Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Hitimi hækk- ar um 11,4% GJALDSKRÁ Hitaveitu Reykjavíkur hækkar um 11,4% 1. júlí næstkomandi, en hún fylg- ir vísitölu byggingarkostnaðar og hækkar á þriggja mánaða fresti. Verð fyrir hvern rúm- metra vatns verður þá kr. 30,30 en er kr. 27,20. Að sögn Eysteins Jónssonar skrifstofustjóra Hitaveitu Reykjavíkur, hefur gengisbreyting íslensku krónunnar nánast engin áhrif á fjárhagsáætlun veitunnar, þar sem lítið er um erlend lán til hennar. Bifreiða- geymsla við Tjarnargötu HJÁ Reykjavíkurborg liggur fyrir frumtillaga að bifreiðageymslu á lóðunum við Tjarnargötu 12 og lOe og er henni ætlað að leysa bifreiðastæðavandann í suður- hluta miðbæjarins. Þetta kemur fram í svari Davíðs Oddssonar borgarstjóra við fyrir- spum Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra, vegna bifreiða- stæða, sem fyrirhuguð voru í kjallara ráðhússins. Lóðimar við Ijamargötu lOe, Tjamarbíó og Tjamargata 12, gamla slökkvistöðin, em í eigu borg- arsjóðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að bifreiðageymslan rúmi 190 bifreiðir. Settar reglur um ferjuflug? GUÐMUNDUR Matthíasson vara- flugmálastjóri hefur tekið ferju- flug yfir Norður-Atlantshaf til umræðu á fundum NAT/SPG, sem er sérstök skipulagsnefnd um flug yfir þetta hafsvæði. Eins og fram kom hjá Pétri Einars- syni hér í Morgunblaðinu í gær er þetta flug talið mjög áhættusamt. Mikil eftirspum eftir flugvélum frá Bandaríkjunum á undanfömum árum hefúr svo leitt til þess að marg- ir reynslulitlir flugmenn taka að sér að feija vélamar. Sjá bls 20: „Annaðhvort eru flugmennimir klárir eða kjánar". Fyrsti hvalurinn skorinn Morgunblaðið/KGA Starfsmenn Hvals hf. skáru í gærkvöldi fyrstu hvalina sem veiðst hafa á nýhafinni vertíð. Alls komu þijár langreyðar að landi í gær, Hvalur 8 kom með eina um kvöldmatarleytið og Hvalur 9 fylgdi í kjölfarið með tvær. Hvalimir voru skotnir suðvestur af Reykjanesi og héldu hvalbátamir aftur á miðin eftir skamma viðdvöl í hvalstöðinni. Þorskverð í Bretlandi lægra en nokkru sinni Er í fyrsta sinn hærra hér en ytra ÞORSKVERÐ á brezku fiskmörk- uðunum í síðustu viku var lægra en nokkru sinni síðustu árin. Að- eins fengust 63 pens að meðaltali fyrir hvert kíló, eða 49,88. Lægst fór þorskverðið á miðvikudag er 329 tonn fóru að meðaltali á 43,33 krónur kílóið, en hæst í 68,76 úr Náttfara RE á mánudaginn. Þorsk- verð á innlendu fiskmörkuðunum þessa vikuna fór hæst í um 50 krónur er tæp 40 tonn af stórum þorski úr Viðey voru seld á Faxa- markaði. Það hefur ekki gerzt áður að fískverð sé hærra hér en erlendis. Alls voru 2.233 tonn af þorski seld í Bretlandi þessa viku, en að minnsta kosti fimm sinnum Þorsteinn Pálsson: Ihugunarefni hvort nógu vel er að rekstri frystingar staðið Gengisfelling skammgóður vermir, segir Geir Hallgrímsson ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segir að það sé íhugunarefni hvort nægilega vel sé staðið að rekstri frystingarinnar, til dæmis hvað varðar eigið fé og fjárfestingar. Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri tekur í sama streng og segir aukna hagræðingu og aðhald á kostnaðarliðum nauðsynlegt, gengisfelling sé skammgóður vermir fyrir útflutningsgreinarnar og ekki sé á dagskrá að nota heimild Seðlabankans til 3% gengislækkunar. „Fjármagnskostnaður innan- lands er vissulega hár, eins og fryst- ingarmenn segja, en það má spyija á móti Lvort nógu vel sé að þeim rekstri staðið, hvort þar sé nógu mikið eigið fé og hvort skynsamlega hafi verið staðið að §árfestingum,“ sagði forsætisráðherra er hann var spurður um erfiðleika frystingar- innar. „Það voru teknar ákvarðanir um það í síðasta mánuði að auð- velda mönnum fjárhagslega endur- skipulagningu, og atvinnurekendur verða auðvitað að líta í eigin barm. Það er þeirra að sjá um að það sé ekki offjárfest," sagði Þorsteinn Pálsson. Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri sagði að þrátt fyrir kröfur sumra eigenda frystihúsa um að Seðlabankinn nýti sér heimild sína til 3% gengislækkunar, einkum vegna verðfalls fiskafurða vestan- hafs, sé slíkt ekki á dagskrá. „í frystingunni þarf til að koma aukin hagkvæmni og hagræðing. Menn mega ekki kippa sér upp við verð- lækkun í samningi um sölu á tak- mörkuðu magni til skamms tíma. Við skulum líka minnast þess að verðhækkanir hafa ekki verið jafn- vel auglýstar og þessi verðlækkun. Menn verða að búast við lægð eftir hæð,“ sagði Geir, en bætti því við að því miður væri atvinnurekstur á íslandi illa undir slíkt búinn, því að þegar vel gengi væru kostnaðar- þættir ávallt spenntir til hins ýtr- asta. „Ég hygg að verðhækkanir eftir gengislækkanir sýni það að sú leið er eingöngu fólgin í útvötnun íslensku krónunnar og er skamm- góður vermir framleiðsluatvinnu- veganna," sagði Geir Hallgrímsson. síðustu tvö ár hefur verið meira af þorski í einni viku. selt Ástæður þessa verðhruns eru að öllum líkindum framboð umfram eft- irspum, en mikið af þorskinum var einnig smátt. Sjómannadagurinn er lögboðinn frídagur og eftir hann fór nánast allur flotinn til veiða á sama tíma. Mjög vel aflaðist og komu flest- ir inn aftur á svipuðum tíma, viku síðar í fjögurra daga vinnuviku, 17. júní er frídagur. Vinnslugeta skertist um einn dag og afli umfram hana því verulegur. Ekki var talið unnt að geyma aflann fram yfir helgina og því var hann sendur utan. Þol brezka markaðsins hefur minnkað mjög vegna lækkandi verðs á frystum og unnum físki og aukins framboðs á fiskblokk frá Kanada og Noregi. Það má því búast við því að sama þróun verði í Bretlandi og hef- ur verið á þýzku mörkuðunum, um leið og fískframboð fer fram úr eftir- spum fellur verðið verulega, en verð- fall hefur verið fátítt í Bretlandi undanfarin ár. Miðað við lágmarks- verð á þorski, um 35 krónur, og um 20 króna kostnað á kfló við útflutn- ing og sölu úr gámum, hefur því að meðaltali verið um 5 króna tap á útflutningi hvers kílós. Samtals er það um 6 milljónir króna. Fiskvinnsl- an á um 8 fiskiskip af hveijum 10, en samhæfing veiða og vinnslu hefur þrátt fyrir það farið úr skorðum að mati viðmælenda Morgunblaðsins. Ekki er lengur hægt að hengja það, sem er umfram getuna upp í skreið og því síður er það sett í gúanó. Vegna hins mikla framboðs af físki í Bretlandi í vikunni hætti Ögri RE við sölu þar og seldi afla sinn þessí stað í Boulogne í Frakklandi. Lágt verð var fyrir ýsu, en fyrir þorsk fengust að meðaltali 57,74 krónur, 72,41 fyrir grálúðu og 79,58 fyrir karfa. Engey seldi í Bremerhaven og fékk 85,46 að meðaltali fyrir karf- ann og 53,98 fyrir þorskinn. Póstur og sími: Beiðni um 25-30% hækk- un gjaldskrár Samgönguráðuneytinu hef- ur borist beiðni frá Póst- og símamálastofnuninni um 25% til 30% hækkun gjalda fyrir þjónustu stofnunarinnar. Helstu ástæður beiðninnar eru að sögn Guðmundar Björnssonar, aðstoðarpóst- og símamálastjóra, gengisfell- ingin í maí og brostnar for- sendur fjárlaga. Ef gjaldbreytingin verður að- eins látin ná lil innanlandsþjón- ustu stofnunarinnar er gert ráð fyrir 30% hækkun, að sögn Guð- mundar Bjömssonar, en hækki einnig gjöld fyrir símtöl til út- landa biður Póstur og sími um 25% hækkun gjaldskrár. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður sam- gönguráðherra, segir að hækk- unarbeiðnin og greinargerð með henni sé nú til umfjöllunar í sam- gönguráðuneytinu. Beiðnin verði væntanlega rædd í ríkisstjóm- inni í næstu viku og ákvörðun tekin eftir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.