Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Fantasia fer með Ijóð eftir Karin Boye. Klæðin eru hönnuð af Ragnhild Gwiggner í marglitu silki og eru ekki síður mikilvæg við tjáningu verksins. Sýnileg orð - sýnileg tónlist Eurytmi-hópurinn Fantasia heimsækir ísland íslendingum gefst brátt fágætt tækifæri til að sjá og upplifa „eurytmi“-sýningu. Þann 8., 11. og 12. september er sænski „eru- ytmi“- hópurinn Fantasia með sýningar fýrir almenning: Þann 8. á Sól- heimum í Grímsnesi og 11. og 12. í Félagsheimili Kópavogs í Fann- borg 2. Sýningamar hefjast allar kl. 20. Leiðbeinandi Fantasiu-hópsins er Peter de Voto, kennari á eur- ytmi-línunni á Rudolf Steiner Seminaríinu í Jama. Peter er einn- ig meðlimur í hópnum. Ég átti við hann stuttar samræður um eurytmi og íslands-ferðina. Und- irbúningur íslands-ferðarinnar var þegar hafinn. Megin uppistaða efnisskrárinnar lá fýrir; ljóð eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye og tónlist eftir Benjamin Britten. Jafnframt var fyrirhugað að velja úr Eddu-kvæðum og flytja. En hv’að er eurytmi? „Eurytmi er fræ að nýrri list, hreyfílist. Eurytmi er hreyfing sem tjáir þá andlegu krafta sem em til staðar í tungumálinu. Tungumálið er látið hljóma út í líkamanum. Eurytmi er ekki að- eins bundið við hið talaða orð, eurytmi tjáir einnig tónlist. I gegnum eurytmi á tónlistin og orðin að verða sýnileg. Hreyfíng líkamans kemur til af hreyfíng- unni sem er í tónlistinni, orðunum. Það er ekki verið að líkja eftir merkingu orðanna, eða túlka tón- listina: Orðin bera sjálf í sér hreyf- ingu og það er þessi hreyfing sem á að hreyfa líkamann, gera þann- ig orðin sýnileg, líkamamir eiga að syngja. Maður notar allan lík- amann eins og segl sem orðið blæs út.“ Hvers vegna segir þú „fræ að nýrri list“? Er eurytmi að- eins upphaf af einhveiju sem við enn sjáum ekki fyrir? „Reyndar eru það margir sem trúa því sterkt að euiytmi sé al- veg ný sköpunaraðferð sem gefí vísbendingu um listræna sköpun á allt öðru og víðara sviði en tíðkast hefur í listum hingað til. Listamaðurinn hefur fram að þessu unnið í efninu; unnið með orð og úr því hefur orðið ljóð; tónskáldið vinnur í heimi tónanna og afleiðingin er tónlist; menning verður til. Listamaðurinn hefur hugmynd og útfærir hana í efn- inu. Það svið sem er eftir er þeg- ar allir menn verða skapandi sam- an, samstundis. Eurytmi er leið inn á þetta svið. í eurytmi er ég skapandi ásamt öðrum, þegar það er ekki aðeins ég sem hreyfí mig og dansa, rýmið dansar einnig, herbergið, salurinn. Það á sér stað samtal við allan heiminn. Eurytmi er þannig leið aftur til tungumáls- ins, leið að því takmarki þar sem tungumálið er fullkomnlega skilj- anlegt, ekki aðeins heyranlegt heldur einnig sýnilegt. Eitt af þeim vandamálum sem manneskjan stendur frammi fyrir í dag er að hún þekkir ekki leng- ur sitt eigið mál. TungumáHð þynnist. í eurytmi bragðar maður á tungumálinu með sjálfum sér. Sérhljóðar og samhljóðar eru tveir ólíkir heimar sem stöðugt takast á — eins og ég og það sem er fyrir utan mig: Tveir ólíkir heim- ar. Hvemig get ég skapað jafn- vægi milli mín og veraldarinnar, milli sérhljóðanna og samhljóð- anna. Eurytmi er leið að þessu jafnvægi. Eurytmi leitar að jafn- vægi milli viljans og hugsunarinn- ar, heldur viljanum í skefjum og notar hugsunina þegar þess er þörf, þannig að það verður rými til fyrir öndunina, hjartað, svo að allt geti orðið satt, geti náð sínum þroska. Eurytmi krefst þess að við opn- um fyrir eins mörg skilningarvit og við getum, að maður upplifí ekki hreyfínguna án þess að hreyfa sig sjálfur." Tjáning- lífskraftanna í Jáma eru starfandi nokkrir eurytmi-hópar. Fantasiu-hópur- inn virðist vera kominn lengst þeirra að gera eurytmi einnig að sinni atvinnu, ferðast og sýna. „Euiytmi-hópamir í Jáma og annars staðar í heiminum eru hver með sínum hætti. Enginn er eins. Engin eurytmi-sýning er eins og einhver önnur. Eurytmi hefur reyndar vissa tilhneigingu til að verða „im- pressionískt"; fallegt, mjúkt og kvenlegt. En það er í rauninni ekki til nokkur hefð, sem segir að eurytmi sé svona og ekki á hinn veginn. Við getum ekki að- eins haft lífíð og ekki dauðann. Við verðum bæði að hafa það mjúka og það harða. Allt er á hreyfingu, vill áfram. Við tjáum ekki kyrrstöðu. Við tjáum hreyfíngu, við tjáum lífskraftana, það sem er í dag, það sem er að gerast, núna. Það sem við gerum á að auðvelda fólki að skynja orð, tónlist og hreyfingu sem einn og sama hlutinn, sem eina skynjun, eina upplifun. Það sem við gerum byggir ekki á upp- skrift, það byggir á list.“ Hvers vegna að fara til ís- lands? Þar sem nánast enginn þekkir til eurytmi; þar sem „antrópósófí“ hefur átt mjög erfitt uppdráttar? „ísland hefur haldið tungunni óvenju hreinni. íslenskan er rík af sérhljóðum; bylgjum, fljótandi og föstum. Það gerist svo mikið í hveiju orði. íslenskan hefur af einhveijum ástæðum haldið sínum krafti. Við erum einfaldlega heil- luð og látum það færa okkur áfram. Efnisskrána sem við kom- um með til ísjands nefnum við „I rörelse" (Á iði), eftir sam- nefndu ljóði Karin Boye (d. 1940). Þetta eru ljóð eftir hana, sellótón- list eftir Benjamin Britten og auk þess hyggjum við á flutning á útdrætti úr Eddukvæðum. Ljóð Karin Boye eru góð sænska, ljóð- ræn sænska, þrungin tilfínningum og hugsjónum, málið er hljómmik- ið, ríkt af rími, hrynjanda og hljóð- um.“ Áiði Nægðanna dagur aldrei er mestur. Dagur þorstans er allra bestur. Heita má tilgangur með vorri ferð en það er leiðin sem þrauta er verð. Dagleiðin best er við áfangastað, eldana kveikja og eta með hrað. Þar sem tjaldað er til einnar nætur, svefti er rór og söngva dreyma lætur. Af stað, af stað! Nú dagur er nýr. Stanslaust er vort stóra ævintýr. (Karin Boye, þýðandi Hafliði Vilhelmsson) í upphafi var orðið ... Upphafsmaðurinn að eurytmi var Rudolf Steiner og er því eurytmi óaðskiljanlegur hluti af þeirri „antrópósófísku" sýn á manneskjuna sem Steiner setti fram á fyrstu þrem áratugum aldarinnar. Steiner áleit að dans og hreyfing lyti ákveðnum reglum, samskonar og þeim sem finnast við meðferð tóna og lita. Þessar reglur fann hann í málinu, orðunum. Öll hreyfíng, veröldin sjálf, er sköpuð af krafti orðanna, krafti málsins. TEXTI: Guðni Rúnar Agnarsson MYNDIR: Vala Haraldsdóttir SKÓLAFÓLKIÐ SPARAR ARKITEKT vinnuljós kr. 840,- IVAR hillusamstæða kr. 17.820,- Opnunartírni í vetur: Mánudaga - föstudaga 10—18.30 Laugardaga 10—16 PALLAS stóll kr. 4.320,- Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.