Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Nína Margrét Grímsdóttir Tónlist Egill Friðleifsson Gerðubergi 4. september 1988 Nína Margrét Grímsdóttir, píanó Efnisskrá: J. S. Bach, Ensk svíta í g-moll nr. 3, W. A. Mozart, Sónata í a-molí KV 310, C. De- bussy, Barnaherbergið - svita fyrir píanó, F. Chopin, Þijú Impromtus op. 29, 36 og 51. Ungur píanisti, Nína Margrét Grímsdóttir, kvaddi sér hljóðs í Gerðubergi sl. sunnudagskvöld og hélt þar sína fyrstu opinberu tón- leika og lék fallegt prógramm með verkum eftir þá Bach, Mozart, Debussy og Chopin. Gerðuberg er aðlaðandi staður, sem nú státar af splunkunýjum Steinway-flygli er gjörbreytir þar aðstöðu til tón- leikahalds til hins betra. Nína Margrét er Reykvíkingur. Hún stundaði nám í Tónlistarskól- anum undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar og lauk þaðan ein- leikaraprófí árið 1985. Þá lá leiðin í framhaldsnám til Lundúna, en meðal kennara hennar þar má nefna góðvin okkar Philip Jenkins, sem hér starfaði um árabil, og Edith Picht-Axenfeld, en hún er mörgum okkar eftirminnileg eftir heimsóknir sínar hingað. Nína lauk nýlega licentiate-prófí og hyggur enn á frekara nám. Hún hóf tónleikana með enskri svítu í g-moll nr. 3 eftir J. S. Bach. Þó greina mætti eðlilegan sviðssk- rekk í upphafí náði hún brátt góð- um tökum á svítunni og skilaði henni með sóma, ekki síst hátt- bundinni hrynjandi Gavottunnar og gáska lokaþáttarins. Nína býr yfír staðgóðri tækni og öll vinnu- brögð hennar einkennast af vand- virkni og virðingu fyrir höfundi. Hún notar pedalinn í miklu hófí og reynir aldrei að sleppa billega frá hlutunum. Þessi atriði komu einnig vel fram í sónötunni í a- moll KV 310 eftir Mozart, sem að mínu mati er eitt merkasta píanóverk höfundar. Hún lék só- nötuna skýrt og klárt, næstum af ákefð, enda mikið niðri fyrir. Þó sjálfum fínnist mér Mozart hæfa betur mildari áferð, þar sem létt- leikinn fái frekar notið sín, var leikur Nínu sannfærandi, þar sem öll aðalatriði verksins voru dregin fram skýrum dráttum. Eftir hlé lék Nína „Bamaherbergið" eftir De- bussy af þokka og lauk tónleikun- Nina Margrét Grímsdóttir píanó leikari. um með þremur Impromtus eftir Chopin, sem hún spilaði mjög fal- lega og átti víða glæsilega spretti og þá alveg sérstaklega í hinu undurfagra verki Impromtu op. 36 í Fís-dúr. Nína Margrét Grímsdóttir fór vel af stað. Það er ástæða til að óska henni til hamingju. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð umtalsverðum þroska í list sinni. Það verður fróð- legt að fylgjast með henni í framtíðinni. Tónleikamir voru vel sóttir og klöppuðu áheyrendur hinni ungu listakonu verðskuldað lof í lófa. SILVER REED skðbritvélin í ár Allír nemendur þurfa góða rítvél, af hverju ekkí að velja vél sem endist út námsárin. SILVER REED er framtíðareign sem kostar ekkí nema 19.800 kr. stgr. SIIVER REED er handhæg heímílísvél sem ^ m 1 cHf^ gott er að hafa víð hendína % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33. sími: 62-37-37 Helstu söluaöilar auk Skrifstofuvéla hf.: Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar Akureyri: Tölvutæki/Bókval hf Gindavík: Bókabúö Grindavíkur Hafnarfjöröur: E. Th. Mathiesen Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar ísafjörður: Bókaversl. Jónasar Tómassonar Keflavík: Nesbók Ólafsfjörður: Versl. Valberg Reykjavík: Penninn, Hallarmúla/Kringlunni/Austurstræti Tölvuvörur Skeifunni 17 Selfoss: Vöruhús K.Á. Siglufjörður: Aðalbúðin Vestmannaeyjar: Kjarni hf Hella: Mosfell. Franskur orgelvirtúós Tónlist Ragnar Björnsson Virtúós, hvað er það? Organleik- ari sem leikur Bach óaðfinnanlega fær tæplega þessa yfirskrift jafnvel þótt hann fínni hvergi erfíðari við- fangsefni. Virtúóstitilinn fær hann fyrst þegar honum tekst á sem skemmstum tíma að komast upp og niður eftir nótnaborðum orgels- ins og helst að fætumir séu nokk- umveginn á sama hraða. Þetta er síður en svo til að gera lítið úr, þótt í sumum tilfellum hafi þessi yfírferð lítið með list að gera, en veldur sá sem á heldur. Á þessu flugi getur organleikarinn leikið sér að heiðarlegustu áheyrendum þann- ig að augun verði meiri móttakari en eyrun. Loic Mallié frá Frakk- landi var réttu megin við þessi mörk og verður að teljast verðugur fulltrúi þeirrar frægu organistakyn- slóðar sem Frakkar hafa alið á þess- ari öld svo sem Vidor (d. 37), Dupré, Alain, Litaize, Marie-Claire, Isoire og fl., sem hver öðrum eru heimsfrægari organleikarar, og sumir einnig tónskáld. J.S. Bach-hlutinn á efnisskránni var þrír sálmforleikir og Prelúdía og fúga í G-dúr (Peters 2.h. no 2). Franskir organleikarar hafa nokkuð sinn eigin stíl eða skilning á flutn- ingi orgelverka Bachs, stíl sem ekki allir sætta sig við án þess þó að geta með góðri samvisku gagnrýnt skilninginn, þar á meðal eru gjam- an Þjóðverjar, Bachs landar Bachs. Meðferð Frakka á Bach er gjaman hröð tempó, en um leið dálítið róm- antískur flutningur. Þessi máti er ekki í anda Bach-fanana í dag, þótt á sínum tíma hafí Straube, á vissu tímabili ævi sinnar, leikið Bach á þennan hátt. En Bach væri lélegt tónskáld ef hann þyldi ekki nema einn fyrirfram ákveðinn flutn- ingsmáta. Meðferð Malliés á Bach var mjög skýr og hver hending mótuð af yfírvegun, einlægni og öryggi, eðlilega dálítið rómantísk á stundum, en aldrei svo að það of- byði smekk undirritaðs, afkomanda germana. Hraðaval var sannfær- andi þar til kom að fúgunni, sem ég held að verði að fullyrða að hafí verið of hratt leikin, því erfítt var að fylgja hinum pólífóníska vef fúg- unnar, vegna hraðans. E.t.v. hefur honum sjálfum fundist líka nóg um því hann dró nokkuð úr hraðanum í lokin, sem hvorki er frönsk né þýsk tradisjón. Mallié hefur frábæra tækni og sem nemandi Messiaen var ekki að undra þótt flutningur hans á tveim þáttum úr „Fæðingu frelsarans" og tveim þáttum úr „Uppstigningunni" yrðu hápunktur tónleikanna. Erlendir organleikar- ar, sem vanir eru stórum og 6m- löngum kiriqum, átta sig ekki alltaf á hljómburðinum í okkar litlu og ómlausu kirkjum og spila allt of „staccato". Mallié hefur furðu fljótt áttað sig á aðstæðum og „legato" og „nonlegato" spil hans þjónuðu svo vel hljómburði, eða hljómburð- arleysi, kirkjunnar að orgelið hljóm- aði betur en undirritaður átti von á. Messiaen er heimtufrekur á leik- aðferðir og nemandi hans hefði ekki komist upp með nein undan- brögð, hér var allt á sínum stað og ekkert vantaði nema stóran kate- dral til þess að verkin hljómuðu í allri sinni dýrð. Þættimir tveir úr „Þréttándanum" eftir Mallié sjálfan hrifu undirritaðan aftur á móti ekki sem tónsmíðar, til þess vantaði spennu í hljómasambönd og tem- atíska úrvinnslu og virtúósísk tæknibrögð björguðu því ekki. Mallié lauk tónleikunum með „improvisation“ yfir íslenska þjóð- lagið „Ár vas alda“. Þessari hefð að improvisera, hafa Frakkar við- haldið, kannske öðrum þjóðum fremur. Frægastur fyrir improvisa- sjónir sínar var Dupré, sem oft á tíðum skrifaði þær niður löngu eft- ir að hann flutti þær, slíkt var minni hans. Mallié er vafalaust mikill impróvísator, hefur enda fengið verðlaun fyrir þá list. Ekki fannst undirrituðum hann þó ná sér fylli- lega á flug að þessu sinni. Leit hans að framvindu varð oft nokkuð löng og fúgan heldur endaslepp. Vera má að Ár vas alda sé ekki heppilegasta mótífíð fyrir þessa erf- iðu list. En hvað um það, þetta voru glæsilegir tónleikar, sem All- iance Francaise og Edda Erlends- dóttir eiga þakkir skildar fyrir að lofa okkur að verða aðnjótandi. Sem aukalag lék Mallié sálmforleik eftir Bach á einkennandi franskan máta. Forsíða sýningarskrár „Semtembersýningarinnar ’88“ í Lyngby. Septembersýning y88: Ný íslensk list í Lyngby „Ný íslensk list“ er yfirskrifitn á „Septembersýningunni ’88“, sem haldin er á vegum „Lyngby Kunstforening” i Danmörku nú í september. Annars vegar er um að ræða sýningu á verkum Sveins Björnssonar listmálara á Hovedgaden 26 í Lyngby, sem opnar hinn 9. september og hins vegar sýningu tíu ungra mynd- listarmanna í Sophienholm, sem opnar hinn 10. þessa mánaðar. Báðar sýningarnar standa til 5. október næstkomandi. Fulltrúar frá „Lyngby Kunst- forening" komu hingað til lands fyrr á þessu ári og völdu myndlist- armennina tíu í samráði við Svein Bjömsson. Þeir eru Jón Axel Bjömsson, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Helgi Gíslason, Páll Guð- mundsson, Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákonardóttir, Magnús Kjartansson, Þorlákur Kristinsson, Grétar Reynisson, og Jóhanna Kristín Yngvarsdóttir. I sýningar- skrá er birt ljóð eftir Einar Má Guðmundsson, „Ungi maðurinn á torginu“ í þýðingu Erik Skyum- Nielsen og þar er ennfremur að fínna grein eftir Guðberg Bergsson rithöfund, sem ber heitið „Kunsten, lugten og porten“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.