Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Félag verslunar- og skrifstofufólks kært Rúmlega þrítug kona, Sigrún Grímsdóttir, hefur kært Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri fyrir að koma í veg fyrír að hún kæmist til Reykjavíkur með flugvél Flug- leiða frá Akureyri að kvöldi 1. maí sl. Þá stóð verkfall verslun- armanna yf ir og komu verkfalls- verðir þá meðal annars i veg fyrir afgreiðslu á Akureyrar- flugvelli. Þetta mun vera í fyrsta sinn hérlendis að einstaklingur kærír verkalýðsfélag, sem á í kjaradeilu. Sigrún taldi sig ekki þurfa að njóta þjónustu félaga í Félagi versl- unar- og skrifstofumanna í þessu tilviki þar sem hún var með flugmið- ann sinn í hðndunum er hún kom og engan farangur meðferðis. Þrátt fyrir þetta stöðvuðu verkfallsverðir hana er hún ætlaði að ganga að vélinni. Sigrún krefst með máls- höfðuninni 100.000 króna skaða- bóta vegna kostnaðar er varð vegna lengri dvalar hennar fyrir norðan, vinnutaps, óþæginda og ærumeið- ingar þar sem myndir af atburðin- um birtust bæði í blöðum og í sjón- Morgunblaðið/Rúnar Þór Davíðshús á Akureyri stendur lista- eða fræðimönnum til boða í einn til sex mánuði í senn. Davíðshús boðið lista- og fræði- mönnum til afnota Akureyrarbær býður litla íbúð í Davíðshúsi á Akureyri til af- nota fyrir fræðimenn eða lista- menn í einn til sex mánuði hverju sinni frá og með hausti 1988. Ekki er gert ráð fyrir öðru endur- gjaldi fyrir afnot af íbúðinni en að viðkomandi fræðimaður eða lista- maður kynni á einn eða annan hátt viðfangsefni sitt eftir nánara sam- komulagi hverju sinni. íbúðin er með hliðstæðum búnaði og almennt er í sumarhúsum starfsmannafé- laga. Umsóknir um dvöl sendist til Ingólfs Ármannssonar, skóla- og menningarfulltrúa Akureyrar, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Davíðshús stendur skammt ofan við Amtsbókasafnið á Akureyri. Það tekur um fimm mínútur að ganga þaðan í miðbæ Akureyrar. Það var áður íbúðarhús Davíðs Stefánssonar, skálds, en er nú í eigu Akureyrarbæjar. Húsið er frið- að í A- flokki. Á efri hæð hússins er safn til minningar um Davíð Stefánsson. Á neðri hæð hússins er síðan umrædd íbúð, sem áætlað er að bjóða afnot af. Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna í þessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aldna og margt f leira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað tilokkar,þvíbendum viðágömlu París.þar erumviðtil húsa. Veriðöllvelkomin. SiQitbar Guömundssoriarhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI varpi. Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, neitaði því í samtali við Morgunblaðið að valdi hafi verið beitt. „Það fólk, sem starfar hjá Fugleiðum á Akureyrarflugvelli og var í verkfalli þarna, sagði okkur að farþegum væri óheimilt að ganga um borð nema því aðeins að það væri bókað á vélina sem Sigrún var ekki í þessu tilviki," sagði Jóna. Eftir situr sú spurning hvort Sigrún hafi þurft að láta skrá sig í flugið og hvort umdæmisstjórinn hefði mátt sinna því. Skráningin kom hinsvegar aldrei til þar sem verk- fallsverðir hindruðu farþega í því að komast að afgreiðsluborðinu. Flugstjóri vélarinnar áleit miðann fullgildan og gaf leyfi sitt fyrir því að Sigrún gengi um borð. Þá skár- ust verkfallsverðir í leikinn og sagði Jóna að farþegaskráningar væru ekkert á vegum flugstjóranna. Jóna Steinbergsdóttir formaður félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri stöðvaði Sígrúnu Grímsdóttur á Akureyrarflugvelli á dögum verkfalls afgreiðslufólks er hún hugðist ganga um borð með farmiðann sinn í höndunum, en án bókunar. Aukna hagræðingu þarf í uppbyggingu skóla - segir í ályktun frá samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi Samstarfsnefnd framhalds- skóla á Norðurlandi fundaði á Húsavík dagana 30. júní og 1. júlí sl. og sendi frá sér eftirfar- andi ályktun að fundi Ioknum: „Nefndin minnir á að við gerð fjárlagatillagna fyrir fjárhagsárið 1989 hafí skv. fyrirmælum verið gengið út frá þeim lögum sem nú hafa verið numin úr gildi. Því ber brýna nauðsyn til að endurskoða þessar tillögur með tilliti til nýrrar löggjafar, þar sem margir rekstrar- þættir skólahaldsins hafa eingöngu verið á herðum sveitarfélaganna. Þeir færast nú til ríkisins. Eigi starfsemi skólanna ekki að fara úr skorðum verður ríkið að axla alla þá ábyrgð sem sveitarfélögin ein hafa borið til þessa. Sérstakt tillit þarf að taka til framhaldsdeilda grunnskóla." Fundurinn ítrekar áður fram- komna samþykkt aðalfundar skóla- meistarafélagsins frá 7. og 8. júni sl. um að laun starfsfólks skólanna megi ekki lækka við gildistöku framhaldsskólalaganna. Nefndin bendir á þá erfiðleika sem skólarnir standa andspænis í því að skipuleggja og halda ýmiss konar námskeið sem kjarasamning- ar stéttarfélaga kveða á urn. Nefnd- in telur að samstarf þurfi að auka milli ráðuneyta sem fara hvert um sig með einhvers konar starfs- menntun en eðlilegt sé að yfírstjórn fræðslustarfsemi í landinu heyri undir sama ráðuneyti. Fundurinn telur að við uppbygg- ingu skóla þurfi að taka tillit til þarfa þeirra byggðarlaga sem skól- unum er ætlað að þjóna. Ástæða er til að ætla að hægt sé að koma við aukinni verkaskiptingu skóla, einkum á Suðvesturlandi, sem feli í sér aukna hagræðingu fyrir landið allt. Mikilvægt er að á einum stað sé haldið uppi námsbrautum sem takmörkuð aðsókn er að. Hinsvegar sé lögð áhersla á að dreifa um landið þeim námsbrautum sem fjöl- sóttar eru. Fundurinn leggur áherslu á að ástæðulaust sé að byggja upp eða halda almenna framhaldsskóla á Stór-Reykjavíkur- svæðinu sem þjóna fyrst og fremst nemendum utan þess svæðis. Fundurinn fagnar stofnun fram- haldsskólanna á Húsavík og að Laugum og telur að hagsmunum svæðisins verði best borgið með skipulagðri verkaskiptingu þessara skóla.. Nefndin bendir á að við skipu- lagningu skyldra námsgreina iðn- fræðslunnar verði þess gætt að námsefni verði sameiginlegt sem frekast er kostur. Við skipan ein- stakra námsbrauta skuli þess gætt að fjöldi kennslustunda á viku fari ekki yfir 40. Fundurinn fagnar nýjum náms- brautum við framhaldsskólana á Norðurlandi og lýsir yfir stuðningi við stofnun fiskvinnslubrautar á Dalvík á komandi hausti. T ft ** ^W t jh Hluti keppenda á mini-knattspyrnumótinu, sem haldið var á Akureyri um helgina. Morgunbiaðið/Rúnar Þór Mini-knattspyrnumót: KA og Víkingur sigruðu KA sigraði í flokki A-Iiða og Vikingur sigraði í flokki B-Iiða í Esso-mótinu í mini-knattspyrnu sem haldið var á KA-vellinum um helgina. Alls tóku 20 lið þátt í mótinu, tíu í hvorum flokki, eða um 200 þátttakendur úr fimmta flokki. Stjarnan varð f öðru sæti í A-flokki og Þór frá Akureyri hafn- aði S þriðja sætinu. í flokki B-liða varð Þór í öðru sætinu og Haukar frá Hafnarfirði í því þriðja. Þá fór einnig fram í tengslum við mótið keppni í „bandí" í íþrótta- höllinni og bar A-lið KS frá Siglu- fírði sigur úr býtum þar. Víkingur lenti í öðru sæti og Afturelding frá Mosfellsbæ í því þriðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.