Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 31 Sovétríkin: Réttarhöld yfir tengda- syni Brezhnevs hafin Moskvu. Reuter. Réttarhöld hófust í gær f Moskvu yfir nfu fyrrum yfirmönnum sov- ésku lögreglunnar sem sakaðir eru um spillingu og mútuþægni. Meðal nímenninganna er Júrí Khúrbanov, tengdasonur Leóníds Brez- hnevs, fyrrum Sovétleiðtoga. Khúrbanov er sakaður um að hafa á árunum 1976-82 þegið mútur að andvirði um fimmtíu miUjónir íslenskra króna. Þeir sem eru fyrir rétti með Khúr- banov voru allir háttsettir í inn- anríkisráðuneyti sovétlýðveldisins Úzbekistan. Réttarhöld þessi hafa af fréttaskýrendum verið túlkuð sem tákn um það hversu ákveðin stjórn Míkhafls Gorbatsjovs sé í því að útrýma spillingunni sem breidd- ist út í valdatíð Brezhnevs. Um tvö hundruð vitni verða köll- uð fyrir dómstólinn. Er uppi orð- rómur um að eitt þeirra verði Galína Brezhnev eiginkona Khúrbanovs. Hún var þó ekki viðstödd við upp- haf réttarhaldanna í gær. Andrej Makarov, lögfræðingur Khúrbanovs, sagði blaðamönnum fyrir utan dómshúsið, skömmu áður en réttarhöldin hófust, að skjól- stæðingur hans hefði verði dæmdur fyrirfram í fjölmiðlum, en þeir hafa veitt þessu máli mikla athygli. „Hann er afurð kerfisins ekki skap- ari þess," sagði Makarov. Framsaga hans fyrir dómstólnum var á sömu nótum og gagnrýndi hann þar fjölmiðla fyrir að hafa skrifað um réttarhöldin áður en þau hófust. Meðal annars hefði í viku- blaðinu Moskvufréttir birst viðtal við saksóknarann í málinu sem hefði haldið því fram að Khúrbanov væri sekur. Akæruatriðin Brot þau sem Khúrbanov er ákærður fyrir eru rúmlega 1.500 talsins. Við réttarhöldin í gær kom m.-a. fram að Khúrbanov fékk reglu- lega sendingar af vínberjum, kjarn- eplum, víni og konfaki frá lögregl- unni í Úzbekistan. Sovéska ríkis- flugvélið Aeroflot sá um að ferja varninginn til Moskvu. Einnig fékk hann háar peningaupphæðir frá yfirmönnum lögreglunnar í Úz- bekistan þegar hann heimsótti lýð- veldið. Hann á einnig að hafa kraf- ið varnarmálaráðuneytið um bygg- ingarefni, fyrir um eina og hálfa milljón íslenskra króna, og bygging- arsveitir til að byggja „sérstakt mannvirki" sem var í raun sumar- bústaður Khúrbanovs. Þá er hann sakaður um að hafa notað opinbera sjóði til þess að kaupa gullúr undir þvf yfirskyni að það ætti að vera gjöf til Gústafs Húsaks, leiðtoga Tékkóslóvakíu. í réttarhöldunum í gær kom hins vegar fram að Khúr- banov gaf yfirmanni sínum, Nikolaj Sjolókov, fyrrum innanríkisráð- herra gullúrið. Samkvæmt sovéskum Iögum eru menn saklausir þar til dómstóll hef- ur komist að annarri niðurstöðu. Hinir opinberu fjölmiðlar í Sov- étríkjunum hafa hins vegar verið iðnir við það á undanförnu að birta greinar þar sem sakborningar eru bornir þungum sökum. Greinabirt- ingar af þessu tagi voru mjög al- gengar þegar ofsóknir Stalíns stóðu sem hæst og einnig fyrir réttarhöld yfir andófsmönnum þegar Brezhnev var við völd. Sovétríkin: Bikinibaðfötin berja að dyrum Moskvu. Reuter. SOVÉSKT dagblað birti f sfðustu viku mynd af sjö stúlkum og voru sumar þeirra f bikinibaðfötum. Þykir myndbirtingin hin merki- legasta og efast nú fáir um, að „glasuostið" hans Gorbatsjovs sé ekki bara orðin tóm. Birtust myndirnar í Sovetskaja Molodezh, dagblaði æskulýðsfylking- ar kommúnistaflokksins í Lettlandi, og voru lesendur beðnir að benda á þær stúlkur, sem þeim fyndust bestu fulltrúar fyrir „fyrirheit júnfmánað- ar", „íjúlí við sjóinn" og „á síðkvöldi f ágúst". Af stúlkunum sjö þykir Valeria vera einna þokkafyllst en hún lét taka myndina á sendinni sjávar- ströndu. Er hún í bikini og heldur höndum upp yfir höfuð til að liðlegur líkaminn njóti sín sem best. Zhanna og Svetlana eru einnig í bikini; Na- talíj er f venjulegum sundbol með fætur krosslagða og hallar dálítið undir flatt; Sabfna berar ávalar axl- irnar; Jelena er í gallabuxum og Marína, sem virðist vera hvað vest- lenskust, er stödd á gróskumiklum akri. Stúlkurnar eru þátttakendur f keppninni „Ungfrú sumar" en sigur- vegarinn heldur sfðan áfram í keppni um það hver sé besta ljósmyndafyrir- sætan. Á Vesturlöndum sæta svona myndir engum tfðindum en í Sov- étríkjunum hafa þær hingað til verið flokkaðar með klámi. Grænland: Skammta sjálfum sér loðnukvótann Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara MorgTinblaosins. Grænlendingar hafa einhliða ákveðið, að þeirra hlutur f loðnu- veiðunum við Jan Mayen skuli vera 85.000 tonn. Kaj Egede, sem f er með sjávarútvegs- og iðnaðar- mál f landsstjórninni, skýrði frá þessari ákvörðun f fyrradag en hún er tekin þrátt fyrir ágreining við Norðmenn og íslendinga. Af þessum 85.000 tonnum standa Evrópubandalagsríkjunum til boða 30.000 tonn í samræmi við samning þeirra við Grænlendinga en afgang- inn, 55.000 tonn, kaupa Færeyingar á rúmar 39 milljónir ísl. kr. Sjálfir eiga Grænlendingar engin loðnuskip. Opinberlega deila íslendingar og Norðmenn með sér loðnukvótanum, einni milljón tonna, þannig, að þeir fyrrnefndu fá 85% í sinn hlut en þeir síðarnefndu 15%. Það hefur þó ' verið látið óátalið að mestu þótt Grænlendingar eignuðu sér einhvern hlut. Fulltrúar iandanna munu ræð- ast við 5 nóvember nk. og segist Egede vona, að þá náist samkomu- lag um skiptinguna og aukinn kvóta til Grænlendinga. Júrí Khúrbanov við upphaf rétt- arhaldanna f gær. Brezhnevfjölskyldan á meðan allt lék f lyndi. Fremst á myndinni er Leóníd Brezhnev ásamt konu sinni Viktoríu. Tengdasonurinn Júrí Khúrbanov er lengst tíl vinstrí á myndiiuú. Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn Getur staðið á borði eða hangið uppá vegg. En það besta er: Ekkert uppvask. ^rdOstk.) £ Kaífi<nál(2000 25%sö|usfcattur Samta/s ^r. 2.560- Duni UIVÍBaOIÐ FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 2511 Glæsibæ kl 19.30. TT Xxæsti yinningur að verðmæti 100.000 kr. ÞRÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.