Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Trésmiðir - byggingamenn Byggingadeild Hagvirkis hf. óskar að ráða vana menn til eftirtalinna starfa: 1. Trésmiði í mótavinnu. 2. Trésmiði í innivinnu. 3. Kranamenn á byggingakrana. 4. Kranamann á bílkrana. 5. Verkamenn í byggingavinnu. Mikil vinna framundan. Góður aðbúnaður á vinnustöðum. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Pálsson á skrifstofu Hagvirkis, Höfðabakka 9, sími 673855. HAGVIRKI HF SfMI 53999 Pípulagninga- meistari óskast Vaxandi fyrirtæki á góðum stað úti á landi, með næg verkefni, vantar pípulagninga- meistara, sem gæti orðið meðeigandi eftir umsaminn reynslutíma. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júlí merktar: „Gott tækifæri". Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til sumar- afleysinga á strætisvögnum okkar. Vakta- vinna. Upplýsingar eru gefnar í símum 20720 og 13792, og á skrifstofu okkar, Skógarhlíð 10. Landieiðir hf. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu sérkennara við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands er framlengdur til 20. júlí nk. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. 5.júlí 1988. Isafjörður Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn til ' sumarafleysinga. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-3884. Starfsfólk Óskum eftir að ráða tvo röska og hressa starfskrafta í verslun okkar á Laugavegi 13. Umsóknum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. merktar: „L - 4898“ fyrir 9. júlí nk. Habitat, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími: 625870. Járniðnaðarmenn óskast Óskum eftir vélvirkjum, rennismið eða mönn- um vönum járniðnaði. Upplýsingar í síma 51288. VELSMÐJA PÉTURS AUÐUNSSONAR Óseyrarbraut 3, Hafnarfiröi, sími 51288. Atvinna óskast 19 ára nema bráðvantar vel launaða vinnu. Get byrjað strax! Upplýsingar í síma 21032 frá kl. 9-12 og á kvöldin. Trésmiðir ath. Óskum að ráða trésmiði vana uppslætti. Góður aðbúnaður og rífandi uppmæling fyrir fullfríska menn. Nánari upplýsingar í síma 641488. HAMRAR Vesturvör 9 — 200 Kópavogi Sími 91-641488 Tölvufræðingur Tölvufræðingur óskar eftir góðri vinnu. Hef starfsreynslu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júlí merkt: „O - 2910“. Sveinn bakari óskar eftir bökurum, bakaranemum og að- stoðarmönnum í bakarí. Upplýsingar í síma 71667. ;$pEtnn*í$afeari (iKI N'AnVIi ! 'lMI BAKARÍ — KONDITORI — KAFFI Fiskeldi Rannsóknamaður óskast til starfa á sviði fi- skeldis. Upplýsingar gefur Vigfús Jóhannsson á Veiði- málastofnun í síma 621811 eða 666380. Kennarar Enn vantar kennara í Grunnskóla Patreks- fjarðar. Kennslugreinar: Almenn kennsla, íþróttir og smíði. Við útvegum íbúð og greið- um flutning á búslóð. Hafið samband sem fyrst í síma 94-7605 eða 94-1222. Skólanefndin. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREVRI Staða reynds aðstoðarlæknis við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Nánari uppl. veitir yfirlæknir deildarinnar, Sigmundur Sigfússon, í síma 96-22100. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Halldóri Jónssyni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: Margir telja vinnslukvóta verða að fylgja veiðikvóta FÉLAG rækju- og hörpudiskframleiðenda segir í fréttatilkynningu, sem Morgunhlaðinu hefur borizt, að þrátt fyrir ágreining innan félagsins um hámarksvinnslukvóta á verksmiðjur telji margir reynd- ir framleiðendur hann nauðsynlegan í kjölfar veiðikvóta á úthafs- rækju. Fer fréttatilkynning félagsins hér á eftir: „Að gefnu tilefni í fjölmiðlum vill stjóm Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda taka fram, að þrátt fyrir ágreining innan félagsins um svonefndan hámarksvinnslu- kvóta telja margir reyndustu fram- leiðendur í félaginu stýringu rækju- vinnslunnar nauðsynlega í kjölfar þess að veiðikvóti var settur á út- hafsrækju — alls 36.000 tonn. í því sambandi má minna á, að félagið hefur oft gagnrýnt, að of mörgum nýjum aðilum hafi verið veitt vinnsluleyfi undanfarin ár. Vegna misjafnrar umfjöllunar í fjölmiðlum um setningu reglugerð- ar sjávarútvegsráðuneytisins um hámarksvinnslukvóta á rækjuverk- smiðjur vill stjóm Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda minna á eft- irfarandi staðreyndir um afskipti félagsins af þessu máli: 1. Félagið var sammála um það á sl. hausti að óska eftir því við stjómvöld, að það fengi í sinn hlut helming fyrirhugaðs veiði- kvóta á úthafsrækju, eða 18.000 tonn. 2. Samkomulag var um það í stór- um dráttum eftir hvaða reglum slíkur kvóti skyldi skiptast milli verksmiðja. 3. Þessi ósk félagsins náði ekki fram að ganga. Stjórnvöld vom henni mótfallin, þar sem megin- reglan væri sú, að veiðikvóta væri úthlutað til skipa. 4. Við umræður á Alþingi um frv. til laga um stjóm fiskveiða lýsti sjávarútvegsráðherra yfir því sl. haust, að hann væri reiðubúinn að setja reglur um stýringu rækjuvinnslunnar með setningu reglugerðar um hámarks- vinnslukvóta gegn því að tillaga um að framleiðendur fengju helming veiðikvóta, sem ýmsir þingmenn studdu, yrði dregin til baka. 5. I kjölfar þessa kom upp veruleg- ur ágreiningur í félaginu um þessi áform um hámarks- vinnslukvótann. A félagsfundi í febrúar var samþykkt tillaga með 18 atkvæðum gegn 14 að fara þess á leit við ráðherra að hann setti ekki slíka reglugerð. 6. Ráðherra tjáði forráðamönnum félagsins að slíkar samþykktir gætu ekki ómerkt fyrri ummæli hans á Alþingi og myndi hann í samræmi við þær setja slíkar reglur. Hann ítrekaði þá enn óskir sínar um samráð við félag- ið í þessu efni. 7. Stjóm félagsins taldi rétt að verða við þeim tilmælum ráð- herra og kaus Gunnar Þórðar- son, fyrrv. formann félagsins, Óttar Yngvason, fyrrv. vara- mann í stjóm, og Lárus Jónsson, framkvæmdastjóra, til þess að hafa á hendi viðræður eða sam- ráð við ráðuneytið um þetta mál. 8. Drög að reglugerð voru lögð sem trúnaðarmál fyrir fyrrverandi stjórn í maí sl. um margnefnda reglugerð og óskað eftir umsögn hennar. Meirihluti stjórnarinnar sendi ráðuneytinu efnislega um- sögn um þau drög. 9. A aðalfundi félagsins 10. júní sl. lagði svo ráðherra fram önnur drög að reglugerðinni. Þessi drög voru send öllum þeim sem voru fullgildir félagar, en höfðu ekki mætt á þessum aðalfundi, þótt margir þeirra hefðu sent umboð til viðstaddra til þess að fara með atkvæði sitt. Ekki er vitað til þess að efnislegar at- hugasemdir hafi borist frá þess- um aðilum. Þetta eru meginatriði afskipta Félags rækju- og hörpudisksfram- leiðenda af setningu reglna um hámarksvinnslukvóta verksmiðja, sem vinna úthafsrækju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.