Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 52
>ETTA HRESSANDI, FRÍSKA BRACÐ upplýsingar um vörur og l^£ þjónustu. \ti& FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Þingflokksfundur sjálfstæðismanna: Forsenda niðurfærslu sam- ráð og samstaða við launþega Ákveðið í dag hvort laun verða fryst, segir fjármálaráðherra Yfir 65 þús- und manns á skólabekk , GERA má ráð fyrir að 65 til 66 -«<• þúsund nemendur setjist á skóla- bekk í september. Þar af eru 42-43 þúsund nemendur í grunn- skólunum, um 16 þúsund i öllum framhaldsskólunum, mennta-, fjölbrauta-, og iðnskólum og um sjö þúsund á háskólastigi, bæð' hér og erlendis, samkvæmt tölum um fjölda nemenda á háskóla- stigp frá árinu 1985. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefst kennsla í grunn- skólum Reykjavíkur þriðjudaginn 6. september, en víða út um land hefst kennsla ekki fyrr en um miðj- an mánuðinn og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin septem- ber/október. Framhaldsskólamir • hefja langflestir kennslu í byijun september, en þar er um þó nokkra fjölgun nemenda að ræða frá fyrra ári. Fjölgunin er talin á bilinu 500- 1.000, en endanlegar tölur þar um eru ekki fyrirliggjandi fyrr en eftir að skólamir hefja kennslu. Þessi fjölgun stafar annars vegar af því að stór árgangur er nú að hefja nám í framhaldsskólunum og hins vegar er talið að eitthvað hafí verið um það að unglingar hafi frestað námi lum eitt ár vegna skattlausa ársins. Kæra notkun myndlykils í fjölbýlishúsi SAMTÖK rétthafa myndbanda hafa kært til saksóknara ríkisins uppsetningu myndlykils í fjölbýlis- húsi við Asparfell sem notaður er til að ná útsendingum hollensku sjónvarpsstöðvarinnar Filmnet gegnum móttökudisk. Um 190 íbúðir hafa aðgang að efni stöðv- •^arinnar í húsinu sem sjónvarpar kvikmyndum allan sólarhringinn en talið er að sambærilegan búnað sé að finna mun víðar. Saksóknari fól Rannsóknarlög- reglu nkisins rannsókn málsins sem nú er lokið og er málið til meðferðar hjá saksóknara. Að sögn lögfræðings Samtaka rétthafa myndbanda er uppsetning myndlykla fyrir Filmnet ólögleg út frá höfundarréttarsjónar- miði og brot á útvarpslögum. Sjá B2. Á þingflokksfundum stjórnar- flokkanna i gær var samstaða um að ríkisstjórnin færi að tillögum ráðgjafarnefndar sinnar um að reyna niðurfærsluleiðina til lausn- ar efnahagsvandanum. Á fundum Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks fengu ráðherrar flokkanna fullt umboð til þess að reyna til þrautar að ná samstöðu um leiðina i ríkisstjórninni. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins segja hins vegar að forsenda þess að leiðin sé fær sé að samráð og samstaða takist við samtök launþega um framkvæmd hennar. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær hafa skýrt forsætisráð- herra frá því að það væri óðs manns æði að ætla að fara að tillögum ráð- gjafamefndar stjómarinnar. Ás- mundur telur að þjóðarsátt geti aldr- ei náðst um niðurfærsluleiðina, og telji forsætisráðherra slíka sátt for- sendu þess að niðurfærsluleiðin heppnist, sé hún í raun ófær. Ás- mundur hefur hraðað heimferð sinni frá Færeyjum, þar sem hann hefur verið staddur undanfarna daga, vegna miðstjómarfundar ASÍ, sem haldinn verður í dag. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir framsóknarmenn tilbúna að fresta öllum þeim hækkunum á launum og búvömm, sem hafí átt að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks, segir að væntanlega verði tekin um það ákvörðun á ríkis- stjómarfundi i dag hvort hækkanim- ar komi til framkvæmda eða ekki. Ólafur G. Einarsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef launin verði fiyst um mánaða- mót, leiði það af sér að launagreið- endur standi frammi fyrir uppsögn samninga og nýrri samningalotu. Sjálfstæðismenn vilja ekki fara þá leið, sem hinir stjómarflokkamir hafa rætt um, að lögbinda laun, verð- lag og vexti. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við blaðið að vaxtalækkun og verðlagslækkun myndi verða sjálfkrafa vegna lækkunar launaliða, en ekki væri hægt að búast við því að verðlag lækkaði jafn mikið og laun, eða að sama lækkun yrði á allri vöm og þjónustu. „Eitt erfiðasta verkið varðandi niðurfærsluna er að tryggja það að hún sé réttlátlega framkvæmd. Ef þessi leið verður farin verður að tryggja að hún nái til allra þjóðfé- lagshópa, annars er ekki fyrir hendi það réttlæti við framkvæmd hennar sem nauðsynlegt er. Meðal annars þess vegna viljum við hafa samráð við verkalýðsforystuna," sagði Þor- steinn. Forsætisráðherra sagðist jafn- framt telja að þótt niðurfærsluleiðin yrði farin og hefði snögg áhrif yrðu ennþá erfiðleikar í efnahagslífínu. „Það er engin einföld lausn til. Ég tel að það sé skylda stjómarflokk- anna að ná samstöðu um aðgerðir. Þjóðin hefur ekki efni á neinum leik- araskap núna,“ sagði Þorsteinn Páls- son. Sjá ennfremur fréttir á blaðsíðum 2 og 20. Tillögur samstarfsnefndar ráðuneyta: 600 nýjar stöður fóstra og kennara á fimm árum 600 síöðugildum, 300 kenn- arastöðum og 300 fóstrustöð- um, verður bætt við, skólar stækkaðir, dagvistarrýmum fjölgað um 2.150, skólatími lengdur og komið á samfelldum skóladegi í einsetnum skólum, ef farið verður að tillögum samstarfsnefndar ráðuneyta um fjölskyldumál. Nefndin skil- aði áliti til ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Samkvæmt tillögum nefndar- innar yrði skólatími í grunnskól- um minnst 6 klukkustundir á dag. Gert er ráð fyrir að auknum tíma í skólanum veiji nemendumir til náms og að skólatíminn verði samfelldur. Lagt er til að skólar sem nú starfa átta mánuði á ári verði níu mánaða skólar nema sterk rök hnígi til annars. Til að skólamir ráði við lengri dvöl nem- endanna í skólanum þarf að stækka húsnæði þeirra. Til þess þarf 1.250 milljónir króna og rekstrarkostnaður mun hækka um 250 milljónir á ári. Nefndin leggur til að gjörbreytt verði fyrirkomulagi dagvistunar, vistgjöld verði niðurgreidd í minni mæli en nú og komið til móts við barnafjölskyldur með hærri bamabótagreiðslum. Gjaldskrár miði fremur við efnahag foreldra en hjúskaparstöðu og allt kapp verði lagt á að aðstoða tekjulága foreldra. Lagt er til að lokið verði áætlun um uppbyggingu dagvist- arstofnana með stuðningi ríkisins. Til þess þarf 1.150 milljónir króna á fímm árum, eða um 230 milljón- ir á ári. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.