Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Fiskurúin í sjónum er eins og fé í banka - segir Philip A. Neher, kanadískur prófessor í fiskihagfræði Alþjóðlega ráðstefnan í fisk- veiðistjórnun, sem lauk í Reykjavík í siðustu viku, er sú viðamesta sinnar tegundar sem haldin hefur verið í heiminum til þessa. Þar voru fimmtíu af helstu sérfræðingum heims i fiskihagfræði og fiskveiði- stjórnun samankomnir og má því nærri geta að sitthvað áhugavert hefur þar borið á góma, ekki síst fyrir þjóð eins og íslendinga, sem á allt sitt undir sjávarútveg. Einn af fjórum skipuleggj- endum ráðstefnunnar er Philip A. Neher, prófessor í hagfræði við Háskólann i Bresku Kól- umbíu í Vancouver i Kanada. Blaðamaður hitti Neher að máli til að spjalla við hann um niðurstöðu ráðstefnunnar, kvótakerfi, samvinnu þjóða í fiskveiðimálum og aðferðir Kanadamanna við fiskveiði- stjórnun. Eru sérfræðingar einhuga um hver sé besta aðferðin við fisk- veiðistjórnun? „Allir eru sammála um að það þurfí einhverja stjómun á fisk- veiðum. Annars verða of margir sjómenn á of mörgum og of stór- um skipum að veiða of fáa físka. Afleiðingin verður ofveiði og jafn- vel hrun einstakra fískistofna. Fiskurinn er eins og fé í banka, það verður að koma í veg fyrir að úttektir fari úr böndunum. Það er ekki einhugur um hver sé besta leiðin við að stjóma físk- veiðum. Að hluta til er ástæðan sú að mismunandi stjómunarað- ferðir henta við mismunandi teg- undir veiða. í flestum tilvikum teljum við þó að kerfí þar sem kvótar em seljanlegir og bundnir við einstaklinga, en ekki skip, sé besta lausnin. Kvótakerfí er þó aðeins hægt að viðhafa þar sem auðvelt er að fylgjast með aflan- um. Slíkar aðstæður eru fyrir hendi á íslandi, þar sem löndunar- staðir eru ekki of margir." Offjárfesting mikið vandamál Það hefur verið mikið rætt um kerfi framseljanlegra kvóta í eigu einstaklinga, eins og Nýsjálend- ingarhafa tekið upp. Hentarþetta kerfi alls staðar jafn vel og fyrir allar þjóðir? „Nei. Það hentar til dæmis mjög vel fyrir túnfískveiðamar við Nýja Sjáland og Ástralíu, þar sem hægt er að hafa mjög gott eftirlit með veiðum og löndunum. Hins vegar hentar það til dæmis ekki við úthafsrækjuveiðar Ástrala, þar sem ekki er auðvelt að fylgj- ast með löndunum einstakra báta. Það er hins vegar engin tilviljun að umræður um þetta kerfí stóðu yfír um helming ráðstefnutímans. Ofíjárfesting í fiskveiðum er mikið vandamál og það er mikil- vægt að menn geri sér vel grein fyrir því. í Bresku Kólumbíu eru sumir laxveiðibátamir svo dýrir og fullkomnir að þeir fá ekki leyfi til að veiða nema kannski viku af árinu og jafnvel tæplega það, enda gerir sjólaxveiðin þar ekki nema rétt að standa undir sér. Besta ráðið við þessu vandamáli virðist vera kerfi framseljanlegra kvóta, eins og Nýsjálendingar og Ástralir hafa góða reynslu af.“ Kvóti í eigu fiskvinnslunnar Gætirðu lýst stjómunarkerfi Kanadamanna í stuttu máli? „Það er mjög flókið. Það er munur á kerfínu við Atlantshafs- og Kyrrahafsströndina og það em mismunandi stjómunaraðferðir notaðar við einstakar fiskitegund- ir. Laxveiðarnar í Kyrrahafí em ekki bundnar kvóta, en hver bátur verður að afla sér veiðileyfis og eftirlitsmenn em um borð í hveij- um báti, en hlutverk þeirra er að tryggja að nægilega stór hluti Morgunblaðið/Einar Falur Litið yfir ráðstefnusalinn á Hótel Sögu, þar sem um 50 af helstu sérfræðingum heims í fiskveiðistjórnun báru saman bækur sínar í fimm daga samfleytt. stofnsins nái að ganga upp í ám- ar til hiygningar. Humarveiði- menn við Atlantshafsströndina verða að fá leyfi fyrir hverja gildm og við veiðar á Kyrrahafssíld er kvóti bundinn við skip, eins og hjá íslendingum. Þorskveiðamar í Atlantshafi em háðar kvóta, en sá kvóti er í eigu fískvinnslufyrirtækjanna. Tvö stór fyrirtæki eiga lang- stærsta hlutann af heildarkvótan- um, þó nokkur smærri eigi einnig kvóta. Þetta fyrirkomulag er nýtt af nálinni og lítil reynsla komin á það ennþá. Ég vona að það verði sveigjanlegra í framtíðinni og að kvótinn verði fluttur frá fyrirtækj- unum til einstaklinga.“ Eiga sjómenn fiskinn eða þjóðin? Hvar standa íslendingar á sviði fískveiðistjómunar? „Ég held að íslendingar séu ein af þremur fremstu þjóðum í heim- inum á þessu sviði ásamt Áströl- um og Nýsjálendingum. Kanada- menn koma líklega í fjórða .eða fímmta sæti hvað þetta varðar. Bandaríkin em hins vegar býsna nálægt botninum. Þar er hugsun- in sú að fískurinn sé eign sjó- manna, en í Ástralíu og Nýja Sjál- andi, og að ég held á Islandi líka, telja menn fískinn allra eign, hluta af þjóðarauðnum. Slíkur hugsun- arháttur auðveldar setningu kvótakerfis. Á ráðstefnunni var rætt um stjómun á veiðum utan efnahags- lögsögv einstakra ríkja. Hvetjar eru helstu hugmyndir manna íþví sambandi? Þegar miðlína skiptir efnahags- lögsögu einstakra ríkja, eins og til dæmis íslands og Noregs, ligg- ur beinast við að þau ríki nái með sér samkomulagi um að skipta fískistofnum sem flakka á milli á skynsamlegan hátt. Málið verður VERUM VARKÁR arm---- ,15 ¥¥% Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MONROEF CHANEL PARIS Snyrtivörukynning fimmtudag og föstudag frá kl. 13-18. Guðmundur Barker leiðbeinir. Laugavegi15 BORGARTUNI 26. SIMI 62 22 62 Skóli fyrir þig 7., 8. og 9. bekkur grunnskóla 0 Krístilegur skóli 0 Árangur ínámi 0 Aðstoð við heimavinnu 0 Gott félagslíf 0 Rólegt umhverfi Umsóknarf restur til 1. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 91-13899. Hlíðardalsskóli - skóli fyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.