Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐDE) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Mansell til Ferrari Kappaksturshetjan Nigel Mansell hefur nú ákveðið að yfirgefa Williams kappaksturs- liðið, sem hann hefur verið með undanfarin ár, og ganga yfir í raðir Ferrari á Ítalíu. Hann samþykkti fyrir tveimur árum að aka fyrir Ferrari, en hætti síðan við það og gerði tveggja ára samning til viðbótar við Williams. Mansell undirbýr sig nú af kappi fyrir breska Grand Prix kappaksturinn, sem hefst á sunnudaginn. Á síðasta keppn- istímabili þótti frammistaða hans mun lakari en efni stóðu til, og tókst honum ekki að komast í neitt af 6 efstu sætunum í neinum kapp- akstri Formúlu 1. Búist er við að Mansell verði öku- maður nr. 1 hjá Ferrari, og taki við því hlutverki af Michele Alboreto, en hann er sagður taka því af karl- mennsku að annar taki við hlut- verki hans. Alboreto hefur undan- farin 5 ár verið hjá Ferrari og þjón- að þeim af mikilli trúmennsku. Nigel Mansell FERÐASKRIFSTOFA FÍB Vegna einstakra samninga bjóðum við nú flug og bíl til Luxembourg í 2 vikur á verði sem vart gerist lægra: MUDkr. Við sérhæfum okkur í flugi og bíl - og leikum okkur að því! Innifalið í verðinu er: Flug og bíll, kaskótrygging, söluskattur og ótakmarkaður akstur. * Super-apex fargjald, bíll í B-flokki með 4 í bíl (2 fullorðnir og 2 böm, 2ja -11 ára). Þjónusta okkar er öllum opin. O FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SÍMAR 29997 & 622970 McLaren óstöðvandi Alain Prost hefur 19 stiga forskot Alain Prost heillaði landa sína uppúr skónum þegar hann vannfranska Formula 1 kapp- aksturinn á sunnudaginn. Hann varð hálfri mínútu á und- an félaga sínum hjá McLaren, Brasilíumanninum Ayrton Senna. Þeir hafa einokað Formula 1 mótin til þessa, en Senna vann tvö síðustu mót. Prost hefur nú 19 stiga forystu á Senna í baráttunni um heims- meistaratitilinn. 4T Eg var fljótari en Senna á þess- ari braut, sem hentar mér vel. Það er mikill hraði hérna og beygj- urnar teknar á fullu á flestum stöð- ••■■■■ um. Ég tapaði Gunniaugur óþarflega miklum Rögnvaldsson tíma þegar ég lét skrifar skipta um dekkin fjögur, viðgerðar- mennirnir voru ekki nógu snöggir," sagði sigurvegarinn Alain Prost. Hann náði forystu í fyrsta hring, en Senna fylgdi honum eins og skuggi og náðu þeir fljótlega 30 sekúndna forskoti á aðra keppend- ur. Senna komst síðan framúr þeg- ar Prost lét skipta um dekk, greini- lega staðráðinn í að minnka forskot Prost í stigakeppninni um titilinn. Senna ók grimmt, oft stóðu reyk- bólstrar afturúr bílnum þegar dekk- in spóluðu í beygjum og hann tók framúr þeim sem óku hægar. En Prost gaf sig hvergi og skaust fram- úr Senna í 60. hring af 80, sem eknir voru. „Þetta gekk ekki upp núna, ég átti í vandræðum með gírkassann, tapaði 2., 5. og 6. gír þegar leið að lokum keppninnar. Því er ég ánægður með annað sæt- ið og stigin sem því fylgja,“ sagði Senna. Yfirburðir McLaren bílanna voru miklir, en ítalinn Michele Al- boreto á Ferrari náði þriðja sæti. „Það er sigur í mínum augum að ná þriðja sæti, þá á enginn mögu- leika í McLaren núna,“ sagði Albor- eto. Heimsmeistarinn Nelson Piquet slapp ekki vandræðalaust í gegnum keppnina á Lotus, hann náði fjórða sæti eftir að hafa misst annan gír úr sambandi um miðja keppni. Sá sem veitti honum mesta keppni í fyrra, Bretinn Nigel Mansell á Will- iams, lauk ekki keppni fremur en áður, vélin bilaði í bíl hans og auk þess átti hann í vandræðum með fjöðrunarbúnaðinn. Lokastaðan í franska kappakstr- inum: Alain Prost, McLaren Ayroton Senna, McLaren Michele Alboreto, Ferrari Gerhard Berger, Ferrari Nelsoin Piquet, Lotus Allesandro Nannini, Benetton 1.37.37.328 1.38.08.455 1.38.49.123 hring á eftir hring á eftir hring á eftir Staðan í keppni ökumanna: Stig Alain Prost, Frakklandi 54 Ayroton Senna, Brasilíu 39 Gerhard Berger, Austurríki 21 Nelson Piquet, Brasilíu 13 Michele Alboreto, Ítalíu 13 Alain Prost vann í 32. skipti, þegar hann kom fyrstur í mark í franska kappakstrinum á sunnudaginn. Vann hann sinn fjórða sigur á þessu ári og hefur forystu í heimsmeistarakeppni Formula 1 ökumanna. Reuter Lýsandi mynd fyrir ástandið í Formula 1 kappakstrinum f' ár. McLaren Ayrtons Senna er óstöðvandi á meðan keppinautarnir yfirgefa bíla sína vegna bilana. Hér skokkar Belginn Thierry Boutsen yfir brautina á meðan Senna þýtur áfram í annað sætið. osartslA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.