Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 14

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 S. 46350 S. 46350 fílver sf. Smiðjuvegi 60 Okkar sérgrein er VOLVO-viðgerðir. SKOLARITVELAR OKEYPIS kennslubók í vélritun fylgir öllum ritvélunum frá okkur. BROTHER AX15 m/leiðréttingarborða kr. 18.760 stgr. OLYMPIA CARRERA m/leiðréttingarborða kr. 18.300 stgr. SILVER REED EZ20 m/leiðréttingarborða kr. 19.800 stgr. SILVER REED EP10 lítil og létt kr. 13.950 stgr. SILVER REED EB50 lita- og blekpunktar kr. 18.900 stgr. SENDUM íPÓSTKRÖFU TÖUfULAND - B BR/XCl1 LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM S. 621122 úr ftira með færanlegum rimhim HURÐIR HF Skeifan 13 ■108 Reykjavík-Sími 681655 ^ HÚSASMIÐJAN HF. W I LJ SÚÐARVOGI3-5, REYKJAVÍK, SÍMI: 687700 Morgunblaðið/Ámi Helgason Grjóti úr gijótnámi Stykkishólmsbæjar ekið burt á vörurbílum. Stykkishólmur: Fjárhagsáætlun bæjar- ins dreift í hvert hús Stykkishólmsbær hefur nú lát- ið sérprenta fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir yfirstandandi ár og látið dreifa henni í hvert hús i bænum. Samkvæmt fjárhagsáætluninni eru helstu verkefni í bænum þessi: Steypa á 2,5 km af gangstéttum og ganga frá opnum svæðum með götum. Vegur verður lagður að steypustöð og skipt um jarðveg í götum í gamla miðbænum. Áætlað- ur kostnaður við gatnagerð er 9.172.000 krónur. Gert er ráð fyrir að íþróttamið- stöðin verði fokheld á árinu og að ffamkvæmdir við hana á þessu ári kosti fjórtán og hálfa milljón króna. Leggja á vatnslagnir að öllum hafnargörðum eftir kröfu ríkismats sjávarafurða og klára á 1. áfanga feijuhafnar. Aætlaður kostnaður við hafnarframkvæmdir á árinu er 25.800.000 krónur. Vinna á við leikvelli bæjarins fyrir eina og hálfa milljón króna. Settur hefur verið upp heitur pottur við sundlaugina og end- umýja á innréttingar búningsklefa. Byggingaframkvæmdum verður haldið áfram við sjúkrahús og fram- kvæmdum við heilsugæslustöð á að ljúka að mestu. Taka á f notkun endurhæfíngardeild. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður fímmtán milljónir króna. Viðhald ýmissa húseigna bæjar- félagsins mun kosta átjánhundruð þúsund. Þessar framkvæmdir veita mikla vinnu í bænum og hafa margir ver- ið í vinnu þar í sumar. Unglingar sjá um hreinsun gatna og umhverf- is og hefur það gefíst vel. - Árni AÐALFUNDUR SAMBANDS FISKVÍNNSLUSTÖÐVANNA 1988 verður haldinn í Hótel Stykkishólmi föstudaginn 9, septembernk. kl. 9.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. 2. Erindaröð: Sjávarútvegurinn og tengsl íslands við EB. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF., Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. 3. Umræður: Stjórnandi: Ágúst Einarsson. 4. Hádegisverður. Ávarp: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. 5. Erindaröð: Fiskvinnslan og byggðaþróunin. Ellert Kristinsson, Stykkishólmi, Einar Jónatansson, Bolungarvík. Róbert Guðfinnsson, Siglufirði. Kristinn Pétursson, Bakkafirði. 6. Umræður. Stjórnandi: Einar Oddur Kristjánsson. 7 Önnurmál. StjÓm SF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.