Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Kaupuin nokkrar íbúðir um leið og lánið fæst - segir Guðmundur Stefánsson, formaður Skjaldar „Uxn leið og lánið verður form- lega veitt, verður strax ráðist i kaup á nokkrum íbúðum. Gert er ráð fyrir kaupum á fimm íbúð- um í haust og á næsta ári má áætla að keyptar verði 10-15 fc íbúðir til viðbótar,“ sagði Guð- mundur Stefánsson formáður Skjaldar, Félags áhugamanna um Háskólann á Akureyri i sam- tali við Morgunbiaðið. Skjöldur hafði fengið 25 millj. kr. lánsloforð frá Húsnæðisstjórn fyrr á árinu, en þegar kom til sam- þykkis félagsmálaráðuneytisins, fór það fram á að stofnað yrði nýtt félag í líkingu við Félagsstofnun stúdenta í Reykjavík og yrði það félag lántakandi. Skjöldur gæti með öðrum orðum ekki orðið lántakandi og sjálfseignarstofnun. Háskóla- menn hafa því farið fram á það við húsnæðisstjóm að lánsloforðið verði 4 fært frá Skildi og yfir til undirbún- ingsfélags Félagsstofnunar stúd- enta á Akureyri. Nú þegar er byrj- að að vinna að stofnun félagsins, en það skal stofna eigi síðar en 1. nóvember nk., að sögn Guðmundar. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin hefði verið að afgreiða málið á fundi stjómarinnar sl. mánudag, en þá hafði félagsíbúða- nefnd stjómarinnar ekki enn lokið störfum, en hún þarf að fjalla um málið áður en það kemur upp á borð húsnæðisstjómar. Því má ætla að málið verði afgreitt á næsta fundi stjómarinnar, sem haldinn verður á mánudag, sagði Sigurður. Guðmundur sagði að fasteigna- markaðurinn á Akureyri hefði verið kannaður lítilsháttar og svo virtist sem nægjanlegt framboð væri á íbúðum tii sölu. Meiri áhugi er fyr- ir nýjum eða nýlegum íbúðum frek- ar en eldra húsnæði. „Við teljum okkur geta leyst brýnustu hús- næðisþörfma með kaupum á fimm íbúðum til að byrja með, en síðan fer þörfin vissulega vaxandi um leið og skólinn stækkar. Þessi kaup eru ætluð til bráðabirgða og í fram- tíðinni gerum við ráð fyrir að vinna málið með langtímasjónarmið í huga og þá þarf jafnvel að leysa úr húsnæðisvandræðum fleiri nem- enda heldur en háskólanema ein- göngu. Ymsir hafa komið fram með þá hugmynd hvort skólarnir á Akur- eyri gætu ekki unnið sameiginlega að lausn húsnæðismála nemenda sinna. Að hluta til gæti það eflaust gengið, en eflaust verður ráðist í uppbyggingu skólans sjálfs áður en heimavistir koma til sögunnar," sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Færtístílinn Nýlega var hafist handa við lagfæringar á húsinu nr. 2A við Lækjargötu á Akureyri, en það hús er staðsett í Innbænum þar sem elstu hús bæjarins eru samankomin. Neðri helmingur hússins var byggður árið 1894 og efri hlutinn árið 1902. Húsið við hlið- ina er næstelsta hús bæjarins, en Laxdalshús er elsta húsið á Akureyri. A myndinni má sjá smiðina Sverri Meldal, Sverri Her- mannsson og Ólaf Arnarson dytta að húsinu og ætla þeir að skipta um glugga, einangra betur og færa húsið í gamla stílinn aftur með því að klæða það að utan með panel. II SKOLAVORUR Verslun á tveimur hæöum Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri SKOLA REIKNIVELAR Verslun á tveimur hæöum Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri BOKVAL Morgunblaðið/Rúnar Þór Afmælishófið fór fram í norðangarra á túninu hjá „afmælisbarninu“ sl. föstudag. Talið frá vinstri: Árni Jónsson tilraunastjóri 1949-1968, Jóhannes Sigvaldason núverandi tilraunasljóri, Bjarni Guðleifs- son tilraunastjóri 1971-1980 og Jón Árnason tilraunastjóri 1980-1982. Rannsóknir í landbúnaði standa nú höllum fæti - segir Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri á Möðruvöllum Norðangarri lék um gesti uppi á túninu rétt við Kjarnaskóg sl. föstudag þegar Jóhannes Sig- valdason tilraunastjóri á Möðru- völlum tók upp á því að halda þar upp á 50 ára afmæli jarðræktart- ilraunar. Hafist var handa við til- raunina árið 1938 og var henni ætlað að kanna hvaða áhrif hinar mismunandi fosforstegundir hefðu á uppsprettu. Ekki síst var haldið upp á afmælið til að vekja athygli á rannsóknum í land- búnaði, en að sögn Jóhannesar, stendur rannsóknarstarf í land- búnaði mjög höllum fæti þessa dagana, einkum á tilraunastöðum. Ef til vill á það sinn þátt í hvað landbúnaðurinn yfir höfuð stend- ur illa, sagði Jóhannes. „Fjárveiting til Tilraunastöðvar- innar á Möðruvöllum fyrir yfirstand- andi ár er ekki einu sinni nægilegt fyrir laununum. Það er ekkert fjár- magn til þess að reka þessa starf- semi. Ljóst er að forráðamenn ríkis og bændasamtaka og þeirra aðila annarra er málið varðar,, verða að taka ákvörðun um það fyrr en seinna hvort vilji sé fyrir áframhaldandi rannsóknarstarfi í landbúnaði. Þá þarf að efla þennan atvinnuveg, sem nauðsynlegt er til að hann haldi áfram að dafna og blómstra." í máli Jóhannesar kom fram að ákveðið var að heQa nýja sókn í til- raunamálum árið 1937. Þá var Bún- aðarfélag íslands bakhjarl tilraun- anna sem var 100 ára á því ári. Búnaðarfélagið ályktaði að leggja niður ýmsar af gömlu tilraununi RITVBLAR sínum og hefjast handa við margar nýjar. í framhaldi af því voru lagðar út hátt á annan tug tilrauna eftir að Búnaðarfélagið hafði veitt vel í verkefnið. Tilraunirnar voru af ýms- um toga spunnar svo sem tilraunir með áburð, belgjurtir, smára, bú- fjáráburð, korn, illgresislyf og- fleira.„Ein þeirra tilrauna, sem þá voru settar á laggimar, er einmitt afmælisbarnið sem enn er á meðal vor. Tilgangur tilraunarinnar var að sjá hvemig hinar mismunandi fos- foráburðartegundir, sem settar höfðu verið á markað erlendis, reyndust hér á íslandi." Upp úr 1950 var ákveðið að hætta með fosforáburðartegundirnar og sjá hvemig túnið kæmi til án þess að borið yrði á það fosfor. Þannig hefur tilraunin verið framkvæmd til þessa dags. Ólafur Jónsson var til- raunastjóri þegar bytjað var á til- rauninni. Hann lagði tilraunina út, hannaði hana og skipulagði, en hann var tilraunastjóri allt frá 1924 til 1949. Þá tók Árni Jónsson við starf- inu og gegndi embættinu til 1968. Þá tók Jóhannes við og var við störf í tvö ár. Haustið 1971 var Bjarni Guðleifsson skipaður tilraunastjóri og var það til 1980. Árið 1980 til 1982 var Jón Ámason skipaður til- raunastjóri og síðan 1983 hefur Jó- hannes verið tilraunastjóri. Jóhannes sagði að tiíraunin hefði leitt í ljós að uppskera á reit, sem ekki hefði fengið fosfor í 50 ár, væri ótrúlega mikil, þó heldur minni en þeir reitir sem fengið hafa fos- for. „Það sýnir hvað íslenskur jarð- vegur gefur mikinn fosfor í upp- skem. Það byggir sennilega á því að basaltið, sem er hluti af jarðvegin- um, inniheldur nokkuð fosfor og veðmn á íslensku bergi er miklu hraðari en í nágrannalöndunum. Þar af leiðandi losnar fosforinn úr jarð- veginum og við fáum þetta mikla uppskem þrátt fyrir að ekki sé bo- rið á.“ Jóhannes sagði að Ræktunarfélag Norðurlands hefði hafið starfsemi sína árið 1903 svo lengi hefði verið unnið að rannsóknum þó athygli manna beinist ekki daglega að þeim þætti. „Svör við ýmsum þeim spum- ingum, sem að er spurt í landbúnaði og í samskiptum við land og nátt- úm, er ekki fljótsvarað. Það þarf oft mörg ár til að fá svar frá náttú- mnni,“ sagði Jóhannes Sigvaldason. Samkomuhusið: Gríniðjan sýnir NÖRD ARNÓR Benónýsson leikhús- stjóri á Akureyri hefur nýlega náð samningum við Gríniðjuna um fjórar sýningar á bandaríska farsanum NORD, sem er skamm- stöfun fyrir „Nær öldungis ruglaður drengur". NÖRD gekk á Hótel íslandi síðastliðinn vetur við góðar undir- tektir og er meiningin að taka sýn- ingar á NÖRD upp aftur fyrir sunn- an eftir að leikförinni til Akureyrar lýkur. Ekki er þó gert ráð fyrir að sýningar verði áfram á Hótel Is- landi heldur er Gamla Bíó inni í myndinni sem sýningarstaður. Sýn- ingamar á Akureyri verða í Sam- komuhúsinu 22., 23., 24. og 25. september. Aðalhlutverkin em í höndum Þórhalls Sigurðssonar, Jú- líusar Brjánssonar, Randvers Þor- lákssonar, Eddu Björgvinsdóttur, Gísla Rúnars Jónssonar og fleiri aðila. Farsinn er tiltölulega nýr af nálinni og hefur verið sýndur víða um lönd við miklar vinsældir. „Svona gestaleikir geta verið lið- ur í að trekkja að leikhúsinu. Leik- félag Akureyrar setur sjálft upp §ögur verk í vetur. Þó við getum ekki sjálfir bætt við okkur sýning- um vegna mikils kostnaðar því sam- fara, er þetta ágæt leið til að auka á íjölbreytni í leikhúslíflnu hér fyrir norðan," sagði Arnór Benónýsson í samtali við Morgunblaðið. Þá er von á Islenska dansflokknum norð- ur um mánaðamótin október/nóv- ember og kemur hann jafnframt til með að sýna í Samkomuhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.