Morgunblaðið - 03.07.1988, Page 1

Morgunblaðið - 03.07.1988, Page 1
oon r t TTtT P TTTTrWiaTTT^MTTO fJTCT/s TTTT/TTTrKTOV OR piiorguwWtóili PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 BLAÐ „Hvað á að verða um þetta land“ S. agtfirá fierð blaðamanns Morgun- blaðsins til Mozambique þar sem ríkir hungursneyð vegna innanlands- ófriðar SAGA Mozambique er þyrnum stráð og nú eins og undanfarin ár verður landið að treysta á utanaðkomandi aðstoð til þess að koma í veg fyrir að tugir eða hundruð þúsunda deyi vegna hungursneyðar. Orsakir ástandsins í landinu má að níutíu hundraðshlutum rekja til styrjaldarinnar, ef styrjöld skyldi kaila, sem geisað hefur I landinu frá því það hlaut sjálf stæði fyrir tólff árum. Þá þegar var landið í sárum vegna sjálfstæðisbaráttunnar gegn nýlendu- herrunum Portúgölum. Friður er því langþráður meðal landsmanna og er raunar eina varanlega lausnin, því landið er auðugt frá náttúrunnar hendi og ætti auðveldlega að geta brauðfætt þjóðina og jaf nvel verið kornforðabúr nágrannalandanna. Ekkert bendir hins vegar til þess að friðar sé að vænta í bráð og það er erf itt að skilja að jaf n hörmulega skuli komíð fyrir þjóð, sem býr í eins gróðursælu og fögru landi og Mozambique vissulega er. Styrjöld gegn fólkinu í Mozambique ríkir stríðsástand, en þar er ekki um að ræða bein átök á milli herja, eins og við eigum að venjast hér á Vesturlöndum. Uppreisnarmenn hafa ekki á valdi sínu ákveðin landsvæði, þar sem hægt er að ganga að þeim vísum, heldur geta þeir skotið upp kollinum hvar sem er í landinu. Bæimir og borgim- ar, þar sem stjómarher Moz- ambique hefur aðstöðu, eru einu öruggu staðimir og þó er það með fyrirvara. Uppreisnarmenn forð- ast bein átök við stjómarherinn og honum hefur ekki tekist að friða neinn hluta landsins. Skæm- liðar leika lausum hala á lands- byggðinni og fara rænandi og myrðandi um sveitimar. Fólk yfir- gefur akrana og flýr til borganna eða yfír landamærin til nágranna- landanna, þar sem það verður að treysta á utanaðkomandi hjálp til þess að komast af. Vonleysið erfiðast Undirritaður kynntist ekki miklum hörmungum af eigin raun í stuttri heimsókn til Mozambique snemma vors á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Morgun- blaðsins, enda lá ekki á lausu að ferðast um landið. Allar samgöng- ur á landi eru varasamar og bíla- lestir verða að vera í herfylgd, svo tryggt sé að ekki verði á þær ráðist. Hins vegar vantaði ekki að þær lýsingar sem ég heyrði væm hryllilegar, eins og til dæm- is af fjöldamorðunum í Homoine, sem er ekkert einsdæmi, en komst í heimsfréttimar, vegna þess að Bandaríkjamaður var á staðnum og komst lífs af. Skæraliðar gerðu árás á þorp og myrtu á fímmta hundrað manns, þar af var helm- ingurinn konur, og 40 böm. Fýrir þann sem aldrei hefur komið til Afríku og aldrei kynnst hörmungum vegna stríðs og hungursneyðar er erfitt að ímynda sér hvemig fólk fer að því að glíma við dagleg vandamál vegna þessa. Lífsmátinn í hinum „sið- menntaða heimi“, svo ekki sé tal- að um á íslandi, er svo fjarlægur slíkum aðstæðum. Þessar hliðar mannlífsins sjást þar ekki sem betur fer. Erfiðast er að horfast í augu við vonleysið og hlusta á fólk bera upp vandamál, sem eng- in sjáanleg lausn er á. SJÁ BLS. 14B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.