Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 29

Morgunblaðið - 06.09.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 29 Margir nýir hljóðfæraleikarar starfa með Sinfóníuhljómsveit íslands í vetur. Hér getur að lita nýlið- ana. Talið frá vinstri i efri röð: Michael Wang, frá Kina, Sarah Buckley, frá Bretlandi, Lin Wei, frá Kina, Peter Tompkins, frá Bretlandi, og Andreas Finke, frá Þýskalandi. í neðri röð: Eggert Pálsson, Andrzej Kleine, frá Póllandi, og Gary McBretney, frá Skotlandi. Sinfóníuhljómsveit íslands; Tveir kínverskir tónlistarmenn leika með hljómsveitinni í vetur TVEIR kínverskir hljóðfæra- leikarar eru meðal þeirra sem leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í vetur. Þau heita Michael Wang og Lin Wei. Michael Wang leikur á kontrabassa en Lin Wei á fiðlu. Alls munu 8 erlendir tónlistarmenn leika með Sin- fóníuhþ'ómsveitinni á þessu starfsári og hafa 7 þeirra nú þegar hafið æfingar. Michael Wang og Lin Wei hafa bæði numið hljóðfæraleik um ára- bil. Lin Wei hefur undanfarin 3 ár starfað í Lundúnum. „Ég ákvað að slá til og koma til íslands vegna þess hve erfítt er að fá starfsleyfí í Lundúnum," segir Lin. „Ég fór í hæfnispróf í Lundúnum og hingað er ég komin." Lin var 7 ára þegar hún hóf fíðlunám. Einleikaraprófí lauk hún frá „Peking Central Cons- ervatory" í Peking. Michael Wang hefur starfað undanfarin ár í Bandaríkjunum. Nú síðast lék hann með Sinfóníu- hljómsveit Harrisborgar. Hann stundaði nám í kontrabassaleik við Julliard tónlistarskólann í New York. „Það er ekki nema vika síðan við komum til landsins," segir Mic- hael, „en mér líst strax mjög vei á Reykjavík og hlakka til að starfa hér, enda eru góðir hljóðfæraleikar- ar í Sinfóníuhljómsveit íslands." Það líður ekki á löngu þar til Lin og Michael fá tækifæri til að kynnast landi og þjóð betur. Fimmtudaginn 8. september heldur Sinfóníuhljómsveitin í tónleika- ferðalag um Austfirði. Tónleikar verða á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Vopnafírði, Eskifírði og Fáskrúðs- firði. RYKSUG frá AEG Enn bjóðum við v-þýsku ryksugurnar frá AEG og nú á verði, sem á sér enga hliðstæðu. AEG Vampyr 402 ryksugan er í alvöru stærð, kraftmikil og lipur. Svo spillir útlitið ekki fyrir henni. Láttu þetta einstaka til- boð ekki fram hjá þér fara. AEG AFKÖST ENDING GÆÐI AEG heimilistæki - þvíþú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! AEG Hvítoggráaðlit. 1000 w. Dregurinn * snúruna. ILBOÐ Vampvr- 402 Við erummeð sölu- aðila um allt land og 3Ú ættir ekki að Durfa að fara langt til að fá ryksugu á góðu sogkraftur48 Htr. verði, þvi hún er á pr sek Poki tekur 4,5 íítr. sama verði allsstaðar. Verð kr: 6.845,- stgr. Umbodsmenn um land allt BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.