Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 KNATTSPYRNA / DANMORK Friðrik gerir þaðgott meðB 1909 FRIÐRIK Friðriksson, fyrrum markvörður Fram, gerir það gott með liði sínu B 1909 í dönsku þriðju deildinni. Þarer liðið í efstá sæti í vestur riðlin- um, en keppnin fer fram í tveimur riðlum og komast efstu liðin beint upp í aðra deild. B 1909 hefur nú 20 stig og þriggja stiga forystu þegar leiktímabilið er hálfnað, og hefur liðið einungis tapað einum leik, en gert tvö jafntefli. „Við vorum taplausir þegar kom að síðasta leiknum í fyrri umferð, og þá töpuðum við fyrir liðinu sem er í öðru sæti í riðlinum," sagði Friðrik Friðriksson í samtali við Morgunblaðið — en hann er nú staddur hér heima í sumarfríi. Friðrik sagðist kunna mjög vel við sig hjá B 1909; aðstaðan væri mjög góð og nú væri róið að því öllum árum að byggja liðið upp að nýju, en ekki eru mörg ár síðan það lék f dönsku 1. deildinni. „Margir leikmenn hafa verið keypt- ir og nýr þjálfari fenginn, sem er Richard Muller Nielsen, sem verið hefur aðstoðarmaður Pionteks, landsliðsþjálfara Dana,“ sagði Frið- rik. Friðrik verður samningsbundin B Friörlk Friöriksson. 1909 í eitt og hálft ár til viðbótar, en hvort hann kemur þá heim eða verður áfram ytra sagðist hann ekki vera búinn að ákveða. 2. DEILD -Efstu liðin mætast í kvöld FH-ingarfá Fylkismenn í heimsókn í Fjörðinn Fylkismenn, sem komu upp úr þriðju deild í fyrra, eru í toppbaráttu 2. deild- ar. Hér fagna þeir marki gegn ÍBV fyrr f sumar. Fagna þeir í kvöld? „VIÐ höfum leikið vel að und- anförnu, en viðureignin gegn Fylki verður sú erfiðasta til þessa. Fylkisliðið ergott, þetta verður baráttuleikurog úrslitin ráðast á því hvort liðið nær undirtökunum á miðjunni," sagði FH-ingurinn Hörður - -Magnússon við Morgunblaðið í gær, en liðin, sem eru efst í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu leika á Kaplakrikavelli í kvöld og hefst leikurinn klukk- an 20. FH hefur ekki enn tapað stigi og er efst með 15 stig, en Fylk- ir er með 11 stig, hefur þrívegis sigrað og tvisvar gert jafntefli. „Lánið lék ekki við okkur í jafn- teflisleikjunum, en FH-ingum hefur gengið allt í haginn. Þeir eru sterk- ir, en fara ekki í gegnum mótið án taps og tími er kominn til að stöðva sigurgöngu þeirra," sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis. ^ „Þetta eru jöfn lið að mörgu leyti. Markverðir beggja liða eru góðir, vamimar sterkar, framlínumenn- imir öflugir og því er ljóst að mikið mun mæða á miðvallar leikmönnun- um,“ bætti Marteinn við. KS og Víðir eru einnig í hópi efstu liða og leika þau á Siglufirði í kvöld. Þá fá Selfyssingar Tindastól í heimsókn. 6. FLOKKUR Dregið í riðla í Tomma- mótinu Tommamótið í knattspymu, vin- sælasta keppni 6. flokks, hefst í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn í næstu viku, 29. júní, og stendur yfir til 3. júlí. Dregið hefur verið í riðla og em þeir eftirfarandi: Riðill 1 FH, ÍBK, Selfoss, Víkingur, KR og UMFA. Riðill 2 ÍA, Fylkir, Haukar, Leiknir, UBK og Reynir. Riðill 3 Fram, Valur, Völsungur, Þór Ve., ÍK og Víðir. Riðill 4 ÍR, KA, Týr, Grindavík, Stjaman og Þróttur. KNATTTSPYRNA / SOVETRIKÍN Breytingar á skip- an peningamála MIKLAR breytingar eru fyrir- hugaðar á skipan peninga- mála í sovéskri knattspyrnu, en að sögn V. Koloskov, yfir- manns í sovéska íþróttaráðu- neytinu, hefur knattspyrna þar í landi verið rekin á göml- um og úreltum forsendum. Nú hefur hins vegar verið bryddað upp á þeim hug- myndum að leyfa íþróttafé- lögum að starfa meira sjálf- stætt: kaupa og selja leik- mennjbg auglýsa fyrir vest- ræn fvrirtæki. Allir verða að uppskera eins og þeir sá, en sum félög og leikmenn þeirra hafa komist upp með að leika illa og áhorfendur hafa lítið fengið fyrir sinn snúð,“ sagði Koloskov í samtali við blaða- menn fyrir leik Sovétmanna og ítalá í fyrradag. „Eins og ástand- ið er í dag, þá em íþróttafélög rekin af stofnunum á sama hátt og herinn eða verkalýðsfélögin; öll heyra þau undir íþróttastofn- unina í Moskvu. Þessu ófremdar- ástandi linnir hins vegar, verði þessar hugmyndir samþykktar, og eftir þijú ár ættu sovésk knatt- spymulið að geta staðið fjár- hagslega á eigin fótum. Þá ættu félög að geta auglýst fyrir erlend fyrirtæki á búningum sínum, en ekki bara fyrir Aeroflot og Lada. Þau ættu að geta haft tekjur af aðgöngumiðasölu, happdrættum og auglýsingum af hvers kyns tagi.“ Koloskov sagðist þó gera sér grein fyrir að þessar hugmyndir ættu eftir að mæta talsverðri andstöðu í Sovétríkjunum, á sama hátt og umbótastefna Gorbatsjovs, því ekki væm allir jafn hrifnir af henni þar í landi. Asgeir Sigurvinsson segir í viðtali í nýútkomnu hefti Iþróttablaðsins að hann myndi treysta sér til að byggja upp íslenska landsliðið sem þjálfari ef hann fengi tíma til þess. Spumingunni um það hvort hann gæti hugsað sér að taka við islenska landsiið- inu svarar hann að vísu þannig: „Það held ég ekki — það er ekki draumurinn. Frekar hefði ég áhuga á félagsliði en kannski á maður aldrei að segja aldr- ei, hver veit?“ Hann segir í við- talinu að sem lands- liðsþjálfari séu menn ekki að þjálfa daglega. „Starfið felst að miklu leyti f því að vinna í stutt- an tíma, fylgjast með andstæðingum og fleiru í þeim dúr. Hins vegar myndi ég treysta mér til þess að byggja upp landslið ef ég fengi tíma til þess. En þá myndi ég óska eftir þvi að hafa leik- mennina alltaf til staðar. Það er mikl- úm erfiðieikum háð að hafa leikmenn um allan heim og hafa engan tima til þess að undirbúa lið- ið. Það yrði að finna tíma til þess að hóa mönnum saman eins oft og kostur er og byggja upp gott lið...“ Síðar segir Ás- gein „Mér fyndist unglingalandsliðið miklu meira spenn- andi kostur. Þeir strákar eru allir á islandi og gæti verið gaman að byggja slíkt lið upp.“ Knattspyrnuyfir- völd hér á landi ættu, í framhaldi af þessum ummælum, að kanna hug Ás- geirs til þjálfara- starfa hjá KSÍ í fullri alvöru. Hugsa um framtíðar upp- byggingu landsliðsmála leikvelli. Hann hafði enga reynslu f þjálfun þegar hann var ráðinn til að stjórna landsliði þjóðar sinnar. Hann hefur ekki þjálfarapróf og má þar af leið- andi ekki þjálfa í vestur-þýsku Forlngl Ásgeir hefur verið fyrirliði VfB Stuttgart um skeið og er virtur stjórnandi á velli. með hann í huga. Hvort sem yrði með unglinga- eða A-landslið, kæmi reynsla Ásgeirs að góðum notum. Menn eins og Ásgeir, og Atla Eðvaldsson, sem hafa öðlast mikla reynslu erlendis, á að nýta við uppbyggingu íþrótt- arinnar hér heima. Ásgeir hefur verið í fremstu röð sem knattspymumaður í áraraðir. Hann hefur verið fyrir- liði íslenska landsliðsins og fyrir- liði VfB Stuttgart í Vestur- Þýskalandi undanfarin tvö ár, er þekktur á meginlandi Evrópu fyrir frammistöðu sína; dáður fyrir hæfileikana sem hann hef- ur nýtt til að ylja gestum knatt- spymuvalla um hjartaræturnar í tæplega tvo áratugi. Ásgeir Sigurvinsson er „nafn“ í knattspymuheiminum. Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði vestur-þýska landsliðs- ins, þótti afburða stjórnandi á úrvalsdeildinni [Bundesligunnij. Margir brugðust ókvæða við er hann var ráðinn til landsliðsins, en Beckenbauer hefur skilað hlutverki sínu með miklum sóma. Þjálfari landsliðs þarf að njóta trausts og virðingar leikmanna sem annarra. Hann þarf að hafa reynslu af leiknum, utan vallar sem innan, geta stjómað og ekki er verra að hann sé „nafn“ — heima sem erlendis. Ásgeir Sigurvinsson hefur allt þetta til að bera. Segja má að hingað til hafi hann verið Beckenbauer íslands innan vallar og að mínu mati er það áhugaverð hugmynd að hugsa sér að þróunin verði sú sama hjá honum og „Keisar- anum“ — að hann taki við stjóm landsliðs þjóðar sinnar eftir að farsælum leikmanns-ferli lýkur. Skapti Hallgrímsson ÁSGEIR Þekktur og virtur stjómandi á velli — Beckenbauer íslands? Ásgeir segist treysta sér til að byggja upp landsliðið KSI ætti að falast eftir starfskröftum hans í framtíðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.