Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 55 FRJALSAR Þorvaldur fórekki til Skot- lands Þorvaldur Þórsson, grindar- hlaupari, tognaði á æfíngu og komst ekki með fijálsíþróttalands- liði íslands til Skotlands,_ þar sem landskeppni milli Skota, íra og ís- lendinga fer fram í Edinborg um helgina. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, stóðst læknisskoðun og fór út með landsliðinu í morgun. Stærsta landslið íslands frá upphafí keppir í Edinborg, eða alls fímmtíu íþrótta- menn. Sjö nýliðar taka þátt í keppninni. Björg Össurardóttir, FH, Fríða Rósa Þórðardóttir, UMSK, Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB, Jón A. Sig- uijónsson, KR, Frímann Hreinsson, FH og Bessi Jóhannesson, ÍR. Þess má geta að í fyrsta skipti fer sjúkraþjálfari með landsliðinu út. Það er Sif Friðleifsdóttir, sem er einnig sjúkraþjálfari handknatt- leiksliðs Víkings. íris Grönfoldt „Ég er ekki búin að ná Æ Æ ■■ ■ mer i oxl- inniáí - segir íris Grönfeldt, sem keppti í spjót- kasti íArósum m Iris Grönfeldt kastaði spjótinu 52.98 m á fijálsíþróttamóti í Árósum í Danmörku í gærkvöldi. íris var tæpa tíu metra frá sínum besta árangri. „Ég er ekki í nægi- lega góðri æfíngu, enda ekki búin að ná mér - eftir að ég meiddist í öxl fyrir sex vikum. Þetta var fyrsta mótið sem ég tek þátt í síðan þá. Þetta var upphitunarmót fyrir land- skeppnina í Edinborg,“ sagði íris, sem varð þriðja. íris sagðist reyna að ná Ólympíu- lágmarkinu öðru sinni í ágúst. Sama sagði Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, sem hefur einnig verið meiddur. Hann varð sigurvegari í kúluvarpi - kastaði 19.07 m. »Ég er ánægður með að hafa kastað yfir nítján metra,“ sagði Pétur. Guðmundur Sigurðsson keppti í 800 m hlaupi og varð fjórði. Hann hljóp á 1:51.80 mín. 4. DEILD Huginn mátli sættasig viðtap Magni gerði góða ferð á Seyð- isfjörð í gærkvöldi. Huginn og Magni léku þar í B-riðli 3. deild- ar og sigraði Magni með tveimur mörkum gegn engu. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Valur gengur til liðs við Tindastól „Hvalreki fyrirokkur að fá Val og Bandaríkjamanninn Daniel Dunn," segir Friðrik Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls Valur Inglmundarson VALUR Ingimundarson, landsliðsmaður og fyrrum þjálfari Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik, ákvað í gœr að ganga til liðs við nýliða Tindastóls frá Sauðárkróki. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum um að Valur mun koma til með að styrkja Tindastólsliðið geysilega, enda besti körfuknattleiks- maður íslands. að er gífurlegur hvalreki fyr- ir okkur að fá Val til okkar. Við vonumst eftir að geta nýtt krafta hans og hann falli vel irin f leik liðsins, ásamt Bandaríkja- manninum Daniel Dunn, sem þjálfar og leikur með liðinu. Það er mikili styrkur fyrir hið unga lið okkar að fá þessa reynslu- miklu leikmenn,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls, í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Dunn kemur til íslands á þriðju- daginn kemur og mun hann þá leggja fram æfíngaplan fyrir leik- menn Tindastóis. Þess má geta að Guðbrandur Stef- ánsson, sem lék með Breiðabliks- liðinu sl. keppnistímabil, hefur ákveðið að ganga til liðs við Tindastól. „Það er mikill hugur í mönnum hér og við erum ákveðn- ir að byija í úrvalsdeildinni með látum," sagði Friðrik. Morgunblaöið/Bjarni Skíðagöngugarparnir standa hér f fullum skrúða á hjólaskíðum með sérhannað umferðarmerki fyrir framan sig. Frá vinstri: Ólafur Björnsson, Ólafsfirði, Rögnvaldur Ingþórsson, ísafírði, Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfírði, Haukur Eiríks- son, Akureyri, Baldur Hermannsson, Siglufirði og Ölafur Valsson, Siglufirði. Gengið 1500 km á malbiki um. SEX landsliðsmenn í skíða- göngu hefja í dag boðgöngu á hjólaskíðum til kynningar og fjáröflunar fyrir landsliðið. Gengnir verða samtals 1500 km og er gert ráð fyrir að gang- an taki fjóra til fimm daga. Gönguleið kappanna er 8 km hringur á malbikuðum götum á Seltjarnarnesi og í Vesturbæn- Gangan hefst í dag kl. 15:00 á Nesvegi á mörkum Reykjavík- ur og Seltjarnamess. Göngunni lýk- ur í síðasta lagi um miðjan dag 12. júlí. Ef þetta tekst er sennilega um heimsmet að ræða, þótt ekki hafi fengizt á því staðfesting. ísfírzkir göngumenn gengu 1000 km á þenn- an hátt árið 1983. Skíðalandsliðið mun æfa stíft í vet- ur og fara í margar æfíngaferðir. Það mun meðal annars verða í Dachstein í Austurríki og í Svíþjóð. Til þessara fara þarf fé og því er ætlunin að safna áheitum meðan á hjólaskíðaboðgöngunni stendur og geta menn hringt þau inn í síma 91-22662 kl. 18:00 - 21:00. KNATTSPYRNA Drengjalands- liðið valið Lárus Loftsson, þjálfari drengja- landsliðsins í knattspymu, hef- ur valið sextán leikmenn sem keppa munu fyrir hönd íslands á Norður- landamóti drengjalandsliða í Vest- eras í Svíþjóð - dagana 31. júlí til 7. ágúst. Eftirtaldir leikmenn vom valdir: Amar B. Gunnlaugsson.................ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson...............ÍA Friðrik Ingi Þorsteinsson..........Fram Guðmundur Páll Gíslason...........Fram Gunnar Þór Pétursson..............Fylki J. Ásgeir Baldurs...................UBK Kjartan Páll Magnússon.......Stjðmunni Kristinn Ingi Lárusson.......Stjömunni Lárus Orri Sigurðsson...............lA Nökkvi Sveinsson....................Tý Pétur Hafliði Marteinsson..........Fram Sigurður Fr. Gylfason...............Tý Sigurður Ómarsson...................KR Steingrímur Öm Eiðsson..............KS Þórhallur Dan Jóhannsson..........Fylki Ægir Þormar Dagsson..................KA KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Morgunblaðið/Bjarni Halldóra Gylfadóttlr, ÍA, á hér í höggi við Helenu Ólafsdóttur í KR og hefur betur. KR-ingurinn Jóna Kristjánsdóttir fylgist með. Helena skoraði mark KR í gærkvöldi, en Halldóra lagði upp jöfnunarmark ÍA. Helena meo glæsimark Sanngjarnt iafntefli hjá KR og ÍA KR og ÍA skildu jöfn þegar liðin mættust á KR-velli í gærkvöldi. Hvort lið skoraði eitt mark og voru bæði mörkin sett í síðari hálfleik. að var fyrirtaks knattspymu- veður í vesturbænum í gær- kvöldi, logn og blíða. Leikurinn bar þess þó engin merki lengst framan af. Fyrri hálfleikur var slakur hjá báðum liðum. KR-stúlkumar vom nokkm frískari framan af án þess þó að skapa sér umtalsverð mark- tækifæri. Þó átti Helena Ólafsdóttir tvö góð skot að marki ÍA, en hvor- ugt þeirra hitti rammann. Upp úr miðjum fyrri hálfleik komu Skagastúlkumar meira inn í leik- inn. Á 30. mínútu skallaði Halldóra Gylfadóttir naumlega yfír mark KR úr þröngu færi og tveimur mínutum síðar átti Ásta Benediktsdóttir þru- muskot sem sleikti utanverða stöngina hjá KR. Rétt fyrir leikhlé kom góð sókn hjá KR sem lauk með því að Jóna Kristjánsdóttir fékk boltann á markteig en skaut fram hjá Skaga- markinu. Staðan í leikhléi var því 0:0. Síðari hálfleikur var öllu llflegri. Á 8. mínútu fengu KR-ingar horn- spymu og upp úr henni skoraði Helena Ólafsdóttir glæsilegt mark^. Kristrún Heimisdóttir tók horn- spymuna og sendi knöttinn hátt yfír Skagavörnina. Helena kom á fleygiferð utan af vítateigskanti og hamraði boltann í netfð; 1:0. Skagastúlkumar jöfnuðu metin á 27. mínútu. Halldóra tók auka- spymu og skaut að marki KR. Karólína Jónsdóttir markvörður greip boltann, en náði ekki að halda honum. Boltinn hrökk í stöngina og þaðan út í markteig. Eftir nokkra þvögu í teignum náði Ásta Benediksdóttir að lauma honum markið. ÍA sótti mjög það sem eftir var leiksins, en hafði ekki erindi sem erfiði. Þær vora þó nálægt því að bæta við öðra marki þegar Ásta skaut fram hjá opnu KR-markinu eftir misheppnað úthlaup Karólínu. Skömmu síðar var flautað til leiks- loka og endaði því leikurinn með jafntefli sem teljst má sanngjarnt þegar á heildina er litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.