalaust á leiðinni heim til sín. Eftir að hafa heyrt atburða- rásina er eins og að þarna sé um röð af tilviljunum að ræða og mað- ur spyr sjálfan sig, hver getur ver- ið tilgangur með því að hún svo „ung á morgni lífsins staðar nem- ur“. — Þýðing þess er dulin þeim, sem eftir lifa. I dag fer fram útför Onnu Jónu Jónsdóttur, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún var fædd 2. júlí 1956 í Reykjavík, dóttir hjónanna Önnu Amadóttur og Jóns Tómas- sonar, framkvæmdastjóra, sem lengi hafa átt heimili í Bólstað- arhlíð 31 hér í borg. Anna Jóna var yngst fjögurra dætra þeirra hjóna og átti einn bróður, allmikið yngri. Þau em: Elinborg, kennari, Valgerður, fé- lagsfræðingur og fréttamaður, Margrét, fóstra, sem á föstudags- morgni fyrir slysið fór ásamt manni sínum, sem var að fara í fram- haldsnám í sagnfræði og fjórum bömum þeirra, til Bandaríkjanna. Guðmundur Arni er við nám í við- skiptafræði við Háskóla íslands. Anna Jóna giftist 7. maí 1982 Jóhanni Sigurðarsyni leikara og var heimili þeirra á Ásvallagötu 15. Áður var Anna Jóna gift Þorleifi Gunnlaugssyni og áttu þau soninn Harald Inga, sem nú er 10 ára. Anna Jóna var alin upp á ástríku heimili og var alla tíð umvafin hlýju og ástúð, en heimili foreldra hennar stóð ætíð opið vinum og félögum bamanna enda mikið um gestagang og þar ætíð margt um manninn. Eg minnist þess er Anna Jóna var nýfædd hversu hreystileg og efnilegt bam hún var. Þannig var hún ætíð tápmikil, fegurst yndi, svo glöð og brosandi hýr þar sem „leift- ur góðra gáfna gneistuðu oft í Svör- um“. Á skólaárum fékkst hún samhliða öðru námi við ýmsa listmunagerð og handarverkin hennar leyndu sér ekki á heimili foreldra hennar. Það kom snemma í ljós að hún var eink- ar hugmyndarík, en hafði jafnframt áræði og dugnað til að koma þeim í framkvæmd. Hún lærði síðar til að verða fatahönnuður og vann nú upp á síðkastið aðallega við ýmis- konar leikbúningahönnun bæði fyr- ir kvikmyndir og leiksýningar. Einnig starfaði hún fyrir sjónvarps- stöðvarnar og sífellt var í auknum mæli sóst eftir henni til nýrra og krefjandi verkefna. Er ég hugsa um önnu Jónu koma mér í hug ljóðlínur Steingríms Thor- steinssonan „Andi ástríkis, andi skirleiks henni hjá í hendur leiddust. Var þar í yndis eining bundin vænleikur innri við vænleik ytri.“ Anna Jóna var sú, sem átti eldinn í hjarta og lét ekki bugast heldur tendraði hún með lífskrafti sínum auðveldlega í bijóstum annarra ungra sem aldinna. Frændsystkinin litlu hændust að henni, enda hafði hún alltaf eitt- hvað skemmtilegt að miðla þeim. Það er ljóst að söknuðurinn fyrir ungan eiginmanninn er mikill og missirinn sár fyrir soninn unga. Það eru allir harmi lostnir og fátt til huggunar að segja á slíkri stundu, en minningarnar um Önnu Jónu, þessa yndislegu og glæsilegu stúlku, munu ávallt lifa. Davíð Stef- ánsson segir: „Meinabætur margar minningamar géyma. Til ero ljós sem lýsa langt inn í æðri heima.“ Ég og fjölskylda mín vottum Jóhanni, Haraldi litla og ykkur, elsku Anna og Jón, og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur og blessi í djúpri sorg. Áslaug Brynjólfsdóttir Það er margt sem þýtur í gegnum hugann þegar fregnir berast um sviplegan dauða einhvers. Hvað lífið er skrýtið, sumir verða gamlir, aðr- ir lifa stutt. Anna Jóna var aðeins rúmlega þrítug þegar hún var hrif- in burt úr þessum heimi í hræðilegu umferðarslysi. Þessi efnilega og glæsilega stúlka með lífið framund- an. Hugurinn fyllist máttlausri reiði, hvernig getur svona atburður gerst. Drukkinn ökuþór þurrkar út líf saklauss samborgara. Ég kenndi Önnu Jónu tískuteikn- un í Iðnskólanum og var hún meðal efnilegustu nemendanna. Búningar urðu strax hennar sérsvið og hún stefndi ákveðin að því marki að hanna búninga í framtíðinni. Eftir nám hennar í skólanum fylgdist ég með starfsferli hennar og gladdist yfir velgengni þessa fyrrverandi nemanda míns. Með dugnaði og eljusemi tókst henni að sanna hvað í henni bjó. Þrátt fyrir stuttan starfsferil er margt sem liggur eft- ir Önnu Jónu og hún hefur örugg- lega markað sín spor í sögu bún- inga hér á landi. Anna Jóna var félagi í FAT, félagi fata- og textfl- hönnuða. Ég vil fyrir hönd þess félags votta öllum hennar aðstandendum okkar dýpstu samúð. Eva Vilhelmsdóttir, formaður FAT Dauðinn því orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur lífið manns, holdið leggst í sinn hvíldarstað, hans makt nær ekki lengra’en það, sálin af öllu fári frí, flutt verður himna sælu í. (Hallgrímur Pétursson.) Það er ekki létt að stinga niður penna nú þegar stórt skarð hefur verið höggvið í okkar yngsta aldurs- hóp hjá Félagi íslenskra leikara. Anna Jóna Jónsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, fæddist 2. júlí 1956 á Akureyri og var því tæplega 32ja ára. Foreldrar hennar voru Anna Árnadóttir og Jón Tómasson og var Anna Jóna næstyngst í hópi 5 systkina. Hún var gift Jóhanni Sigurðarsyni leikara og bjuggu þau á Ásvallagötunni ásamt syni hennar Haraldi Inga og eiga þeir nú erfíða daga. Ung og hæfíleikarík kona er lát- in. Lífið er hverfult og máttarvöldin stundum torskilin. Þetta örlagaríka kvöld höfðum við verið að kveðja vetrarstarfíð með því að borða öll saman á Kristalssal í Þjóðleikhúsinu að lokinni síðustu sýningu. Anna Jóna var þar með manni sínum Jóhanni og er mér minnisstætt hve geislaði af henni ferskleiki og hlýja þetta kvöld, hvem skyldi hafa grun- að hvað myndi gerast eftir aðeins eina og hálfa klukkustund. Það leita á hugann orð úr japönsku ljóði sem H.H. þýddi. Eg vissi fullvel að ég ætti einhvem dag leið um þennan veg, en aldrei datt mér í hug að „einhvem dag“ yrði nú. Anna Jóna lauk klæðskeranámi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1981 og fékk meistarapróf 1984. Hún starf- aði sem forstöðumaður saumastofu Leikfélags Reykjavíkur strax að loknu námi um tveggja ára skeið og sem hönnuður hjá Alafossi einn- ig í tvö ár. Hún hannaði m.a. bún- inga hjá Þjóðleikhúsinu fyrir Milli skinns og hörunds, hjá Stöð 2 fyrir heimildarmynd um Halldór Lax- ness, hjá Frostfilm fyrir kvikmynd- ina Foxtrott og hjá Leiklistarskóla Islands fyrir Marat/Sade og Tartuffe. Leikmynd og búninga gerði hún einnig þar fyrir Ivan og Aljónu og hjá Frú Emelíu fyrir Mercedes. Persónuna Körtu hannaði hún fyrir bamatímann á Stöð 2 ásamt svo mörgu öðru og nú er hún féll frá var hún að vinna fyrir sjón- varpið að búningahönnun fyrir Dag vonar, en óleyst spennandi verkefni biðu hennar. Við emm öll harmi slegin og vottum félaga okkar Jóhanni, eigin- manni Önnu, og Haraldi Inga dýpstu samúð svo og foreldrum, systkinum og öllum aðstandendum og biðjum Guð að veita þeim styrk. „Þegar þú ert sorgmæddur munt þú sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn). F.h. Félags íslenskra leikara Sigríður Þorvaldsdóttir formaður. Kveðja frá vinkonu Þú komst og fórst, með ást til alls sem grætur, á öllu slíku barstu nákvæm skil. Þín saga er ljós í lífi einnar nætur, eitt Ijós, sem þráði bara að vera til. Ó, minning þin er minning hreinna Ijóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. yið barm þér greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhj. frá Skáholti) Ég votta eiginmanni, syni, for- eldrum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Jóhanna G. Möller Anna Jóna Jónsdóttir, frænka mín, lést á hræðilegan hátt að- faranótt 11. þessa mánaðar. Allir þeir sem þekktu Önnu Jónu vel misstu mikið þessa nótt, því að í kringum hana gat enginn leiður setið, svo jákvæð og skemmtileg var hún. Þijátíu og eitt ár er ekki langur tími, en Anna Jóna kunni að lifa lífinu og naut þess að vera til. Anna Jóna hugsaði ávallt fyrst um náungann og reyndist fjölskyldu sinni, þó einkum systkinabömum sínum, ákaflega vel og man ég þeg- ar ég var yngri þá hikaði hún ekki við að slá upp leiksýningum í miðj- um bamaafmælum. Anna Jóna hverfur aldrei úr huga mér og held- ur áfram að vera mín uppáhalds frænka, og okkar samvemstundum gleymi ég aldrei. Jóa og Halla votta ég samúð mína. Guð blessi minningu Önnu Jónu. Jón Fjörair Það var haft eftir Hilmari heitn- um Helgasyni, stofnanda og fyrsta formanni SÁÁ, hversu ótrúlega mikil sorg reyndist oft vera falin í jafn litlu glasi og vínglasinu. Víst er það að hin stjómlausa drykkja skapar ekki aðeins neytandanum sjálfum óbærilega kvöl, heldur veld- ur hún aðstandendum hans oftast djúpum þjáningum og öðru fólki á stundum óskiljanlegum hörmung- um og sorgum. Anna Jóna Jónsdóttir varð fóm- arlamb sjúklegrar atburðarásar er hún lést í bflslysi aðfaranótt laugar- dagsins 11. júní sl., tæplega þrjátíu og tveggja ára að aldri, en hún fæddist í Reykjavík þann 2. júlí 1956. Hún lætur eftir sig ellefu ára son, Harald Þorleifsson, og maka, Jóhann Sigurðarson, leikara, sem reyndar slapp naumlega úr þessum hildarleik bílslyssins. Eftirlifandi foreldrar Önnu Jónu eru þau hjónin Anna Ámadóttir og Jón Tómasson, stórkaupmaður í Reykjavík. Anna Jóna var yngst fjögurra systra sinna, þeirra Elínborgar, Valgerðar (Systu) og Margrétar og bróður áttu þær systur langyngstan þeirra systkina, Guðmund Ama. Þau systkini lifa öll systur sína. Mikil samheldni einkennir þessa fjöl- skyldu, einkum hinn öfluga systra- hóp sem nú hefur verið höggvið í. Ecr hitti Önnu Jónu fyrst sem t.íu ára krakka, skömmu eftir að ég kynntist konunni minni fyrrverandi, Systu, systur hennar. Við Systa vorum þá í menntaskóla og héldum mikið til á heimilinu hjá þeim Önnu og Jóni. Anna Jóna vildi mikið vera að þvælast hjá okkur stóm krökk- unum og þar sem hún var bæði ákveðin og fylgin sér og oft svolítið skemmtilega stríðin, var ekki annað hægt en að láta þetta eftir henni. Á þessum ámm þróaðist með okkur náinn vinskapur sem var á margan hátt sérstakur og varanlegur og þótt leiðir okkar Systu hafi síðar skilið, skilur maður hvorki við fortíð sína né vini. Það sem var heillandi við Önnu Jónu var hversu ákveðin og sjálfri sér samkvæm hún var. Hún var ákaflega fróðleiksfús og nýjunga- gjöm, en gaf lítið fyrir bóknám. Hafði ekki tíma fyrir svoleiðis en samt gaf hún sér tíma til að kynna sér það sem henni þótti markvert og skipti einhveiju sýnilegu máli. Hún var um tíma unggæðislega róttæk í þjóðfélagsmálum og alla tíð lét hún sig varða líf og ham- ingju annars fólks. Hún var jafn- réttiskona og kvenfrelsiskona í eig- inlegri merkingu. M.a. á þann hátt að hún hafði kjark til þess að af- sala sér forræði sonar síns til föður hans, Þorleifs Gunnlaugssonar, þegar þau skildu, án þess þó að bregðast móðurhlutverki sínu á nokkum hátt. Þótt Halli litli byggi og eldist upp hjá föður sínum vom miklir kærleikar með þeim mæðgin- um og hjá móður sinni átti hann ömggt athvarf. Anna Jóna var óvenju traust vin- um sínum og fjölskyldu og góður bakhjarl í lífsins ólgusjó. Hana var gott heim að sækja, þar var lífsorku að finna, ekkert væl. Jón sonur minn heimsótti t.d. frænku sína tvisvar til þrisvar_ í viku og þótti það ekki of oft. Ég veit að Ánna Jóna var Jóa, manni sínum, ómetan- leg stoð á sinn ósérhlífna hátt á hans oft á tíðum erfiðu lífs- og lista- braut. Foreldmm sínum og systkin- um var hún einstaklega trú og fór oft að finna þau. Anna Jóna valdi sér að verða klæðskeri að iðn. Fatagerðarkona, hönnuður og listamaður að ein- hveiju nýtilegu. Þessu viðhorfi hennar kynntist ég vel. Þegar hún tók sveinsprófið fékk ég þann heið- ur að vera módel fyrir sveinsstykk- ið: Islensk alullarföt með silkifóðri. Skilyrði var að ég legði til efnið og væri tilbúinn til að máta svo oft sem þurfa þótti. Ég gekk að þessum kjömm og sveinsstykkið varð smám saman til utan um mig, ein fínustu jakkaföt sem ég hafði augum litið. Að mati Önnu Jónu vom fötin þó ekki nógu góð fyrir mig og ófull- gerð. Þrátt fyrir margra ára suð mitt og nudd fékk ég aldrei ófull- gerðu fötin. Þau höfðu þjónað sfnum tilgangi og Anna Jóna var upptekin við þarfari verk við að vera til og lifa og skapa eitthvað nýtt og nýtilegt sem skipti máli fyrir fólk. Hún kenndi konum að sníða og sauma föt, hannaði leik- búninga fyrir listina og gerði peysur úr ull til útflutnings í nýjum stfl, var skapandi, var hún sjálf. Guð hefur ætlað manni líf. Maður getur valið að það hverfi burt í reyk engum til gagns eða maður velur sjálfan sig í því sem skiptir máli. Anna Jóna var eins og sólin sem allir sjá. Sólin sem ekkert þarf að gera nema vera hún sjálf fyrst og fremst. Ég kveð þessa yndislegu vinkonu með hlýhug og þakklæti fyrir sam- ferðina í lífinu og votta ykkur að- standendum hennar samúð mína. Skúli Thoroddsen Að horfast í augu við að einhver manni nákominn er skyndilega hrif- inn burt úr þessu jarðlífí er senni- lega það erfiðasta sem hver lifandi manneskja þarf að takast á við. Augnablikið þegar fréttin berst, mínútumar á eftir, fyrstu dagamir, allt líður þetta eins og í draumi, — manni finnst maður sjálfur, — að minnsta kosti um stund, — vera lif- andi dáinn. Hugurinn slævist og líkaminn dofnar líkt og allur máttur hafi verið frá manni tekinn, og hver hugsun og hver hreyfing verður manni næstum ofviða. Alls kyns spumingar og hugsan- ir flæða gegnum hugann eins og stórfljót sem ekkert fær stöðvað. Spumingar eins og hvers vegna? af hveiju núna? hvers vegna þessi en ekki hinn eða ég? Ég get ekki svarað. En spumingunum er ekki ósvar- að. Einhvers staðar er einhver sem veit svarið við þeim öllum, en finnst engin ástæða til að hvorki ég né nokkur lifandi manneskja geti ráðið það próf. Það er einmitt það sem maður þarf fyrst að sætta sig við. En öllum þessum ósvömðu spumingum fylgja svo hugsanimar um liðnar samverustundir líkt og brot sem maður í augnablikinu get- ur engan veginn raðað saman í eina heild. En ótrúlega fljótt kemst líkaminn í sitt eðlilega ástand og hugurinn tekur að skýrast, og maður fer að hugsa hvort maður sé núna hætt- ur, búinn að syrgja ástvin sinn, og sé bara sáttur við hlutina eins og þeir em. Kannski er það einhvem veginn þannig, ég veit það ekki, en eftir stendur óbærilegur söknuður, sár, sem verður að læra að lifa með. Hvers vegna er það svona sárt þegar dauðinn bankar á dyr, eins eðlilegur og sjálfsagður hluti lífsins og hann er, — eða á að vera? Þurf- um við að vera svona sorgmædd? Ég vildi að svarið væri neitandi, eins og guðstrúin okkar reyndar segir okkur. En svarið er játandi. Það er sárt. Allar þessar hugleiðingar hafa verið að velkjast og veltast fyrir mér síðustu dagana þegar ég horf- ist í augu við að ein nánasta og kærasta vinkonan mín, hún Anna Jóna, er nú dáin. Hún Anna Jóna var engin venju- leg kona. I kringum hana var ein- kennilega dulúðug og heillandi ára. Ég var stundum að hugsa þegar ég virti hana fyrir mér hvað það væri sem gerði þessa stúlku svona sérstaka. Eg gat eiginlega aldrei svarað því. Hún var bara Anna Jóna, þessi fallega tignarlega kona með athugula hlýja augnsvipinn sinn og sitt geislandi bros. Anna Jóna var sérstaklega gegn- umheil manneskja og kom til dyr- anna eins og hún var klædd. Hún hræddist ekki að hafa skoðanir á hlutunum og hafði gaman af allri rökræðu. Henni vom mjög hugleik- in alls kyns málefni er vörðuðu lífið og tilvemna, óútskýranlega hluti, andleg verðmæti og fleira. Hún gat setið fram á rauða morgna með fætuma uppá stólarminum og kaffi- bolla í hendinni og velt fyrir sér hlutum af þessu tagi. Mér fannst stundum hún vita meira og vera næmari en gengur og gerist um slíka hluti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.