Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 JllffgtMÍÍMtofefj Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Sambýlið við náttúruöflin Síðastliðinn sunnudag var lýst yfir hættuástandi í Ólafsfirði er aurskriður féllu á kaupstaðinn. Skriðumar ollu miklu og margvíslegu tjóni. Um 200 manns vóru flutt úr húsum sínum vegna hættu á áframhaldandi skriðum. Þrjátíu húseigendur hafa til- kynnt skemmdir á húsum, lóð- um og túnum. Tvær götur í bænum eyðilögðust og hin þriðja er illa farin. Miklar skemmdir urðu á hitaveitu og vatnsveitu. Aur komst í inn- taksmannvirki laxeldisstöðvar. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla er og illa leikinn, vegna skriðufalla, og stór kafli horf- inn úr veginum í Ófærugili. Aur- og snjóskriður eru gamalkunn fyrirbrigði í byggðasögu landsins. Skráðar heimildir genginna alda geyma marga harmsöguna, tengda náttúruhamförum af þessu tagi. Og skammt er að minn- ast mikilla snjóflóða í Nes- kaupstað og á Patreksfirði. Svo vel tókst til í Ólafsfirði að ekki várð manntjón, en eignatjón er mikið, skiptir tug- um ef ekki hundruðum millj- óna króna. „Ég þekki ekki lengur dalinn minn og fjörðinn. Allt er orðið brúnt,“ sagði Ólafsfírðingur í viðtali við Morgunblaðið í gær. Ólafsfjörður er ekki eina þéttbýlið í landinu sem býr við aur- og snjóflóðahættu. Fimmtán slík sitja í sama „fjallskugganum": átta á Vest- fjörðum: Ólafsvík, Patreks- fjörður, Tálknafjörður, Bíldu- dalur, Flateyri, Hnífsdalur, ísaijörður og Súðavík; tvö á Norðurlandi: Ólafsijörður og Siglufjörður; og fimm á Aust- fjörðum: Seyðisfjörður, Nes- kaupstaður, Eskifjörður, Reyðaifyörður og Fáskrúðs- fjörður. Hættan er að vísu mismikil í þessum þéttbýlisstöðum og hefur óvíða verið metin til fulls með tilliti til hugsanlegra for- vama. Þess vegna ber að fagna því að Almannavarnir ríkisins vinna nú að hættumati þessara byggðarlaga, vegna snjóflóðahættu, en mat á aur- skriðuhættu er talið mun erfið- ara. Með nýjum lögum um varnir gegn flóðum og skriðu- föllum var stofnaður sérstakur sjóður með föstum tekjum — af iðgjöldum Viðlagatrygginga — til þessa verkefnis. Það var þarft spor, sem og tilkoma Viðlagasjóðs, er bætir tjón af náttúruhamförum. I kjölfar hættumats í þétt- býlisstöðum, sem búa við snjó- flóða- og/eða aurskriðuhættu, verður unnið að tillögum um varnir. Samhliða hafa Al- mannavamir tiltækar neyð- aráætlanir, sem gripið verður til, ef og þegar slíkar náttúru- hamfarir gera vart við sig. Allur er þessi varnarvið- búnaður nauðsynlegur og mik- ilvægur. Sagan og reynslan hafa fært þjóðinni heim sann- inn um það, að allur er varinn góður í' þessu efni. Náttúru- hamfarir heyra ekki aðeins sögunni til. Þær eru hluti af samtíð okkar, svo sem eldgosið í Heimaey, snjóflóðin í Nes- kaupstað og á Patreksfirði og aurskriðumar í Ólafsfirði sýndu ótvírætt. Umhverfi okkar, land og haf, geyma auðlindir, sem þjóðinni vóm lagðar í hendur til varðveizlu og framfærslu. Landið skartar og einstakri náttúmfegurð og fágætum náttúmfyrirbæmm, sem draga mikinn fjölda erlendra ferða- manna til landsins, auk þess að setja mark sitt á landsmenn sjálfa. En land okkar og um- hverfi hafa jafnframt aðra hlið: eldgos, jarðskjálfta, hafís; hættur frá jöklum og fjöllum: hlaup, flóð og skriðuföll; að ógleymdu sambýlinu við hafið, sem heggur sín skörð í þjóðina. Við emm,betur í stakk búin nú er fyrr á tíð að mæta duttl- ungum umhverfigins. Menntun þjóðarinnar, þekking, tækni- og tækjakostur, margvíslegur, gerir íslendingum sambýlið við náttúmöflin auðveldara. Mestu máli skiptir þó sam- kenndin, sem þetta sambýli hugfesti með þjóðinni, að þeg- ar eitt byggðarlag verður fyrir áfalli vegna náttúruhamfara — eða ein fjölskylda — þá snertir það þjóðina alla, bæði tilfinn- ingalega og að því er bóta- skyldu varðar. Lögin um Við- lagasjóð em í anda elztu laga í landinu, sem giltu um hina fornu hreppa, fyrir stofnun þjóðveldisins, að þegar bús- mali féll eða bær brann þá skyldu/allir bæta. Hamfarirnar á Ólafsfirði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: • > Atakanlegt að sjá áratugastarf góðra vina að engu orðið ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra kom í stutta heimsókn til Ólafsfjarðar í gær til að kynna sér ástand mála í bænum. Með honum í för voru Matthías Á. Mathiesen samgöngumálaráð- herra, Snæbjörn Jónasson vega- málastjóri, Guðmundur Malm- quist framkvæmdastjóri Byggða- stofnunar, Halldór Blöndal al- þingismaður og kona hans, Kristrún Eymundsdóttir, og Pét- ur Einarsson flugmálastjóri. Bjarni Grímsson bæjarstjóri og Óskar Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Ölafsfjarðar tóku á móti gestunum. Fyrst lá leiðin inn að athafna- svæði Krafttaks sem vinnur að jarðgangagerð í Ólafsfjarðar- múla, þaðan var farið inn í bæinn og skoðaðar skriðurnar og þær skemmdir sem þær ollu á sunnu- dag og þaðan var haldið í barna- skólann þar sem gestum var sýnt myndband sem Hilmar Jóhannes- son tók af bænum á sunnudag. Þorsteinn Pálsson sagði það mikla reynslu að skoða ummerkin eftir náttúruhamfarirnar. „Ég vildi sjá með eigin augum hvemig ástandið væri. Það hefur verið ánægjulegt að sjá æðruleysi íbúa hér og hversu vel hefur tekist til með björgunaraðgerðir. Ég var hér á ferð fynr skömmu og það er átak- anlegt að sjá áratugastarf góðra vina að engu orðið.“ Forsætisráð- herra sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvemig bæta ætti þetta tjón sem Viðlagatrygging gerði ekki. Fyrst yrði að liggja fyr- ir hversu miklar skemmdirnar væru. Matthías Á. Mathiesen sam- göngumálaráðherra sagði eftir vett- vangsskoðun í Ólafsflarðarmúla að haldið yrði óhindrað áfram að gerð jarðganganna. Náttúruhamfarimar bentu hins vegar til þess að lengja þyrfti göngin. „Við getum enn bet- ur gert okkur grein fyrir ástandinu með því að líta þetta eigin augum, þá mun vegagerðinni án efa nýtast sú vitneskja sem hér hefur fengist við gerð og staðsetningu jarð- ganga." í sama streng tók Snæbjörn Jón- asson vegamálastjóri. Sagði hann að fyrst og fremst yrði unnið að því að gera veginn færan, síðar yrði athugað hvernig hægt væri að koma honum í fyrra horf. Kvaðst Þorsteinn Pálsson forsætisráðheri þeirra húsa, sem yfirgefa varð ef1 vegamálastjóri aldrei hafa séð eins illa farinn veg eins og veginn í Ólafsfjarðarmúla. Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar sagði greinilegt að mikið tjón hefði orðið í bænum sem erfitt yrði að bæta. Ekki hefði verið tekin nein Jóhannes Jóhannesson, vatnamælingamaður, tekur veðrið á Kálfsárholti, skammt utan Ólafsfjarðar. Úr- koma þar mældist 300 millimetrar frá laugardegi fram á þriðjudag. Yfir 50 tilkynningar um tjón á húsum og görðum Enn hefur ekki verið hægt að meta ástand vega Á MEÐAN enn er úrkoma og þoka yfir öllu á Ólafsfirði er ekki hægt að meta ástand vega að sögn Björns Harðarsonar staðarverkfræðings vegagerðar- innar sem kom til 'bæjarins á þriðjudagskvöld. Björn Jónasson framkvæmdastjóri Krafttaks hf. sagði að sama máli gegndi um framkvæmdir við jarðgöng í Ól- afsfjarðarmúla. Enn hefði ekk- ert verið rætt um framhald þeirra framkvæmda. „Það er hættulegt að vera á ferð í Múlan- um hvað þá að hrófla við því sem á svæðinu er,“ sagði Björn Jóns- son. Talið er að vegurinn hafi ekki alveg farið í sundur í Múlan- um þar sem símalína bæjarins liggur í innri kanti vegarins og símasamband hefur ekki rofnað. Dregið hefur jafnt og þétt úr úrkomu, frá laugardegi til þriðju- dags mældist um 300 mm úrkoma. Mest var hún á sunnudag 123 mm, 73,3 á mánudag, 57,3 á þriðjudag, og í gær mældist úrkoman 47,5 mm. Jóhannes Jóhannesson veðurat- hugunarmaður í Kálfsárkoti kvaðst aldrei nokkurn tíma hafa mælt úr- komu sem kæmist í hálfkvisti við úrhellið á sunnudag. Mest hefði sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.