Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 1

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 1
80 SIÐUR B 202. tbl. 76. árg. ______________________ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarískar her- stöðvar á Gríkklandi: Bandaríkja- mennfresta frekari viðræðum Aþenu, Reuter. BANDARÍSKIR samningamenn frestuðu í gær skyndilega við- ræðum sínum við Grikki um herstöðvasamning ríkjanna eft- ir að fulltrúar Grikkja tilkynntu þeim formlega að loka yrði bandariska herflugvellinum Hellenikon við Aþenu. Þrátt fyrir að bandarískir emb- ættismenn segðu að aðeins væri um tímabundna frestun að ræða átti frestunin sér stað á fyrsta degi níundu samningalotu ríkjanna. Alls átti hún að taka eina viku. Enn hefur ekki verið rætt hve- nær viðræður geta hafíst að nýju. Gríska stjómin tilkynnti Banda- ríkjamönnum fyrr á árinu að her- stöðvasamningur ríkjanna myndi renna út í desember næstkom- andi. Þá hafa Bandaríkjamenn 17 mánuði til þess að hafa sig á brott — nema að nýtt samkomulag sé undirritað fyrir þann tíma. Sósíalistinn Andreas Papandre- ou, forsætisráðherra Grikklands, hefur sagt að samið verði við Bandaríkjamenn óski þeir þess, en ekki nema það þjóni „ýtrustu þjóð- arhagsmunum" Grikkja. Er talið að hann eigi við að Bandaríkja- menn snúist á sveif með Grikkjum í deilum þeirra við Tyrki um Eyja- haf og Kýpur. Stjórnvöld í Was- hington segja slíkar bollaleggingar hins vegar fráleitar. Lithaugaland: Kjarnorku- veriforðað frá eldsvoða Moskvu, Reuter. SOVÉSK stjórnvöld lokuðu í gær hluta kjarnorkuvers í Lithaugalandi eftir að eldur kom upp í einum af kjarna- ofnum versins, sem er sömu tegundar og kjarnorkuverið í Tsjernobyl. Að sögn hinnar opinberu fréttastofu TASS láku engin geislavirk efni út úr kjarna- ofninum. Þá sagði fréttastofan engan hafa slasast af völdum eldsins. Ígnalína-kjamorkuverið mun vera hinn mesti galla- gripur og hafa afköst þess sjaldnast verið með eðlilegum hætti frá því að það var fyrst starfrækt árið 1983. Hafa vísindamenn innan sem utan Sovétrílq'anna hvað eftir ann- að lýst yfír áhyggjum sínum af öiyggisbúnaði versins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Noregskonungur V. sækir Ísland heim Ólafur Noregskonungur V. kom í heimsókn til íslands í gær og var myndin tekin skömmu eftir að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti konungi á Reykjavikurflugvelli. Sjá ennfremur frásögn á síðu 67. Bangladesh: Bretland: Póstþjón- usta til og frá Bret- landi lömuð St. Andrews, frá Guðmundi Heiðarí Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. VERKFALL póstþjóna sem hófst í síðustu viku og átti að standa upphaflega í einn sóiar- hring, heldur áfram. Innan- lands hafa póstsamgöngur truflast mjög af þessum sökum, en póstsamgöngur Breta við umheiminn hafa nær alveg lam- ast. Litlar líkur þykja á sam- komulagi. Færist harka í deil- una og hafa verið ráðagerðir um að kalla einkaaðila til póst- dreifingar. I síðustu viku gripu breskir póstþjónar til sólarhringsverkfalls til að mótmæla áformum póst- þjónustunnar um að hækka laun póstþjóna í London og annars stað- ar, þar sem mikil eftirspum er eftir vinnuafli. Samband póstþjóna krafðist þess að hækkanimar yrðu látnar ganga yfir alla. Póstþjón- ustan neitaði þessu og hefur hvergi viljað gefa eftir. Á fimmtudag í síðustu viku vora síðan ráðnir aukamenn til að flokka og afgreiða það sem safn- ast hafði fyrir á miðvikudag, en þá lögðu póstþjónar víða um land niður vinnu til að mótmæla því að fá ekki að flokka póstinn í ýfir- vinnu sjálfír. Fyrirhugað var í gær að ráða einkafyrirtæki til að safna pósti og flytja á þær stöðvar sem enn störfuðu. En þá lögðu enn fleiri póstþjónar niður vinnu. Líkur aukast á allsherjarverkfalli póst- þjóna. Meira en 65 milljón bréf og bögglar liggja óflokkaðir á pósthúsum víða um landið. Stjómvöld hafa gefíð í skyn að einkaréttur póstþjónustunnar verði afnuminn ef ekki semst í þessari viku. í fyrra hótuðu póst- þjónar verkfalli fyrir jólin til að knýja fram kauphækkun og þá lét Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, þá skoðun í ljósi, að kæmi þetta fyrir aftur yrði einkaréttur póstþjónustunnar til að flytja bréf afnuminn. Þriðjtmgur kombirgða ónýtur Kafrul í Bangladesh, Reuter. ENN rigndi i Bangladesh í gær og er óttast að tala þeirra, sem látist hafa í monsúnflóðunum und- anfamar tvær vikur, sé að nálgast sjötta hundraðið. „Hellidemba reið aftur yfir landið rétt eftir að flóðin, sem valdið höfðu ótrúleg- um þjáningum, fóru fyrst að réna á sumum stöðum," sagði embættis- maður í þorpinu Kafrul, fimm km frá höfuðborginni Dhaka. Talið er að þriðjungur kornbirgða Iandsins sé nú ónýtur af völdum flóðanna og því þ'óst að gífurlegur matvælaskortur mun koma upp berist landinu ekki aðstoð. Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið frá því á sunnudag, aðal- lega í Norður-Bangladesh. Er opin- ber tala látinna þá orðin hærri en 550. Aðrir telja þó að rúmt þúsund manna hafí þegar látist. Margir þeirra, sem látist hafa, drukknuðu þegar drekkhlaðnir bátar ultu, en einnig hefur talsverður fíöldi látist af völdum eiturnaðra og sjúkdóma. „Við erum matarlaus, svefnlaus og höfum i ekkert hús að venda," sagði maður nokkur í Kafrul. „Þá stafar okkur stanslaus hætta af eit- umöðrum." Hlutskipti manns þessa og fjölskyldu hans batnaði ekki þeg- ar vopnaðir rummungar á hraðbát hirtu allar lauslegar eigur þeirra. Skammt frá fólki þessu stóð kona ein f vatnselgnum miðjum og horfði líkt og í leiðslu fram fýrir sig. Vatn- ið náði henni í bijóst. Nágrannar hennar sögðu að hún hefði ekki hreyft sig undanfama þijá daga, en þá dó sjö ára gamall sonur hennar þegar hann fór að ná í drykkjarvatn. I Kafrul hefur vatnsyfírborðið ekk- ert lækkað og í hverri íjölskyldu er einn eða fleiri veikur. Heilbrigðisyfirvöld óttast að fjöldi sjúkdóma muni breiðast út og auka enn á hörmungamar. Þá er matvæla- skortur þegar farinn að gera vart við sig, en í Dhaka einni á um hálf milljón manna hungur og vatnsskort á hættu. Þá er mikill lyfíahörgull. Sjá ennfremur frétt á síðu 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.