Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 40 fclk í fréttum 4 $ W Sigrun von Schlichting stendur hér við hlið allsherjargoða og heldur hann ásamt ungri stúlku á veggteppi sem Sigrun gaf honum. A miðju veggteppinu má greina fornt tákn úr goðafræðinni, hakakross- inn, sem síðar varð illræmt tákn nasista. I goðafræðinni táknar hakakrossinn aftur á móti hina rísandi sól. DRAGHALS I heimsókn hjá allsherj argoða Um síðustu helgi var mikill gestagangur hjá allshetjar- goða á Draghálsi. Þangað var kominn hópur af vesturþýsku fólki sem aðhyllist náttúrutrúarbrögð og kallar sig „armana". Þau drifu sig til íslands til þess að vera við sumarblót ásatrúarmanna að Draghálsi. Þetta er nokkurs konar pílagrímsferð Þjóðveijanna til að heimsækja forn goðorð hér á landi og kynnast landinu sem þau metí mjög mikil^. Síðan ætla þau ac halda máíþing með nokkrun íslenskum félagasamtökum og é fyrirsögn þessa þings að vers „Endurreisn Paradísar- eða Gimli- hugsjónar á Vesturlöndum. Ac sögn Þorsteins Guðjónssonar, rit- ara allsheijargoða, ætlar Félag nýalssinna og önnur félagasamtök að standa að þessu málþingi Morgunblaðið/Magnús Guðmundsson Hér stendur Sveinbjörn Bein- teinsson allsherjargoði undir Þórslikneski og drekkur minni goðanna. ásamt Þjóðveijunum. Sigrun von Schlichting er for- stöðumaður trúarfélags „ar- mana“. Hún hafði ofið forláta veggteppi sem hún gaf allsheijar- goða við þetta tækifæri. MICHAEL JACKSON Elskar apann sinn Michael Jackson hefur þann ein- stæða hæfileika að geta breytt öllu sem hann snertir í gull. Hann hefur hlotið frægð og frama, margar milljónir aðdáenda og svo mikið fé að honum mundi aldrei takast að eyða því öllu, þótt hann væri allur af vilja gerður. Hinsvegar hefur hann þurft að borga frægðina dýru verði. Michael var svo ungur þegar hann hóf feril sinn sem söngvari, að hann einangraðist og átti aldrei raunverulega æsku. Michael fæddist þann 29. ágúst árið 1958 í bænum Gary í Banda- ríkjunum. Hann var sjöunda barnið í röðinni af níu systkynum. Foreldr- ar hans voru mjög trúaðir og var fjölskyldan öll í sértrúarsöfnuði Votta jehóva. Hann og bræður hans voru mjög tónelskir og þegar Michael var að- eins níu ára gamall, fengu þeir fasta vinnu í næturklúbb í heimabænum Gary. Stuttu síðar voru þeir bræður uppgötvaðir af Barry Gordy sem var m.a. maðurinn að baki Diönu Ross og þá var ekki að sökum að spyija. Bræðurnir urðu brátt vin- sælir í Bandaríkjunum og víðar. Arið 1971 var Michael orðinn 13 ára og þá birtist forsíðumynd af honum í tímaritinu Rolling Stone. Hann var nú kominn í hóp stjarn- anna. Söngurinn veitti honum frægð og frama en það eina sem hann langaði að gera þá stundina, var að leika í kvikmynd. Hann dýrk- aði Charlie Chaplin og Fred Asta- ire, sérstaklega þann síðarnefnda, og vildi reyna að feta í fótspor þeirra. Ekki leið á löngu þar til tækifærið Apinn Bubbles er eini vinur Mic- haels sem hann getur treyst á. kom. Leikstjórinn Sidney Lumet var að velja leikara í kvikmyndina „The Wiz“, sem er einskonar svört út- gáfa af sögunni um Galdrakarlinn frá Oz. Diana Ross lék eitt aðal- hlutverkið en Michael fékk hlutverk fuglahræðu. Þessi kvikmynd varð aldrei vinsæl en fyrir Michael einan og sér, var þetta mikill sigur. Stuttu síðar hitti hann hljómsveitarstjó- rann Quincy Jones og saman gerðu þeir plötuna „Off The Wall“. Mic- hael rak föður sinn úr umboðs- mannsstarfinu og þessi nýja plata varð gífurlega vinsæl. Því meiri vinsældir seni hannhlaut, því einangraðri varð hann. „Ég átti fáa góða vini á þessum tíma. Stund- um gekk ég um hverfið þar sem við bjuggum og vonaðist til að hitta Hér er Michael ásamt bræðrum sínum þegar hljómsveitin „Jackson Five“ var enn við lýði. Morgunblaðið/Einar Falur Ritstjórn Hafnfirska fréttabladisns. Talið f.v. Leifur Garðarsson, blaðamaður, Kristín Malmberg, blaðamaður, Guðni Björn Kjærbo, risfjóri og eigandi blaðsins og Árni Sigurðsson, ritstjóri. Nýtt bæjarblað í Hafnarfirði HAFNFIRSKA fréttablaðið hef- ur nú komið út í sjöunda sinn , en það er gefið út á hálfs mánað- ar fresti. Að sögn Guðna B. Kjærbo, ritsjóra, eiganda blaðs- ins og ábyrgðarmanns, er aðaltil- gangur þess að stuðla að hags- munamálum Hafnfirðinga og upplýsa fólk um málefni líðandi stundar. Guðni sagði að blaðið ætti að vera opinn vettvangur fyrir hinn almenna borgara til að koma skoð- unum sínum á framfæri. „Það má segja að sú innansveitarkrónika sem í Firðinum fer fram komist ekki til skila í stóru landsmálablöð- unum og því er nauðsynlegt að hafa þennan vettvang til að koma henni á framfæri. Ég tel að svona blað sé betur til þess fallið en stóru blöðin að taka á innanbæjarmálefn- um.“ Hafnfírska fréttablaðið er gefið út í 6000 eintökum og er því dreift ókeypis inn á hvert heimili í Hafnar- firði auk þess sem það liggur frammi í verslunum og fyrirtækjum og er útgáfa þess fyrst og fremst fjármögnuð með auglýsingum. Þrír fastráðnir blaðamenn eru við blaðið, en það eru þeir Árni Sigurðs- son, sem er ritstjóri ásamt Guðna, Kristín Malmberg og Leifur Garð- arsson. Guðni Björn Kjærbo, eigandi blaðisns, hefur fengist við blaða- mennsku í tíu ár. Hann var í fjögur ár á Morgunblaðinu og tvö ár á Alþýðublaðinu og Nýju landi, blaði Vilmundar Gylfasonar. Einnig var hann ritstjórnarfulltrúi á BSRB blaðinu í fjögur ár. „Mig hafði lengi dreymt um að stofna blað í Hafnar- firði“ sagði hann. „Þó bærinn liggi svona nærri Reykjavík þá hefur hann aldrei glatað sinni bæjarsál og séreinkennum. Hafnfirska fréttablaðið hefur fengið mjög góð- ar viðtökur. Fólk hefur hringt og þakkað fyrir þetta framtak. Maður á ekki að venjast slíku af hinum blöðunum og ég held að það bendi til þess að þörf sé fýrir svona sér- hagsmunablað fyrir Hafnfirðinga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.