Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 22

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR AUSTURBÆR Víðsvegarum bæinn Rauðagerði Háahlíð 3H0«0 lUIIUI iWbiMb s Frumleiki Speel- mans fipaði Short Skék Margeir Pétursson ENSKI stórmeistarinn Jonat- han Speelman varð fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúr- slitum áskorendakeppninnar í skák. Hann sigraði landa sinn Nigel Short mjög örugglega, 3l/2-l>/2 þrátt fyrir að Short sé bæði stigahærri og hafi al- mennt verið talinn sigurstrang- legri fyrir einvfgið. Það verður töluverð bið á þvi að það kom- ist á hreint hveijir hinir þrír keppendurnir i undanúrslitun- um verða. Einvigi þeirra J6- hanns Hjartarsonar og Karpovs, Jusupovs og Sprag- getts og Timmans og Portisch verða ekki tefld fyrr en eftir næstu áramót. Þrátt fyrir að Jonathan Speel- man sé um þessar mundir fímmti stigahæsti skákmaður heims hef- ur hann ekki verið ýkja mikið í sviðsljósinu. Mun meiri athygli hefur beinst að Short, sem er aðeins 24 ára og að áliti margra eini Englendingurinn og jafnvel Vesturlandabúinn sem á mögu- leika á því að ógna veldi Kasp- arovs og Karpovs. Englendingar lögðu mikið upp úr því að gera Short sem bezt úr garði í heims- meistarakeppninni. Aðstoðarmað- ur hans hefur t.d. verið byijanas- érfræðingurinn og stórmeistarinn dr. John Nunn, þriðji sterkasti skákmaður Breta. Að þessu sinni naut Speelman hins vegar hjálpar alþjóðlega meistarans Jonathans Tisdalls, sem er fæddur og uppal- inn í Bandaríkjunum en nú búsett- ur í Noregi. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að Speelman fór að vekja veru- lega eftirtekt. Á Ólympíumótinu í Dubai 1986 var hann t.d. aðeins fyrsti varamaður í enska liðinu. Þar stóð hann sig mjög vel og í fyrra tók hann geysimikið stökk fram á við með sigri á millisvæða- mótinu í Subotica í Júgóslavíu og fleiri mótum. í fyrstu umferð áskorendakeppninnar í Saint John í janúar vann Speelman stærstan sigur af öllum, hann hlaut fjóra vinninga gegn einum vinningi Bándaríkjamannsins Yassers Seirawans. Þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu Speelmans í einvígj- um á þessu ári hefur hann ekki náð sérlega góðum árangri í heimsbikarmótunum. í Belfort og Brussel var árangur hans í meðal- lagi. Hann teflir næst hér á mót- inu í Reykjavík og verður þá ör- ugglega í sviðsljósinu. Speelman var efíiilegur ungl- ingur, en í heimalandi sínu féll hann löngum í skugga þeirra Mi- les, Nunns og Mestels og síðar Shorts. Hann varð alþjóðlegur meistari 1978 og stórmeistari tveimur árum síðar, þá 23ja ára gamall. Hann hefur þrisvar sinn- um orðið brezkur meistari. Um árabil átti Speelman við þrálátan augnsjúkdóm að stríða sem háði honum mikið. Hann gengur enn með mjög sterk gleraugu en hefur þó tekist að sigrast á sjúkdómn- um, enda hafa framfarimar verið stórstígar síðan. Speelman lauk háskólaprófi í stærðfræði í Ox- ford. Hann hefur skrifað fímm skákbækur sem þykja mjög vand- aðar. Hann er afskaplega frumlegur skákmaður og er frægur fyrir að eyða umhugsunartíma sínunri við skákborðið í að sundurgreina af- brigði sem flestir skákmenn hafna strax sem óraunhæfum. Meðal annars vegna þessa hafa fáir orð- ið til þess að spá Speelman háum skákstigum eða frama í heims- meistarakeppninni, en það hefur sem sagt annað komið á daginn. Speelman er áreiðanlega hóg- værasti skákmaður sem hefur náð svo langt. Styrkur hans felst ekki sízt í miklu jafnaðargeði. Þeir sem þekkja hann eru sammála um að hann tefli ekki fyrir verðlaunafé eða metorð, heldur fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Lífsstíll hans er í samræmi við þetta, hann er grænmetisæta og harðákveðinn í því að eignast hvorki sjónvarp né bíl, enda hefur hann ekki tekið bílpróf. Eftir þetta nýjasta afrek Speelmans kemst hann þó ekki hjá því að lenda i sviðsljósinu næstu mánuði, hvort sem honum er það að skapi eða ekki. . Við skulum líta á vinningsskák- ir Speelmans í einvíginu við Short. Lesendur geta þá sjálfír metið hvort Speelman hafí ekki verið óþarflega hógvær eftir einvígið þegar hann sagðist hafa verið heppinn og Short hefði ekki feng- ið tækifæri til að sýna sinn raun- verulega styrkleika. Þriðja skákin er mjög athyglisverð frá fræðilegu sjónarmiði og mannsfóm Speel- mans í miðtaflinu í þeirri fjórðu er mjög frumleg og óvenjuleg. Hvitt: Jonathan Speelman Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 — d5 4. Rc3 — Be7 5. Bf4 Þetta afbrigði hefur notið lítillar hylli upp á síðkastið og hefur ekki þótt valda svarti nein- um erfiðleikum. En Speelman hefur stórhættulega nýjung á reiðum höndum. 5. - 0-0 6. e3 - c5 7. dxc5 - Bxc5 8. Dc2 - Rc6 9. a3 - Da5 10. 0-0-0!? Þennan leik hefur Speelman líklega fengið að láni frá hinum hugmyndaríka sovézka stórmeist- ara Mikhail Gurevich sem beitti honum fáum dögum áður á sovézka meistaramótinu. Hvort sem Short hefúr séð þá skák eða ekki var hann greinilega ekki undir það búinn að svara þessari hættulegu leið- Framhaldið í skák þeirra M. Gurevich og A. Sokolov á sovézka meistaramótinu var Jonathan Speelman þannig: 10. — dxc4 11. Bxc4 — Be7 12. g4 - b5?! 13. Bxb5 - Bb7 14. Rd2 - Rb4? 15. axb4 - Bxb4 16. Rc4 - Dal+ 17. Kd2 - Bxc3+ 18. Ke2! - Da2 19. Hal og svartur gafst upp því drottning hans er lokuð inni. 10. - Be7 11. g4! - Hd8 Það er of hættulegt að taka peðið á g4. 11. — dxc4 12. Bxc4 - Rxg4 13. Hhgl — e5 14. Bg5 lítur t.d. ekki vel út. 12. h3 - a6 13. Rd2 - e5?! Hvítur er að byggja upp geysi- lega sterka stöðu þar sem hann hefur bæði þunga pressu á mið- borðið og sóknarfæri á kóngs- væng. Hótun hvíts í stöðunni var 14. Rb3 — Db6 15. g5 sem vinn- ur peðið á d5. Það er því eðlilegt að Short hafi ekki viljað bíða með hendur í skauti á meðan verið væri að yfirspila hann, en eftir þetta verður ekki aftur snúið, hann verður í framhaldinu að gefa lið án þess að fá fullnægj- andi bætur. Það sem Short hefði getað reynt í stöðunni var t.d. 13. - dxc4 14. Rxc4 - Hxdl+ 15. Dxdl - Dc5. 14. g5! — Re8 Þetta er hálfgerð uppgjöf og hér hefur verið stungið upp á ævintýralegri drottningarfóm til að færa svarti mótspil: 14. — Re4!? 15. Rb3 - Dxc3!? 16. bxc3 - Bxa3+ 17. Kbl - Bf5. Meðal þeirra afbrigða sem gefin hafa verið upp er 18. Ka2 — Bb4 og staðan talin óljós, en mér sýnist 19. Bxe5! vera nokkuð örugglega unnið á hvítt, því hann er enn manni yfír eftir 19. — Rxc3+ 20. Dxc3. ÚTSALAN í FULLUM GAIMGI KRINGWN KtólMeNM Sími 689212. Domus Medtca, Egilsgötu 3, Slmi: 18519. íTOPPSKÓNUM, VELTUSUNDI, FRÁ S. WAAGE, KRINGLUNNI OG DOMUS MEDICA ALLT SELSTINNAN VIÐ 995 KR. Toepffi —"SKÖRINN VELTUSUND11 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.