Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
Óseyrar-
brúskal
hún heita
Mikill mannfjöldi fylgdist með opn-
un brúarinnar yfir Ölfusárósa
Selfossi.
„TIL hamingju Árnesingar
með Óseyrarbrú, Óseyrar-
brú skal hun heita," sagði
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra og fyrsti þing-
maður Sunnlendinga í upp-
hafi máls síns þegar hann
opnaði brúna yfir Ölfusár-
ósa formlega fyrir umferð
á laugardag, 3. september.
Mikilí mannfjöldi var sam-
an kominn við eystri brúar-
sporðinn til að fylgjast með
opnun br úarinnar og fagna
tilkomu hennar.
Snæbjörn Jónsson vegamála-
stjóri lýsti mannvirkinu og af-
henti það formlega til Matthías-
ar Á. Mathiesens samgöngu-
málaráðherra. Matthías flutti
ávarp, lýsti mikilvægi bruar-
gerðarinnar fyrir Arborgar-
svæðið, rifjaði upp brúargerðina
yfir Ölfusá við Selfoss og lagði
áherslu á mikilvægi samgöngu-
mála við mótun byggðastefnu
í landinu.
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra minnti á það meðal
annars í ávarpi sínu að mikil-
vægt væri að byggðarlögin
næðu að hagnýta sér brúna sem
best. Þannig næði framkvæmd-
in markmiði sínu.
Með tilkomu Óseyrarbrúar
hefst umferð um Ölfusárósa
eftir að hafa legið niðri í hart-
nær hundrað ár. Við Óseyrarnes
var ferjustaður sem lagðist af
með tilkomu Ölfusárbrúar við
Selfoss.
Margir baráttumenn fyrir
brúargerðinni höfðu á orði á
opnunardaginn að lokið væri
fjörutíu ára baráttu og þetta
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Snæbjörn Jónsson vegamálastíóri afhendir Matthíasi Á. Mathiesen samgönguráðherra brúna form-
lega. Með þeim á myndinni eru Sigrún Þ. Mathiesen og Bryndís Jónsdóttír.
Mikill mannfjöldi var saman kominn við brúna til að fylgjast með opnun hennar.
væri því mikill hátíðisdagur.
Reyndar er mun lengra síðan
fyrst var haft á orði að brúar
væri þörf yfir ósinn. Opnuð var
sýning í Stað á Eyrarbakka þar
sem saga baráttunnar fyrir
brúnni var rakin. Þar var einnig
borið fram hátíðakaffi í tilefni
dagsins.
Þorsteinn Pálsson f orsætisráðherra opnar Óseyrarbrú f ormlega
fyrir umferð.
Að lokinni athöfninni gengu gestir yfir brúna og varð Mn fljót-
lega full af fólki enda á milli.
Sjómenn á Eyrarbakka og
Stokkseyri hafa lagt áherslu á
að brúin geri þeim auðveldara
um vik að sækja sjóinn frá
Þorlákshöfn. Áhersla þeirra
undirstrikar þýðingu brúarinn-
ar fyrir Árborgarsvæðið sem
atvinnulegrar heildar.
Að lokinni opnun brúarinnar
bauð samgönguráðherratil hófs
í Hótel Selfossi. Þar voru gestir
ríflega þrjú hundruð. Flutt voru
ávörp þar sem þýðing brúarinn-
ar var undirstrikuð og tilkoma
hennar lofuð. Brúarverktakarn-
ir þökkuðu fyrir sig með því að
afhenda vegamálastjóra lit-
mynd af brúnni og einnig odd-
vita Eyrarbakkahrepps. I hóf-
inu var tveggja baráttumanna
sérstaklega getið, þeirra Sig-
urðar Óla ólafssonar fyrrum
alþingismanns og Vigfúsar
Jónssonar fyrrum oddvita á
Eyrarbakka.
Eftir opnun brúarinnar var
strax mikil umferð um hana og
stöðugur straumur bifreiða var
með ströndinni fram eftir degi.
Þýðing brúarinnar í hugum
manna er mikil og möguleikarn-
ir margir sem hún er talin opna
íbúum svæðisins í félagslegu
og atvinnulegu tilliti. Hringveg-
urinn um Árborgarsvæðið er 3
kílómetrar og nú er jafn langt
til Reykjavíkur frá Eyrarbakka
og frá Selfossi. _ sig J6ns