Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚIÍ 1988 félk f fréttum Árni og Guðný ásamt Sylvester Stallone. Ami og Guðný ásamt Carl Weathers. FRÆGIR LEIKARAR Hittu Sylvester Stallone og Carl Weathers ár Ami Samúelsson og Guðný Bjömsdóttir, kvik- myndahúsaeigendur, em nýlega komin heim til íslands eftir að hafa farið til Stokkhólms í Svíþjóð og Cannes í Frakklandi. í Stokkhólmi var þeim boðið í samkvæmi með Syi- vester Stallone og fýlgdarliði hans. Þetta samkvæmi var haldið í tilefni af kvikmyndinni „RAMBO 111“ sem verður bráðlega fmmsýnd á Norðuriöndunum. Fyrst var snæddur kvöldverður á „Café Opera" og á eftir vom skemmtistaðimir „Melody" og „Alex- andra" heimsóttir. Þar var mikill fjöldi fólks saman- kominn vegna komu Sylvesters Stallone. í Cannes var Áma og Guðnýju boðið í samkvæmi með Carl Weathers í tilefni af nýrri kvikmynd „Action Jackson" sem Carl leikur aðaihlutverkið í. Þetta sam- kvæmi var haldið á Majestic hótelinu í Cannes. Að lokum má geta þess að Sylvester Stallone og Carl Weathers léku saman í „Rocky-myndunum". Jón Ársæll Þórðarson, fréttamaður, fór til Stokk- hólms og hafði viðtal við Sylvester Stallone. Eftir viðtalið færði hann goðinu íslenska lopapeysu að gjöf. ENGLAND Oþekktarangi með blátt blóð í æðum Harry litli, sonur Díönu og Karls Bretaprins, líkist William, eldri bróður sínum meir og meir. Ekki er langt síðan William var aðaláhyggjuefni Elísabetar drottn- ingar. Hann var sífellt að fremja strákapör og þurfti mikla athygli. Þjónustufólkið kvartaði undan hon- um og hann hafði í hótunum við þá sem voru ekki að hans skapi. Einu sinni hrópaði hann á þjón nokkum í höllinni, „Þegar ég verð kóngur, skal ég láta hermennina mína drepa þig“ og þjóninum var að vonum brugðið. William er nú orðinn sex ára og talinn mikill fyrirmyndardrengur. Hann er á kafi í hestamennskunni og hefur engan tíma til að hrekkja þjónustufólkið. Harry litli hefur hinsvegar tekið við hlutverki bróður sfns. Fyrir skömmu var öll konungsfjölskyldan samankomin opinberlega og fjöldi ljósmyndara var á staðnum. Harry litli sá sér þá leik á borði og náði umsvifalaust að stela senunni þegar hann rak tunguna út úr sér fyrir ljósmyndarana. Díana móðir hans var ekki mjög hrifin af uppátækinu og skammaði stráksa. William er á kafi í hestamennsk- unni og hefur ekki lengur tíma til að hrekkja þjónustufólkið. Harry rak út úr sér tunguna og vakti mikla hrifningu ljósmynd- ara sem voru viðstaddir en Díana móðir hans var ekki eins upprifin og skammaði litla óþekktarorminn. COSPER Nei, ég nota ekki alla peningana í brennivín. Sumt af þeim fer í sektir vegna óspekta á almannafæri. GRETTUKEPPNI Frýnilegt par að hefur löngum tíðkast að halda fegurðarsamkeppnir um allan heim og nýlega var síðasti björninn unninnn þegar Sovétmenn tóku upp þennan sið. Margir hafa engan möguleika á að keppa í fegurðarsamkeppn- um en þá er alltaf hægt að keppa um hver sé ljótastur. Nú eru grettukeppnir famar að tíðkast eins og fegurðarsam- keppnir og það getur kallast full- Þetta er ekki nýfundin apateg- und heldur maður að nafni Carl Worsham. Maria Del Castillo þjálfar kjálka- vöðvana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.