Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 O RLANE Snyrtivörukynning í dag, fimmtu- dag, frá kl. 13.00-18.00. Topptískan, Aðalstræti 9. Lokað Vegna sumarleyfa verður lokað hjá okkur frá 11. júlí til 15. ágúst. Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21, Reykjavík. AUSTURBÆR Laugarásvegur39staka talan og uppúr Dyngjuvegur ' Langholtsvegur 110-150 Langholtsvegur 152-208 Karfavogur Barðavogur Háahlíð Skeifan Háahlíð Safamýri 57-95 Austurbrún KÓPAVOGUR Kópavogsbraut Sunnubraut pl^ri0: Reikningar Kópavogskaupstaðar 1987: ALLT SKRIFAÐ HJÁBÖRNUNUM eftir Richard Björgvinsson Reikningar Bæjarsjóðs Kópavogs fyrir árið 1987 voru afgreiddir í bæjarstjóm 28. júní sl. Þegar þeir eru skoðaðir blasir við ófogur mynd af fjárhag bæjarsjóðs. Það er engu lfkara en það sé beinlínis markmið þeirra, sem ráða ferðinni í bæjarmál- um Kópavogs, meirihluta Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, að velta sem allra mestu yfir á framtíðina, skrifa allt hjá bömum nútímans, framtíðaríbúum bæjarins. Það er nær sama hvar gripið er niður í reikningana, hvaða saman- burður er gerður, flest eða allt er það á verri veginn. Lítum nánar á þetta. Allur rekstur stórhækkar í heild fór rekstur bæjarins 17% fram úr fjárhagsáætlun. Hinsvegar stóðst tekjuáætlun, fór 1% fram úr áætiun. Þetta sýnir svo óyggjandi er, að áætiun vinstri meirihlutans var yfirspennt tii hins ýtrasta. Við þessu vömðum við sjálfstæðismenn á sínum tíma. Mjög er misjafnt hvað hinir ýmsu málaflokkar fara mikið fram úr áætlun og útgjöld til þeirra hækka milli ára miðað við fyrra ár. Athygli vekur sérstaklega hvað stjóm bæjaríns hækkar mikið eða um 48% frá fyrra ári og fór 24% fram úr áætlun. Félagsmálin fóm 13% fram úr áætlun, fræðslumálin 17%, en hækkun milli ára varð 32% og 55% svo dæmi séu nefnd. SjáKstæðar eðahSíar samslæður I \ J Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitift upplýsinga UMBODS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SiMI 6724 44 Þessar miklu hækkanir sýna svo ekki verður um villst lélega stjóm og algjöran skort á yfirsýn í fjármálum bæjarins. Auðvitað verða stjómendur að vera ábyrgir gerða sinna og ef ein- hver þáttur fer óviðráðanlega fram úr öllum áætlunum, eða hækkar af orsökum, sem þeir ráða ekki við, verður að mæta því á öðmm svið- um. Vinstri meirihlutinn í Kópavogi virðist hinsvegar stjóma eins og ijármál bæjarins komi honum ekk- ert við og allt kemur þetta fram í aukinni skuldasöfnun. Hér á bara að halda áfram, auka rekstur og eyðslu, framkvæma meira og §ár- málastjórinn og kannski bæjarstjór- inn eiga að redda þessu. Þessir embættismenn em því • komnir á bólakaf í daglega björgun fjármála frá degi til dags og höfuð þeirra hafa ekki sést koma úr því kafi í mörg ár. Verulegfur hallarekstur í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir sl. ár var gert ráð fyrir 15 milljón króna tekjuafgangi, í stað þess varð niðurstaðan 97,7 milljón króna halli, sem er 13,24% af sameiginleg- um tekjum, hinum eiginlegu bæjar- gjöldum. Mismunurinn frá áætlun til útkomu reikninganna varð því 112,7 milljónir króna. Þetta skeður í mesta góðæri. Hvað verður þegar þrengir að? Fulltrúi vinstri meirihlutans sem skiðunarmaður bæjarreikninga, sem oftast eða alltaf hefur skrifað undir reikninga bæjarfns án at- hugasemda, getur ekki lengur orða bundist og segir: „Rekstrarhalli bæjarsjóðs er vemlegur. Nauðsyn- legt er að stýra útgjöldum þannig, að þau fari ekki fram úr tekjum." Ekki vom það mörg orð, en segja samt mikið. Gegndarlaus skuldasöfnun Heildarskuldir bæjarins jukust um 280,6 millj. króna á árinu, sem er 79% hækkun milli ára, sem er fádæma mikil hækkun. Rétt er að vekja athygli á, að þetta er nettó hækkun þegar dregnar hafa verið frá allar afborgarnir af eldri lánum. Skammtímaskuldir hækkuðu um 139.3 milljón króna, eða um 80% og nema nú 312,4 milljónum króna og langtímaskuldir hækkuðu um 141.3 milljónir króna, eða 78% og námu í árslok 323 milljónum króna. í heild námu skuldir í árslok 635.4 miljónum króna, eða 42.253 krónum á hvert einásta mannsbam í Kopavogi, um 169 þúsund á hveija ijögurra manna fjölskyldu. Til að gera sér betur grein fyrir skuldaaukningunni er gott að at- huga hlutfall þeirra af sameiginleg- um tekjum viðkomandi árs, eða bæjargjöldum ársins. Arið 1981 námu heildarskuldir bæjarsjóðs 45,7% af þessum tekj- um, 1982 54,8%, 1984 53,2%, 1986 64,37% og 1987 86,11%. Þetta hlut- fall hækkar því um nær 22% á þessu eina ári, en hefur hækkað frá árs- lokum 1981 um 42,4%. Á hveijum einasta virkum degi ársins 1987 hækkuðu skuldir bæj- arsjóðs um kr. 1.126.762, vinstri meirihlutinn sló milljón á dag og gott betur. Það væri út af fyrir sig afsakan- legt að auka skuldir eitthvað ef bærinn hefði orðið fyrir verulegu fjárhagslegu áfalli eða hefði staðið í mjög brýnum framkvæmdum, eins og t.d. vegna atvinnumála til að stuðla að bættri afkomu bæjarbúa, en hvomgu er til að dreifa, til at- vinnumála var t.d. ekki varið einni einustu krónu. Mikill fjármagnskostnaður Hvað kosta svo að skulda allt þetta? Á fjármagnskostnaði em til- greindar tæpar 42,7 millj. kr., sem em vextir og afföll. Til viðbótar koma svo 72,2 millj. kr. sem em verðbætur, færðar yfir höfuðstól en ekki til gjalda, en auðvitað þarf að borga þær líka, svo í heild er §ár- magnskostnaður nær 115 millj. kr. eða 15,56% af sameiginlegum tekj- um. Þetta er hreint út sagt skelfileg tala. Ifyrir þessa upphæð mætti senni- lega ljúka framkvæmdum við Ný- býlaveginn einu og hálfu sinni eða svo, framkvæmd sem mönnum hef- ur vaxið í augum vegna mikils kostnaðar, eða byggja 3-4 dagvist- arheimili svo eitthvað sé nefnt. Flett ofan af röngum samanburði Á undanfömum ámm hafa vinstri mennimir í bæjarstjómar- meirihlutanum oft gripið til þess ráðs þegar mikið hefur þótt liggja við til að afsaka auknar skuldir bæjarsjóðs undir þeirra stjóm, að vitna til Árbókar sveitarfélaga, sem Samband ísl. sveitarfélaga gefur út. Þar er birtur ýmis samanburður milli sveitarfélaga, m.a. fjármagns- kostnaður pr. íbúa. Þessi samanburður hefur síðan verið notaður með því hugarfari að segja, sjáið þið til, það em aðrir verri en við. Síðast var þetta m.a. SumardvölíÞórsmörk Kynnist náttúnjfegurð Þórsmerkur með dvöl í Útivistar- skálunum Básum. Tilvalinn sumardvalarstaður í friðsælu umhverfi. Dvalið milli ferða. Brottför föstudagskvöld, sunnudags- og miðvikudags- morgna. Kynnið ykkur tilboðsverð og fjölskylduafslátt. Upplýsingar og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Útivist SUBSTRAL BIDMAÁBURÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.