Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 38 Minning: Rúna Guðmunds- dóttir kaupmaður Rúna Guðmundsdóttir lést í Borgarspítalanum 15. ágúst sL, langt um aldur fram. Það eru nú 32 ár síðan ég kynntist Rúnu. For- lögin höfðu hagað því svo að ég varð ein með tvö böm á skólaaldri, svo það var ekki um annað að velja en fara að vinna úti. Dóttir mín hafði unnið eitt sumar í Gullfoss og hún sagði við mig, talaðu við Ragnar Þórðarson, sem ég gerði. Þá sagði Ragnar, talaðu við Rúnu í Markaðnum, Hafnar- stræti 5, hún ræður því, svo ég fór þangað og Rúna réð mig strax, sem ég hef alltaf verið henni mjög þakk- lát fyrir. Ég hafði bara verið húsmóðir. Þama vom 9 konur við afgreiðslu, glaðar, vel gefnar, ábyrgar og hug- rakkar. En það fór ekki á milli mála hver var verzlunarstjóri, Rúna stjómaði af festu og skörungsskap, og ég sé það betur og betur að það var það sem þurfti. Síðan flutti Markaðurinn uppá Laugaveg 89, kjóladeildin var á efri hæð, kápur, skór og ýmislegt niðri, ég og Elín Guðbrandsdóttir vomm settar í kjóladeildina, Rúna vann þar einnig, þama unnum við saman í 7 ár, eða þangað til Rúna stofnaði Parísartískuna. Með Rúnu fóm úr Markaðnum Margrét Siguijónsdóttir, sem er þar ennþá, og Gyða Ámadóttir yfir- saumakona, sem gerðist meðeig- andi í Parísartískunni. Gyða lést fyrir nokkmm ámm, milli sextugs og sjötugs að aldri. Ég fór svo til þeirra rúmu ári seinna og vann þar í 5 ár, fór þá til Bandaríkjanna og var þar í tæpt ár. Þegar ég kom heim bað Rúna mig að koma til þeirra aftur, svo ég var þar í 4 ár í viðbót, svo við Rúna unnum saman í 16 ár. Það fer ekki hjá því að fólk sem vinnur svona lengi náið saman þekkist vel. Rúna var með afbrigð- um glæsileg kona, vel snyrt og vel klædd hvenær dags sem var, enda fékk hún opinbera viðurkenningu fyrir það og að mínu áliti er reglu- legur sjónarsviptir fyrir Reykjavík að slíkri konu. Dóttir Rúnu fæddist þegar hún var enn í Markaðnum, hún var líka látin heita Rúna og var síðan alltaf kölluð Rúna litla. Okkur fannst við alltaf eiga dálítið í henni. Eftir að hún fæddist fór Rúna að sinni eigin verslun, svo búðin er jafngömul Rúnu litlu. Rúna var ein af þessu sjaldgæfa fólki, sem kunni að lifa lífinu lif- andi, hún var með afbrigðum skemmtileg og hnittin í tilsvömm, en aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkra manneskju. Hún gerði yfírleitt gott úr öllu, ef einhver misklíð kom upp hjá okkur sem unnum undir hennar stjóm, sem sárasjaldan varð, þá spurði hún einskis, heldur var í standi til að segja, jæja stelpur, eigum við ekki að fá okkur eitthvað gott með kaffínu, og þar með var allt gleymt. Oft sagði Rúna þegar mikið var að gera, hvað ætli fólk á besta aldri geti ekki, þetta og hitt, það var allur mögulegur aldur, á besta aldri, og ekki var hún að hlífa sjálfri sér, hún vann mikið og var afar nákvæm. Það kom best fram þegar tískusýningar vom haldnar víða um bæinn. Þá vom ekki til samtök sýn- ingarfólks og Markaðurinn og Parísartískan vom helstu tísku- verslanimar í bænum. Það er ótrú- leg vinna sem liggur að baki tísku- sýninga og ekki hlífði Rúna sér og smekkur hennar og nákvæmni komst vel til skila. Við Elín og sfðar ég og Margrét vomm ævinlega á staðnum að klæða stúlkumar og gæta fatanna. Rúna og Bára vom með tískusýn- ingu í fyrstu útsendingu sjónvarps. Rúna bauð okkur oft heim þegar hún bjó í Sólheimunum, það var ávallt svo yndislegt, fallega skreytt borð og góður matur, hún gerði allt að sannkallaðri hátíð. Þetta var eins og flölskylda þegar við komum saman. Gyða meðeigandi Rúnu var afar traust og ágæt manneskja. Hún hafði líka oft boð fyrir okkur. Teit- ur bróðir Rúnu kom oft til okkar með kjúklinga frá Móum, þá sagði Gyða stundum, komið þið nú heim með mér og við grillum, allir til í það og Rúna var alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar ég hætti í Parísartískunni fór ég að vinna í Rammagerðinni, Hafnarstræti 5, síðar Austurstræti 3, svo ég var í næsta nágrenni við Parísartískuna og kom oft við þar í matartímanum og ajltaf var mér tekið opnum örmum. Ég hélt áfram að koma við hjá þeim eftir að þær fluttu uppá Laugaveg. Síðast hitti ég Rúnu í maí, þá var ég á förum til Bandaríkjanna og var þar í 3 mánuði. Ekki datt mér í hug þá að það yrði í síðasta sinn sem ég hitti hana, ég sakna hennar mjög sárt. En sárast sakna hennar eigin- maðurinn Magnús Guðmundsson, börnin, bamabömin og tengdaböm- in. _ Ég votta þeim innilega samúð og bið Guð að styrkja þau. Megi friður og birta fylgja Rúnu á nýju tilverustigi. Aldís Þórðardóttir Það má með sanni segja, að þegar ég sendi þessi kveðjuorð frá Zonta- klúbbi Reykjavíkur þá finnst okkur erfitt að skilja, að við séum búnar að missa úr okkar hópi eina af okkar traustustu og eftirminnileg- ustu félögum. Rúna fæddist í Reykjavík 12. marz 1926, en hún ólst upp á Móum á Kjalamesi. Þar fékk hún að kynn- ast ftjálsu sveitalífi á stóru heimili, yngst Qögurra systkina, sem öll eru mikið manndómsfólk. Nú hverfur hugurinn að Zonta- klúbbi Reykjavíkur, þar sem ég átti eftir að kynnast Rúnu bezt og hin- um margþættu hæfileikum hennar og tengjast þeim vináttuböndum, sem em og verða mér mikils virði og gleymast aldrei. í þessum félagsskap átti ég líka eftir að kynnast mörgum merkum konum og tengjast sterkum vináttu- böndum, sem mér hafa orðið mikils virði æ síðan. Þama kynntist ég enn betur mik- illi ágætiskonu, rausnarskap hennar í klúbbnum og hæfileikum þeim, sem hún var gædd í svo ríkum mæli. í fjáröflun var hún engri lík. Stjómarstörf hlóðust á. Gjaldkeri klúbbsins var hún 1964—1966 og formaður klúbbsins 1966—1967. Einnig var hún í stjóm Margrétar- sjóðs, sem hefur með höndum fjár- öflun fyrir heyrarskerta og var þar unnið mikið og gott starf. Góð verk gerast ekki á einum degi, en ef hugur og kraftar eru sameinaðir stefnir allt í rétta átt. Starfsvettvangur Rúnu Guð- mundsdóttur var hér í Reykjavík. Hún stofnaði Parísartískuna árið 1963 og rak hana með miklum myndarbrag æ síðan. Það var segin saga, að ef mann vantaði fallega flík, þá var alltaf eitthvað að finna hjá Rúnu enda var hún með glæsilegan fatnað frá mörgum þekktum tízkuhúsum bæði í París, London og Þýzkalandi. Alltaf var Rúna reiðubúin að aðstoða við fjáröflun og hélt hún þá tízkusýningar, sem hún sá um að öllu leyti, sem bæði vöktu at- hygli á góðum- málefnum og ekki síður að þarna gerðum við sjálfum okkur og öðmm glaðan dag. Við söfnuðum auk þess peningum, sem runnu óskiptir f Maigrétarsjóð. Mér er minnisstæð ein slík Qár- öflunarskemmtun, þegar Zonta- klúbburinn hélt upp á merkisaf- mæli sitt. Þá fengum við að láni dúka og borðbúnað frá mörgum sendiráðum og konsúlötum hér í Reykjavík. Borð voru síðan skreytt með dýrindis postulíni og silfri. Eftir að öllu var lokið og tími kom- inn til að fara að halda heim varð Rúna eftir og gætti allra kjörgrip- anna til morguns, þegar hægt var að skila þeim. Hún var ábyrg fyrir þessu öllu og hún gat ekki skilið allt eftir gæzlulaust. Vináttutengsl okkar Rúnu eru mér ógleymanleg og ég veit að í klúb'onum er hennar sárt saknað af Zo.itasystrunum, bross hennar og gleði og hjartahlýju. Yndislegt heimili Rúnu og Magn- úsar stóð okkur opið, ef erlenda gesti bar að garði og var gestrisni þeirra hjóna með eindæmum. Rúna virtist ekkert hafa fyrir slíkum boðum. Allt, sem hún tók að sér, var alveg óaðfinnanlegt. Síðast vil ég nefna tízkusýningu, sem Rúna hélt í tilefni 25 ára af- mælis Parísartísjcunnar og haldin var í Listasafni ísland. Það er öll- um, sem þar voru, ógleymanlegt og verður hennar lengi minnzt. Það er sárt að kveðja hana svona fljótt, en enginn má sköpum reiina. Við vitum að látinn lifír og er það huggun harmi gegn. Eg samhryggist ástvinum hennar eiginmanni og Qölskyldu, sem hún tengdist svo sterkum kærleiks- böndum og bið þeim huggunar. Með kærri kveðju frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Áslaug Cassata. Á skilnaðarstundu langar mig að minnast Rúnu minnar, sem svo skyndilega er fallin frá. Okkar fyrstu kynni urðu fyrir nærfellt tuttugu árum, þegar sauma átti á mig fermingarkjólinn. Ég varð strax heilluð af þessari fasmiklu og glæsilegu konu, sem tók af mér málin og spjallaði við mig um snið og útlit kjólsins sem væri ég fullorð- in manneskja og mér þótti ég tölu- vert mikilvægur viðskiptavinur. Ekki óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að njóta svo náinna samvista við hana sem raunin varð á nokkr- um árum síðar. Því varð það mér mikið gleðieftii þegar leiðir þeirra föður míns lágu saman og þau giftu sig þann 24. mars 1974. Heimilið sem hún skóp föður mínum ber vitni um frábæra smekkvjsi hennar og myndarskap og ég veit með sanni að þar fóru í hönd ár hamingju og heiðríkju í lífi þeirra beggja. Hún tók okkur systk- inunum með einstakri hlýju og alúð og lét sér alla tíð mjög annt um velferð okkar og studdi okkur á hvem þann máta sem hún best mátti. Rúna varð mér ímynd hinnar fullkomnu konu. í mínum huga hafði hún til að bera alla þá kosti sem eina konu mega best prýða. Fyrirtæki sitt, Parísartískuna, rak hún með einstökum dugnaði og skörungsskap í 25 ár, eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún minntist aldarfjórð- ungsaftnælisins í maí með tilkomu- mikilli tískusýningu sem haldin var í Listasafni íslands, og verður þeim minnisstæð er þar voru og sáu. Þar var ekkert hálfkák á hlutunum fremur en fyrri daginn, þá geislaði af henni krafturinn og gleðin þegar hún fór um sali og heilsaði gestum, höfðinglegur veitandi og gestgjafi. Það eru orð að sönnu, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sú staðrejmd að Rúna er ekki lengur á meðal okkar er þyngri en tárum taki. Það sem verður okk- ar huggun eru ljúfar minningar frá árunum fimmtán og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hana og eiga hana að ástvini. Við erum betri manneskjur eftir og miðlum áhrifunum frá henni meðan við lifum. Þannig lifir hún með okkur áfram. Bömin hennar, Guð- mundur og Rúna, mega nú sjá á bak elskulegri móður og besta vini, faðir minn heittelskaðri eiginkonu. Þeirra er missirinn mestur og sorg- in dýpst. Megi almættið styðja þau og styrkja í þeirra þungu raunum. Að leiðarlokum kveð ég Rúnu mína með söknuði og trega, en jafn- . framt einlægu þakklæti og ást fyr- ir allt sem hún var mér og okkur hjónum undangengin ár. Veri hún ævinlega Guði falin. Borghildur Magnúsdóttir Rúna Guðmundsdóttir frá Móum fæddist 12. mars 1926 og lést 15. þ.m. Að Rúnu stóðu sterkir stofnar. Þegar hún fæddist var faðir hennar Guðmundur Guðmundsson frá Nesi við Seltjöm skipstjóri á togaranum Þórólfi en lét af skipstjóm ári síðar: Guðmundur var glæsilegur að vall- arsýn. Hann var í hópi aflasælustu skipstjóra. Ýmsir halda fram að það hafi verið hann sem fann Halamið- in á sínum tfma. Guðmundur þoldi mönnum sínum ekki milliburð. Sagt var að eitt sinn hefði háseti komið í brúna og farið að bera í hann sögur af dekki. Guðmundur reiddist honum fyrir slefburðinn og fleygði honum út úr brúnni niður í kösina. Þetta kunnu menn hans að meta. Sagan lýsir Guðmundi og ýmsum systkinum hans vel. Þau höfðu sum sterka skapsmuni og áttu ekki skap við alla. Þegar eg var í sveit í Nesi minnist ég heimsókna Guðmundar til Kristínar ömmu minnar og móð- ur hans. Þær voru eftirminnilegar vegna ákveðinna skoðanaskipta. Héldu allir vel sínum hlut. Kristín Teitsdóttir móðir Rúnu var annarrar gerðar. Hún var falleg kona og blíðlynd og í nánum tengsl- um við umhverfi sitt, heimilisfólk, böm og systkini en sjálfstæð og stjómsöm á heimilinu. Sagt var að þau Kristín og Guðmundur hefðu verið glæsilegasta par í Reykjavík á sinni tíð. Er ég var við landmæl- ingastörf í Kjalamesþingi á ungl- ingsámnum borðuðum við sam- starfsmennimir á fjölda bæja í Mosfellssveit og á Kjalamesi. Heim- ilishald og þrifnaður á Móum bar af og Kristín skemmtileg og gestris- in. Árið 1931 keyptu þau Guðmund- ur og Kristín Móa á Kjalamesi og lögðu drög að stórbýli. Böm þeirra voru: Guðmundur, síðar skipstjóri og útgerðarstjóri (f. 1917), Kristín, húsfreyja (f. 1919), Teitur, áður bóndi í Móum (f. 1922) og Rúna. Af hlaðinu í Nesi blöstu Móar við undir Esjunni. Þegar skyggnst var eftir skipaferðum staldraði kíkirinn gjaman við Móa. Mátti stundum greina hvort búið væri að slá og taka saman. Þegar bræðum- ir í Móum, Guðmundur og Teitur, voru til sjós var flaggað í Nesi í kveðjuskyni þegar sást til skipa þeirra. Flestar fleytur þekktust. Leiðir á milli urðu smám saman tíðari. Júlli bflstjóri varð hlutur í heimsmyndinni og flutti Pál bróður minn í sveit að Móum nokkur sum- ur. Kristín, eldri systirin í Móum, dvaldist á æskuheimili mínu meðan hún var í Verzlunarskólanum og föður míns naut við. Sjálfur fékk ég að fara í heimsóknir öðru hveiju, kannski í Kollafjarðarrétt á pútu eða á jólaball að Klébergi. Heimilisbragur í Móum var annar en ég hafði áður kynnst. Einkum er mér minnisstætt hávært tal og glaðværð. Menn virtust hafa mun meira að segja en ég hafði áður þekkt og reyndi hver að yfírgnæfa hinn. Þó varð ég ekki vitni að rifr- ildi, en stríðni var ekki óþekkt. Við bræður urðum reynslu ríkari. Þarna var Rúna í essinu sínu. Grannvaxin var hún, fríð sýnum, hávaxin, stælt og spengileg, hvatleg í göngulagi, djarfleg í framgöngu, glettin og spaugsöm. Ávallt glöð í bragði og breyttist ekki með aldrin- um að þessu leyti, hveijar sem að- stæður hennar annars voru. í Kvennaskólanum naut hún sín í ríkum mæli, eignaðist margar vin- konur, óx að viti og þroska. Þegar ég fór fyrsta sinni utan var ferðinni heitið til Englands. Við Rúna vorum samferða. Tók Guð- mundur bróðir hennar okkur með sér á togara sínum Garðari Þor- steinssyni og landaði í Grimsby. Þetta var skemmtileg ferð og gott að kynnast frændsystkinum mínum vel. Þá var vöruval lítið í búðum hér. Sem íslendinga er háttur kynntum við okkur verslanir í borg- inni. Hef ég hvorki fyrr né síðar komið í jafn margar vefnaðarvöru- verslanir á svo stuttum tíma. Þá varð ég þess vísari hve náin tengsl voru milli þeirra Móasystkina og móðursystkina þeirra. Keypti hún svuntuefni á fleiri peysufatakonur en ég hafði áður þekkt ásamt kjóla- efni fyrir aðrar frænkur. í ferðinni gerðist það,- þegar ég var að koma einn úr bæjarferð, með brothætta gjöf í hendinni handa móður minni að ég datt út af strætisvagnspalli á ferð og gauð- rifnuðu sparibuxurnar en tepottur- inn heill. Rúna settist við í skip- stjóralúkamum og kúnststoppaði buxumar svo vel að enginn gat síðar séð hvað gerst hafði. Gat ég notað sparifötin í mörg herrans ár eftir þetta. Lífíð kvaddi dyra hjá Rúnu. Hún var þrígift. Með Hermanni Sigurðs- sjmi átti hún Guðmund Hermanns- son (f. 1947), sveitarstjóra í Þor- lákshöfn, og á hann Auði Rögnu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru fjögur: Guðmundur Þór, 18 ára, Teitur, 12 ára, Rúna, 7 ára og Benedikt, 1 árs. Með Hauki Hvann- berg átti hún Rúnu Hauksdóttur (f. 1962), lyfjafræðing. Er hún við framhaldsnám í London. Hún á Friðrik Ármann Guðmundsson, sem einnig er við nám þar. Árið 1974 giftist Rúna Magnúsi Guðmundssjmi stórkaupmanni. Með honum bættust í fjölskylduna börn hans, Jakob hljómlistarmaður og Borghildur BA. Jakob á Ragnhildi Gísladóttur. Böm þeirra em Ema og Bryndís. Borghildur á Gísla Gunnlaugsson tæknifræðing. Þótt Rúna væri um skeið bundin við heimilisstörf tók hún að sér fata- viðgerðir og aðra handavinnu, sem hún gat leyst af hendi heima hjá sér. Ung að árum hóf hún síðan störf í verslunum Ragnars Þórðar- sonar, fyrst í Gullfossi og síðar í Markaðinum, þar sem hún var verslunarstjóri uns hún stofnaði Parísartískuna sem hún rak til dauðadags, rúmlega 25 ár. Allt sem Rúna fékkst við um ævina mótaði hún sterkum og heill- andi persónuleika sínum. Til hennar valdist hið ágætasta samstarfsfólk sem náin vináttutengsl tókust við. Þegar þau Magnús gengu í hjónaband hafði hann hafist handa um endurbyggingu hússins á Fjöln- isvegi 8. Rúna mótaði síðan heimili þeirra af alkunnum mjmdarskap, óbrigðulu fegurðarskyni og smekkvísi. Er þar fagurt menning- arheimili, þar sem tónlist og mjmd- list er í hávegum höfð og bókasafn mikið og gott. Síðan þau Rúna fluttu hingað í hverfið höfum við fylgst hvort með öðru daglega, ef ekki vildi betra til, gegnum stofugluggana. Var hér fagnaðarauki er glaðværar raddír og hvellir hlátrar þeirra hljómuðu af svölum og ur garði. En ský sortna. Hið síðasta misseri tók heilsu Rúnu að hraka. Við sáum að ljósagangur í húsinu breyttist og blærinn yfír því þyngdist. Rúna Guðmundsdóttir var mann- blendin og félagslega sinnuð. Hún gekk snemma í Zontaklúbb Reykjavíkur, félag kvenna í at- vinnulífinu, sem lengi hefur starfað. Þar valdist hún til margháttaðra trúnaðarstarfa, var í stjóm lengi og formaður félagsins. Hún lagði sig fram af alefli í því sem öðru. Sérstaklega vil ég minnast há- punkts í starfi klúbbsins og ég er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.