Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 29
MbRGÚrtBLÁÐÍÐ, FIMMTtÍDAtíUR 25. ÁtíÚST 1988 Morgunblaðið/Ólafur Bernðdusson Við aðalgötuna á Skagaströnd stendur gamalt hús sem eigendur hafa ekki haldið við sem skyldi. Nokkrir sjálfboðaliðar fengu leyfi til að mála húsið,einn góðviðrisdaginn. í hópnum eru þrír hrepps- nefndarmenn, húsmæður og stöðvarstjóri Pósts & síma. Skagaströnd f egruð Skag^aströnd. Umhverfismál hafa verið ofar- lega á baugi á Skagaströnd i sum- ar og hefur verið unnið að fegrun bæjarins á ýmsan hátt. Nýlega var lokið við að steypa kantsteina meðfram nokkrum götum í þorpinu en alls voru steyptir 5,3 km af kantsteinum. Fyrirtækið Vél- tækni hf. sá um verkið og var kostn- aður á metra 475 krónur eða sam- tals rúmar 2,5 milljónir króna. Með tilkomu kansteinanna hefur útlit gatna gjörbreyst til hins betra en jafnframt hafa götumar þrengst nokkuð. Auk kantsteinalagningar hafa mörg auð svæði verið lögð með þök- um og annars staðar hefur verið hellulagt. Allt kapp var lagt á að ljúka þessum framkvæmdum fyrir heimsókn forseta íslands, Vigdisar Finnbogadóttur í þessari viku. Hefur töluverður hluti þökulagn- ingarinnar verið unninn í sjálfboða- vinnu af meðlimum í hinum ýmsu félögum sem starfa á staðnum. Einn- ig hefur nýstofnað skógræktarfélag á Skagaströnd hafíð ræktun á skjól- belti í berginu ofan við bæinn í sam- vinnu við Höfðahrepp með því að gróðursetja þar um 900 tijáplöntur. Er það mál manna á Skagaströnd að þrátt fyrir að nokkuð hafí áunnist í fegrun bæjarins sé þetta aðeins byijunin þar sem Skagaströnd sé nokkuð aftarlega á merinni hvað þetta snertir. - ÓB Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fyrirlestur um þarfir syrgjenda SAMTÖK um sorg og sorgarviðbrögð efna til opins fundar annað kvöld, föstudaginn 26. ágúst klukkan 20.30 í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Á fundinum mun dr. Colin Murray Parkes flytja fyrir- lestur um þarfir syrgjenda og hvemig best megi mæta þeim. Fundur- inn er öllum opinn og að fyrirlestri loknum mun dr. Parkes svara fyrirspurnum fundargesta. Dr. Colin Murray Parkes er for- seti CRUSE, breskra samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Hann er geðlæknir og höfundur greina og bóka um málefni syrgjenda. í fyrir- lestrinum mun hann fjalla um þarf- ir þeirra sem misst háfa ástvini sín og hvemig best megi mæta þeim. Fyrirlestur dr. Parkes mun túlkað- ur jafnóðum, sem og þær fyrir- spumir og svör sem kunna að fylgja í kjölfarið. Samtök um sorg og sorgarvið- brögð vom formlega stofnuð sfðast liðið haust og í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að allt frá stofnun þeirra hafí glögglega kom- ið í ljós að mikil þörf er fyrir slíka starfsemi hér á landi. Samtökin halda fræðslufundi reglulega auk þess sem starfað er með syrgjend- um í smærri hópum. Að sögn Sigf- inns Þorleifssonar, forsvarsmanns samtakanna, hafa félagar í sam- tökunum mikinn hug á að fá til liðs við sig fleira fólk sem hefur faglega þekkingu á málefnum syrgjenda og þarf að takast á við þau í starfí. Með það fyrir augum mun dr. Parkes halda námskeið á laugardag fyrir það fólk sem í dag- legu starfí þarf að kljást við sorg- ina og viðbrögð við henni. FiskverA á uppboAsmörkuðum 24. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- vorö verö verö (lestir) verö (kr.) Þorskur 42,00 42,00 42,00 1,657 69.615 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,040 1.418 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,144 2.162 Samtals 39,74 1,842 73.192 Selt var úr ýmsum bátum. I dag verða m.a. seld 10 tonn af þorski úr Keili RE, 2 tonn af þorski og 0,5 tonn af löngu úr Sandafelli SU, 0,7 tonn af ýsu frá Rafni hf. í Sandgeröi, 1 tonn af ýsu og 0,5 tonn af steinbít frá Kristjáni Guömundssyni á Rifi. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 43,50 39,50 42,21 23,932 1.010.184 Ýsa 62,00 6,00 42,56 3,053 129.945 Ufsi 25,50 5,00 24,58 6,707 164.867 Karfi 23,50 20,00 22,48 8,154 183.271 Steinbítur 24,00 13,00 22,90 1,915 43.845 Hlýri+steinb. 23,00 23,00 23,00 0,652 15.008 Langa 13,00 5,00 11,47 0,110 1.262 Blálanga 5,00 5,00 5,00 0,070 350 Sólkoli 51,50 46,00 51,04 0,252 12.863 Skarkoli 44,50 25,00 33,60 5,070 170.364 Lúöa 75,00 40,00 57,39 0,611 35.065 Samtals 34,97 50,527 1.767.024 Selt var aöallega úr Höfrungi II GK og Sigurði Þorleifssyni GK. I dag veröa m.a. seld 60 tonn af þorski og 13 tonn af ufsa úr Bergvík KE. Skákþing íslands: Æfingaleysi og afleikir hrjá marga keppendur Skák Bragi Kristjánsson Skákþing íslands í landsliðsflokki var sett í Hafnarborg í Hafnarfírði 14. ágúst sl. Hafnfírðingar halda mótið í tilefni 80 ára afmælis bæjar- ins og gera það með miklum glæsi- brag. Keppendur geta ótruflaðir ein- beitt sér að skákunum, því glervegg- ur skilur þá og áhorfendur að. í áhorfendasal eru aðstæður eins og best gerist. Skákáhugamenn virða fyrir sér stöðumar í skákunum í björtu og menningarlegu umhverfí, þar sem málverk skreyta veggi. Mörg töfl eru á borðum gestum til afnota og skákskýringar eru í einu hominu. Hafnfírðingar gefa út móts- blað með öllum skákunum og grein- um og frásögnum frá mótinu. Skákáhugamenn ættu að fjöl- menna í Hafnarborgina og njóta þess, sem þar er að hafa, sérstaklega þegar haft er í huga, að mótið er mjög spennandi og fjörlega teflt. Þátttakendur eru tólf, þeirra á meðal tveir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Þegar þetta er ritað, hafa sjö umferðir verið tefldar, og em Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson, stórmeistari og íslandsmeistari 1986 og 1987. jafnir í efsta sæti með 6 vinninga. I þriðja sæti kemur stórmeistarinn Jón L. Ámason, 5'/2 v. Karl Þorsteins er í ijórða sæti með 4V2 vinn., Þröstur Þórhallsson og Hafnfírðingurinn Ágúst Sindri Karlsson eru í 5.-6. sæti með 4 v. Um stöðuna í mótinu vísast að öðru leyti til meðfylgjandi töflu. Keppendur hafa teflt fjörlega, en meira af kappi en forsjá. Mótið er greinilega fyrsta mót komandi skák- vetrar, því æfíngarleysi hijáir marga keppendur. Afleikir eru grófir og fleiri en elstu menn muna. Þær þijár skákir, sem hér fara á eftir, sýna þetta vel. Davíð, Ágúst og Benedikt eru algjörlega óþekkjanlegir í þess- um skákum og tapa þeim baráttulí- tið. 3. umferð Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Davíð Ólafsson Sikileyjarvöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e6, 6. Bc4 - Hannes Hlífar fetar í fótspor Fisc- hers, þótt þetta afbrigði sé ekki eins vinsælt í dag eins og fyrir tuttugu árum. 6. - a6, 7. Bb3 - Bd7 Algengast er, að svartur hefji strax aðgerðir á drottningararmi með 7. — b5. 8. f4 - Rc6, 9. Be3 - Dc7, 10. Laugarásbíó frumsýnir „Stefnumót“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Stefnumót sem heitir á frummálinu „Two Moon Junction“. Með aðalhlut- verk fara Richard Tyson, Sheri- lyn Fenn, Louisa Fletcher og Burl Ives. Leikstjóri er Zalman King. í fréttatilkynningu frá Laugarás- bíói segir m.a.: Myndin fjallar um unga stúlku sem lifir í allsnægtum hjá foreldrum sínum. Brúðkaup hennar og kærasta er á næsta leiti en stúlkan laðast að ókunnugum flakkara sem kemur til bæjarins. Saklaust ævintýri verður að spenn- andi ráðgátu þegar samband stúlk- unnar og flakkarans gerist flókn- ara. Df3 - Be7, 11. 0-0-0 - Ra5? Svartur hefur ekki tíma til að elta biskupinn á b3. Best var 11. — Rxd4 ásamt Bd7 — c6. 12. g4 - Rxb3, 13. axb3 - Hc8? Svartur átti að rýma d7-reitinn fyrir riddaranum á f6 með 13. — Bc6. 14. g5 - Rg8, 15. Kbl - b5, 16. f5 - b4, 17. fxe6! - fxe6 18. Hhfl - Rf6 Eða 18. — bxc3, 19. Df7+ — Kd8, 20. Dxg7 - cxb2, 21. Hf8+ - Bxf8, 22. Rxe6+ og svarta drottn- ingin fellur. 19. gxf6 - Bxf6, 20. Dh5+ - g6 Ekki gengur 20. — Ke7, 21. Rf5+ - Kd8, (21. - exf5, 22. Rd5+), 22. Hxd6 — exf5, 23. Bb6 o.s.frv. 21. Dh6 - Be5, 22. Bf4 - Bf6, 23. Bg5 - Bxd4, 24. Hxd4 - Bb5 Svartur á manni minna 0g opna kóngsstöðu. Hannes Hlífar vinnur örugglega úr yfirburðum sínum. 25. Hf6 - bxc3, 26. Hxe6+ - Kf7, 27. He7+ - Dxe7, 28. Bxe7 - Kxe7, 29. Dg5+ - Kd7, 30. Df6 - Kc7, 31. De7+ Kb6, 32. bxc3 - Hhe8, 33. Hxd6 - Bc6, 34. Dd7! - Hf8, 35. Hxc6 - Hxc6, 36. Dd4+ og svartur gafst upp, því hann tapar öðrum hróknum, t.d. 36 — Kb7, 37. Dg7+ o.s.frv. 6. umferð: Hvitt: Róbert Harðarson Svart: Ágúst Sindri Karlsson Skoskur leikur I. e4 - e5,2. Rf3 - Rc6,3. d4 - Góð tilbreyting frá Spænskum leik, 3. Bb5, sem er langalgengasta byijunin í þessari stöðu. 3. - exd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Bb4,6. Rxc6 — bxc6, 7. Bd3 — d5 Svartur jafnar taflið eftir 7. — 0-0, 8. 0-0 - He8, 9. Bg5 - h6, 10. Bh4 - d6, 11. f4 - Bb7, 12. Khl — Bxc3,13. bxc3 — c5 o.s. frv. 8. exd5 — cxd5 Önnur leið er hér 8. — De7-i--- 9. De2 — Dxe2+, 10. Kxe2 — cxd5, II. Rb5 - Ba5, 12. Bf4 - Kd8 með jöfnu tafli. 9. 0-0 - 0-0, 10. Bg5 - c6, 11. Df3 - Be7 Svartur hefur haldið jöfnu tafli eftir 11. - He8, 12. Bxf6 - dxf6, 13. Dxf6 - gxf6, 14. Re2 - Bg4 o.s.frv. (Spielmann — Balogh, Búkar- est 1934). 12. Hael - h6?! í framhaldi skákarinnar kemur í ljós, að Ágúst Sindri þekkir ekki fræðin nægilega vel. Hann hefði bet- ur teflt rólega: 12. — Be6, 13. Re2 - c5, 14. Bf5 - Dd7, 15. Bxe6 - fxe6, 16. Rf4 - Re4, 17. Bxe7 - Dxe7, 18. De7 - Dd6, 19. Rxe6 - Dxe6, 20. f3 með nokkuð jöfnu tafli. 13. Bxh6!? - gxh6,14. De3 - Bd6? Svartur tapar einnig eftir 14. — He8?, 15. Dxh6 - Dd6, 16. He3 og hótunin He3-g3 verður svarti ofviða. Eina vömin er 14. — d4l, 15. Dxh6 - Dd6, 16. Dg5+ - Kh8, 17. Hxe7 — Dxe7, 18. Dh6+ með þrá- skák og jafntefli. 15. Dxh6 - Bg4, 16. He3 - Hb8 eða 16. - d4, 17. Re4! - Rxe4, 18. Hxe4 og hvítur vann (Vanka-Hort, Tékkóslóvakíu 1958). 17. Hf3! - Ef svarti riddarinn á f6 fellur eða flytur sig verður h7-reiturinn óvar- inn. Svartur verður því að drepa hrókinn á f3, en við það opnast g- línan til sóknar fyrir hinn hvfta hrók- inn. 17. - Bxf3, 18. gxf3 - Dc7 Svartur gat gefíst upp með góðri samvisku í þessari stöðu, en minnug- ur spakmælisins alþekkta, að enginn vinni skák á að gefa hana, leikur hann enn nokkra leiki. Hótun hvíts var einfaldlega 19. Khl og 20. Hgl+. 19. Dg5+ - Kh8 20. Dxf6+ - Kg8 21. Dg5+ og svartur lagði niður vopnin, enda timi kraftaverkanna liðinn: 21. — Kh8, 22. Dh6+ - Kg8, 23. Dh7 mát! Við skulum sjá annað byijunarslys frá mótinu. Það em fulltrúar Skák- félags Hafnatfyarðar, sem eigast við í 5. umferð: Hvitt: Benedikt Jónasson Svart: Ágúst Sindri Karlsson Spænskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - Rf6 Berlínar-vömin svokallaða, en al- gengara er að leika 3. — a6 o.s. frv. 4. 0-0 - Bc5!? Ágúst Sindri dustar rykið af gömlu afbrigði, sem Boris Spasskíj hafði mikið dálæti á á árunum l kring um 1960. 5. Hel? - þekktasti leikur hvíts er 5. Rxe5, og - framhaldið 5. — Rxe5, 6. d4 — c6, 7. dxe5 — Rxe4, 8. Bd3 — d5, 9. exd6 — ep — Rf6, (9. — Rxd6?, 10. Hel+ — Be6, 11. Hxe6n— fxe6, 12. Dh5+ ásamt 13. Dxc5 o.s. frv.), 10. Bg5 - Dd6, 11. Rc3 - Be6, 12. Bxf6 — gxf6 var einu sinni vinsælt, þótt það gæti hvít mun betra tafl. Síðar fóm menn að leika 5. — Rxe4, 6. De2 — Rxe5, 7. Dxe4 — De7, 8. d4 — Rc6, 9. Dg4 — h5, 10. Dxg7 - Bd4, 11. Dg3 - Be5, 12. De3 - Rd4 með flóknu tafli. Loks má benda á, að hvítur getur einfaldlega leikið 5. Rc3!? og komist þannig út í af- brigði af Fjögurra riddara tafli, sem er honum hagstætt. 5. - Rg4!?, 6. d4? - Best var að viðurkenna mistökin og leika 6. Hfl ásamt h2-h3 fljót- lega. í því tilviki er ekki gott að sjá, hvað svartur hefur grætt á að leika 5. - Rg4. 6. Rxd4!, 7. Rxd4 — Dh4!, 8. Dxg4 111 nauðsyn, því hvítur verður mát eftir 8. Rf3 - Dxf2+, 9. Khl - Dgl+!, 10. H(eða R)xgl - Rf2. Einnig er 8. Df3 — Bxd4 vonlaust fyrir hvít. 8. - Dxg4, 9. Rf5 - Kf8, 10. Rc3 — d6, 11. Re3 — Dg6 og svartur vann í 40 leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.