Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Sími (91)11547 HARPA lífinu lit! lUDWQ mMrtnp. i •Vf Mi . Uðabrusar Garðslöngur Vatnsúðarar Slönguvagnar Slöngutengi Garðkönnur SENDUM UM ALLT LAND Grandagarðl 2, sfml 28855, 101 Rvfk. • • Prófsteinn Og- mundar Jónassonar eftir Baldur Hermannsson Ögmundur Jónasson ritaði í Morgunblaðið fyrir nokkru pistil einn langan um dagskrárgerð sjón- varps. Þessi grein hefur yfirbragð hins vandaða fréttaflutnings, enda kann Ögmundur Jonasson öðrum mönnum betur þá list að fela ófyrir- leitinn áróður undir yfirskini hlut- leysis, hugsjónar og réttlætiskennd- ar. Sjónvarpið hefur um skeið mátt sitja undir einkar leiðinlegum rógi varðandi útboð og framleiðslu inn- lends efnis, og einmitt í umræddri grein Ögmundar er að fínna rætn- asta róginn og þann sem drýgstur hefur orðið til að vekja aðra róg- bera til dáða, enda hefur upp af honum sprottið faraldur slúðurs, nafnlausra lesendabréfa og aðdrótt- ana í dagblöðum. En það má biýna deigt jám svo að bíti og nú skal ekki lengur þag- að, heldur flett ofan af vinnubrögð- um Ögmundar Jónassonar, lesend- um Morgunblaðsins sýnd ósannindi í grein hans og að síðustu lagður fram einskonar prófsteinn svo að hann geti sjálfur úr því skorið hvort hann muni heldur vera, réttsýnn maður eða rógberi. Ögmundarsannleikur um tæknideild Ögmundur gerir því skóna að tæknideild Sjónvarps hafi fyrir til- verknað vondra manna á innlendri dagskrárdeild verið neydd til þess að „draga saman seglin“, eins og hann orðar það, og hann útmálar dapur í bragði hvemig fjármunir flæði unnvörpum út um gáttir Sjón- varpsins til glaðhlakkalegra einka- fyrirtækja. Margir hafa gerst til að trúa þessum Ögmundarsannleika og sjá þá fyrir sér tækjabúnað Sjón- varpsins grotnandi niður meðan keppinautamir fitna. En sannleikurinn er þó sem betur fer allur annar. Tæknideild Sjón- varps hefur aldrei verið jafn öflug og einmitt nú um stundir, enda hefur hún eflst til stórra muna að tækjakosti hverskonar á allra síðustu ámm og er það vel. Er skemmst að minnast hinnar glæsilegu upptökubifreiðar Sjón- varps, sem á liðnum vetri skeiðaði um landið þvert og endilangt og fór á skipsfjölum vestur til Patreks- Qarðar og út í Vestmannaeyjar til að taka upp spurningaþættina „Hvað heldurðu?". Þessi bifreið kostar fullbúin um 50 milljónir króna en kannski finnst málsvara hústökumanna í Kristjaníu sú upp- hæð skotsilfur eitt? Þá hefur tæknideildinni nýverið áskotnast kyrrmyndabanki svo- nefndur ásamt veglegri teiknitölvu, samanlagt að verðmæti nærri 10 milljónum króna og nú í haust er von á nýrri, fullkominni samsetn- ingarsamstæðu fyrir Betacam- upptökur. Það er því ekkert lát á tæknivæðingu Sjónvarpsins, hún ber höfuð og herðar yfir önnur myndbandaver landsins og allar fullyrðingar í andstæða vem em fleipur eitt og lygamál, til þess eins fallnar að veikja stofnunina út á við og rýja hana sjálfstrausti inn á við. Af átakanlegum verkefnaskorti Þá hyggst Ögmundur Jónasson gera sér gómsæta krás úr leikritinu „Næturgöngu", sem innlend dag- skrárdeild hafði ráðstafað til Is- lenska myndversins, en þeim hag- stæða samningi var einhliða rift af Sjónvarpinu eftir kveinstafi einok- unarsinna þar á bænum. Það er athyglisvert að skyggnast í orðalag Ögmundar þar sem hann fjallar um mál þetta. Hann ýjar að því loðnum orðum að innlend dag- skrárdeild hafi framselt hið eftir- sóknarverða leikverk í hendur arg- asta fjandanum uppi á Krókhálsi án þess að ganga „úr skugga um það hvort hægt væri að sinna þessu verkefni innan veggja Sjónvarps- ins“. En hver skyldi vera sannleikurinn í þessu máli? Handbendi Ögmundar í framkvæmdastjóm Ríkisútvarps- ins flutti þar þann válega boðskap að við starfsmönnum Sjónvarps blasti ekkert annað en átakanlegur verkefnaskortur nú í sumar, von- svikinn lýður sæti þar auðum hönd- um meðan glæsiverkefnin færu á klyijahestum norður á Krókháls. Þennan óhróður lapti svo hver eftir öðmm fegins hugar og fór þar fremst í flokki sálufélag afturhalds- ins í útvarpsráði, en sá söfnuður hefur enn ekki sætt sig til fulls við ftjálsan útvarpsrekstur og amast linnulaust við samskiptum Sjón- varps og einkafyrirtækja. En nú vill svo heppilega til að hver sem á annað borð kærir sig um að vita staðreyndir málsins get- ur sem hægast haft af þeim sannar spumir uppi á Sjónvarpi. Þar hefur ekkert lát verið á verkefnum fyrir upptökusveit Sjónvarpsins og hefur hún reyndar sveist blóðinu á liðnum vikum, svo mörg em þau verk sem á hana hafa hlaðist. Þannig er nú allur verkefnaskorturinn. Hamagangur sérhagsmunaklúbbsins Sótt var til Menningarsjóðs um fjárveitingu til þess að bjóða út „Næturgönguna", og þegar hún barst var leitað tilboða hjá þremur öflugum fyrirtækjum. Íslenska myndverið bauð best og þar hefði Baldur Hermannsson „En nú vill svo heppi- lega til að hver sem á annað borð kærir sig um að vita staðreyndir málsins getur sem hæg- ast haft af þeim sannar spurnir uppi á Sjón- varpi. Þar hefur ekkert lát verið á verkefnum fyrir upptökusveit Sjónvarpsins o g hefur hún reyndar sveist blóðinu á liðnum vikum, svo mörg eru þau verk sem á hana hafa hlað- ist. Þannig er nú allur verkefnaskorturinn.“ verkið lent í farsælum farvegi. Eftir offors og hamagang hins harðskeytta sérhagsmunaklúbbs nokkurra starfsmanna Sjónvarpsins — aðeins hluti mannafla Sjónvarps er í hinu svonefnda „Starfsmanna- félagi Sjónvarps"! — afréðu spakir menn að bera klæði á vopnin og „Næturgangan“ var tekin til vinnslu innanhúss. Það var fremur óhentug ráðstöfun, enda hefur hún valdið truflunum á fyrirætlunum sumarsins, tafið sum verkefni en ýtt öðrum úr húsi til vinnslu hjá einkafyrirtækjum. FERÐAMÁL Á ÍSLAIMDI / einar þ. guðjohnsen Meira um fjallgöngur Síðasta grein mín, 26. síðastliðinn, var um fjallgöng- ur og var reyndar ómerkt í blað- inu. Kannski var ég full harður og afdráttarlaus í þessari grein. Félagar í íslenzka alpaklúbbnum höfðu samband við mig og töldu að kannski væri eitthvað að þeim vegið. Orð mín voru alls ekki ætluð til að ófrægja þann klúbb, heldur fremur til að vara menn við að fara of fljótt í erfiðar, jafnvel mjög erfíðar fjallgöngur, án þess að hafa fengið næga þjálfun. Eftirlætisgöngur mínar hafa lengi verið fjallgöngur. Samt hefi ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á ís- og klettaklifri, jafnvel þó að ég hafi lært og þjálfað mig á þessu sviði svo sem vera bar. Auðvitað eru margir, sem heillast af þessari tegund fjallgangna, og þeim sem eru að byrja ráðlegg ég eindregið að læra öll undir- stöðuatriðin hjá íslenzka alpa- klúbbnum, og klífa síðan af ör- yggi og þekkingu. Þá hafa þeira lært að virða náttúruöflin og tefla aldrei á tvær hættur. Þá verða vonandi færri tilfelli þar sem ung- ir og efnilegir menn fara sér að voða. Fjallgöngur fyrir almenningi eru ekki þær, sem byggjast á klifri í klettum og á ísveggjum, heldur miklu fremur að sækja á „Fyrir mörgum árum var verið að gera könnun í ferðamálum Akureyrar. Þá benti ég á þann þátt f erða- mála, sem tengist fjall göngnm, en þar á Ak- ureyri sem miðstöð fyrir fjallgöngaimenn mikla ónotaða mögu- leika“ brattann, velja auðveldustu leið- ina og njóta svo útsýnis þegar upp er komið eftir hæfilega áreynslu. Vafalaust sinnir íslenzki alpa- klúbburinn einnig þessum hópi göngumanna og getur leiðbeint þeim á þeirra leiðum. Ferðafélögin sinna einnig þessum hópi og hafa iðulega hæfilegar fjallgöngur á dagskrá sinni. Islands er nokkuð erfitt land fjallgöngumönnum, einkum vegna þess hve berg er hér sprungið og laust í sér. Aðalvandamálið verður þá gijóthrun og að forðast að ryðja gijópti á þá sem neðar eru. Þessu vandamáli má aldrei gleyma í bröttum hlíðum þegar teygjast fer á hópnum. A Vestfjörðum og Austfjörðum er mikið af bröttum fjöllum, sem vekja áhuga fjallgöngumanna al- mennt, enda er þar að finna fjöld- ann allan af góðum gönguleiðum. Áköfustu fjallgöngumennimir leita samt ekki mjög á þessi svæði, kannski vegna þess að fjöll- in eru yfirleitt ekki mjög há. Þeir leita fremur til suðurbrúna Vatna- jökuls og Öræfajökuls. Göngurnar hefjast því sem næst frá sjávar- máli og því um 2000 metra upp að fara, eða rúmlega tvöföld hæð Esjunnar. Slík fjallganga er fjöl- þætt og er margs að gæta á leið- inni, bæði á auðu landi og á jökli. Þessvegna leggja engir í slíka fjallgöngu nema í fylgd vanra og þjálfaðra manna, einmitt vegna þess að við viljum ganga okkur til ánægju og koma heil heim aft- ur. Hæðin yfir sjó er ekki meiri en svo, að öllum venjulegum mönnum er það fært. Utan þeirra svæða sem tengj- ast Vatnajökli eru önnur svæði einnig áhugaverð. Má þar nefna Eyjafjallajökul, sem oftast er mik- ið sprunginn. Þangað fara engir án þess að virða jöklagöngutækni og vera bundnir saman. Snæfell- sjökull er auðveldari og yfirleitt ekkert um opnar sprungur á vor- in. Samt geta þar leynzt hættur og því rétt að vera við öllu búinn, þó að það tíðkist mjög að ganga þar upp óbundinn. Norðan jökla höfum við Eiríks- jökul og Snæfell, tvö mismund- andi fjöll og mjög svo áhugaverð. Á báðum fjöllunum eru varasöm sprungusvæði, sem má þó forðast með því að velja réttar uppgöngu- leiðir. Enn sem fyrr veitir það öryggi að vera með þjálfuðum fjallgöngumönnum. Þá má og nefna . Herðubreið, drottningu norðuröræfanna. Það frábæra fjall reynir nokkuð á fjallaþekk- ingu, einkum vegna gijóthruns- hættu, og er illgengt nema á ein- um stað að vestan. Á Norðurlandi höfum við svo Tröllaskaga, það frábæra fjall- göngusvæði. Þar er urmull af áhugaverðum og glæsilegum fjöll- um að ganga á. Það er ekki alltaf hæð fjallanna, sem mestu máli skiptir, heldur gerð þeirra og út- lit. Hæst ber þar Kerlingu, 1538 m, hæsta byggðafjall á Norður- landi. Fyrir mörgum árum var verið að gera könnun á möguleikum í ferðamálum Akureyrar. Þá benti ég á þann þátt ferðamála, sem tengist fjallgöngum, en þar á Akureyri sem miðstöð fyrir fjall- göngumenn mikla ónotaða mögu- leika. Höfundur er ferðamálafrömuð- ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.