Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 21 leysi að ætla fólkinu í sjávar- plássunum að taka enn á sig þær byrðar gegnum sveitarsjóði og jafnljóst að kaupfélögin víðast eru ekki lengur til stórræða. Hugmynd ráðgjafarnefndar ríkisstjórnarinnar um það að gera kaup á hlutabréfum í fyrirtækjum girnilegan sparnaðarvalkost fyrir almenning breytir engu um stöðuna í dag. I dag þýðir ekkert að telja fólki trú um að peningar þess geti ávaxtað sig eða haldið verðgildi í þeim fyrirtækjum sem ganga á lánsfé. í þeim efnum verður að leggja plan til langs tíma, eða þess tíma sem það tekur að endurreisa fjárhag fyrirtækjanna og að þróa hluta- bréfamarkað. 3) Verja verður fjármunum til þess að hjálpa einstaka fyrirtækjum að hætta í rekstri. Það væri hluti af þeirri endurskipulagningu sem fram þarf að fara. Víða háttar þannig til að hægt er að sameina rekstur eða leggja af rekstur án þess að horfa til aðstæðna í viðkomandi byggðarlögum og möguleikum til rekstrar. Það er engum greiði gerð- ur með því að halda öllum ryðkláf- um atvinnulífsins á floti. En eins og é'g vék að áðan þá á fólk að taka svona ákvarðanir en ekki peningamarkaðurinn eða tölva. 4) Það svigrúm sem skapaðist við þessar þríþættu aðgerðir á síðan að nota til að endurskipuleggja sölusamtök sjávarútvegsins með það að leiðarljósi að nútíma tækni og samgöngur verði nýtt- ar til þess að færa þróunar-, markaðs- og sölustarf til fyrir- tækjanna sjálfra eða svæðis- bundið — færa þau störf út — þannig að brugðist verði við breytingum á markaði strax og í fyrirtækjunum sjálfum. Það fyrirkomulag sem nú er hentaði meðan fjarskiptatækni og sam- göngur voru með öðrum hætti en nú er. I dag er hinsvegar unnt að fylgj- ast með breytingum á markaði frá degi til dags í fyrirtækjunum sjálf- um og flugið gerir þá geymsluað- ferð að frysta fisk í mörgum tilfell- um óþarfa. Þá er jafnframt ljóst að því „styttra" sem er milli neyt- enda og framleiðanda aukast lík- urnar á að hægt sé að verða við óskum varðandi sérvinnslu ýmis konar. Og þá er komið að áherslupunkti nr. (5) sem er í raunar hluti af (4) en það er nauðsyn þess að þróunar- starf í vinnslu sjávarafurða fari fram sem víðast um landið. Ef slík starfsemi, með þeirri þekkingu sem fylgir, færi fram úti um allt land ætti það að leiða til fjölbreyttari framleiðslu sem bæði tæki mið af verkþekkingu á viðkomandi stað eða svæði og þeirri sérstöðu sem kann að vera fyrir hendi í hinum mismunandi byggðarlögum. Það ætti jafnframt að efla tiltrú þess fólks sem við greinina vinnur á framtíð greinarinnar. 6) Menntun í sjávarútvegsgreinum þarf að standa til boða sem víðast, þannig að því fólki sem annað hvort vill vinna í grein- inni eða vinnur þar þegar, gefist kostur á að mennta sig og leita endurmenntunar eftir aðstæð- um. Það, að ungt fólk fer úr fiskvinnslunni um leið og önnur störf bjóðast stafar m.a. af því áhuga- og virðingarleysi yfir- valda að bjóða ekki upp á leiðir til menntunar og þá aukinnar þekkingar og sjálfstrausts sem henni fylgir. Nám i fiskvinnslu gæti sem hægast verið ein af brautum fjölbrautaskólanna. Sérstaklega þarf að beina aug- um að hlutskipti kvenna, sem oftast vinna einhæfustu störfin og undir miklu álagi. Aukin menntun samfara öðrum breyt- ingum gætu stuðlað að fjöl- breyttari störfum þeirra innan greinarinnar. 7) Bankakerfi og sjóðir verða að laga sig að nýjum aðstæðum, auka þjónustu, ekki bara lána, og taka áhættu varðandi þróun og nýbreytni. Þeir þurfa að horfa til framtíðar en ekki bara skoða hvort veð sé í húseignum m.v. brunamat eins og nú er gert. Hugvit er líka verðmæti. Þetta þýðir að bankar og sjóðir þurfa í ríkari mæli að hafa í sinni þjónustu fólk sem þekkir til í þeim atvinnugreinum sem þjónusta viðkomandi stofnunar snýr að. 8) Það þarf taka upp gerbreytta fjárfestingarstefnu þar sem tek- ið verði tillit til raunverulegra rekstrarmöguleika í viðkomandi grein. Það að allt of margir séu að fjárfesta í sömu grein getur aldrei þýtt annað en taprekstur hjá öllum þegar hráefni til vinnslu er takmarkað. Þótt slíkar fjárfestingar séu gerðar undir merki byggðarstefnu er slíkt fyrirtæki vafasamur ávinn- ingur fyrir viðkomandi byggðarlag, að ekki sé minnst á þjóðarbúið í heild. 9) Kerfið þarf að hafa skýrar regl- ur og mismuna ekki þegar um er að ræða fjárfestingar í at- vinnulífinu. Það ábyrgðarleysi sem menn komast upp með er óþolandi og löngu tímabært að kannað sé og gert opinbert hvernig og af hverju ýmsar veigamiklar ákvarðanir sem snerta atvinnulífið og fjárfest- ingar þar eru teknar. Það að hagsmunagæslumenn ýmiss konar beiti áhrifum sínum til að þrýsta á eða liðka fyrir ákvörð- unum varðandi fjárfestingar sem e.t.v. liggur fyrir að eru hæpnar jafnvel óþarfar, á að vera hluti af liðinni tíð. 10) Ég fjallaði hér áður um erfið- leika sem af því stafa að frysti- hús kaupa og vinnaheila farma af blönduðum afla.~Fiskmarkað- ir geta vissulega skapað for- sendur fyrir betra skipulagi vinnunnar þar sem hægt er að kaupa það hráefhi sem menn yilja vinna og það magn sem hentar. Það vandamál sem skap- ast vegna þess að of mikið berst að í einu eða of lítið verða menn að leysa ef þeir ætla að ná skipu- lagi á vinnslunni og vinnutíman- um, og hvort tveggja er brýnt. Fiskmarkaðir, ýmist gólf- eða fjarskiptamarkaðir og fiskmiðlun þar sem það á við, hlýtur þvi að verða hluti af þeirri framtíð sem við sjáum fyrir okkur. En til þess að slfkt samstarf geti átt sér stað sem og annað það samstarf sem nauðsynlegt er fyrir þróun innan sjávarútvegsins þarf ekki bara nýja hugsun heldur einnig bættar sam- gðngur og þá líka samgöngur sem auðvelda beinan útflutning. Framtíðin kemur okkur öllum við Aðalatriðið er að við horfum ekki bara til dagsins í dag eða næstu vikna, heldur til framtíðar, hugsum okkur inn í framtíðina óbundin af fyrirkomulagi dagsins í dag. Það þarf að birta fólki framtíðarsýn, ekki síst því fólki sem vinnur í sjáv- arútvegi, annars munu enn fleiri missa trú á þeim möguleikum sem þar felast og byggðarflóttinn auk- ast. Þá framtíð má ekki hugsa út frá helmingaskiptum stjórnmálaflokka eða hagsmunum milliliða. Sú framtíð kemur okkur öllum við. Höfundur er varaformaður Al- þýðubaadalagsins. Persónuleg umönnun meö Lactacyd..! Lactacyd léttsápan eflir náttúrulegar varnir húðarinnar og kemur í veg fyrir kláða og óþægindi sem myndast oft við kynfæri, endaþarm og undir brjóstum. Lágt pH-gildi Lactacyd léttsápan inniheldur m.a. mjólkursýru sem á þátt í lágu pH-gildi sápunnar, sem er 3,5. Lágt pH-gildið við- heldur súrum eiginleikum húðarinnar sem eru náttúruleg vörn hennar gegn sýklum og sveppum. „Venjuleg sápa" er lútarkennd (basísk) og brýtur þessar náttúrulegu varnir niður. Lactacyd er fljótandi sápa með eða án ilmefna í 350 ml plast- flöskum með spraututappa. Allar upplýsingar á íslensku. Lactacyd léttsápan fæst í Fjarðarkaupum, Glæsibæ, Hag- kaupum og Miklagarði. Og að sjálfsögðu í næsta apóteki. Lágt pH-gildi Sýrueiginleikar 3,5 Hlutlaust ----------------14 Hátt pH-gildi Lútareiginleikar Lútarleifar — Kláði Það er mikilvægt að viðkvæmum stöðum líkamans sé haldið hreinum. „Venjulegur sápuþvottur* er varasamur því að leif- ar af lút verða gjarnan eftir og valda kláða á viðkvæmum stöðum s.s. við kynfæri og endaþarm. Lágt pH-giIdi Lactacyd léttsápunnar kemur í veg fyrir slíkan kláða. MUNDU! Húðin heldur uppi sínum eigin vörnum gegn sýklum og sveppum. Efvið notum ranga sápu eyðum viðpessum vörnum. (actacyf! ^ÍMandisáí*. . 35ÍXTB AnKmelna V. ,V fÍötímiisét* »1.3,5 ***«)« h«ft«rH"w' Hrístis'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.