Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 33 Reuter Sex farast í lestarslysi Sex manns fórust, fimm konur og einn karl, og 16 slösuðust alvar- lega á föstudag þegar lest fór af sporinu nálægt Kineta í Grikk- landi. Lögreglan sagði að þrir vagnar hefðu losnað frá lestinni og runnið niður brekku um 58 kílómetrum frá Aþenu. Að sögn lækna eru sjö þeirra sem slösuðust í lifshættu. í lestinni voru 140 farþegar. A myndinni má sjá krana lyfta eimreið lestarinnar. Sovétrlkin: Sjávarmengun mót- mælt við Eystrasalt Monkvn. Rpnter. ^ TUGIR þúsunda Litháa og Letta héldust í hendur við strönd Eystrasalts á laugardag til að mótmæla sjávarmengun. Að sögn fréttastofunnar TASS héldu mótmælendurnir á kertum og mynduðu keðju sem náði yfir gjörvalla strönd Litháens og Lettlands. TASS skýrði frá því að mótmæl- endurnir hefðu myndað keðju frá Palanga í norðurhluta Litháen til Neringa í suðurhlutanum, þar sem umhverfísvemdarsinnar telja hættu stafa af vaxandi olíumengun. í Lettlandi, þar sem óunnin olía renn- ur til sjávar, kröfðust ræðumenn þess að komið yrði upp hreinsunar- stöð fyrir næstu aldamót. Fréttastofan greindi ekki frá mótmælum við strönd Eistlands, en sagði að efnt hefði verið til fjölda- funda í Eystrasaltslöndunum þrem- ur, þar sem læknar, lögfræðingar, vísindamenn, félagsfræðingar og rithöfundar hefðu tekið til máls. Félag umhverfísvemdarsinna í Lettlandi hefði einnig hvatt fínnska þingið og Svíþjóðardeild umhverfís- vemdarsamtakanna Greenpeace til að styðja baráttu þess gegn sjáv- armengun við strendur Eystrasalts. Umhverfisvemdarsinnar hafa verið nokkuð atkvæðamiklir í Eystrasaltslöndunum þremur og hafa Eistar, Lettar og Litháar, sem krefjast meira sjálfræðis, lagt um- hverfisvemd að jöfnu við efnahags- legar kröfur. SÖLU- TÆKNI 14.-15. september VEITIR FÆRNI í SÖLU OG SAMNINGA- GERÐ, ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á MANNLEG SAMSKIPTI EFNI: • islenskur markaðór • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipulagning söluaðgerða • Val á markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölu- fólks • Samskipti og framkoma • Mótbárurog meðferð þeirra •Söluhræðsla • Markaðsrann- sóknir og áætlanagerð. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OG STAÐUR 14.-15. septemberkl. 9.00-17.00 íÁnanaustum 15. -SÍMI621066 Stjórnunarfélag íslands Ananaustum 15 Simi 621066 1 : arðabær - Hafnarfjörður - Mosfellsbær, Selfoss. Innritun auglýst síðar. irðvík - Grindavík - Garður - Sandgerði, , : . er fimmtudaginn 15. september,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.