Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 r r • • ERTILSOLU í kjölfar sameiningar DAIHATSU og VOLVO og samruna sölu- og þjónustuþátta í Skeifunni 15 og á Bíldshöfða 6, eru aðalstöðvar DAIHATSU í Ármúla 23 til sölu. 4 Lo'íc Mallié orgelleikari mun leika í Prestbakkakirkju á Síðu, Akur- eyrarkirlgu og Dómkirbjunni í Reykjavík í lok ágúst og byijun sept- ember. Franskur orgelleikari á tónleikaferð um landið s_____ Eignin skiptistsem hérsegir: Skrifstofuhæð 216 fm, verslunarhæð 216 fm, kjallari 216 fm. Bakhús: Bifreiðaverkstæði 452 fm, lofthæð 6-8 metrar. Bílasalur í kjallara 450 fm. Góð bílastæði fyrir framan og á bak við bygginguna. Húsið og allur frágangur er mjög góður. Aðalpósthús Reykjavíkur er 1 næsta húsi, Ármúla 25. Vinsamlegast hafið samband við Gísla ísíma 687633, Jóhann í síma 688112ogSigtryggí síma 691600. FRANSKI orgelleikarinn LoTc Mallié er hér á landi um þessar mundir í boði Alliance frarnjaise. Hann 'heldur hér þrenna tón- leika, þeir fyrstu verða í Prest- bakkakirkju á Siðu sunnudaginn 28. ágúst, þriðjudaginn 30. ágúst leikur hann í Akureyrarkirkju og þriðju og síðustu tónleikarnir verða svo í Dómkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 1. sept- ember kl. 20.30. í fréttatilkynningu frá Alliance framjaise segir að efnisskráin verði breytileg í samræmi við möguleika hljóðfæranna í kirkjunum þremur, en búast megi við verkum eftir Jo- hann Sebastian Bach og Olivier Messiaen. I Dómkirkjunni mun LoTc Mallié einnig leika verk eftir sjálfan sig en hann er afkastamikið tónskáld og hefur samið allmörg verk, bæði fyrir einleik og stórar hljómsveitir. I lok allra tónleikanna leikur hann af fingrum fram. LoTc Mallié fæddist í La Baule við ósa Loire-fljóts í Frakklandi árið 1947. Hann stundaði nám í tónsmíðum og í píanó- og orgelleik við tónlistarháskólann í París þar sem frægasti kennari hans var án efa Messiaen. Jafnframt tónlist- amáminu lauk hann námi í lög- fræði. LoTc Mallié vann til fjölda verð- launa í skólanum og á námsámnum einnig utan skólans í alþjóðlegum’ samkeppnum. Skal þar frægust telja verðlaun fyrir „impróvísasjón" á píanó í Lyon 1977 og á orgel á sama stað 1979. Hann hreppti hin eftirsóttu verðlaun fyrir „impróví- sasjón" á orgel í Chartres 1982. LoTc Mallié er prófessor við tón- listarháskólann í Lyon þar sem hann er starfsbróðir Eddu Erlends- dóttur píanóleikara. Hann er orgel- leikari við kirkju heilags Péturs í Neuilly og hefur haldið tónleika víða um lönd við góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. GRENNIST AN AREYNSLU MÖGULEIKINN ER SKAMMT UNDAN OPNUM NÝJA ÆFINGASTOFU Reyndu SLENDER YOU, nýju megrunaraðferðina! Að grennast með bros á vör! Án þreytandi æfinga, án gífurlegrar áreynslu. Þetta hljómar ótrúlega en samt er það satt. Svona er nýja meg- runaraðferðin, SLENDER YOU. HVAÐ ER SLENDER YOU? Tvisvar í viku leggst þú sex sinnum í 10 mínútur á sex vélvædda bekki, sem eru sérstaklega hannaðir til að örva starfsemi mikilvægustu vöðva líkamans: Maga, fætur, brjóst, læri, mjaðmir og handleggi. Andstætt hefðbundnum aðferðum veldur SLENDER YOU því ekki að vöðvamir bólgni upp, heldur styrkj- ast þeir og verða liprari. Og þar sem SLENDER YOU hjálpar þér að losna við fitu og appelsínuhúð, líka á „erfiðu“ stöðunum, getur þú losnað við nokkra aukasentimetra! Auk þess verður þú algjörlega út- hvíld(ur) eftir SLENDER YOU með- ferð, og full af orku, þar sem það eru tækin sem vinna erfíðið fyrir þig! FYRSTA MEÐFERÐ- IN ALLTAF ÓKEYPIS Eftir að þú hefur reynt einu sinni ókeypis, viltu ekki vera án SLEND- ER YOU. Komdu og prófaðu SLENDER YOU ókeypis, til þess að sannfærast og fáðu jafnframt líkamsgreiningu á tölvu, án nokkurra skuldbindinga fyrir þig auðvitaó. EKKERT ÞÁTTTÖKU- GJALD, ENGIN FYRIRFRAM GREIÐSLA Efþú óskar að opna SLENDER YOU stofu, skalt þú hafa samband umboðs- mann SLENDER YOU á íslandi: Teygju-bekkur Fóta-bekkur Setu-bekkur Hjá SLENDER YOU greiðir þú fyr- ir hverja meðferð út af fyrir sig. Þú getur hætt meðferðinni þegar þú vilt af því að SLENDER YOU krefst hvorki þátttökugjalds né fyrirfram- greiðslu. Þú hefur sem sagt engu að tapa... nema nokkrum sentimetrum. Hik- aðu ekki lengur, það er SLENDER YOU stofa í nágrenninu. ÓLÖFU EINARSDÓTTUR, SÆVARLANDI4, -108 REYKJAVÍK, SÍMAR: 91-32385 OG 42628 f BELGÍU: 90-32-2-4600404 TÍMAPANTANIRI SÍMA 689969 Mjaðma-bekkur Sandpokabekkur Nudd-bekkur Gylender Qsfc. nHchroní 99 Ravl/íavíL I ,í| Suðurlandsbraut 22, Reykjavík ou Líkamsræktarstofur 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.