Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1 SEPTEMBER 1988 Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykjavík. Hinn frábæri TOP FIVE barnafatnaður kominn aftur Opið til kl. 1 6.00 næstkomandi laugardag Wý/u h. komriar Hlutabréfamarkaður sam- kvæmt pöntun, eða hvað? „Tilefni þessara lína er hins vegar það að leið- arahöfundur Morgnn- blaðsins gerir sig sekan um sömu hugsanavillu og að framan getur í annars ágætum leiðara í dag, þriðjudaginn 30. ágúst, um stöðu einka- væðingar á Islandi.“ félaga sem skráð eru hjá umrædd- um verðbréfafyrirtækjum hefur aukist hægt og sígandi og umsetn- ing í viðskiptum stóraukist. Hitt er svo annað mál að upptöku hlutafé- laga á viðskiptaskrá eru ýmsar skorður settar. Sem dæmi má nefna að ekki mega vera í gildi takmark- anir á viðskiptum með hlutabréf viðkomandi hlutafélags, en slíkar hömlur eru til staðar hjá þorra íslenzkra hlutafélaga, fjárhags- staða viðkomandi hlutafélags þarf að vera viðunandi og eignaraðild nokkuð dreifð. Þeim sem til þekkja á íslenzkum fjármagnsmarkaði er ljóst að auka þarf eigið fé íslenzkra fyrirtækja. Til þess að svo megi verða þarf ýmislegt að breytast. Ljóst er til dæmis, að það er ákaflega ríkt í eigendum og stjórnendum íslenzkra hlutafélaga, sem flest eru fámennis- félög, að leita ekki eftir hlutaíjárað- ild annarra fyrr en fyrirtækið er komið í fjárhagserfiðleika. Almenn- ingur tengir því hlutafjárútboð gjaman við fjárhagsvandamál. A sama hátt er ljóst að talsvert hefur vantað á að einstaklingar gætu vænzt sömu ávöxtunar og skatta- legrar meðferðar af hlutabréfa- kaupum eins og af ýmsum öðrum ávöxtunar- og sparnaðarkostum. Hefur það skiljanlega leitt til þess að almenningur festir fé sitt fremur í öðru en hlutabréfum. í því sam- bandi vill þó oft gleymast að lög sem sett voru árið 1984 og heimila einstaklingum frádrátt frá skatt- skyldum tekjum vegna hlutabréfa- kaupa í hlutafélögum sem uppfylla tiltekin skilyrði, hafa bætt vígstöðu hlutabréfa til mikilla muna. Þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði er hlutabréfamarkaður að byrja að myndast hér á landi. Um er að ræða þróun þar sem óhjákvæmilegt er að hlutirnir gerist stig af stigi. Sá misskilningur er hins vegar furðu útbreiddur að hægt sé að ákveða með einhvers konar stjórn- valdsfýrirmælum að nú skuli virk viðskipti með hlutabréf hefjast. Hlutabréfamarkaður verður ekki til á einum degi og verður ekki búinn til eftir pöntun. Hann myndast neð- an frá, en ekki að ofan. Það sem að stjómvöldum snýr er að skapa og tryggja viðhlítandi almenn fekil- yrði fyrir hlutabréfaviðskiptum. Tilefni þessara lína er hins vegar það að leiðarahöfundur Morgun- blaðsins gerir sig sekan um sömu hugsanavillu og að framan getur í annars ágætum leiðara í dag, þriðjudaginn 30. ágúst, um stöðu einkavæðingar á íslandi. Er á leið- arahöfundi að skilja að nú þurfi að ganga í að „stofna hlutabréfamark- að“, til þess m.a. að selja megi umfangsmikil fyrirtæki í eigu ríkis- ins. Hlutabréfamarkaður verður ekki stofnaður. Hann þróast að full- nægðum tilteknum ytri skilyrðum. Sú þróun er þegar hafin, þótt skil- yrðin séu enn ekki þau sem vera þyrfti. RYÐFRÍAR MIÐFLÓTTAAFUS- DÆLUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER % eftirBaldur Guðlaugsson Meðal þess sem hvað mikilvæg- ast er fyrir framþróun íslenzks efnahags- og atvinnulífs e'r að hér nái að myndast virkur markaður með hlutabréf. Þótt ytri skilyrði séu hlutabréfaeign að mörgu leyti óhag- stæð er það staðreynd engu að síður að þáttaskil hafa orðið í viðskiptum með hlutabréf á síðustu 3 árum. Tvö verðbréfafyrirtæki hafa gerzt viðskiptavakar með hlutabréf í helstu almenningshlutafélögum hér á landi, en í því felst að fyrirtækin lýsa sig reiðubúin að kaupa hluta- bréf í viðkomandi hlutafélögum á auglýstu kaupgengi og selja aftur á auglýstu sölugengi. Upplýsingar Baldur Guðlaugsson um þetta hlutabréfagengi birtast m.a. daglega á peningamarkaðssíðu Morgunblaðsins. Fjöldi þeirra hluta-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.