Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 2
íi:«» • jr:i9M33^>r(.'i .8 3..t i)A( 'lCílS’cí^lI'I/.. :[/U;),8tM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Hreinsað til á Ölafsfirði UM 300 manns lögðu hönd á plóginn við hreins- un á Ólafsfirði um helgina. Um 50 þeirra voru úr nágrannabyggðalögunum og frá Akureyri. Að sögn Þorsteins Björnssonar bæjartœknifræð- ings, gekk verkið vel og er hreinsun garða og opinna svæða langt komin. Giskaði hann á að á milli 1200-1500 rúmmetrum af aur hefði verið mokað og skolað burt um helgina. Töluvert verk er enn eftir en nú stendur yfir hreinsun á hol- ræsakerfi bæjarins, golfvelli og svæði lyá hest- húsum. Þá hafa einnig verið grafnir skurðir i hlíðar Tindaaxlar og ólokið er hreinsun á tjörn- inni við aðalgötu bæjarins. 6 lóðir eru alveg ónýtar og um 15 skemmdar. Vegagerðarmenn hafa unnið óslitið að því að gera Múlann færan og hefur bQum af og tU verið hleypt yfir en gijót hrundi á veginn um helgina. Að sögn Valdi- mars Steingrímssonar, verksljóra Vegagerðar- innar var minna gijóthrun í gœr þar sem veður var sæmilega þurrt. Líkur eru á að Múlinn verði opnaður umferð í dag en búist er við töfum vegna vinnu vegagerðarmanna í Kúhagagili. Teiknimyndir: Ný framhaldssaga fyr- ir börn og unglinga NÝ teiknimyndasaga hefst á morgun i fylgiblaði Morgun- blaðsins, Myndasögum Mogg- ans. Fjallar sagan um blaðakon- una Brendu Starr. Yfirmaður Brendu er ritstjórinn Livwright, sem sendir Brendu út um allan heim til að afla frétta, og lendir hún í hinum ýmsu ævin- týrum. Fylgist því með strax frá byijun. Teiknimyndasagan kemur til með að birtast í lit á miðviku- dögum í Myndasögum Moggans og daglega í svart/hvítu hér í Morgunblaðinu. Gerð hefur verið kvikmynd um fréttakonuna Brendu Starr og lék Brooke Shild.s aðahlutverkið í henni. Fjórðungi starfs- manna sagt upp Coldwater: COLDWATER Seafood Corpor- ation, dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, hefur sagt upp um það bil fjórðungi starfs- manna í verksmiðju fyrirtækis- ins í Cambridge. Að sögn Magn- úsar Gústafssonar, forstjóra, er hér um að ræða fólk, sem ráðið var til starfa á siðari hluta árs- ins 1987. Birgðir voru þá í lág- marki og búist við aukinni fisk- Jóhann Hjart- arson og Karpov tefla í Tilburg JÓHANNI Hjartarsyni stór- meistara hefur verið boðið að taka þátt í hinu árlega stórmóti Interpolis tryggingafélagsins i Tilburg í Hollandi. Mótið hefst á morgun, miðvikudag, og mun Jóhann halda utan til Hollands í dag. Meðal andstæðinga Jó- hanns verður Anatoly Karpov og munu þeir tefla saman tvisv- ar sinnum, en þar sem Karpov tekur ekki þátt i heimsbikar- mótinu hér á landi er líklegt að þetta séu einu viðureignir þeirra fyrir einvígið um áskor- endaréttinn i janúar n.k. Þetta mót er í 16. styrkleika FIDE og þykir mikil upphefð að vera boðið þangað. Það hefur að- eins einu sinni gerst áður að íslenskum skákmanni hafi verið boðið á þetta móí en það var Frið- rik Ólafsson, árið 1977, en þá fór mótið fram í fyrsta skipti. Aðeins 8 skákmenn taka þátt í mótinu núna og tefla þeir tvöfalda um- ferð. Auk Jóhanns taka þátt í mótinu Anatoly Karpov, sem hefur oftast borið sigur úr býtum á þessu móti, Jan Timman, sem sigraði í fyrra, Robert Hubner Vestur- Þýskalandi, Niegel Short Eng- landi, Lajos Portisch Ungveijal- andi, John Van der Wiel Hollandi og Predrag Nikolic Júgóslavíu. Jóhanni var boðin þátttaka er Salov frá Sovétríkjunum afboðaði þátttöku með stuttum fyrirvara. Margeir Pétursson stórmeistari verður Jóhanni til aðstoðar framan af mótinu. sölu á lönguföstu i ár. Að sögn Magnúsar eiga öll fyr- irtæki í þessari atvinnugrein í erf- iðleikum. Hann sagði að uppsagn- imar væru liður í breytingum, sem hefðu í för með sér, að framleiðsla fyrirtækisins sveiflaðist meira með sölunni en verið hefur til þessa. Starfsmönnum Coldwater var ijölgað á síðari hluta ársins 1987 og sagði Magnús nú væri verið að segja upp fólki, sem þá var bætt við. Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs varð verulegur samdráttur í sölu Coldwater í Bandaríkjunum og verðfall á markaðnum dró einnig úr söluverðmæti afurða fyrirtæk- isins. í síðasta mánuði seldi Cold- water hins vegar 9% meira magn en í ágúst I fyrra. Sala á unnum vörum var 4% meiri, en aukningin í sölu flaka var 13%. Verðmæti afurðanna var hins vegar 6 pró- sentum minna í ágúst en á sama tíma í fyrra. Magnús sagðist vona, að botninum hefði nú verið náð og salan héldi áfram að aukast. „Það er lífsspursmál að við getum veitt viðskiptavinum okkar í Bandaríkjunum örugga þjónustu varðandi gæði og afgreiðslu," sagði Magnús að lokum. Verðlagsstofnun: Óvist að framhaldsskól- ar megi hækka skólagjöld Fundað verður um verðhækkanir á námsbókum í dag DAGLEGA berast Verðlagsstofn- un mUli 50 og 60 fyrirspurnir og kvartanir varðandi verðstöðvun- ina að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar hagfræðings hjá stofnun- inni. Segir hann að flestir spyiji um verð námsbóka, skólagjöld og gjöld fyrir ýmiskonar námskeið. Þá sé talsvert spurt um hvernig bregðast eigi við verðhækkunum hjá heUdsölum frá því fyrir verð- stöðvun. Ljóst sé að ekki megi taka hærra verð fyrir vöru eða þjónustu en sfðast var gert áður en verðstöðvunin tók gildi. Þó sé ekki gerð athugasemd við hækkun skólagjalda sem nemendum hafi verið tilkynnt um fyrir miðjan ágúst. Vafi leiki á um innritunar- gjöld f framhaldsskólum og nú sé f athugun hvort þau byggist á sér- lögum. Guðmundur Sigurðsson segir að verðstöðvunin nái ekki til atriða sem falli undir sérstaka löggjöf. Þannig gildi hún til dæmis ekki um húsa- leigu og nú sé kannað hvort hið sama eigi við um innritunargjöld skóla sem reknir eru lögum samkvæmt. Hins vegar nái verðstöðvunin til dans- skóla, tónlistarskóla og slfkra fyrir- tækja. Dansráð íslands hefur farið þess á leit við félagsmenn sína að hækka ekki námskeiðsgjöld og hefur boðað til fundar um málið í kvöld. Segir Guðmundur Sigurðsson að skólagjöld öldungadeilda framhalds- skólanna virðist hafa verið ákveðin í menntamálaráðuneytinu í vor og þvf hugsanlega ekkert að segja við hækkun þeirra. Hins vegar þurfi að athuga innritunargjöld í dagskóla sem víðast eru ákveðin í samráði forráðamanna skóla og nemendafé- iaga. Kaupmenn semja við heildsala Kaupmenn geta að sögn Guð- mundar að reynt að semja við heild- sala eða framleiðendur um kaup á vörum sem hækkuðu f verði fyrir miðjan águstmánuð. Náist ekki sam- komulag verða kaupmenn að taka mismuninn á sig en hætta við sölu vörunnár að öðrum kosti. Hið sama gildir um heildsala sem keypt hafa vörur eftir miðjan ágúst. Þetta sjón- armið var nýlega kynnt á fundi full- trúa Verðlagsstofnunar og stjómar Kaupmannasamtakanna. Að sögn Guðjóns Oddssonar, formanns Kaupmannasamtakanna, hafa heildsalar sýnt málinu mikinn skilning og vel hefur gengið að semja um verð. Segir hann að fæstir kaup- menn geti tekið á sig hækkanir. Þeir vérði einfaldlega að skila vörum til heildsala reynist ekki unnt að semja um sama verð og gilti fyrir verðstöðvun. Verðhækkanir námsbóka hafa komið til álita. Verðlagsstofnun telur að námsbækur sem komu í verslanir eftir miðjan ágúst megi ekki selja á hærra verði en fyrr. Talsmenn for- laga segja hins vegar að ákveðið hafi verið að hækka verð bókanna áður en verðstöðvunin kom til. Verð- lagsstofnun svarar því til að ákvörð- un um hækkun fyrir miðjan ágúst gefi ekki heimild til hennar, frekar en ákvörðun um hækkun skóla- gjalda. Bækumar hafi þurft að vera komnar í verslanir fyrir 15. ágúst á hærra verði og skólar hafi þurft að hefja innheimtu eða tilkynna um hækkun fyrir þann tíma. Forsvars- menn þriggja stærstu bókaforlag- anna koma til fundar í Verðlags- stofnun í dag. Tvítugur maður játar að hafa orðið konu að bana 25 ÁRA gömul kona, Alda Rafns- dóttir, fannst látin af stungusári, að talið er, á heimili sinu f Kópa- vogi, um klukkan hálfátta að morgni laugardagsins. Tvítugur Reykvíkingur, Guðmundur Sveinbjömsson, hafði skömmu áður gefið sig fram við lögregl- una í Kópavogi og sagst hafa orðið stúlkunni að bana á heim- ili hennar. Guðmundur hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 1. desem- ber og gert að sæta geðrannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá RLR höfðu Alda og Guðmundur hist á skemmtistað í Reykjavík að- faramótt laugardagsins og orðið samferða í leigubíl að heimili Öldu. Vinkona hennar varð þeim sam- ferða áleiðis. Guðmundur og Alda munu ekki hafa þekkst áður. Að öðru leyti verst rannsóknar- lögreglan allra frétta af málinu. Alda Raftisdóttir bjó að Lyng- Alda Rafnsdóttir. heiði 14 í Kópavogi og lætur eftir sig sjö ára gamlan son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.