Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Tenging krónunn- ar við Evrópumynt Taflal Verðbólga á íslandi og í EMS löndunum, %. Meðaltal Meðaltal 1987 1984-1987 1981-1984 Belgía 1,6 2,6 7,6 Danmörk 4,0 4,1 7,8 Frakkland 3,1 3,9 9,6 Holland - 0,5 0,7 4,0 írland 3,2 4,1 12,1 Ítalía 4,6 6,4 14,0 Lúxemborg - 0,1 1,4 7,6 V-Þýskaland 0,2 0,7 3,7 Meðaltal EMS 2,0 3,0 8,3 ísland 18,8 24,0 53,2 Ísland/EMS 9,4 8,0 6,4 Tafla2 Launahækkanir á íslandi og í EMS löndunum, %. Meðaltal Aukning kaupmáttar m.v. hækkun framfærsluvísitölu Meðaltal 1984-1987 1984-1987 Belgía 2,7 0,1 Danmörk 6,3 2,1 Frakkland 4,5 0,6 Holland 2,6 1,9 írland 6,9 2,7 Ítalía 7,5 1,0 V-Þýskaland 4,1 3,4 Meðaltal EMS 4,9 1,7 ísland 37,9 11,2 Ísland/EMS 7,7 6,6 eftirSnorra Snorra son Evrópska gjaldeyrisbandalagið, EMS (European Monetary System) tók til starfa í núverandi mynd þann 13. mars 1979. Megintilgangurinn með starfsemi bandalagsins er að stuðla að nánara samstarfi þjóða Eyrópu í gjaldeyris- og peningamálum óg vinna að stöð- ugra gengi milli gjaldmiðla aðild- arríkja þess. Nánar tiltekið eni meginmarkmið bandalagsins fjögur: 1. Koma á stöðugu gengi innan landa í Evrópu. 2. Draga úr óstöðugleika í gengi gjaldmiðla á alþjóðlegum markaði. 3. Vera liður í samraemingu á efiia- hagsstefnu aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. 4. Undirbúa jarðveginn fyrir sam- runa gjaldeyris- og peningamark- aði aðildarríkjanna í einn. Átta þjóðir hafa frá upphafi tekið þátt í gjaldeyrissamstarfinu. Þær eru Belgía^ Danmörk, Frakkland, Ho- land, Irland, ftalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Engin þjóð hefur hætt þátttöku og engin þjóð bæst við, þó hugsan- legt sé að Bretland taki þátt í sam- starfínu er fram líða stundir. Samstarfið byggist á því, að seðla- bankar í viðkomandi ríkjum skuld- binda sig til þess að halda gengi gjaldmiðla sinna þannig að það leiki innan ákveðinna marka. Þessi mörk eru miðuð við Evrópumynt (ECU) og má gengi hverrar myntar aðild- arríkis víkja 2,25% upp eða niður frá miðgengi. Undantekning frá þessari reglu er gengi ítölsku lírunnar, en það má víkja 6% upp eða niður frá miðgengi. Miðgengið er reiknað í ECU, sem er meðalgengi myntanna í EMS, auk sterlingspundsins og grísks drachma. Opinber útreikningur eða ákvörð- un á gengi ECU fer fram í höfuð- stöðvum Evrópubandalagsins í Brussel. Seðlabankar aðildarríkjanna tilkynna hver öðrum gengi gjald- miðla sinna gagnvart Bandaríkjadoll- ar á heimamarkaði í hveiju landi. Aðalstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel sjá síðan um að reikna út gengi ECU samkvæmt þessum upp- lýsingum á hveijum tíma. Vegna þessara innbyrðis tengsla á gengi gjaldmiðlana, næst stöðug- leiki í gjaldeyrismálum aðildaríkj- anna. En stöðugt gengi þýðir jafnframt að efnahagsstefna ríkjanna verður að vera vel samræmd. Það gengi ekki til lengdar fyrir eitt aðildarríki að halda uppi þenslusamri peninga- og rikisflármálastefnu. Ennfremur gengi það ekki heldur að eitt aðild- arríkið semdi um hærri Iaun en veð- mætasköpun í því ríki gæfi tilefni til. Ef aðildarríkin samræmdu ekki efnahagsstefnu sína stæðu þau frammi fyrir viðskiptahalla, erlendri skuldasöftiun og verðbólgu, sem þeg- ar til lengri tíma er litið veikir sam- keppnisstöðuna og dregur úr hag- vexti og Iífskjörum. Stöðugt gengi er þannig tæki til að veita efnahagsstarfseminni visst aðhald. Samsetningf ECU Vægi einstakra gjaldmiðla í ECU er eftirfarandi miðað við meðal- geengi gjaldmiðlana frá janúar til júní 1988: Sterlingspund 13,04% Belgískur franki 8,56% Dönskkróna 2,76% Franskurfranki 18,68% Hollenskt gyllini 11,00% írsktpund 1,12% Ítölsklíra 9,12% Lúxemborg-BF 0,32% V-þýskt mark 34,69% Grískt drachma 0,71% Eins og sjá má er þýska markið með stærstu hlutdeildina í samsetn- ingu ECU, eða nær 35%, sé miðað við meðalgengi gjaldmiðla frá janúar til júní 1988. Franski frankinn hefur næst stærstu hlutdeildina, eða tæp 19%, og skammt undan koma sterl- ingspundið og hollenska gyllinið. Samtals hafa þessir fjórir gjaldmiðlar rúmlega 77% hlutdeild í samsetningu ECU. Sé með hliðsjón af þessari sam- setningu skoðuð hlutdeild þessara landa í utanríkisverslun landsmanna kemur í ljós að á árinu 1987 var V-Þýskaland með stærstu hlutdeild einstakra landa í vöruinnflutningi landsmanna, eða 15,2%, og Bretland var með stserstu hlutdeild í vöruút- flutningi til einstakra landa, eða 19,4%. Hlutdeild þeirra ríkja sem gjaldmiðlar mynda samsetningu ECU, var á siðastliðnu ári um 50% af utanríkisverslun landsmanna. ECU er samansett af gjaldmiðlum aðildarríkja EB, að Portúgal og Spáni undanskildum og á síðastliðnu ári fór rúmlega 57% af vöruútflutningi til EB landa og þaðan kom 52% af vöru- innflutningi og er EB langstærsta markaðssvæðið í utanríkisverslun landsmanna. Áhrif á íslenska hagstjórn íslensk hagstjóm yrði, ef krónan yrði tengd við ECU, að vera sam- ræmd hagstjóm þeirra aðildarríkja sem hlut eiga að máli. Þetta er grundvallaratriði. Ef þessi samræm- ing á sér ekki stað er íslenska þjóðar- búið engu betur statt og grundvöllur fyrir tengingu íslensku krónunnar við ECU, þar með brostinn. sjá töflu 1 Heimild: Hagtölur mánaðarins, OECD Economic Outlook. Vandamál íslenska þjóðarbúsins í dag er verðbólga. Eins og sjá má af töflu 1, er verð- bólga hér á landi margfalt meiri en í EMS löndunum og þessi munur hefur farið vaxandi. Á árunum 1981 til 1984 var verðbólga hér á landi rúmlega sexfalt meiri, en í aðild- arríkjunum og á árunum 1984 til 1987 var þessi munur enn meiri. Athyglisvert er að aðildarríkin hafa náð umtalsverðum árangri í að koma verðbólgunni niður og þó svo að íslendingar hafa einnig náð verð- bólgunni niður, þá hefur munur verð- bólgu hér á landi og í aðildarríkjunum aukist. Þannig var verðbólga hér á landi nífalt meiri en í aðildarríkjum að meðaltali á árinu 1987. Þessi mikli munur verðhækkana hér á landi og í samkeppnislöndunum hefur skaðað samkeppnisstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreina verulega. Þessi mikli munur er í raun undir- rót slæmrar samkeppnisstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreinanna. sjá töflu 2 Heimild: Fréttabréf Kjararann- sóknameftidar, OECD Economic Outlook. Eins og sjá má af töflu 2 eru launa-' hækkanir hér á landi margfalt meiri en í aðildarríkjum EMS. Sé miðað við meðaltal áranna 1984 til 1987 voru launahækkanir hér á landi 37,9% á ári að meðal- tali, sem eru áttfalt hærri kauphækk- anir en urðu að meðaltali í aðild- arríkjum EMS. Kaupmáttur hér á landi jókst að meðaltali um 11,2% á ári á sama tímabili, sem er tæplega sjöfalt meira en í aðildarríkjum EMS. A sama tíma var verðmætasköpunin hér á landi 5,6% á ári að meðaltali. Kaupmáttur launa hefur því hækkað 5% umfram verðmætasköp- un á tímabilinu, að meðaltali. Þessi mikla auk'ning kaupmáttar umfram verðmætasköpun hefur vissulega ýtt undir verðbólguna. Ifyrirtæki á inn- anlandsmarkaði velta launahækkun- um út í verðlagið, enda lítið svigrúm til annars. Útflutningsgreinamar aftur á móti hafa lítinn sem engan möguleika á því að velta launahækk- unum út í verðlagið og sitja því uppi með kostnaðarhækkunina. Þetta veldur aðeins enn meiri erfiðleikum í útflutningsgreinunum. Það er grundvallar skilyrði að launahækkanir taki mið af stöðu atvinnugreinanna hveiju sinni, ef árangur á að nást í efnahagsmálum þjóðarinnar. sjá töflu 3 Heimild: Hagtölur mánaðarins, OECD in figures. Á töflu 3 má sjá aukningu pen- ingamagns á íslandi á árinu 1987 samanborið við aðildarríki EMS. Aukning peningamagns á raunvirði var tæplega 13% hér á landi, saman- borið við 4,8% aukpingu peninga- magns á raunvirði að meðaltali í aðildarríkjum EMS. Þessi mikla aukning peninga- magns er 6% umfram verðmæta- sköpun á síðastliðnu ári, sem vissu- lega er þensluhvetjandi. Hert stefna í peningamálum þjóð- arinnar verður að koma til og ef af tengingu við ECU yrði, verður að samræma stefnuna í peningamálum við steftrn aðildarríkjanna. Tafla4 Tekjuafgangur (+) halli (-) á fjár- málum hins opinbera, sem hlutfall af landsframleiðslu á íslandi og í EMS löndunum, % Meðaltal 1986 1983-1985 Belgía - 9,2 - 10,0 Danmörk 3,4 - 4,4 Frakkland - 2,9 - 2,9 Holland - 5,6 - 5,8 Ítalía 11,6 - 11,7 V-Þýskaland - 1,2 - 1,8 Meðaltal EMS - 4,5 - 6,1 ísland - 3,8 - 0,2 Heimild: Þjóðhagsstofnun, OECD Economic Outlook. Halli á íjármálum hins_ opinbera er ekkert einsdæmi fyrir ísland, en það sem skiptir máli er við hvaða aðstæður halli er. Á íslandi hefur geysað mikil verð- bólga og á sama tíma er halli á fjár- málum hins opinbera sem enn ýtir undir eftirspumina. Snorri Snorrason. „Tenging krónunnar við annað gjaldmiðils- svæði hefur í för með sér að yfirstjóm pen- ingamála þjóðarinnar flyst frá íslenskum stjórnvöldum, þar sem peningamagn Islend- inga yrði aðeins hluti af peningamagninu á því gjaldmiðilssvæði sem krónan yrði tengd. Astæðan fyrir þessu er að stefnan í peninga- málum yrði að vera samræmd við stefnu aðildarríkjanna. Á þann hátt era íslénsk stjórn- völd bundin stefnu að- ildarríkjanna í peninga- máium.“ Aðildarríki EMS hafa ekki átt við sama vandamál að stríða. Verðbólga er lítil í aðildarríkjum EMS, en þar er atvinnuleysi. Halli á fjármálum hins opinbera í þessum löndum er notaður til að halda atvinnuleysi í skeflum. Hér á landi er ekkert at- vinnuleysi, þvert á móti er umfram- eftirspum eftir vinnuafli. Hallinn kemur því allur fram í umframeftir- spum, sem ýtir undir verðbólguna. Á tímum umframeftirspumar í hag- kerfinu er rétt að reka hið opinbera með afgangi til að draga úr eftir- spuminni. Það er nauðsynlegt að flármál hins opinbera taki mið af aðstæðum hveiju sinni og verði þar með virkt hagstjómartæki í höndum ríkisvaldsins. Áhrif á útflutning og fisk- vinnslu Þegar til lengri tíma er litið, hefði tenginng við EVU góð áhrif á sam- keppnisstöðu útflutnings- og sam- keppnisgreinanna, að því tilskildu að efnahagsstefna hér á landi yrði sam- ræmd við efnahagsstefnu aðildarríkj- anna. Með samræmdri efnahagsstefnu gætum við séð verðbólguna komast á svipað stig og í samkeppnislöndun- um. Ennfremur gætum við séð fjár- magns- og launakostnað komast á svipað stig og í sámkeppnislöndun- um. Til skamms tíma gæti tenging við ECU skaðað útflutningsgreinamar, sérstaklega ef ríkisstjómin tekur ekki nógu hörðum tökum á vandan- um og gætir aðhalds í peninga- og fjármálum. ÞRÓUN ECU GAGNVART VEGNU MEÐALTALI GJALDMIÐLA AÐILDARRÍKJA EB OG EFTA, OG GAGNVART VEGNU MEÐALTALI GJALDMIÐLA í ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI SJÁVARAFURÐA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.