Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 45
I- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 45 Morgunblaðið/Garðar Rúnar Við undirskrift kaupsamningsins af húsinu. Frá vinstri, Þóra Guð- mundsdóttir, Óla Magnúsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir sem átti húsið á undan kvennahópnum. SEYÐISFJORÐUR Kvennahópurinn Morgunblaðið/Garðar Rúnar Hluti af kvennahópnum talið frá vinstri, Þóra Guðmundsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir, Lilja Kristins- dóttir, Þóra Ingjaldsdóttir, Oddný Stefánsdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Sólveig Svavarsdóttir, Teódóra Ólafsdóttir, Lukka Gissurardóttir, Brynhildur Berta Garðarsdóttir, Oddfríður Ingvarsdóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Kristín Karlsdóttir, Ingibjörg Hallgrimsdóttir og Þórdís Bergsdóttir. Seyðisfirði Lárurnar á Seyðisfirði er hópur kvenna sem varð til upp úr átaksverkefninu „Egilsstaðir-Seyð- isfjörður" sem er sameiginlegt byggðaverkefni þessara bæjarfé- laga. Þetta er þverpólitískur hópur, konur úr öllum stjómmálaflokkun- um með ólíkan bakgrunn. Þetta eru kraftmiklar konur sem eru reiðu- búnar til að takast á við atvinnu- rekstur í fullri alvöru og hafa þær nú þegar sýnt fram á það. Þær hafa keypt hús og eru búnar að stofna hlutafélag um rekstur þess og þeirrar starfsemi sem á að fara þar fram. Hlutafélagið og húsið nefna þær „Frú Lára“ eftir konu sem átti þetta hús og rak þar versl- un í mörg ár. Frú Steinunn Jóhann- esdóttir kennari hefur verið eigandi hússins undanfarin ár svo það hafa alltaf verið konur sem hafa ráðið ríkjum í þessu húsi. Hluthafar í þessu félagi eru rúm- lega 130 og eru eingöngu konur. Lárurnar hafa nú gert þetta hús upp. Þær unnu að viðgerðum á húsinu sjálfar en það var byggt um síðustu aldamót og er stefnt að því að hafa húsið í sinni upprunalegu mynd. Nú hafa Lárumar opnað verslun með heimilisiðnað, minja- gripi og margskonar vörur fyrir ferðmenn. I tengslum við þessa verslun er einnig starfræktur útimarkaður og kaffisala. Stefnt er Það er gott að grílla Hvítla ukspyls urnar frá SS SS pylsur eru sælgæti á grillið Maria og Carl eru ósköp hugguleg dags daglega. komið jafnrétti milli hinna ljótu og fallegu. I Bandaríkjunum er nú verið að leita að ófríðasta parinu og eru sjálfsagt margir um hitunina. Farið er fram á að parið sýni sínar ljótustu.hlægilegustu og ógeðsle- gustu grettur og há verðlaun eru í boði fyrir það par sem vinnur. að því að þarna verði rekin félags- og þjónustumiðstöð í framtíðinni. Starfsemin verður sniðin að þörfum kvenna og getur breyst og þróast eftir því hverju þær hafa áhuga fyrir hverju sinni og þörfum bæj- arbúa. Hugmyndin að baki þessu fyrirtæki er að auka atvinnutækifæri fyrir heimavinnandi húsmæður og þær konur sem ekki geta unnið reglu- bundna vinnu utan heimilisins vegna barnauppeldis. Þetta á að verða fyrirtæki sem fyrst og fremst tekur mið af aðstæðum kvenna og einnig er tekið tillit til fjölskyld- ulífs, ólíkt hefðbundnum vinnu- stöðum. Húsið var formlega opnað 10. júní sl. en þann dag hefði frú Lára Bjamadóttir, fyrrum eigandi þess, orðið 95 ára. Afmælisterta með 95 kertum var bökuð í tilefni dagsins og bæjarbúum boðið að skoða húsið. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást í nœstu sportvöruverslun. „Frú Lára“ GOTT FÓLK/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.