Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
Framtíð sjávarútvegs
- hver verður hún?
eftír Svanfríði
Jónsdóttur
Þegar efnahags- eða hagstjórn-
arvandi okkar íslendinga nær þeirri
stærð að stjórnmálamenn og fjöl-
miðlar taka til að fjalla um hann,
þegar hugsanleg „lausn" efnahags-
vandans yfirskyggir alla aðra um-
ræðu í landinu þá er sjávarútvegur-
inn alla jafna í lykilhlutverki. Vand-
inn stóri virðist eiga þar upphaf
sitt jafnt sem endi og gildir þá einu
hvort um er að ræða vanda vegna
verri ytri skilyrða eða vanda vegna
hagstjórnar hér innanlands.
Nú vakna menn rétt einu sinni
upp við vondan draum. Saltfisk-
vinnslan sem gekk svo glimrandi
undanfarin ár er að sigia í tap, en
afkoma hennar er misjöfn eftir
landsvæðum.
Frystihúsin um allt land eru hins-
vegar farin að tapa og það miklu.
Talað er um 12% á þetta fræga
meðalhús sem enginn veit hvar er
staðsett, en menn geta þá rétt
ímyndað sér hver staðan er sum-
staðar. Staða frystihúsanna er að
ýmsu leyti þannig að tæpast er
hægt eða sanngjarnt að tala um
frystihús sem sjálfstætt fyrirtæki.
Skulu ástæður þess nú raktan
1) Frystihúsin selja vöru sína í
gegnum tvö stór sölusamtök,
Sambandið og Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. Samtökin
eiga síðan og starfrækja verk-
smiðjur og söluskrifstofur í
Bretlandi og Bandaríkjunum. f
versmiðjunum er hluti afurða
frystihúsanna unninn frekar,
þ.e. hluti afurðanna er iðnaðar-
hráefni.
Sölusamtökin sjá um markaðinn
og semja um verð. Þau sjá jafn-
framt um vöruþróunarstarf. Frysti-
húsin fá siðan upplýsingar um
birgðastöðu, þar sem hægt er að
sjá hvaða pakkningar vantar helst,
hvað hreyfíst mest og hinsvegar fá
þau verðskrá yfir framleiðsluvör-
urnar.
Af þessu fyrirkomulagi leiðir að
stjórnendur frystihúsanna hafa ekki
yfirsýn yfir markaðinn og þær
breytingar sem þar kunna að vera
í farvatninu.
Framleitt er eftir birgðaskýrslum
og verðskrám sem kunna að breyt-
WORD
PERFECT
12.-15.
september
HÆTTA A STAFSETNINGARVILLUM
OG RITVILLUM H VERFUR NÁNAST EF
ÞÚ BEITIR WORD PERFECT
WORD PERFECT inniheldur m.a. orðabók með
106.000 íslenskum orðum, sem auka má við eftir
þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanir eru á
íslensku.
EFNI:
Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Word
Perfect • Möguleikarorðasafns • Helstustýri-
kerfisskipanir.
LEIÐBEINANDi
Ragna SigurðardóttirGuðjohnsen, ritvinnslukennari.
TÍMIOGSTAÐUR:
12.-15. september kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15.
SÍMI: 621066
Stjórnunarfélag íslands
TÖLVUSKÓU
Ánanaustum 15 Simi 6210 66
Fyrirliggjandi í birgðastöð
SVARTAR OG
GALVANISERAÐAR
PIPUR
Samkv.Din 2440
Magnafsíáttur og
greiðslukjör
við allra hæfi!
ooo°ooo° oQOo
Sverleikar: svart, 3/8 - 5"
galv., 3/8 - 4"
Lengdir: 6 metrar
SINDRAA^STALHF
BORGAR7ÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
ast og dæmi eru um núna að fram-
leitt hefur verið í góðri trú eftir
verðskrá sem síðan hefur verið
breytt og látin virka á þegar fram-
leidda vöru. Slík áföll hafa húsin
tekið á sig af fullum þunga og
menn horft á birgðir lækka á einni
nóttu um milljónir.
2) Flest frystihús kaupa og vinna
heila togarafarma af blönduð-
um, misgömlum afla. Sérhæfing
er því nánast útilokuð. Staðan
er einnig þannig að þegar mest
berst að, t.d. yfir sumartímann,
að útilokað er að framleiða þá
vöru sem e.t.v. væri hagstæðast
því keyra þarf mikið magn gegn-
um húsin á stuttum tíma og
vinnuaflið er að stórum hluta
unglingar og börn.
3) Tekjur frystihúsanna ráðast
ekki einvörðungu af framan-
greindum þáttum, þ.e. því verði
sem sölusamtökin hafa, og hvað
framleitt er, heldur einnig af
skráningu gengis, þ.e. hve
margar krónur fást fyrir doliara
og pund til að mæta innlendum
kostnaði.
Þannig er afkoma þeirra stór-
lega háð því — í buliandi verð-
bólgu, þ.e. linnulausum hækk-
unum kostnaðarliða — hvemig
gengið er skráð. Og vegna þess
að genginu var haldið niðri „með
handafli" á sama tíma og til-
kostnaður jókst, tókst húsunum
ekki að laga stöðu sína í góðær-
inu. H áu verðin runnu beint í
gegn og í flestum tilfellum í
vaxtagreiðslur. Því er ekkert
borð fyrir báru nú.
4) Eignarhald margra frystihúsa
er með þeim hætti að þau halda
áfram rekstri eftir að þau ættu
m.v. rekstrarstöðu að vera búin
að loka. Jafnframt gegna þau
lykilhlutverki í atvinnulífi fjöl-
margra byggðarlaga. Rekstur-
inn er þá auðveldaður með fyrir-
greiðslu af hálfu viðkomandi
sveitarfélags og skuldum breytt
í hlutafé. Þannig renna þeir pen-
ingar sem fara eiga til sameigin-
legra þarfa íbúanna í gegnum
frystihúsin og áfram inn í kerf-
ið. Slík sveitarfélög þurfa enga
tilskipun frá ríkisvaldinu um að
draga saman seglin í fram-
kvæmdum.
Undanfarin ár hefur reglulega
mátt sjá um það skrif og vangavelt-
ur hvort stjórnendur fyrstihúsanna
ætluðu nú ekki að fara að taka til
hjá sér svo afkoman verði betri.
í ljósi þess sem að framan er
rakið má vera ljóst að svigrúm ein-
staka húss er harla lítið. Reynt
hefur verið eftir hugviti og peninga-
legri getu að tæknivæða húsin og
auka framleiðni. Síðan verið horft
til almennra efnahagsráðstafana,
s.s. fiskverðs, vaxta og gengis.
Varðandi tekjurnar virðist fyrst
og fremst horft til gengisskráning-
ar. Það hvernig til tekst með mark-
aðssetningu og sölu virðist hafið
yfir gagnrýni, í mesta lagi að frysti-
húsamenn hvísli um sofandahátt og
værð yfir sölusamtökunum. Þau
hafa sitt á þurru. Litlar breytingar
eru sjáanlegar, þrátt fyrir gjör-
breyttar aðstæður frá því þau voru
stofnuð bæði í samtökum og fjar-
skiptatækni.
Hvar eru breytingarnar?
Breytingar virðast ekki á döfinni
meðvitað varðandi frystihúsin.
Samt sem áður eru breytingar, nán-
ast bylting, f fullum gangi innan
sjávarútvegsins. Þeim ráða ýmist
örvæntingarfullar tilraunir til að
auka tekjurnar eða framsýni ein-
stakra manna. Það er þó Ijóst að
margt af því sem nú er að gerast,
gat vart gerst fyrr vegna m.a. tækni
og samgangna. En lítum yfir sviðið.
1) Útflutningur ísaðs afla í gámum
gerir það að verkum að skip
þurfa ekki að sigla með allan
aflann ef menn vilja freista
gæfunnar á erl. fiskmörkuðum.
2) Frystingin er að færast út á sjó,
stjórnlaust.
3) Fiskmarkaðir eru orðnir stað-
reynd og í gegnum þá ættu for-
sendur til sérhæfingar að vera
til staðar og þar með forsenda
fyrir skaplegum vinnutíma og
betra skipulagi í framleiðslunni.
'",:'*i:jj.m
Svanfríður Jóuasdóttir
„En víkjum þá aftur að
stöðunni í dag. Staðan
er orðin það bág, að ef
ekki verður gripið til
aðgerða strax munu
húsin loka hvert af öðru
og spurning hve mörg
geta þá opnað aftur.
Efbeðiðereðaeitt-
hvert hálfkák, sem ekk-
ert endist, verður nið-
urstaðan munu önnur
öfl en heilbrigð skyn-
semi ráða því hvort það
verða tæknivæddustu
og bestu húsin og/eða
e.t.v. hús sem eru meg-
in uppistaða atvinnulíf s
í heilu byggðarlagi sem
lifaaf.
4) Flutningur á ferskum sjávaraf-
urðum með flugi — beint á
markað — fer vaxandi.
En víkjum þá aftur að stöðunni
í dag. Staðan er orðin það bág að
ef ekki verður gripið til aðgerða
strax, munu húsin loka, hvert af
öðru og spurning hve mörg geta
þá opnað aftur. Ef beðið er eða
eitthvert hálfkák, sem ekkert endist
verður niðurstaðan, munu önnur öfl
en heilbrigð skynsemi ráða því hvort
það verða tæknivæddustu og bestu
húsin og/eða e.t.v. hús sem eru
megin uppistaða atvinnulífs í heilu
byggðarlagi sem lifa af.
Það þarf því að grípa til aðgerða
sem bæði grípa á bráðum vanda
og horfa til framtíðar.
Hvað á þá að gera?
1) Lækka vexti. Það stenst enginn
atvinnurekstur 9—12% raun-
vexti. Það á ekki bara við um
sjávarútvegsfyrirtæki, þau eru
ekki endilega á því sviði fyrir-
tækin sem ýmist eru að fá
greiðslustöðvun eða lýsa sig
gjaldþrota þessar vikurnar. For-
senda þess að eitthvað gangi
upp er auðvitað hagstjórn sem
tekur mið af íslenskum aðstæð-
um í stað æfínga með skóla-
bókakenningar.
2) Hluta af skuldum verði breytt í
hlutafé í viðkomandi fyrirtækj-
um og eiginfjárstaða þeirra
þannig styrkt. Bankar og sjóðir
taki það á sig, og axli þar með
sína ábyrgð af því hvernig kom-
ið er. Við gætum t.d. hugsað
okkur varðandi bankana að sá
mismunur sem hefði verið á 3%
raunvöxtum og því sem fyrir-
tækin hafa greitt 1987 og 1988
yrði það sem horft yrði til. Þar
sem bankar mega ekki eiga fyr-
irtæki í rekstri væri eðlilegast
að bæði þeir og viðkomandi sjóð-
ir afskrifuðu þetta fé og að í
fyrirtækjunum færi félag starfs-
manna með þetta nýja hlutafé.
Mér finnst það hinsvegar sið-
CINT.rlREGISTEn