Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 39
í?£ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNI 1988 39 Anna Jóna talaði stundum um dauðann og hræddist hann ekki. Hún velti fyrir sér hvernig það væri að deyja og talaði stundum um að hún myndi deyja ung. „Anna Jóna er ekki nafh á gamalli konu," sagði hún einhvern tíma, rétt eins og það væri ekkert eðlilegra. „Það er vegna þess að þú lifir svo hratt Anna Jóna mín," sagði ég við hana. Og kannski hefur eitthvað verið til í því, því hún Anna Jóna skilur víða eftir sig spor. Hún var orðin eftir- sóttur búningahönnuður og hafði aldeilis sannað hæfni sína á því sviði, einkum síðasta árið. Hún átti stóran vinahóp, stóran hóp sam- starfsfólks og síðast en ekki síst stóra fjölskyldu sem hún lagði sig fram um að leggja rækt við. Hún talaði mikið um foreldra sína og Ellu systur, og Möggu systur og Systu systur og svo Gumma bróður sem hún talaði alltaf um sem litla bróður þangað til Gummi bróðir eignaðist litla stelpu sem Önnu Jónu fannst vera alveg eins og hún. Þá var Gummi bróðir orðinn stór! Hún sagði líka um Halla sinn, stoltið sitt, og eitt af því síðasta sem hún talaði um Halla við mig var hversu montin hún var yfir árangri hans í skólanum í vor. Og hún talaði um hann Jóa. Manninn sem átti hug hennar og hjarta. Manninn sem kynnti okkur fyrir um það bil átta árum síðan. Með þessum hjónum, Önnu Jónu og Jóa, hef ég átt ómældar gleði- og hláturskrampastundir þessi ár, og lfka stundir þar sem alvara lífsins hefur verið rædd. Ég held að 511 höfum við farið ríkari frá þessum stundum okkar en áður. Ég horfi á þig hlusta á þig ogundrast að nærvera þín hún breytir mér í það sem ég er Vegna alls þessa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þó það sé sárt að missa ástvin, þá held ég áfram og mun leggja mig fram um að mynda heilstæð og sterk vináttu- sambönd og treysta þau sem ég á nú þegar, því það er það sem gefur lífínu gildi. Ég tek glöð þessa áhættu. en hvað er hvað verður ef leiðir skiljast? því ekki getum við lifað það sem var — ég hrópa út í tómið ogundrast; ég fæ ekkert svar. (Jóhann G. Jóhannsson) Elsku Jói minn og Halli, Anna, Jón og fólkið hennar allt. Verum sátt við dauða hennar því þannig gerum við vist hennar á æðra til- verustigi himneska. Hún á núna leyndarmál sem ekk- ert okkar hinna veit. Hún veit hvernig það er að deyja. Megi algóður Guð geyma elsku Önnu Jónu í sínu ríki og blessa minninguna um „dreng góðan". Sossa í dag verður til moldar borin kær frænka mín, Anna Jóna Jónsdóttir. Hún lést áf slysförum aðeins þrjátfu og eins árs að aldrí. Ung kona í blóma lífsins er horf- in á brott frá ástvinum sínum og vinum á skyndilegan og átakanleg- an hátt. Anna Jóna lætur eftir sig eigin- mann, Jóhann Sigurðarson leikara, og son, Harald Inga, sem er tíu ára. Anna Jóna var dóttir hjónanna Önnu Árnadóttur kauprftanns og Jóns Tómassonar framkvæmda- stjóra. Hún var yngst af fjórum systrum, þeim Elínborgu, Valgerði og Margréti, en yngstur af systkin- unum er Guðmundur Arni. Anna Jóna var falleg og glæsileg stúlka og engum duldist að hún var gædd miklum mannkostum. Snemma komu listrænir hæfíleikar hennar í ljós. Margir hlutir sem hún gerði í föðurhúsum prýða heimili foreldra hennar. Anna Jóna var klæðskeri að mennt og starfaði sem búningahönnuður undanfarin ár. Hún sá. um búninga bæði fyrir upp- færslu í leikhúsum og í sjónvarpi. Það var sama hvað Anna Jóna tók sér fyrir hendur, allt lék í höndum hennar. Það eru ófáar flíkurnar sem hún gerði á fjölskyldu sína og vini. Anna Jóna átti einstaklega góða og samrýnda fjölskyldu og var hún henni og vinum sinum trú og trygg. Alltaf var hún boðih og búin að hjálpa þeim sem áttu í erfíðleikum. Mér er það minnisstætt þegar Anna Jóna kom að heimsækja ömmu sína og frændsystkini á Ak- ureyri þegar hún var 12—13 ára hvað fylgdi henni mikið táp og fjör. Lífsorka hennar var óþrjótandi og alltaf var hún tilbúin að gleðja aðra og koma öllum í gott skap. Ég, bræður mínir og frændur litum mjög upp til hennar og ég man hvað hún heillaði okkur með sögum sínum sem hún bjó til um leið og hún sagði þær. Hlátur hennar og' lífsgleði smituðu okkur öll. Þá var glatt á hjalla og gaman að lifa. Þegar árin liðu og við vorum orðnar fullorðnar hittumst við Anna Jóna þegar fjölskyldur okkar komu saman. Þá var hún eins og forðum daga hrókur alls fagnaðar. Leik- rænir hæfíleikar hennar komu þá óspart í Ijós. Hún sagði frá at- burðum líðandi stundar á myndræn- an og broslegan hátt. En Anna Jóna var gædd skopskyni í ríkum mæli og sá eiginleiki hennar laðaði börn mjög að henni. Nú er þessi góða og sérstaka stúlka horfín sjónum okkar. Hún. er farin í langt ferðalag á vit for- feðra sinna og ég veit að þar verð- ur henni vel tekið. Þar bíður hennar æðra og mikilvægara hlutverk. Elsku Jói, Halli, Anna, Jummi, Ella, Systa, Magga og Guðmundur. Missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styðja ykkur f þessari miklu sorg. Minning hennar mun ætíð lifa í hugum okkar allra. Blessuð sé minning Önnu Jónu frænku. Valgerður Hjartardóttir „Vinur þinn er þér allt. Ilann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og i leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. . Ogþegarhannþegir.skiljiðþiðhvorannan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar tíl, og þeirra er notíð í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallk) best af sléttunni." (Úr „Spámanninum" e.K. Gibran). „Mér finnst að við ættum öll að hittast aftur. Hóa saman gamla hópnum og halda kaffiboð. Helst hjá einhverjum strákanna," — hug- mynd Önnu Jónu fékk góðar undir- tektir og gamli hópurinn hittist, en við aðrar kringumstæður en við hefðum helst kosið; Anna Jóna var eklri með. Við héldum hópinn fyrir um fímmtán árum, á þann hátt sem unglingum einum er lagið. Vinahóp- urinn skipti öllu máli í tilverunni, utan hans virtist fátt markvert geta gerst. Og Anna Jóna var ljós í húsi, sterkur persónuleiki og geislandi af lífí. Félagarnir uxu úr grasi, áhugamálin breyttust og þar kom að hópurinn tvístraðist um veröld víða. En alltaf héldust einhver tengsl, félagarnir vissu hyer af öðr- um og kaffiboðið hennar Onnu Jónu var í stöðugum undirbúningi. Þrítugu fólki er dauðinn ákaflega fjarlægur, það telur sig hafa nægan tíma til alls. Það hvarflaði ekki að okkur, að einhver hefði minni tíma en aðrir. Því sitjum við hin nú eftir á sléttunni og virðum fjallið fyrir okkur. Við vottum eiginmanni, syni og öðrum aðstandendum Önnu Jónu samúð okkar. Anna Jóna heldur áfram að lifa í minningum okkar allra. Vinir Alda, sem brotnar á eirlitum sandi. Blær, sem þýtur í bláu grasi. Blóm, sem dó. (Ur „Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinarr) Hún stendur þarna í miðjum gieðskapnum og skellihlær. Við erum öll svo glöð, löngum vetri er lokið. Sumarið framundan. Við kyssumst og kveðjumst og hittumst í haust. Og á meðan við erum enn að kyssast og kveðjast hverfur Anna Jóna frá okkur. Og ennþá bara vor. Sumarið rétt að byrja. Ég var svo lánsöm að fá að vinna heilmikið með henni í leikhúsinu. Og ætlaði að vinna miklu meira með henni. Hún var galdrakona í búningagerð, gerði allt úr engu, rífandi dugleg og hress. Ég man hana best yfír litunarpottunum niðrí Iðnó, töfrandi fram ótrúlegustu lit- brigði, með grænar og bláar slettur í hárinu og allt litrófíð í fíngrunum. Eða saumandi rússneskan barrskóg útí Lindarbæ úr kjötgrisju frá Sam- bandinu. Það var gaman að vinna með henni. Hún var skemmtilegur vinur, greind og vel að sér. Sönn og heil leikhúsmanneskja. Og svo var hún svo hláturmild. Með þetta bjarta yfírbragð og fallega, hlýja bros. Þannig munum við hana og reyn- um að sætta okkur við það sem við skiljum ekki. Og við sendum Jóa og öðrum ástvinum styrk í huganum og höld- um áfram að starfa. Eins og hún hefði óskað. Þórunn Sigurðardóttir Fríðrík Sigurbjörns- son — Kveðjuorð Fyrir nær 50 árum, nánar tiltek- ið 4. desember 1938, kom hópur manna saman í Oddfellow-höllinni við Tjörnina. Tilefnið var stofnun Tennis- og badmintonfélags Reykavfkur (TBR). Einn af þeim mönnum sem höfðu unnið að undir- búningi fundarins var Friðrik Sigur- björnsson, margfaldur íslands- meistari f tennis. Leiðir Friðriks og TBR lágu saman allt frá þessúm degi og þar til nú, er Friðrik er allur. Hann var kosinn í stjórn fé- lagsins á stofnfundinum og sat í henni í nær 20 ár samfellt, lengst af sem varaformaður, en einnig var hann formaður félagsins í tvö ár. Eftir að Friðrik hætti íþróttaiðkun, var hann ötull stuðningsmaður fé- lagsins allt til dauðadags. Í þakklætis- og virðingarskyni var Friðrik kjörinn heiðursfélagi TBR árið 1983. Friðrik var alla tíðharður keppn- ismaður og varð íslandsmeistari margsinnis í tennis, fyrst fyrir ÍR, en eftir stofnun TBR keppti hann í nafni hins nýja félags. Einnig varð hann íslandsmeistari í tvíliða- leik í badminton árin 1949 og 1957. Hann var kappsmaður í leik og gaf ekkert eftir, enda lét árangur- inn ekki á sér standa. Friðrik var ekki hversdagslegur maður. Hann bar með sér ákveðinn svip sem gaf til kynna að hér var höfðingi á ferð. Tennisíþróttin í hugum margra tengist slíkum mönnum. Hér fær einstaklingurinn að njóta sín í ríkum mæli. Það er ákveðinn ljómi yfir leiknum og virðuleiki í framkomu, án þess að nokkuð sé gefið eftir. Þessir menn eru nú óðum að hverfa. Þeir heyra sögunni til, en minning- in um þá lifir áfram líkt og ævintýri. F.h. Tennis- og badminton- félags Reykjavikur, Sigfús Ægir Árnason Kveðjuorð: Hattdór Jörgens- son, Akranesi Fæddur24.júnil911 Dáinn 25. marz 1988 Þegar hollvinur okkar hjónanna, Halldór Jörgensson, fyrrverandi húsasmfðameistari og kirkjugarðs- vörður, var borinn til moldar laugar- daginn fyrir páska, hafði ég ekki tækifærí til að minnast hans í blöð- um, svo sem ég þó hafði ætlað. Þegar nú í dag eru liðin 77 ár frá fæðingu hans, vil ég bæta úr þessu og minnast þessa góða vinar og göfugmennis nokkrum orðum. Halldór fæddist í upphafi sólmán- aðar, þegar dagurinn er lengstur, nóttin björt og foldin hefur klæðst sínum fagra sumarskrúða. Hann bjó á Sólbakka og hann kvaddi lffið, þegar páskasólin hellti geislum sfnum yfír vorkalda jörðina og bar með sér von og vissu um upprisu og gróandi líf. Þetta var táknrænt fyrir Halldór. Hann var barn birtu og sólar og bar með sér ljós og hlýju, hvar sem sporin lágu. Vissu- lega fór hann ekki á mis við von- brigði og sorgir f lífínu, en öllum erfíðleikum tók hann af styrkleika hins trúaða manns, sem þekkir handleiðslu Guðs og veit, að það er yfír sér vakið. Halldór var mjög trúaður maður. Um hann áttu við þessi orð Ritning- arinnar: „Ég lofa Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum, meðan ég er til." Hann lofaði Guð með lífí sínu og starfí allt frá æskuárum og til hinzta dags. Hann var mjðg trúrækinn og fórnaði kirkju sinni miklum hluta af lífí sínu og starfí. Það var á akri kirkjunnar, sem við hjónin kynntumst Halldóri og hans elskulegu konu, frú Ragnheiði Guðbjartsdóttur. Þau kynni leiddu til traustrar vináttu og eigum við þeim mikla þakkarskuld að gjalda. I áratugi starfaði Halldór í Kirkju- kór Akraness og söng Guði sfnum lofsöng í kirkjunni. Hann átti lengi sæti f sóknarnefnd og var um skeið safnaðarfulltrúi á seinni árum. Bæði þá og oft endranær sótti hann héraðsfundi. Þar tók hann oft til máls og lagði ávallt gott til mála. Hann setti mál sitt fram á skýran, skipulegan og rökrænan hátt, enda var hann ágætlega greindur og bjó yfír góðri og traustri þekkingu \ því málefni, sem hann fjallaði um hverju sinni. Halldór fylgdist vel með öllum málum á vettvangi kirkj- unnar, svo og þjóðlffsins yfirleitt. Hann var víðsýnn og frjálslyndur í skoðunum, réttsýnn, drenglyndur og tillögugóður. Halldór var manna fróðastur um sögu Akraneskirkju svo og um menningar- og atvinnusögu Akra- ness. Minnumst við prestar þess með þakklæti, er hann fyrir réttu ári flutti fróðlegt og yfírgripsmikið erindi um þessi efni á kvöldvöku í Safnaðarheimilinu Vinaminni, sem haldin var í tilefni prestastefnu. Frá árinu 1974 og til ársloka 1986 var Halldór Jörgensson kirkjugarðsvörður og útfararstjóri. Þau störf eins og önnur, leysti hann af hendi með miklum ágætum. Hann var samviskusamur og trúr í starfi, heill og sannur. Umhirðu kirkjugarðsins í Görðum annaðist Halldór með þeim hætti, að sómi var að. Og sem útfararstjóri var hann tillitssamur, afar greiðvikinn, hlýr og hugulsamur gagnvart þeim, sem hann veitti þjónustu sína. Halldór var brautryðjandi í þessu starfi á Akranesi. Sú braut, sem hann markaði með starfinu, var mótuð kærleika og hlýju, um- hyggjusemi, trú og fórn. Sumarið 1981 var hafin bygging safnaðarheimilis á Akranesi, sem hlotið hefur nafnið Vinaminni og var vígt við hátíðlega athöfn 24. ágúst árið 1986. Halldór starfaði með byggingarnefndinni öll árin, sá um fjárreiður, annaðist allt reikningshald byggingarinnar og átti tvímælalaust stærstan þáttinn í þvf, hversu vel og farsællega tókst að koma húsinu upp. Að þessum málum sem öðrum á vettvangi kirkjunnar unnu þau hjónin saman. Ragnheiður var um árabil formaður sóknarnefndar, lengi kirkjuyörður og er nú safnaðarfulltrúi. I ein- lægri trú, kærleika og fórn og með samstilltum huga og höndum unnu þau hjónin saman að málefnum kirkjunnar og voru þannig sannir og trúir samverkamenn á akri Guðs. Fyrir það eiga þau virðingu og ein- læga þökk Guðs og manna. I nafni kirkjunnar í Borgarfjarð- arprófastsdæmi færi ég Halldóri alúðarþakkir fyrir hans miklu og fórnfúsu störf í þágu kirkjunnar. Ég mun ekki rita hér um önnur störf Halldórs, eða greina frá æviat- riðum hans að öðru leyti, enda hafa það aðrir gert. Ég vil að lokum þakka allar þær góðu og yndislegu stundir, sem við hjónin höfum átt á Sólbakka. Þar var alltaf traustum og góðum hollvinum að mæta. Hið mikla og góða menningarheimili þeirra gaf ávallt gestum sínum mikið, ekki aðeins- með hinum rausnarlegu veitingum húsfreyj- unnar, heldur einnig og um leið vegna þess góða og heilbrigða anda, sem þar ríkti, uppbyggilegra og fræðandi samræðna og hins hlýja og elskulega viðmóts húsbænd- anna. Það er göfugs manns hlutverk að gefa mikið af sjálfum sér, miðla og veita öðrum, bera með sér birtu og hlýju á ævileið og vera Guði og mönnum trúr. Þannig maður var Halldór Jörgensson. Guð láti birtu sína og blessun vera yfir Sólbakka, yfír eiginkonu hans og fjölskyldu. Guð blessi minn- ingu góðs drengs og göfugmennis. Jón Einarsson, Saurbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.