Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
HAFARoyal
HVÍTAR
BAÐINNRÉTTINGAR
u _
RJPk.
K U
E Ð
10% staðgreiðsluafsláttur
______
SUÐURLANDSBRAUT10 - SIMI686499.
MorgunblaðiðVEyjólfur M. Guðmundsson
Frá framkvæmdum við Starmóa þar sem Meistarahús hf. byggir timburhús með múrsteinshleðslu.
Um 50 íbúðarhúsalóðum
úthlutað í Njarðvíkum
Vogum.
Njarðvíkurbær hefur að undanförnu úthlutað um 50 íbúðar-
húsalóðum í Móahverfi. Meginhluta lóðanna hefur verið úthlutað
tíl byggingafyrirtækja sem hafa fengið allar lóðir i einstökum
götum og taka fyrirtækin að sér að annast framkvæmd við gatna-
gerðina.
Landsvæðið sem lóðirnar eru á
er í eigu ríkisins. Það er hluti af
því landsvæði sem á sfnum tíma
var tekið eignarnámi til afnota fyr-
ir varnarliðið en þegar flugvallar-
girðingin var færð losnaði svæðið
undan girðingu, eins og Oddur Ein-
arsson bæjarstjóri orðaði það í sam-
tali við fréttaritara Morgunblaðsins.
Þá hófust viðræður á milli ríkis-
ins og fyrrverandi landeigenda um
hvort þeir vildu kaupa landið, en
ekkert varð af samkomulagi. Þá
óskaði ráðuneytið eftir því að taka
upp viðræður um að leigja bændum
landið en áður hafði bæjarstjórn
gert samkomulag við félag landeig-
enda Ytri-Njarðvíkurhverfis og með
Vatnsnesi um það að bærinn stuðl-
aði að því eftir mætti að það næð-
ust samningar milli ríkisins og land-
eigenda. Þar sem ekki gekk saman
með ríkinu og landeigendum ákvað
bæjarstjórn að ganga til samninga
við utanríkisráðuneytið um leigu á
landinu, sem er tæplega 16 hektar-
ar að stærð. Samningur var síðan
gerður 7. júlí 1987.
Áður hafði bærinn látið skipu-
leggja landið svo allt var tilbúið til
úthlutunar. Við þinglýsingu samn-
ingsins gerðu landeigendur athuga-
semdir við lögmæti hans og þurfti
Vestur-þýsk
Hágæða, ekta leðursófasett
og hornsóf ar. Verð f rá kr. 138.800.-
Sófasett úr EKTA leðri, hönnuð af Matti Halme.
Vönduð og sérstæð húsgögn.
Húsgögnfyrirfugurkera.
&2__.
ar
Rauðarárstíg 14, Reykjavík, sími 91-622322