Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 22. þing Sambands ungra framsóknarmanna Deilt um „frjálshyggju" og „handvirku leiðina" VELTUM borðum vixlaranna var yfirskrift 22. þings Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, sem haldið var á Laugarvatni um helgina. f stjórnmálaályktun, sem samþykkt var á þinginu, er m.a. lagt til að vextir verði lœkk- aðir með valdboði, að bann verði Iagt við vfsitöluviðmiðun fjár- skuldbindinga þegar verðbólga er komin niður fyrir 10%, að stöðugildum hjá hinu opinbera verði fækkað um 5% á næsta ári, að sett verði lög sem tryggi að fjármagnsmarkaðurinn allur lúti svipuðum reglum og að eignatekjur umfram ákveðna raunávöxtun verði skattlagðar. Tölu verðar deilur urðu á þinginu um Btjómmálaalyktunina og þá sér í lagi um hvort rétt væri að lækka vexti með valdboði. Á þessu þingi var þess einnig minnst að fimmtfu ár voru liðin síðan SUF var stofnað á Laugar- vatni. Þá var kosinn formaður og í stjórn og miðstjórn. Gissur Pétursson, sem veríð hefur form- aður SUF síðan 1986, var éndur- kjörinn tíl tveggja ára. Vestur- þýski græninginn Petra Kelly, sem átti að vera gestur þingsins °g flytja. þar ávarp á laugardeg- inum, mættí ekki þar sem hún forfallaðist á síðustu stundu vegna veikinda f fjölskyldunni. Þing ungra framsóknarmanna var sett sfðdegis á föstudegi. Voru þá flutt ávörp, m.a. af Steingrími Hermannssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, og drög að álykt- unum kynntar. Mest allur laugar- dagurinn fór síðan í umræður og afgreiðslu ályktana. Sú ályktun sem hæst bar og mestur tími fór í að ræða var stjórn- málaályktun þingsins. í stjórnmálaályktuninni segir að ástandið f þjóðfélaginu f dag sé nú þannig að „víxlarar og peninga- furstar fitna eins og púkar á fjós- bita meðan undirstöðuatvinnuveg- irnir, sem þjóðin á efnahagslegt sjálfstæði sitt að þakka, riða til falls." Sá tími sé nú kominn að „hin breiðu bðk fái byrðar að bera og ekki verður ljáð máls á þvf eina ferðina enn að sukkveislan verði greidd með því að kaupræna þá lægst launuðu." Telja ungir fram- sóknarmenn að „eftir allar þær misheppnuðu efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur gripið til á aðeins rúmu ári sé hin hefðbundna gengisfellingar- leið ófær." SUF telur því að rétt sé að kanna til hlítar hvort framkomnar hug- myndir um niðurfærsluleið séu framkvæmanlegar en gerir að ófrávíkjanlegri kröfu að þá nái hún til allra þátta efnahagslífsins og um þær aðgerðir skapist tiltrú meðal þjóðarinnar. Á sviði peningamála leggur þing SUF til aðgerðir í sex liðum. Meðal annars leggur SUF til að þegar verðbólga sé komin niður fyrir 10% verði lagt bann við vfsitöluviðmiðun fjárskuldbindinga og sjálfvirk tengsl við verðlag verði afnumin. Lagt er til að vaxtamunur inn- og útlána verði ákveðinn af ríkis- stjórninni fyrst um sinn og raun- vextir lækkaðir með valdboði. SUF vill að fjárfestingalánasjóð- irnir verði sviptir lögbundinni ríkis- ábyrgð frá næstu áramótum. Byggðasjóður verði þó undanskilinn þessari kvöð. Á árinu 1989 verði fjárfestingasjóðum gert skylt að skuldbreyta lausaskuldum fyrir- tækja í fiskvinnslu, útgerð og sam- keppnisiðnaði í langtímalán til 15-20 ára. Þá er lagt til að sett verði lög er tryggi að fjármagnsmarkaðurinn allur lúti svipuðum reglum. í þessu sambandi verði m.a. tekið tillit til eftirfarandi: a) í löggjöf um verðbréfamiðlun verði sett ákvæði er banni öll tengsl milli verðbréfamiðlara og þeirra sem reka ávöxtunarsjóði. b) Ávöxtunarsjóðum sé gert að sæta lausafjárbindingu með sama hætti og innlánsstofnununum. c) Skylt sé að gefa öll einingar- bréf eða sjóðsbréf ávöxtunar3Jóða út á nafn en ekki handhafa. I þeirri tillögu að stjórnmálaá- lyktun sem lögð var fram á laugar- deginum var einnig liður um að „til þess að stuðla að aukinni hag- ræðingu í bankakerfinu og á fjár- magnsmarkaði þá verði erlendum fjármálastofnunum leyft að opna útibú hér á landi. Að sama skapi verði innlendum fyrirtækjum leyft að taka lán erlendis eftir þvf sem þau hafa traust til." Þessi Iiður var felldur út eftir að mikill ágreiningur hafði orðið um hann á þinginu. Á sviði ríkisfjármála, skattamála og verðlagsmála lagði þingið til aðgerðir f átta liðum. Meðal þeirra aðgerða sem SUF leggur til er að útgjöld hins opin- bera verði dregin saman, ýmsum opinberum framkvæmdum frestað og sveitarfélög verði skylduð til þess að draga úr sínum fram- kvæmdum. Þá skal stefnt að fækk- un stöðugilda um 5% hjá hinu opin- bera árið 1989 og að gerðir verði yfirvinnurammar fyrir hvert ráðu- neyti og hverja stofhun. SUF vill að tekið verði upp nýtt skattþrep á tekjuskatt einstaklinga með háar tekjur og að sköttum fyr- irtækja verði að verulegu leyti breytt úr veltutengdum sköttum í tekjutengda skatta og að tekju- skattur verði lagður á fjármögnun- arfyrirtæki m.a. veðdeildir og lána- sjóði. Þingið vill að stefnt verði að fækkun rfkisstofnana og sölu rfkis- fyrirtækja til almennings og að skattalöggjöfinni verði þannig breytt að sparnaður í formi hluta- fjár verði ábatasamari en önnur form sparnaðar. Til greina komi að einstökum atvinnugreinum t.d. fisk- vinnslu og útgerðarfyrirtækjum verði gert hærra undir höfði í þessu sambandi um ákveðinn tfma t.d. 2 ár. „Skref aftur í tímann" Arnar Bjarnason, Suðurlandi, tók fyrstur til máls um stjórnmálaálykt- unina. Sagði hann að ef hún yrði samþykkt væri verið að taka mörg skref aftur í tfmann. Framsóknar- flokkurinn væri að reyna að verða nútímalegri flokkur og undir for- ystu Steingríms Hermannssonar hefðu vextir verið gefhir frjálsir. Við værum nú að fara út úr hinu „pólitíska siðspillta kerfi". Orsök hinna háu raunvaxta taldi Arnar vera að finna annars vegar í lánsfjáreftirspurn fyrirtækja og hins vegar f halla rfkissjóðs. Ástæða þess að fyrirtækin væru svo mikið á lánsfjármarkaðinum værí að út- flutningsatvinnuvegirnir væru reknir með tapi. Það yrði að skapa þeim þann efnahagslega ramma að þau gætu skilað hagnaði. „Stórhættulegar tillögur" Þórður Ingvi Guðmundsson, Reykjavík, sagðist hafa efasemdir um þann lið í peningamálaðgerðun- um er kvæði á um að þegar verð- bólga væri kornin niður fyrir 10% yrði lagt bann við vísitöluviðmiðun fjárskuldbindinga og sjálfvirk tengsl við verðlag yrðu afnumin. Þórður Ingvi sagði að við hefðum Morgunblaðið/Steingrfmur Frá þingi Sambands ungra framsóknarmanna. I ræðustól er Gissur' Pétursson sem á þinginu var endurkjörinn sem formaður sambandsins. ekki enn náð því jafnvægisstigi að við gætum afnumið vísitölubindingu og þyrfti líklega nokkur ár að líða áður en það yrði hægt. Hann sagði síðan að tillagan um að raunvextir yrðu lækkaðir með valdboði væri „stórhættuleg". Menn yrðu að gera sér grein fyrir því hvers vegna fjármagnskostnaður væri svona hár. Vaxtafrélsið hefði verið sett við skilyrði sem byðu ekki upp á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á peningum þar sem við hefðum verið að fara inn í þenslutímabil. Eftirspurn eftir pen- ingum hefði verið mikil en framboð- ið ekki tryggt. Þá hefði verið tak- markaður aðgangur að eriendu lánsfé og ríkissjóður verið að ganga inn í mikið hallaskeið. Þetta væri ástæða hins háa fjármagnskostnað- ar. Þórður Ingvi taldi að það þyrfti að lækka vexti á rfkisskuldabréfum f 4%, þá myndu aðrir aðilar á fjár- magnsmarkaðinu fylgja á eftir og raunvextir verða um 6% að jafnaði. Einnig ætti að afnema algjörlega allar hömlur á erlendar lántökur, menn ættu að hafa óheft frelsi til að taka lán. „Við eigum ekki að taka áratuga skref aftur á bak með handvirku leiðinni," sagði Þórður Ingvi. Hann spurði einnig af hverju ætti að undanskilja Byggðasjóð ef fjárfestingalánasjóðirnir yrðu svipt- ir lögbundinni rfkisábyrgð. Hinir sjóðirnir væru ekki síður lands- byggðarsjóðir og staða Byggða- sjóðs væri það góð að hann myndi ekki eiga í neinum vandræðum með að fá aðgang að erlendu fjármagni út á efnahagsreikning sinn. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, Reykjavík, sagði að í niðurfærslu- leiðinni væri allt f lagi að setja verð- stöðvun á vexti sem annað. Hins vegar stjórnaði maður ekki raun- vöxtum með lögum og því ættum við að hætta. Árni Gunnarsson sagði að þetta væri skrýtin samkoma. Fyrir þingið hefði því verið lýst yfir að velta ætti borðum víxlaranna en í tillög- unni að ályktun væri setning um að leyfa starfsemi erlendra banka á íslandi. Þetta væri mjög var- hugavert. Hann lýsti einnig furðu sinni á því að menn væru að mót- mæla því að vextir yrðu lækkaðir með valdboði en legðu hins vegar til að kaup yrði lækkað með vald- boði. Verðum að lækka vexti Hjörtur Jónsson, Suðurlandi, sagðist ekki skilja þau rök „frjáls- hyggjupostulanna í Framsóknar- flokknum" að ekki væri hægt að lækka vexti með valdboði. Það yrð- um við að gera til að byrja með. Honum fanhst ifka hlægilegt að það kæmi inn á borð hjá framsóknar- mönnum að erlendum bankastofn- unum yrði leyfð starfsemi á ís- landi. Loks væri það hans skoðun að liðinn um sölu ríkisfyrirtækja ætti að stroka út. Eiríkur Valsson, Reykjanesi, sagði að þessi ályktun hefði verið verjandi ef kjörorð þingsins hefði verið annað. í stefnuskrá Framsóknarflokksin segði til dæmis að ríkið ætti að taka þátt í atvinnurekstri þar sem það ætti við. Hverjir ættu ríkis- fyrirtækin? Fólkið! Hverjum ætti að selja þau? Hval hf.? Það væri frjálshyggjublær á þessu að hans mati og það væri slæmt. Taldi hann Jón Baldvin Hannibalsson fá óska- listann sinn skrifaðan á nýrri tölvu Framsóknarflokksins. Vildi hann að punktur yrði settur aftan við inngang tillögunnar og öllum tillög- um að aðgerðum sleppt. Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesi, sagði ræðu Eiríks hafa verið eins og talaða úr sínum munni. Hún treysti sér ekki til að skilja hvaða afleiðingar þessar aðgerðir hefðu f för með sér. Studdi hún þá tillögu að punktur yrði settur aftan við innganginn. Hún væri einnig andvíg þvf að ríkisfyrirtæki yrðu seld: „Sjálfstæðismenn fá alltaf góðu fyritækin en við fáum bara þau fyrirtæki sem safna skuldum". Þegar hér var komið við sögu kom fram dagskrártillaga um að umræðunni yrði frestað í tuttugu mínútur og fjögurra manna nefnd myndi aðlaga tillöguna að vilja fundarins og leggja hana fram að nýju. Var sú tillaga samþykkt. Þegar endurskoðunarnefndin hafði lokið störfum hafði Finnur Ingólfsson, Reykjavík, framsögu fyrir áliti hennar. Hann sagði að það að hefja þingið með því að tala um tímamótaþing og koma síðan út með hálfa vélritaða blaðsfðu sem segði ekkert um aðgerðir væri hneyksli. Vildi hann þvf ekki að „punktatillagan" yrði samþykkt. Finnur sagði að tillagan að lögum um fjármagnsmarkaðinn myndi „velta borðum víxlaranna". Endur- skoðunarnefndin lagði einnig til að liðurinn um erlendar bankastofnan- ir yrði felldur út til þess að ná málamiðlun þó að rétt væri að leyfa starfsemi erlendra banka hér á landi að hans mati. Við héldum uppi mjög óhagkvæmu bankakerfi af því að við kynnum ekki að reka banka. Það gætum við lært af útlending- um, sagði Finnur. Talsmenn þess að punktur yrði settur fyrir aftan innganginn töldu hins vegar að'sú tillaga væri enn í fullu gildi og lögðu hana fram að nýju. Þá kom fram dagskrártillaga um að þegar yrði gengið til at- kvæða um tillöguna eins og hún kom frá nefndinni og var sú tillaga samþykkt. Var tillagan að stjórn- málaályktun loks samþykkt með þeim breytingum sem nefndin hafði gert. Ekkert samstarf við SUS ogSUJ Sigfús Ægir Árnason, Reykjavík, sem hafði framsögu fyrir íþrótta- og æskulýðsmálaályktun þingsins lagði til að samþykkt yrði tillaga um að Sambandi ungra sjálfstæðis- manna og Sambandi ungra jafnað- armanna yrði boðið til samstarfs með það að markmiði að hafa áhrif á ríkisstjórnina í málefnum ungs fólks. Skyldi stefnt að því að ná fram sameiginlegri niðurstöðu í þeim málaflokkum sem helst snertu ungt fólk og reyna síðan f krafi allra þessara hreyfinga að vinna að framgangi þeirra mála. Sérstaka áherslu skyldi leggja á húsnæðis- mál, lánamál námsmanna svo og íþrótta- og æskulýðsmál. Þá tók til máls Olgeir Helgi Ragnarsson, Vesturlandi, og sagði hann tillög- una vera „út í hött". SUF hefði nóg með að halda um sín eigin samtök þó ekki væri verið „að púkka upp á einhverja sjálfstæðismenn og jafnaðarmenn". Fleiri tóku ekki til máls um tillöguna og var hún felld. Deilt um kynningu á hvalveiðum í utanríkismálaályktun þingsins segir að þing SUF „fagnar þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur á stefnu íslands í utanríkismálum í tfð Steingríms Hermannssonar ut- anríkisráðherra. Þegjandaháttur og þjónustutilhneiging hefur loksins fengið að víkja fyrir sjálfstæðri og skorinortri afstöðu á hinum ýmsu sviðum utanríkissamskipta lands- ins." Einnig skorar þingið á Steingrím Hermannsson að halda áfram af festu við að framkvæma hugmynd sfna um „að setja upp hér á landi miðstöð, þar sem ríki eða hópar geta mæst og rætt alþjóðleg vanda- mál og lausnir á þeim." Einnig tel- ur þingið að stjórnvöld eigi að vera „forystuafl í kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum og leggja áherslu á nauðsyn kjarnorkulausra haf- svæða." Litlar deilur urðu um utanríkis- málaályktunina ef frá er skilin klausa þar sem SUF fordæmir „til- raunir ýmissa vestrænna atvinnu- mótmælenda til að grafa undan efnahag íslendinga og leggur til að ráðherra geri átak í kynningu á sjónarmiðum íslendinga í hvalveiði- málum á erlendri grund og forsend- um þessara veiða vegna lífsafkomu þjóðarinnar." Gissur Pétursson, formaður SUF, sagði að hvalveiðar væru ekki nauð- synlegar lífsafkomu þjóðarinnar og að hans mati myndu mótmæli at- vinnumótmælenda ekki grafa und- an efnahag íslendinga. Lagði hann til að þessi klausa ályktunarinnar yrði felld út. íslendingar hefðu sterkan málstað í hvalveiðimálinu en svona ályktun gæfi í skyn að málstaðurinn væri ekki mjög sterk- ur. Aðrir þingfulltrúar sem tóku til máls hvöttu hins vegar eindregið til að málsgreinin yrði ekki tekin út. Það væri ekki nóg að hafa góð- an málstað ef enginn vissi af hon- um. Tillaga Gissurar var felld með miklum meirihluta. Þingi ungra framsóknarmanna, sem rúmlega hundrað manns sóttu, lauk á laugardagskvöldi og var þá haldinn hátíðarfundur að Hótel Sel- fossi. Texti: Steingrímur Sigurgeirs son
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.