Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 31 * Aheitaganga Leifs Leópoldssonar: Gekk yfir Fljótsdals- heiði á strigaskóm Göngugarpurinn Leifur Leópoldsson, sem ætlar að ganga þvert yfir landið til styrktar Krýsuvíkursamtökunum, leggur i dag af stað yfir Jökuldalsheiði. Ferðin hefur gengið samkvæmt áætlun, þrátt fyrir tæknilega örðugleika. Leifur var staddur á Brú, við Jökulsá, sem er síðasta byggða bólið áður en hann leggur af stað yfir hálendið, þegar blaðamaður náði tali af honum síðastliðinn þriðjudag. Hann sagði að vel hefði viðrað til göngu það sem af er, skýjað og svalt fyrst, en síðustu tvo daga hefði verið glampandi sól og gott útsýni. Allt hefði gengið sam- kvæmt áætlun, utan það að göngu- skór sem hann var á reyndust gall- aðir. „Sólinn losnaði undan öðrum skónum og ég varð að ganga_ á strigaskóm yfir Fljótsdalsheiði. Ég varð því dálítið þreyttur í ökklunum af því að bera 30 kg á bakinu yfir mosa og þúfur. En nýjir skór eru á leiðinni og eiga að berast hingað austur í tæka tíð.“ Hundurinn Vaskur unir sér vel á göngunni og sagðist Leifur hafa þurft að hafa hann í taumi þegar fé var í nánd, því hann vildi ólmur fara að smala. Tilgangurinn með göngu Leifs er að safna áheitum til styrktar Krýsuvíkursamtökunum, en mark- mið þeirra er að koma Krýsuvíkur- skólanum í nothæft ástand og koma þar á fót meðferðarstofnun fyrir unglinga í vímuefnavanda. James Belushi og John Ritter í hlutverkum sínum. Bíóhöllin sýn- ir „Real Men“ BIOHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Real Men“ með James Belushi og John Ritt- er í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Dennis Feldman. Myndin segir frá Bob Wilson, sem er gæflyndur maður og vill ekki standa í stórræðum. En honum er þó falið það verkefni að hafa samband við geimverur sem hafa undir höndum byssu eina er tortímt getur nánast hverju sem er. Nína Gautadóttir, listakona. Nína Gauta- dóttir hlýt- ur heiðurs- verðlaun Alþjóða menningarsamtök kvenna veittu Nínu Gautadóttur, myndlistarkonu í París, heiðurs- verðlaun sín fyrir skömmu. Sparifé þitt rýrnar ekki ef þú fjárfestir í spariskírteinum ríkissjóðs ;■ ■ f .' • ’ '*V. Slt ' ' ■'• ■’V, Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: FLOKKUR I.ÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAGI l.fl. D 3 ár 8,5% 1. feb.’91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb.’94-’98 Alþjóða menningarsamtök kvenna hafa þrjátíu sinnum gengist fyrir sýningum þar sem eingöngu má sjá listaverk eftir konur. Síðasta sýning samtakanna var haldin í Aþenu og átti Nína Gautadóttir tvö málverk þar. Fyrir þau fékk hún heiðursverðlaun samtakanna. Þetta er í annað sinn sem Nína tekur þátt í sýningu á vegum Alþjóða menn- ingarsamtaka kvenna. SJDVÁ Ávöxtun ríkisvíxla er nú allt ai 40,3% á ári. Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 32,5% sem jafngildir 40,3% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskxrteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um Iand allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. RIKISSJOÐUR ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.