Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIKINDRIÐASON Nýtt álver: Vírkjanakostiiaðurínn er um 15 milljarðar Orkuverð ÍSAL nær hámarki á þessu ári eða 18,5 mill VERÐI af fyrirhugaðri byggingu nýs álvers í Straumsvík þurfa íslendingar að kosta til um 15 milljörðum króna í viðbótarfjárfestingu í virkjanir næsta áratuginn. Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir að áætluð heildarfjárfesting í raforkugeiranum næsta áratug- inn geti numið 25 milljörðum króna og er þá miðað við að nýtt álver rísi. Ef ekki verði úr byggingu þess megi lækka töluna um 15 milljarða króna. Orkuverð það er ÍSAL greiðir nú er 17,38 mill (1 mill er 4,5 aurar fyrir kílóvattstund) en gert er ráð fyrir því að verðið nái hámarki á þriðja ársfjórðung þessa árs, verði 18,5 mill. Síðan er spáð að verðið lækki í 17 mill á síðasta ársfjórðung ársins. Tekjur Landsvirkjunar af orkusölunni til ISAL verða um 930 milljónir króna á þessu ári. Miðað við að orkuverðið sé 17 mill er hagnaður Landsvirkjunar rúmur milljarður á ársgrundvelli. Álverið sem nú er til umræðu yrði 90.000—100.000 tonn að stærð og yrði aflþörf þess um 150 MW. Mannaflsþörfin liggur á bilinu 300 til 400 manns og ef af seinni tíma stækk- un þessa álvers yrði má tvöfalda þessar stærðir. Undirnefndir eru þegar teknar til starfa vegna fyrirhugaðar byggingar nýs álvers. Morgunbiaðið kga. Möguleikar þess að nýtt álver rísi í Straumsvík hljóta að teljast miklir ef marka má orð og gjörðir forráðamanna þeirra fjög- urra evrópsku álfyrirtækja sem áhuga hafa á málinu. Friðrik Sop- husson iðnaðarráðherra segir að samþykkt þeirra á hagkvæmnis- könnun fyrir nýtt álver sýni að þeim sé full alvara að stefna að því marki að byggja hér nýtt álver. Dr. Jóhannes Nordal segir að þessi fyrirtæki hefðu ekki gert þetta samkomulag né lagt í þann kostnað sem er af hagkvæmniskönnuninni ef þau hefðu ekki verulegan áhuga á málinu. Þá kemur fram hjá dr. Jóhannesi að honum virðist inn- byrðis samkomulag þessara aðila gott...„og því væntum við góðs af þessu samstarfi," segir hann. Fyrirtækin fjögur í samtölum sem Morgunblaðið hefur átt við forráðamenn álfyrir- tækjanna fjögurra hafa þeir allir verið mjög jákvæðir gagnvart áformum um byggingu nýs álvers. Fyrirtækin eru Grángers í Stokk- hólmi, Alumined Beheer í Amsterd- am, Austria Metall í Ranshofen og Alusuisse í Sviss. Oll teljast þau stórfyrirtæki á okkar mælikvarða. Grángers Aluminium AB hefur sömu stöðu í áliðnaði Svíþjóðar og ÍSAL hefur á Islandi. Segja má að fyrirtækið sé áliðnaður landsins. Auk þess hefur Grángers haslað sér völl á alþjóðlegum vettvangi. Fyrir- tækið hefur yfir að ráða neti úr- vinnslustöðva úr áli og framleiðir í þeim um 150.000 tonn af vörum árlega. Stærsta endurvinnslufyrir- tæki Svíþjóðar á sviði áls er í eigu Grángers og fyrirtækið hefur komið sér upp öflugu dreifíkerfi á sviði málmiðnaðar. í gegnum það fer ekki aðeins álframleiðslan heldur einnig kopar, járn, brons o.fl. Heildarvelta Grángers á þessu ári mun nema um 46 milljörðum íslenskra króna. Alumined Beheer er hluti af málmiðnaðardeild Hoogovens- samsteypunnar og nemur hlutdeild þess innan deildarinnar um 25%. Hjá Beheer starfa nú um 7000 manns og og árleg velta fyrirtækis- ins nemur um 57 milljörðum króna. Heildarframleiðsla fyrirtækisins á áli, bæði unnu og óunnu, nemur nú um 400.000 tonnum á ári. Austria Metall á álver í Rans- hofen í Austurríki og 33% hlut í öðru álveri við Hamborg í Þýska- landi. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 8000 manns og hefur það á að skipa framleiðslulínu sem nær til allra stiga álframleiðslu, allt frá hrááli til fullunninnar vöru. Heildar- framleiðsla þess á áli er 84.000 tonn í Austurríki og 35.000 tonn í Þýskalandi. Heildarvelta þess hluta Austria Metall sem staðsettur er í Austurríki nemur nú um 18 mill- jörðum króna. Ef öll önnur starf- semi þess er tekin með í dæmið er heildarveltan um 36 milljarðar króna. Alusuisse ætti að vera óþarfí að kynna. Mismunandi ástæður þátttöku í samtölum sem Morgunblaðið átti við forráðamenn Grángers, Al- umined Beheer og Austría Metall fyrir fund þeirra með íslensku við- ræðunefndinni í London í síðasta mánuði komu fram ástæður fyrir áhuga þeirra á byggingu nýs álvers hér. Forstjórar Grángers og Beheer sögðu að þeirra áhugi væri einkum tilkominn vegna þess að þeir sjá fram á að fyrirtæki þeirra mun skorta ál í náinni framtíð. „Astæður okkar fyrir þátttöku í þessum viðræðum _er að við þörfn- umst meir af áli. Álbræðsla okkar í Svíþjóð framleiðir 100.000 tonn á ári en við þörfnumst nú 140.000 tonna á ári. Við búmumst svo við að þörfín aukist enn frekar á næstu árum.“ sagði Per Olof Aronson for- stjóri Grángers. Svipað sjónarmið kom fram hjá J.G.D. van der Ros aðstoðarforstjóra Alumined Beheer í Amsterdam. Friedrich Stachel sérstakur full- trúi Austria Metall í áhættuverkefn- um sagði hinsvegar að ástæður þeirra fyrir þátttöku í viðræðunum væru einkum vegna þess að loka á álveri fyrirtækisins í Ranshofen eft- ir fjögur ár þar sem það er orðið úrelt og því væru þeir að leita nýrra samstarfsaðila. „Sex slíkir um heim allan koma til greina og er ísland einn af þeim. Raunar teljum við ísland einn at- hyglisverðasta möguleikann." sagði FViedrich Stachel. Alusuisse aftur á móti var afhuga stækkun álversins í Straumsvík er sú hugmynd var rædd við forráða- menn þess fyrirtækis í fyrrasumar. Sú afstaða breyttist í vor einkum vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á álmörkuðum sem einkennst hafa af hækkandi verði og minnk- andi framboði á áli frá síðustu ára- mótum. Engin tilviljun Það er engin tilviljun að þessi þrjú fyrirtæki svo og Alusuisse hafa myndað með sér samstarf um hag- kvæmniskönnunina heldur mark- visst starf þess íslenska starfshóps sem myndaður var í fyrra til að athuga möguleikana á stækkun eða nýju álveri í Straumsvík. Eftir að ljóst var að Alusuisse hafði þá ekki áhuga á málinu var ákveðið að leita til evrópskra álfyrirtækja og um leið var hafín forhagkvæmniskönn- un unnin af frönsku ráðgjafafyrir- tæki. Ástæður þess að leitað var til evrópskra fyrirtækja voru einkum vegna athugana sem gerðar voru á markaðsástæðum og líklegri þróun þeirra á álmörkuðum þar í álfu. Þær einkendust sem fyrr segir af hækk- andi verði og minnkandi framboði á áli og því þótti langlíklegast að evrópsk fyrirtæki sæju sér hag í því að kanna möguleikana hérlend- is. Haft var samband við nokkurn fjölda fyrirtækja og voru svör þeirra flestra jákvæð. Hér spilar inn í dæmið að í bæði EB og EFTA löndunum er 6% tollm- úr á áli og því sennilegt að hin evrópsku fyrirtæki myndu vilja nýta sér þá tollvernd. Auk þess sýndu kannanir að álverð á evrópumörk- uðum myndi verða hærra næstu 15 árin en það hefur verið síðustu 15 ár. Eftir þetta starf íslenska starfs- hópssins lá ljóst fyrir að fyrrgreind þijú fyrirtæki voru sterklega inn í myndinni og viðræður hófust við þau. í maí hafði Alusuisse svo snú- ist hugur, hafði nú áhuga á að vera með. Dæmið’ hafði gengið upp. Þróun álverðsins í Evrópu Álverðið á markaðinum í London hefur verið á stöðugri uppleið frá ársbyrjun 1987. Á fyrsta ársfjórð- ungi 1987 var verðið á áltonninu að meðaltali um 64.000 krónur. Á fjórða ársijórðungi 1987 var tonnið komið í 81.000 krónur og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fór verðið í 96.000 krónur að meðaltali. Reikn- að er með að verð þetta dali aðeins er líður á árið. Fram hefur komið hvað varðar hugsanlegt orkuverð fyrir nýtt álver að það verði á svipuðum nótum og orkuverð það er ÍSAL greiðir. Orku- verð ÍSAL er bundið við markaðs- verð á áli hveiju sinni til þriggja mánaða í senn. Búist er við að það nái hámarki því sem sett var á það í síðustu orkuverðssamningum, fari í 18.5 mill á þriðja ársfjórðungi þessa árs (1 rmll er 4.5 aurar á kílóvattstund). Á fjórða ársljórð- ungi þessa árs er síðan reiknað með að það lækki í 17 mill en eins og horfur eru nú á álmörkuðum er ekki búist við að verðið fari mikið niður úr þeirri tölu í náinni framtíð. Hagnaður Landsvirkjunnar af orku- sölunni til ISAL er rúmur milljarður á ári miðað við að orkuverðið sé 17 mill. Forgangsröð virkjana Íslendingar þurfa að standa í við- amiklum virkjanaframkvæmdum ef af byggingu nýs álvers verður og er áætlaður kostnaður við þær um 15 milljarðar króna næsta áratug- inn. Fyrir utan Blönduvirkjun sem nú er í smíðum er forgangsröð þess- ara virkjana þannig samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Má Marí- ussyni aðstoðarforstjóra Lands- virkjunnar. Fyrst verður lokið við Kvíslaveitu það er að veita vatni úr Þjórsá yfir í Þórisvatn, hækka þar stíflurnar og auka þannig miðlunarrýmið á þessu virkjanasvæði. Stækkun Búr- fellsvirkjunar er svo næst á dag- skrá. Hún gefur af sér 100 MW. Þessi virkjun þarf að vera tilbúin 1992 ef af byggingu álversins verð- ur. „Ef síðan verður ákveðið að stækka hið nýja álver um helming eins og hugmyndir eru um þyrfti Sultartangavirkjun að komast í gagnið en hún gæfí af sér 110 MW og síðan Vatnsfellsvirkjun sem gæfí af sér 70 MW.“ segir Jóhann. > En það eru fleiri virkjanamögu- leikar til staðar sem verið er að skoða. Einn sá hagkvæmasti er Krafla, það er að koma þar upp seinni vélarsamstæðunni af tveim- ur. Þetta gefur af sér 30 MW. Krafla er álitlegur kostur þar sem stöðvarhúsið og vélarsamstæðan er til staðar. Hinsvegar er spurningin sú hvort Kröflusvæðið sé komið í jafnvægi eftir eldvirkni undanfar- inna ára. Það á að rannsaka í sum- ar. Fleiri gufuaflsvirkj anir Nýtt álver í Straumsvík skapar fleiri möguleika en Kröflu á sviði gufuaflsvirkjanna hér á landi og eru þeir möguleikar nú til skoðunar. Augunum er einkum beint að Nesja- völlum og Eldvörpum í þessu sam- bandi enda yrði þar tiltölulega litlu að kosta til við flutingslínur sökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.