Morgunblaðið - 01.09.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.09.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 43 Minning: Hólmfríður Bjöms- dóttirfráMel Fædd 8. nóvember 1884 Dáin 24. ági'ist 1988 Lokið er langri vegferð. Lögð að baki nærfellt 104 ár. Oft var um greiðan veg farið en einnig á stund- um yfir torleiði sótt. Á svona langri leið ber margt fyrir augu og ótal mál krefjast úrlausna. Skiptir þá meginmáli hvert viðhorfið er til lífsins og tilverunnar. Vegfarand- inn, hún Hólmfríður Björnsdóttir, amma okkar, horfði gjarnan björt- um augum á heiminn. Hún gat því tekist á við það sem að höndum bar með þeim árangri að hún var aflögufær og miðlaði samferða- mönnum sínum bæði gleði og bjart- sýni. Ekki var að undra þótt þreytu væri farið að gæta við leiðarlok. Jafnvel örlaði á tilhlökkun er hilla tók undir heimkomuna þangað sem leið okkar allra liggur. Hólmfríður amma fæddist 8. nóv- ember 1884 í Dölum í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hún giftist afa okkar, Halldóri Pálssyni, búfræð- ingi og kennara frá Tungu í Fá- skrúðsfirði 19. apríl 1916. Ári síðar Hörður Torfason heldur tónleika í Lækjartungli á sunnudagskvöld kl. 22.00. Tónleikar Harðar Torfasonar í Lækjartungli TÓNLEIKAR Harðar Torfason- ar verða haldnir í Lækjartungli sunnudagskvöldið 4. september. Hörður Torfason heldur aðeins eina tónleika á ári og ber þá upp á afmælisdag hans. Hörður Torfason hefur auk laga- smíða og tónlistarflutnings fengist við leiklist, leikstjórn og skyld störf frá því hann útskrifaðist úr Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins árið 1970. Hann hefur verið búsettur í Dan- mörku í mörg ár en ætíð komið heim með reglulegu millibili til að flytja tónlist sína og setja upp leik- rit. Hann hefur leikstýrt fjölmörg- um sviðsetningum víða um land, leikið í leikritum, sjónvarpsleikrit- um auk starfa við leikhús og kvik- myndir á íslandi og í Danmörku. Hörður hefur gefið út hljómplöt- urnar Hörður Torfason syngur eigin lög, Án þín, Dægradvöl, Tabu og Hugflæði. Sumar hljómplötur Harð- ar hafa verið ófáanlegar um langan tíma. Á tónleikunum á sunnudaginn mun hann flytja lög frá upphafi söngferils síns. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og gefnir út á plötu. A tónleikunum mun hann m.a. flytja lögin Kveðið eftir vin minn, Hervör, Þegar ég verð stór, Guðjón, Dagurinn kemur, Án þín, Litli fugl og Línudansarann. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og húsið opnað kl. 21.00. keyptu þau jörðina Nes í Loðmund- arfirði. Þar bjuggu þau allt til árs- ins 1941 er þau brugðu búi og fluttu hingað á höfuðborgarsvæðið, fyrst í Saltvík á Kjalarnesi og svo til Reykjavíkur. Á Nesi ólu þau upp börn sín þrjú: Auði f. 1917, gifta sr. Jóni Kr. ísfeld, Leif, frummóta- smið f. 1918, kvæntan Árnýju Ing- valdsdóttur og Björn, gullsmið, f. 1920, kvæntan Ester Sigfúsdóttur. Hjá þeim ólst einnig að miklu leyti upp sonardóttir þeirra og alnafna hennar. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 21. Afi lést 1967. Síðustu æviárin dvaldist amma að Sunnuhlíð í Kópavogi og naut prýði- legs atlætis, sem við þökkum kær- lega. Amma var fagurkeri og lagði sig fram um að fegi-a umhverfí sitt. Hún hafði sérstakt dálæti á blómum og ræktaði þau af stakri alúð. Einn- ig var hún sérlega mikil hannyrða- kona og sat við sauma fram yfir hundrað ára aldur, enda prýða ótrú- lega margir munir eftir hana heim- ili vina og vandamanna. Fram á síðasta ár las hún mikið bæði til skemmtunar og fróðleiks. Hún var fróðleiksfús og fylgdist lengst af vel með fréttum. Á því sem var að gerast hafði hún ákveðnar skoðan- ir, en tók þó fullt tillit til skqðana annarra. Oft var gaman að ræða við ömmu um menn og málefni og tók hún jafnan á málum af rétt- læti. Amma var trúuð kona og óspör á að miðla okkur og öðrum af trúar- vissu sinni. I minningum okkar barnabarn- anna féll amma ailtaf nákvæmlega inn í þá mynd sem menn gera sér af hinni góðu ömmu. Hún var veit- andinn í víðustu merkingu þess orðs. í barnsminni eru rausnarlegu veitingarnar þegar við heimsóttum hans og ótrúlega girnilegir ávextir sem hún töfraði upp úr töskunni sinni er hún heimsótti okkur. Nú gerum við okkur ljósari grein fýrir því að það sem hún gaf okkur var miklu mikilvægara og varanlegra en líkamleg fæða. Við kveðjum hana sem var svo rík af kærleika að hana munaði ekki um að veita okkur öllum og fjölskyldum okkar ríflega af honum. Fyrir það og allt sem hún var okk- ur þökkum við og biðjum minningu hennar blessunar. Barnabörnin FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBÚNAÐ OG SKÝRAN HLJÓM □ Sérstaklega hannaður til að þola hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð □ Sérhannaður fyrir framtíðar- möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð frá kr. 120.900,- (Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125) HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.