Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Landbúnaðarráðherra: Allir landsmenn fái raforku á sam- bærilegu verði Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem hófst í gærmorgun, sagðist Jón Helgason, land- búnaðarráðherra, hafa lagt fram tUlögu í rikisstjórninni um að undirbúa nú þegar breytingu á lögum Landsvirkjunar á þann veg, að unnt verði að dreifa raforku til allra landsmanna á sambærilegu verði. ast á greiðslu vaxta- og geymslu- gjalds úr ríkissjóði, verði notað til að greiða niður hækkun útsölu- verðs vegna kostnaðar af rekstr- aríjármagni í verðlagsgrundvelli. Jafnframt verði tryggt að afurða- og staðgreiðslulán verði veitt í sama hlutfalli og verið hefur, og þau falli ekki niður af eldri birgð- um fyrr en sala hefur farið fram. Svipmynd frá aðalfundinum á Akureyri. Þá kynnti landbúnaðarráðherra tillögu fyrir hönd ríkisstjómarinn- ar um breytingu á búvörulögun- um, sem kveður á um niðurfellingu ákvæðis um ársfjórðungslegar hækkanir á grundvallarverði kindakjöts til bænda, en á móti komi að bætt verði við verðlags- grundvöilinn kostnaði af rekstr- arfjármagni. I tillögunni er gert ráð fyrir að ársfjórðungslegar hækkanir verði þó reiknaðar á sama hátt og verið hefur á útsöluverð, og greiddust þær til sláturleyfishafa til að mæta verðbótaþætti afurðalána. Það íjármagn, sem við það spar- Aðalfundur Stéttarsambandsins: Markmíðum búvörusammngs- ins var náð í stórum dráttum - segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni blaðamanni Morgunbladsins. HAUKUR Halldórsson, forrnað- ur Stéttarsambands bænda, sagði Ferðaskrifstofa ríkisins: Starfsmenn hafa gert kauptilboð HÓPUR sextán starfsmanna Ferðaskrifstofu ríkisins afhenti aðstoð- armanni samgönguráðherra kauptilboð í tvo þriðju hluta hlutafjár fyrirtækisins síðdegis í gær. Tilboðið bíður athugunar samgönguráð- herra, Matthíasar A. Mathiesen. Hlutafé í fyrirtækinu er metið á um 21 milljón króna að sögn Kjart- ans Lárussonar, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, en heildarkaup- verð á 33 milljónir. Starfsmenn myndu því kaupa hlutabréf fyrir um 14 milljónir og að auki kemur til yfirtaka skulda. Lögum samkvæmt hefur starfs- fólk ferðaskrifstofunnar forkaups- rétt að hlutabréfunum og viðræður um kaupin hafa staðið jrfir að und- anfömu. Að sögn Kjartans búast starfsmenn við svari ráðherra á allra næstu dögum. Ifyrirhugað er að stofna hlutafé- lag um rekstur fyrirtækisins 7. september ef af kaupunum verður. Ferðaskrifstofa ríkisins breytist þá í Ferðaskrifstofu íslands hf. Kveðst Kjartan Lámsson gera ráð fyrir að starfsemin verði með svipuðu sniði og verið hefur, en að sjálfsögðu verði alltaf einhveijar breytingar við breytta eignaraðild. Væntir Kjartan þess að sem flestir starfs- menn er ekki sáu sér fært að taka þátt í tilboðinu vinni áfram á ferða- skrifstofunni, gangi kaupin eftir. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Sigurðsson og Ómar Ragnarsson taka bakföll af hlátrí, Guðmundur Kristjánsson fylgist með. Mikill söknuður að gamla staðnum ÓMAR Ragnarsson fréttamaður hefur störf á Stöð 2 i dag. Sfðasti starfsdagur hans á ríkissjónvarpinu var { gærdag og segir hann að hann hafi vifjað byija strax á nýja staðnum til að forðast óþarfa umstang „Það er best að stinga sér til sunds f nýju lauginni strax," segir Ómar. Fyrstu störf hans á Stöð 2 verða á fréttastofunni þar en er frá lfður mun hann einnig sinna dagskrárgerð fyrír stöðina. Nokkrir af gömlum starfsfélögum og nýjum Ómars héldu honum kveðjuhóf siðasta starfsdaginn. í ræðu sinni við setningu aðal- fundar Stéttarsambandsins, að nú þegar liðin væru 3 ár frá gild- istöku fyrsta búvörusamningsins værí ljóst, að með hliðsjón af forsendum samningsins um magntölur framleiðslu, markmið um birgðastöðu og fjármögnun, hafi markmiðum samningsins verið náð i stórum dráttum. Birgðir af kindakjöti yrðu þó meirí i lok verðlagsársins en gert hafi verið ráð fyrir i búvöru- samningnum, en í mjólkurfram- leiðslunni hafi aðlögun að mark- miðum samningsins gengið fyrr en áætlað var. Hvað ijármögnunarhliðina varð- ar sagði Haukur, að dráttur á ákvarðanatöku fjármálayfirvalda og tregða í bankakerfinu hafí vald- ið margskonar óþægindum vegna dráttar á greiðslum, og um þverbak hafí keyrt síðustu mánuði. Afleið- ingar þessa væru ófyrirsjáanlegar. Sagði hann að engu líkara væri en að af hálfu yfírvalda flármála væri beinlínis stefnt að því að sigla fram- kvæmd búvörusamningsins í strand. Haukur Halldórsson sagði jafn- framt, að á því tímabili sem liðið er af samningstímanum hafi ekki tekist að byggja upp nýja atvinnu í sveitum, sem mætt gæti sam- drætti í framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Ef ekki næðist meiri árangur á því sviði fyrir lok samn- ingstímans, eða aðrar ráðstafanir gerðar, þá blasi ekkert annað við en að sá fullvirðisréttur, sem leigð- ur hefur verið tímabundið, verði virkur á ný, þannig að skerða verði fullvirðisrétt annarra sem þvi nem- ur. Af þeim sökum verði að ætla landbúnaðinum lengri tíma til að- iögunar en búvörulögin gera ráð fyrir. Sjá einnig bls. 24. Ólafur Noregskonungur: Heimsækir Island í næstu viku ÓLAFUR V. Noregskonungur kemur í heimsókn til íslands þann 5. september n.k. í boði forseta íslands. Á fyrsta degi heimsóknar- innar mun konungurinn snæða hádegisverð með forsetanum á Bessastöðum. Síðdegis tekur hann á móti Norðmönnum búsettum hér á Hótel Sögu. Um kvöldið situr hann kvöldverðarboð forset- ans á Bessastöðum. Þriðjudaginn 6. september skoðar Ólafur rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá en heldur síðan til Þingvalia þar sem forsætisráðherrahjónin taka á móti honum og fylgdarliði. Að lok- inni skoðunarferð um Þingvelli bjóða forsætisráðherrahjónin til hádegisverðar í Hótel Valhöll. Frá Þingvöllum verður haldið í Reyk- holt- þar sem menntamálaráð- herrahjónin taka á móti Ólafi. Staðurinn verður skoðaður og greint frá sögu hans. Forseti ís- lands mun leggja homstein að Snorrastofu sem nú er í byggingu. Að loknum veitingum í héraðsskól- anum verður haldið aftur til Reykjavíkur. Á miðvikudag mun Ólafur heim- sækja Stoftiun Áma Magnússon- ar, Norræna húsið og Listasafn íslands. Borgarstjórahjónin bjóða konunginum til hádegisverðar í Viðeyjarstofu og kaffidrykkju í Höfða. Síðdegis þennan dag mun Ólafur síðan ríkisstjómina og sendimenn erlendra ríkja í Ráð- herrabústaðnum. Heimsókn kon- ungsins lýkur með boði sem hann heldur til heiðurs forseta íslands í Þingholti. Ólafur heldur aftur heim á fimmtudagsmorguninn. Póstur og sími: Starfsmenn fá launin með skilum - segir Guðmundur Björnsson aðstoðar póst- og símamálastjóri PÓSTUR og simi hefur greitt í ríkissjóð um þriðjung launa í næsta mánuði, eða 65 mil^ónir króna að sögn Guðmundar Björnssonar aðstoðar póst- og símamálastjóra. Allir starfsmenn munu því fá laun sín með skilum um þessi mánaðamót. Fjármálaráðherra íhugar að breyta reglum um aðgang stofnana með sjálfstæðan fjárhag að fé ríkissjóðs, að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ráðuneytið tilkynnti stofhuninni að frekari yfirdráttur á launareikn- ingi yrði ekki leyfður og varpaði ábyrgð á launagreiðslum um þessi mánaðamót á herðar forráðamanna Pósts og síma. Skuldir stofnunar- innar við ríkissjóð nema um 311 milljónum króna, vegna launa og tolla að sögn ij'ármálaráðuneytisins. Upphæð launa um þessi mánaða- mót er um 175 milljónir króna. Að jafnaði afhendir ríkisbókhald launaávísanir starfsmanna ríkis- stofnana um hver mánaðamót en þær sem hafa sjálfstæða tekju- stofna standa síðan skil á greiðslum síðar í mánuðinum. Á þessu hefur orðið misbrestur hjá Pósti og síma og Ríkisútvarpinu. Báðum stofnun- unum var gert aðvart að harðar yrði gengið fram f því að fram- fylgja reglum um yfírdrátt á launa- reikningi. Að sögn Bjama Sigtryggssonar upplýsingafulltrúa fjármálaráðu- neytisins reiddi Ríkisútvarpið þegar fram fé fyrir launum næsta mánað- ar og ávísaði tekjum á ríkissjóð fyrir afgangi skuldarinnar. Forráðamenn Pósts og síma segja að fjármálaráðuneytið geti ekki furðað sig á hallarekstri stofn- unarínnar. Stjómvöld hafi ekki komið fyllilega til móts við beiðni stofnunarinnar um gjaldskrár- hækkun í júní. Þá hafí vantað um 350 milljónir króna upp á til þess að reksturinn yrði hallalaus á þessu ári. Með 15% gjaldskrárhækkun jukust tekjumar aðeins um 200 milljónir á seinni hluta ársins. Þeir benda einnig á að telcjuaukinn skili sér löngu eftir að gjaldskrárhækk- unin er um garð gengin og því hafí stofnunin enn síður bolmagn til að standa fyllilega í skilum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.