Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.09.1988, Qupperneq 24
24 . MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Eitt leiðir af öðru Sjaldan er mannskepnan eins vamarlaus fyrir hugsunum, sem á hana leita, eins og þegar hún liggur í rúmi sínu í kolamyrkri og bíður þess, að svefngyðjan beri hana inn í draumaheima. Það er vitanlega hægt að reyna að stýra starfsemi heilans og skipa honum að hugsa aðeins það, sem skemmtilegt er og fallegt, en ekki tekst það alltaf. Undir slíkum kringumstæðum eru líka þessar hugsanir skýrari og áleitnari, þeg- ar ekkert er til að trufla þær. Þá er bara legið í myrkrinu og „hlust- að“ á það, sem heilinn hefír að segja. Það eru engin takmörk fyrir því, hvaða hugsanir sækja á í myrkrinu. Úr verður oft upprifjun dægurmála og liðinna atburða og skapast oftast halarófa af óskyld- um málum, sem tengjast hvert við annað í eins konar afleiðing- arstíl, þ.e. eitt leiðir af öðru. Oft er þetta hálfgert eintal heilans (sálarinnar?), og talar hann þá til mín, eins og ég sé önnur persóna en hann. Ég svara honum sjaldan og læt hann bara þusa. í gærkvöldi leið eitthvað lengri tími en venjulega, að ég mátti hlusta á hann áður en ég sofn- aði: Af hveiju skyldum við ekki geta sofnað? Var það ef til vill eitthvað, sem þú borðaðir? Það getur samt varla verið, því það var þetta líka fína blómkálsgratín, og ekki er það þungt í maga. Ekki er samt blómkálið héma í henni Ameríku eins gott og á ís- landi. Reyndar held ég, að fátt grænmeti hér bragðist eins vel og það gerði í gamla daga á Fróni. Ekki nema þá að bragð- laukamir í þér séu ekki eins næm- ir núna og áður fyrr. Alla vega þá var það betra heima... Hvað er eiginlega að gerast heima? Er allt að fara fjandans til? Hvað er búið að gera við alla peningana, sem hrúguðust inn í landið, þegar afurðaverðið fór upp úr öllu valdi? Getur verið, að þið séuð svo mikið óráðsíufólk, að þið hafí ekki lagt neitt fyrir til mögru áranna? Þegar við vorum að lesa Moggann f kvöld, varð ég dolfall- inn að sjá, að haft var eftir frammámanni í freðfískútflutn- ingi, að verðjöfnunarsjóðurinn hefði ekki verið starfræktur í mörg ár. Hann hefði auðvitað átt að vera búinn að taka obbann af hinu hækkandi útflutningsverði. Nú gæti hann svo borgað fram- leiðendum til baka, þegar þeir em allir að fara á hausinn ... Fyrst við minnumst á hausinn, langar mig að spyija: Hvers vegna notar þú ekki hattinn þinn, þegar þú slærð grasið? Núna í sumar hefír þú staðið í sláttumennskunni um hádaginn, þegar sólin er hæst á lofti. Það er eins og þú viljir bara fá sólsting! Þú sýnir ekki mikinn skilning á því, að ég er hér uppi á hausnum, og vantar stundum sko ekki mikið upp á það, að ég hreinlega soðni. Og ekki er því fyrir að fara, að hárið veiti mikið skjól eins gisið og það er nú orðið, en þér og maganum þykir líklega gott að gera hlé á slættinum, fara inn og svala ykk- ur á köldum bjór ... Það var annars skrítið hjá Bush forsetaefni repúblíkana að velja þennan Quayle sem varaforseta- efni. Tókstu eftir því í dagblaðinu hér, að gárungamir kalla þá fé- laga Bush (þekkt bjórtegund í Ameríku) bjór og Bush léttbjór! Þeim fínnst hann víst ekki nógu skarpur, þessi ungi maður. Hvað með hina miklu leiðtoga fyrri tíma? Ég veit, að þeir em auðvit- að allir dauðir nú, en það er und- ur mikið, að þjóðir heimsins skuli vera hættar að ala af sér gáfaða leiðtoga og snjallt fólk, sem vill vinna fyrir hið opinbera... Heyrðu! Nú er landið okkar komið með nýtt heimsmet, opin- berar heimsóknir! íslenzkir lands- feður og embættismenn fara í fleiri opinberar 'heimsóknir en kollegar þeirra í nokkm öðm landi í víðri veröld. Ef við fengjum nú borgað fyrir heimsóknimar, myndum við ekki þurfa að vera svona upp á fiskinn komnir. Það er einn galli, sem maður má ekki vera haldinn, ætli maður að verða embættismaður á íslandi. Veiztu, hvað það er? Það er flughræðsla, því þá getur hann ekki ferðast og farið í opinberar heimsóknir! Mér var ekki skemmt. Ef til vill er þeim vorkunn, því líklega er erfiðara að stýra íslandi en mörgum öðmm löndum. Hver höndin er upp á móti annarri. Öll þjóðin þykist vita allt betur, og fjölmiðlamir em öllum galopnir, og ekki lætur lýðurinn standa á sér. Það er því líklega skiljanlegt, að stjómendumir þurfi að komast burt öðm hvom og bregði sér því út fyrir pollinn_ Pollinn? Heyrðu mig, ertu búinn að gleyma því, að þú lofaðir kon- unni að athuga með klósettkasann frammi, þennan sem lekur? Þú getur ábyggilega gert við hann sjálfur, frekar en að fara að borga pípulagningarmanni ofQár fyrir verkið, sem er ábyggi- lega eitthvað nauðaeinfalt. Not- aðu bara hausinn ... Lengri var ekki hugsanaserían að þessu sinni, því miskunnsam- lega hurfu við báðir inn í draum- heimana. Hvaða hlutverki hugur- inn eða heilinn gegnir þar, er manninum enn leyndardómur. Gott er að hafa einhveija lejmdar- dóma lífisins óleysta. Eitt af böli mannkyns er það, að nú á dögum verður öllu upp að ljóstra og gera opinbert. Haustnámskeið hefst 12. september Það er staðreynd að alvöru líkamsþjálfun sem skilar fögrum vexti verður aldrei létt. Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins vegar lofað því að hjá okkur verður hún skemmtileg og hressandi. Ásta Vala sjúkraþjálfi verður með létta og góða leikfimi fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti. ' Bjargey Eldhressir púltímar, 16 til 30 ára Púltími fyrir stráka. Árný Teygjur og þrek eftir vinnu. Framhaldshópar. Birna Teygjur og þrek í hádeginu og eftir hádegi. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Nemendur Klúkuskóla og ge stir frá Broddanesi framan við skólastof- una. Klúkuskóli í Bjarn- arfirði settur ^ Laugarhóli, Bjamarfirði. ÁTTUGASTA og fyrsta starfsár skóla er nú að hefjast (Kaldrana- neshreppi. Klúkuskóli, að Laug- arhóli í Bjarnarfirði, var settur fimmtudaginn 1. september. Var þess minnst við skólasetningu. Þá var stofnaður tölvukaupa- sjóður við skólann af tilefni átt- ræðisafmælisins í vor. Söfnuðust þá þegar 14.000 krónur í sjóðinn frá ýmsum velunnurum skólans. Nú mun sjóðnum hafa bæst fé frá fyrirtækjum sem veita stuðn- ing. Svo reikna má með þvi að hverskonar vinna nemenda á tölvu geti hafist í vetur. Það er venja við Klúkuskóla í Bjamarfirði, að allir Bjamfírðingar koma saman í skólanum við skóla- setningu og skólaslit. Einnig þegar haldin em „Litlu jól“ eða aðrar hátíðir í skólanum. Er skólinn þann- ig samofinn lífí fólksins í sveitinni og foreldrafundir í raun mun fleiri en skráðir em í starfsáætlunum, því að allir hittast við þessi tæki- færi og málin em þá vitanlega rædd. Núna í haust hefst áttugasta og fyrsta ár frá því að skólastarf var hafíð í Kaldrananeshreppi. Við skólauppsögn í vor var þessara tímamóta minnst með því að hrinda í framkvæmd hugmynd skólastjóra- hjónanna að stofna tölvukaupasjóð við skólann og hvort ekki yrðu nógu margir velunnarar og fyrirtæki til í að rétta hjálparhönd, svo að böm- in í þessum skóla geti einnig notið kennslu á tölvu, þó fá séu og hreppsfélagið svo fátækt að það hafi ekki efni á slíkum stórkaupum. Söfnuðust þegar 14 þúsund krónur í þennan sjóð og nú munu einhver fyrirtæki reiðubúin að leggja fé af mörkum, svo að telja má víst að af tölvukaupum geti orðið á þessu skólaári. Við skólasetningu lagði skóla- stjóri fram starfsáætlun skólans í höfuðdráttum og skýrði frá þróun mála um rekstur skólans á næstu árum, sem og þessari fjáröflun til tækjakaupa, þar eð ekki hefir feng- ist fé hjá hreppsnefnd til slíks. í Klúkuskóla verða 11 nemendur í vetur. Við skólann starfa 2 kenn- arar, ráðskona, ræstitæknir og tveir bifreiðastjórar. Eru þetta mestu leyti hlutastöður, en veita þó nokkra búbót í sveitarhluta hreppsins. - SHÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.