Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21 JÚLÍ 1988 B 5 Sjávarútvegur Fjarðamethf. fram- leiðir net í laxeldiskvíar Seyðisfirði. FYRIRTÆKIÐ Fjarðarnet hf. hefur hafið framleiðslu á netum í laxeldiskvíar og er þegar búið að afhenda net í þijár kvíar. Það var fyrirtækið Austmat hf. á Reyðarfirði sem keypti fyrstu Iðnaður Flæðilínur gefa góða raun Hannaðar í samstarfi Eðalstáls og Rekstrartækni EÐALSTÁL hf. i Kópavogi hefur nú í nógu að snúast við að framleiða upp í pantanir á flæðilínu þeirri sem fyrirtækið, i samvinnu við Rekstr- artækni hf., hefur hannað. Henni hefur verið komið fyrir í frystihús- inu Heimaskaga á Akranesi, og gefið góða raun þar, að sögn forráða- manna Eðalstáls. Innan skamms verður önnur flæð- ilína sett upp hjá Brynjólfi hf. í Njarðvíkum, auk þess sem Eðalstál er að framleiða línu fyrir Hafnarberg í Þorlákshöfn. Flæðilínan tekur yfir þann framleiðsluþátt sem nær frá flökunarvél að pökkun. Bjöm Jóhannsson hjá Eðalstáli segir, að með þeirri sérhæfíngu starfsfólks sem línan hefur í för með sér náist dýrmætur tímaspamaður, auk þess sem hún auðveldi starfs- fólki vinnu sína. Þetta tekst með þeim hætti að flæðiiínunni er skipt í snyrtilínu annars vegar, og skurð- arlínu hins vegar. Bjöm segir að komið hafí í ljós þar sem línan hefur verið sett upp, að framleiðslugeta hvers starfsmanns aukist úr u.þ.b. 12-15 kg. á klukkustund, í u.þ.b. 20 kg. á klukkustund. Snyrtilínan bygg- ist upp á færibandi sem tekur við flökunum eins og þau koma frá flök- unarvél, en meðfram færibandinu em 6-16 vinnupláss við ljósaborð. Eftir snyrtingu eru flökin siðan sett á færiband, sem ber þau að skurðarlín- unni, en aðrar afurðir og úrgangur eru skilin frá. Skurðarlínan er byggð upp á svip- aðan hátt, færiband tekur við flökun- um frá snyrtilínunni, og meðfram því era 4-6 vinnupláss við ljósaborð. Þar er fylgst með að engir gallar séu á snyrtingu flakanna, jafnframt því sem þau era skorin endanlega til, eins og þau eiga að vera í pakkning- um. Línan gefur síðan starfsmannin- um möguleika á að senda þtjár mis- munandi afurðir til pökkunar. Til dæmis um kosti línunnar fram- yfír bakkakerfi nefndi Björn að tíminn frá flökun að pökkun styttist til muna, að vinnutími starfsmanna nýttist betur þar sem færibönd flyttu hráefnið, auk þess sem flökin færa betur á færiböndum en í bökkum. Fyrirtækin ætla að kynna þessa nýju fiæðilínu á sjávarútvegssýningu í Þrándheimi i haust, í samstarfí við Pólstækni hf., með útflutning í huga. HAGRÆÐING Snyrtilinan úr flæðilinu sem Eðalstál setti upp hjá Heimaskaga hf. á Akranesi. Að sögn forráðamanna Eðalstáls og Rekstrartækni hf. er mikil hagræðing af svona linum við vinnslu fískflaka. Tengiflugiö til Reykjavíkur frá áfangastöðum úti á landi er ^ V- innifaliö í Saga Class far- gjaldftíu. Áuk þess er tengiflug frítt til nokkurra borga í Evrópu, aðallega í Danmörku og Noregi. FLUCLEIDIR CLASS laxeldisnetin sem fyrirtækið framleiðir. Það mun einungis vera eitt annað fyrirtæki á landinu sem framleitt hefur net í laxeldiskvíar fyrir íslensk lax- eldisfyrirtæki og er það staðsett á Akranesi. Þessi net hafa i flest- um tilfellum verið innflutt og þá aðallega frá Noregi. Að sögn Ásgeirs Ámundarsonar framkvæmdastjóra og aðaleiganda Fjarðarnets er þetta gert eftir norskri fyrirmynd. Laxeldi í sjó hefur aukist töluvert á Austfjörðum og sagðist Ásgeir vonast til að tölu- verð framleiðsla gæti orðið á næstu áram. „Við höfum aðallega verið í troll- og nótaviðgerðum auk fram- leiðslu á trollum fram að þessu og þjónustu við togarana hér á staðn- um en við reiknum með að þetta geti orðið til þess að breikka fram- leiðslulínu fyrirtækisins og þar með styrkt rekstrargrandvöll þess. Reyndar höfum við haft næg verk- efni þannig að það má segja að þetta sé hrein viðbót, en þetta er líka þannig framleiðsla að það er hægt að vinna að henni allt árið NETAGERÐ — á Seyðisfírði. ' :?;T -1; Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Unnið við nót fyrir utan hús Fjarðamets hf. og hafa það sem aðalverkefni þegar minna er að gera í viðgerðum þ.e.a.s. yfir sumartímann þegar loðnu- og síldarvertíðin er ekki fyr- ir hendi,“ sagði Ásgeir Fjarðamet hf. var stofnað haust- ið 1984 og era eigendur þess tíu einstaklingar auk Ásgeirs. Fastir starfsmenn fyrirtækisins í fullu starfí eru fimm, en auk nokkurra í hlutastarfi og fer starfsmanna- fjöldinn allt upp í tuttugu yfir síldar- og loðnuvertíðina. Jóhann Hansson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði að það sem stæði fyrirtækinu aðal- lega fyrir þrifum í dag væri að það vantaði betra og stærra húsnæði. „Við eram hér í gömlu húsi, að vísu byggðum við hér litla skemmu til viðbótar en það nægir engan veginn í dag. Helst vildi ég rífa gamla húsið og byggja nýtt og stórt hús á lóðinni, hús sem byggt væri með þarfir fyrirtækisins í huga. Þetta er mjög góður staður fyrir okkur og lóðin er nógu stór ef gamla hús- ið yrði rifíð,“ sagði Jóhann. — Garðar Rúnar Mikilvæg nýjung! Nýr útflutningshugbúnaður frá Tollmeistaranum Hnoðri hf. með einkasöluleyfið Þessi nýi hugbúnaður er bylting í þjónustu við útflytjendur. Skýrslugerðin er afgreidd með einum innslætti og upplýsingar má kalla fram eftir þörfum. Vinnsla með Tollmeistaranum er mjög auðveld, hvort heldur er fyrir óvana starfsmenn eða þaulreynda kunnáttumenn. 1. Innsláttur: * Cif eða fob verð. * ísl. kr. eða erlend mynt. Notandi getur valið með innslætti og unnið: * Farmbréf sér. * Fært allar skýrslur strax. * Viðbót við farmbréf. * Aðeins vöruliði. * Fest ýmsar upplýsingar og sparað innslátt. * Fært og leiðrétt t.d. PROTEIN, FITU, SALT og RAKA. * Ritað samninga, sendibréf o.fl. 2. Útskrlftir: * Útflutningsskýrslur. * Farmbréf. -* Móttökukvittanir. * EUR skírteini, framhlið og bakhlið. * Matsvottorð. * Upprunavottorð. * Útflutningsleyfi. * Vörureikningar. * Samningar. * Tilkynningar og smærri bréf. Einn innsláttur er allt sem þarf! 3. Yfirlit: * Mánaðarlegt yfirlit: útflutningur samtals. * Ársyfirlit: útflutningur samtals. * Útflutningsskýrslur - flett upp í þeim. * Tollskrá - flett upp í henni. * Vöruliðayfirlit. 4. Hjálparaðgerðir: * Viðskiptamannaskrá. * Vörunúmeraskrá. * Tollskrá. * o.fl. T Við bjóðum jafnframt öflugt innflutningsforrit frá Tollmeistaranum. HNOÐRl M Bíldshöfða 16, sími 687744

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.