Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 34

Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Að velja besta kostinn Eins og við var að búast hafa komið upp mörg álita- efni við framkvæmd þeirrar ákvörðunar að setja „algjöra" verðstöðvun í einn mánuð nú í september. Einmitt á þessum árstíma er vetrarstarf að hefjast hjá mörgum. Vilja þeir sem selja þjónustu eða vöru sem kemur til verðlagningar á þessum tíma taka mið af verðlagsþróuninni undanfama mánuði og verð- leggja vaminginn eða þjón- ustuna í samræmi við það. Hafa verðlagsyfirvöld verið treg til að samþykkja slíkt. Hlýtur að vera álitamál, hvemig eigi að framkvæma verðstöðvun sem aðeins á að gilda f einn mánuð. Reynsla okkar og annarra er sú að lögbundin verðstöðvun leysir ekki ein og sér efnahags- vanda. Á hinn bóginn getur hún eins og að þessu sinni veitt svigrúm til að meta allar að- stæður og fínna varanlegri leið miðað við þær. Til verðstöðvun- ar nú var einmitt stofnað í þessu skyni. Hún gildir í einn mánuð eða eins og sagt hefur verið: Ríkissijómin hefur tvær til þijár vikur til að komast að niður- stöðu um varanlegri úrræði. Um þessar mundir glíma ráð- herrar og stjómmálamenn við hinn árlega vanda að beija sam- an fjárlög. Vissulega væri æski- legast að á þessum september- vikum tækist að stilla strengi með þeim hætti að samræmd væm markmið Qárlaga og ann- arra þátta efnahagslffsins og þjóðarskútunni yrði siglt inn á lygnari sjó, þannig að ráðrúm gæfíst til að laga sig betur en gert hefur verið að ytri aðstæð- um. í sama mund og ráðherrar og forystumenn launþega heQa viðræður um frambúðaraðgerð- ir berast svo skuggalegar fregn- ir um stöðu þorskstofna. Spáð er minnkandi sjávarafla og öll- um er ljóst að markaðsaðstæður eru erfíðar. Verðið sem fæst fyrir afurðimar dugar ekki til að borga kostnaðinn við að afla þeirra og vinna úr þeim sölu- hæft verðmæti. Að þessum staðreyndum þarf auðvitað að hyggja nú á þessum haustdög- um ekki síður en þróuninni inn- an okkar litla hagkerfís. Hinn ytri rammi setur okkur skorður að lokum. Um það ætti ekki að þurfa að deila, þótt ágreiningur sé um, hve opið fjármálalífíð eigi að vera gagnvart alþjóð- legri efnahags- og fjármála- starfsemi. Þær raddir heyrast meðal annars úr ríkisstjóminni og þá helst frá Steingrími Hermanns- syni, formanni Framsóknar- flokksins, að með lögum eigi að taka af skarið um ýmsar meginstærðir efnahagslífsins og beinist athyglin nú í senn að launum, vöxtum og verði á vömm og þjónustu. Þegar skoð- anir af þessu tagi eru settar fram er nauðsynlegt að átta sig strax á því, hvað í þeim felst. Spyija má: Er ætlunin að færa allar verðlagsákvarðanir að nýju undir opinbera stjóm? Er ætlunin að fela Seðlabankanum að nýju að taka ákvarðanir um vexti og hætta að láta markaðs- viðhorf ráða ferðinni? Á að af- nema fijálsa samninga um kaup og kjör? Er „algjör“ verðstöðvun í einn mánuð ekki annað en aðdragandi að miðstýrðri efna- hagsstarfsemi? • Spumingar sem þessar hljóta að koma til álita, þegar litið er á umræður um efíiahagsmál á líðandi stundu. Þær snerta fleira og meira en stundarvanda. Ef þeir sem aðhyllast miðstýrt efnahagskerfí, verðlagsákvarð- anir, vexti og launakjör með lagaboði hefðu haft erindi sem erfíði væri öðmvísi umhorfs í heiminum um þessar mundir og stjómendur kommúnistaríkj- anna stæðu ekki frammi fyrir þeim hrikalega vanda, sem þeir eiga við að glíma. Áherslan á neikvæðar hliðar frjálsræðis í verðlagsmálum og á fjármálamarkaði er mikil í umræðunum um þessar mundir. Á öllum sviðum er allt miklu dýrara hér en annars staðar. Okkur skortir stöðugleika og jafnvægi sem setur svip sinn á efnahagslíf nágrannaþjóða. Ef menn kæmu sér saman um £ið sníða eftiahagsstarfseminni stakk eftir vexti og fínna leiðir að því marki án ofstjómar, hafta og skömmtunar yrði mik- ilsverðum árangri náð í viðræð- unum sem nú fara fram. Á þess- um haustdögum gefst einstakt tækifæri til að draga saman í einn stað helstu meginþræði í eftiahagsstarfseminni. Ef menn gefa sér tíma til að líta til allra átta og vega og meta kosti með þjóðarhag til frambúðar í huga, getur þetta einnig orðið einstakt tækifæri til að beina þjóðarskút- unni inn á nýjar og hagstæðari brautir. Spurmngar Ásmwu svör rí kisstj órnari HÉR fara á eftir spurningamar í bréfi forseta ASI til forsætis- ráðherra og svör viðræðunefnd- ar ríkisstjóraarinnar við þeim: 1. Fjármagnskostnaður ogvextir 1.1 Spuraing: Hve stóra fjárhæð væri um að ræða ef bindiskylda yrði látin ganga yfír öll verðbréfa- viðskipti? Svan Væri 12% bindiskylda látin ná til ailrar verðbréfaútgáfu ann- arra fjármálastofnana en banka og sparisjóða, þ.e.a.s. fjárfestingar- lánasjóða atvinnuvega, næmi sú fjárhæð 933 m.kr. miðað við stöðu 30. júní sl. Ljóst er þó að slík bind- ing gæti ekki náð afturvirkt til fjár, sem þegar er búið að ráðstafa. 1 gildi eru ákvæði sem skylda verð- bréfasjóði til að veija 20% af aukn- ingu ráðstöfunarfjár frá 1. júlí 1988 til að kaupa skuldabréf ríkissjóðs. Verðbréfaútgáfa banka, spari- sjóða og veðdeilda þeirra er ekk: háð bindiskyldu. Því mætti þé breyta án lagasetningar, en áhrifír yrðu svo til hin sömu og hækkur hinnar almennu bindingar. 1.2 Spuraing: Hve víðtæk þarf lög- gjöf að vera til þess að bæði takist að færa niður vexti á beinum lánum og tryggja að ekki verði farið fram- hjá hámarksvaxtaákvæðum í af- fallaviðskiptum á verðbréfum? Svar: Útilokað virðist að koma í veg fyrir affallaviðskipti með lög- gjöf. Affallaviðskipti með verðbréf af hálfu annars aðila en útgefanda eru álitin viðskipti með lausafé fremur en lánastarfsemi, þannig að lagaákvæði eins og um ræðir í spumingunni myndu skerða ráð- stöfunarrétt manna yfír eignum sínum. 1 gildi er lagaákvæði sem heimil- ar stjómvöldum að hlutast til um vaxtaákvarðanir með beinum hætti. Jafnframt geta stjómvöld haft óbein áhrif á vaxtaþróun vegna forystuhlutverks á lánamarkaði í krafti útgáfu spariskírteina og samninga við lánastofnanir. 2. Tekjuaukning ríkissjóðs 2.1 Spuraing: Hveijar yrðu tekjur ríkissjóðs af 10% viðbótarskattþrepi á allar tekjur yfír 100 þ.kr. á mán- uði? Svar: Samkvæmt upplýsingum úr skattframtölum má ætla, að 35 þúsund af 180 þúsund framteljend- um séu með tekjur yfír 100 þúsund krónum á mánuði að meðaltali á árinu 1988. Með 10% viðbótartekju- skatti, sem álagður væri eftir á, má gera ráð fyrir um 2.700 m.kr. í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð. Álagning miðað við tvö þrep er hins vegar erfiðari í staðgreiðslu, meðal annars vegna sveiflna f telq'um launþega milli mánaða, til dæmis hjá sjómönnum, og eins þar sem launþegar fá greidd laun frá fleiri en einum atvinnurekanda. Þannig gætu launþegar lent í viðbótar- skatti einn mánuðinn, en sloppið þann næsta. Endanlegt uppgjör kæmi síðan ári seinna við álagn- ingu. Afar lausleg ágiskun um inn- heimtu í staðgreiðslu þegar á næsta ári lægi einhvers staðar á bilinu 1.000-1.500 m.kr. Rétt er að vekja ^thygli á því, að með þessuu væri skattbyrði ein- staklinga aukin um rúmlega þriðj- ung frá því sem nú er. Langstærsti hlutinn lendir á hjónum, þar sem þau eru í reynd skattlögð sem tveir einstaklingar. Sérstaklega á þetta við um hjón, þar sem annar aðilinn aflar teknanna. Þannig má nefna, að af þessum 2,7 milljörðum lenda um 2,2 milljarðar á hjónum. 2.2 Spuraing: Hveijar yrðu tekjur ríkis og sveitarfélaga af skattlagn- ingu allra vaxtatekna, þ.e. raun- vaxta og annarra fj ármagnstekna? Svar: Samkvæmt lauslegu mati hagdeildar fjármálaráðuneytis má ætla, að skattstofn raunvaxta gæti verið um 3V2 milljarður króna á þessu ári. Hér er þá allt talið með, verðbréf, spariskírteini ríkissjóðs og sá hluti innistæðna í bankakerfínu, sem ber jákvæða raunvexti. Tekjur af skattlagningu færu hins vegar eftir þvf, hvert skatthlutfallið væri og hvemig staðið yrði að fram- kvæmdinni. 2.3 Spuraing: Hveijar yrðu skatt-' tekjur af því að færa reglur um afskriftir og sjóðaframlög fyrir- tælq'a til jfyrra horfs? Svar: Árið 1984 var skattalögum fyrirtækja breytt á þann veg, að heimilt var að leggja 40% af rekstr- arhagnaði í sérstaka fjárfestingar- sjóði og fresta þannig skattlagn- ingu. A móti þessari rýmkun átti að fella niður heimild til þess að leggja 25% af hagnaði í varasjóð. Varasjóðstillaginu var hins vegar haldið við lýði með sérstöku bráða- birgðaákvæði þar til um síðustu áramót. Með skattkerfísbreytingunum um síðustu áramót var stigið fyrsta skrefið í átt til þess að hverfa frá þessum sjóðsframlögum með því að fella varasjóðstillagið endanlega úr gildi og lækka framlag í flárfest- ingarsjóði í 30%. Þannig kemur nú stærri hluti hagnaðarins til skatt- lagningar en áður. Auk þess voru reglur um fymingu einkabifreiða f eigu fyrirtækja þrengdar. Á móti var skatthlutfallið lækkað. Lauslega áætlað gæti framlag í fjárfestingarsjóði verið á bilinu 600—800 m.kr. á þessu ári. 2.4 Spuraing: Hveijar yrðu tekjur ríkissjóðs af eignaskatti á innistæð- um og verðbréfum og frekara af- námi frádráttarliða við skattfram- tal? Svar: Lauslega áætlað gæti skattstofninn verið nálægt 100 milljarðar króna á verðlagi ársins 1988, þegar allt er talið með. Sam- kvæmt gildandi lögum nemur eign- arskattur 1,2% af skattskyldri eign umfram ákveðið lágmark. Ekki er alveg ljóst, hvað felst í orðunum „frekara afnámi frádráttarliða" og er því ekki gerð tilraun til þess að meta þennan þátt. 2.5 Spuraing: Hve miklum tekju- auka mætti ná fyrir hið opinbera með því að bæta við 30 starfsmönn- um í eftirlit með skattskilum fyrir- Bréf forseta ASÍ til forsætisráðherra: Sett verði nýtt skatt- þrep á hærri tekjur Hér á eftir birtist bréf Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðu- sambands íslands, til Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, þar sem drepið er á ýmsar hugmyndir í efnahagsmálum. Bréfið var sent forsætisráðherra á föstudaginn var. „Á fundi okkar sl. föstudag var samkomulag um að báðir aðilar gengju til viðræðna með óbundnar hendur. Ég minni þó á, að af okkar hálfu var áréttað, að við teldum launin ekki orsök efnahagsvandans í þjóðfélaginu. Orsakanna væri að leita á öðrum sviðum. Alþýðusambandið hefur ekki gert heildstæðar tillögur um aðgerðir, en umræðunnar vegna vil ég minna á eftirtaldar hugmyndir, sem ég hef allar sett fram á opinberum vett- vangi að undanfömu. 1. Fjármagnsmarkaður og vextir. Bindiskylda verði sett á all- an fjármagnsmarkaðinn, þar með talinn gráa markaðinn. Beinum aðgerðum, lögum, verði beitt til þess að knýja vexti niður. 2. < Tekjuaukning ríkissjóðs. Sett verði nýtt skattþrep á hærri tekjur. Vaxtatekur og aðrar fjár- magnstelg'ur verði skattskyldar. Frádráttarheimildir fyrirtækja verði þrengdar. 3. Afkoma útflutningsgreina. Vaxtakostnaður verði færður niður. Valinn hluti útflutningsgreinanna (væntanlega fyrst og fremst fryst- ing) fái beinan fjárhagslegan stuðn- ing, samhliða endurskipulagningu á rekstrinum, þannig að ekki verði sjálfvirkt dælt fé í óráðsíu. 4. Lægrra verð. Niðurfærsla vaxtakostnaðar. Harkalegt aðhald að verðhækkunum og bein niður- færsla þar sem þess er kostur. Til þess að auðvelda umræðuna innan samtakanna og á milli ASÍ og ríkisstjómarinnar er nauðsyn- legt að glöggar upplýsingar séu til staðar um öll atriði og ég óska því eftir að þú aflir svara við eftirtöld- um spumingum. Fjármálaráðu- neyti, Seðlabanki og Þjóðhagsstofn- un ættu að hafa tiltæk gögn um flest atriðin, þannig að ég vænti þess að svör geti fengist fyrir fund ASÍ og ríkisstjómarinnar á mánu- dag. Hér komu svo fjórtán spurningar Ásmundar Stefánssonar, sem svör voru afhent við á fundinum í gær. Þar sem spurningarnar eru tíundaðar með svörunum i bréfi forsætisráðherra eru þær felldar niður hér úr bréfi Ás- mundar: Siðan segir i bréfinu: Fram- angreindar spumingar eru fjarri þvi að vera tæmandi, en ættu að auðvelda frekari umræður. Vegna yfirlýsinga ráðherra um niðurskurð opinberra fram- kvæmda, óska ég einnig eftir þvi að fá yfirlit um áhrif niðurskurð- arins, skipt eftir landshlutum. Með tilvísun til umræðna á fundi ASÍ og ríkisstjóraarinnar sfðastliðinn föstudag, vil ég að lokum itreka að rikisstjórnin geri ráðstafanir til þess að 272 hækkun elli- og örorkulffeyris verði ekki frestað nú i septem- ber. Virðingarfyllst, Ásmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.